Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 16
Um sfðustu helgi edgnaSist Þórunn Jóhannsdóttir telpu á litlu fæSingarheimili f London. MaSur hennar píanóleikarmn Askenazy varS hamingjusamur þegar hann frétti þetta. — Það var einmitt telpa sem ég óskaSi mér og móSirm var alveg sam- mála. FæSingin gekk vel og lfS ur bæSi móSur og barni ágæt- lega. Litla telpan er kölluB Nad- ia. Hún var tólf merkur. Þegar þau Þórunn og Asken- azy fluttu til Englands, kom þaB í ijós ,a5 ein af ástæSunum til þeirrar ákvörSunar var aS Þórunn vildi eiga barn sitt i Englandi hjá foreldrum sínum. Þetta er annaS bamið þeirra. Sonur þeirra er nærri tveggjá ára og þykir honum mikiS varið f aS eignast systur. Fékk hann aS rugga systur sinnl. ■ ■ VÍSIR Miövikudagur 16. október 1963. Fundartími breytist Fundartfma Alþingis verður breytt í dag. Hefjast fundir framvegis kl. 14, og verður reglulegur fundartími til ki. 16.30, þegar þörf krefur, og lengur þegar miklar umræður standa yfir eins og venja hefur verið. Hingað til hafa fundir hafizt kl. 13.30 og lokið kl. 16, eða jafnvel fyrr, eftir þvf sem efni stóðu til. S.H. heldur aukafund im erfíðleika frystihiísanna Kouphækkunir að sligu frystihúsin SÖIumiSstöS hraðfrystihúsanna hefur boðið til aukafundar n. k. þrlSjudag til þess aS ræða rekstr- arerfiðleika frystihúsanna, en hús- in eiga nú við mikla erfiðleika að etja vegna þess hve gffurleg hækk un hefur orðið á rekstrarkostnaði þeirra. Er mikill hailarekstur á flest um húsanna og liggur við stöðvun margra þeirra. í rauninni hefur orðið hækkun á öllum kostnaðarliðum frystihús- anna, ekki aðeins á launakostnaði, heldur einnig á hráefnakostnaði, rafmagni o. fl. Hafa rekstrarerfið- leikar húsanna aukizt ,enda þótt sala á framleiðsluvörum húsanna hafi yfirleitt gengið vel. MEIRI SALA EN í FYRRA. Heildarframleiðsla frystihúsa SH, en þau eru 58 talsins, nam 31,821 tonni í lok september (bolfiskur og hrogn), en á sama tíma í fyrra nam framleiðslan 27,807 tonnum. Útflutningur til Bandaríkjanna nam 14.600 tonnum í lok septem- ber s. 1., en í lok október 1962 nam útflutningur til Bandarfkjanna 12 þús. tonnum. Einnig hefur salan á Evrópumarkaði aukizt. Á tímabili voru miklir erfiðleik- ar á því að selja frystan kola, en hann mun nú allur seldur. — Að- „ alfundir Sölumiðstöðvarinnar cru haldnir á hverju vori, en auka- fundir eru haldnir, þegar sérstök vandamál rísa. Eru erfiðleikar í Ieikar húsanna aukizt, enda þótt miklir, að talið er nauðsynlegt að efna til aukafundar til þess að ræða þá. Myndin var tekin f London af Þórunni rneð nýfædda dóttur. Flskuflinn meiri en i fyrru Samkvæmt yfirliti Fiskifélags ís- Iands um fiskaflann á fyrri helm- ingi þessa árs hefur hann reynzt mun meiri á því tímabili en á sama tfma f fyrra. 30. júnf s. 1. nam heildaraflinn 402 þúsund lestum, en á sama tfma í fyrra nam fisk- aflinn 340 þús. lestum. Aukningin í ár er bæði f bátaaflanum og tog- araaflanum. Afli bátanna nam 30. júní s. 1. 364 þús. lestum, en á sama tíma f fyrra 321 þús. lest og togara- aflinn nam f ár 38 þús. lestum, en 18 þús. lestum f fyrra. Átti verk- fall togaramanna á s. I. ári mikinn þátt f hinum litla afla þá. 30 BIIAR / ARtKSTRUM A 70 MlN. IM0R6UN Á 70 mínútum f morgun, eða frá kl. 8 til klukkan rúmlega 9 höfðu 30 bílar lent f 11 árekstrum á götum Reykjavíkur. Er þetta sennilega algert árekstramet á jafn skömmum tíma, enda flugháit á götunum vegna fsingar. Mesti og harðasti áreksturinn var á Skúlagötunni móts við Frakkastígsvegamótin, þar sem tveir fólksbílar fóru svo illa, að þá varð að fytja burt með krana- bflum, en slys á mönnum urðu f báðum farartækjunum. Þessi árekstur varð kl. 8,20 í morgun. Þá var lftil fólksbifreið á leið niður Frakkastíg og á undan henni vörubifreið. Sú síðarnefnda staðnæmdist, er hún var að koma niður á Skúlagötuna og ætlaði öku maður fólksbifreiðarinnar fyrir aft *■ %ma -* Myndin var4t|kto á slysstað áSkúIagötu f morgun. ,., an að stanza líka, en gat það ekki vegna hálkunnar. Átti hann ekki annars kost en renna bílnum fram með vörubifreiðinni, og lendir þá á sama augnabliki út á Skúlagöt- una. í sama vetfangi var öðrum litl- um fólksbíl ekið vestur Skúlagöt- una og skullu þeir saman af helj- arafli. í Skúlagötubllnum var barn og meiddist það á höfði, en ökumaður Frakkastígsbílsins skarst á nefi og hendi. Skall öku- maðurinn á framrúðuna og braut hana. Meiðsli voru ekki talin mikil, hvorki á ökumanni né baminu, og báðum leyft að fara heim að aðgerð lokinni f Slysavarðstofunni. Hins vegar voru bæði farartækin mjög illa farin og hvorugt keyrslu- hæft á eftir. Annar harður og mikill árekstur varð á Hringbraut gegnt Smára- götu klukkan rúmlega 9 í morgun, í honum lentu 6 bílar. Ekki er að fullu Ijóst enn um skemmdir í þeim árekstri, en sjónarvottur, sem átti leið um, taldi sig hafa séð meiri eða minni skemmdir á 3 bílanna og þó miklu mestar á einum, Mercedes Benz bíl, sem stórskemmdist, eink- um á hliðinni, og varð að flytja hann brott með kranabíl. Aðrir árekstrar f Reykjavfk f morgun urðu sem hér segir: Kl. 8 á Barónsstíg—Grettisgötu, 8.14 á Frakkastfg—Njálsgötu, 8.35 Reykja nesbraut—Litluhlíð, 8,40 Miklu- braut 68, 8,48 Hjarðarhaga —Fom- Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.