Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Miðvikudagur 16. október 1963. 9 Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra: Fjárlagaf r um var pið Fyrsta málið Fyrsta mál Alþingis er frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1964. Það er nú orðið nokkuð slitið slagorð, að fjárlagafrumvarpið sé á hverju ári það hæsta, sem sögur fari af, ennþá hærra en árið næsta á undan. Árleg aukning útgjalda Það er lögmál lífsins, að marg ir útgjaldaliðir hins opinbera hækka ár frá ári vegna vaxandi fólksfjölda og fjölbreyttari þjón- ustu. Svo er til dæmis um skóla kostnað, sem hækkar nú um 27 milljónir frá gildandi fjárlögum, almannatryggingar og lífeyris- sjóði, sem hækka um §8 millj. og fjölmarga fleiri liði. Launahækkun opin- berra starfsmanna Sú útgjaldahækkun, sem hæst ber að þessu sinni, er launahækkun opinberra starfs- manna. Hún nemur um 225 milljónum á ári. Af þeirri upphæð lenda 175 milljónir beint á ríkissjóði, en 50 milljónir á ríkisstofnunum, sem standa sjálfar undir þess- um útgjöldum. Uppbætur á útfluttar landbún aðarvörur hækka úr 60 í 115 millj. Verklegar framkvæmdir Fjárframlög til verklegra fram kvæmda ríkisins eru hærri en í gildandi fjárlögum. Framlög til þjóðvega hækka t. d. um 16y2 millj. kr., til hafnargerða um 10 milljónir, til skólabygginga um 15 milljónir. Um fram- kvæmdir ríkisins þarf að hafa það tvennt 1 huga, að fylgja framkvæmdaáætluninni sem bezt fram, en taka um leið til- lit til hins mikla skorts á vinnu afli til verklegra framkvæmda. Útgjöld sem lækka. Sum útgjöld rlkisins lækka samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Skulu nefndir hér sérstaklega tveir liðir. Niðurgreiðslur á vöruverði nema samkvæmt fjárlögum I ár um 370 milljónum króna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lækka þann kostnað á næsta ári um 90 milljónir, niður í 280 milljónir. Meðal annars verður afnumin niðurgreiðsla á nýjum fiski og saltfiski. Slík niður- greiðsla er óeðlileg til lengdar hjá þjóð, sem býr við betri og ódýrari fisk en aðrar þjóðir. En auk þess hefur reynslan sýnt, að ðgerningur er að koma við nðgu öruggu eftirliti með fisk- niðurgreiðslu, svo að hætta á misnotkun er þar jafnan fyrir hendi. Vaxtabyrði ríkissjóðs var á- ætluð í ár 10,6 millj., en í frum varpinu fyrir næsta ár 5,3 millj., og lækkar því um helming. Staf ar þetta af mikilli lækkun þeirra skulda, sem rikissjóður stendur straum af. Heildarhækkun, og hvernig henni er mætt. Heildarhækkun útgjalda sam- kvæmt frumvarpinu, þ.e. gjalda- hækkun að frádregnum lækkun- um, nemur um 340 milljónum. Hvernig er þessari hækkun mætt? Oftlega hefur áður fyrr þurft að hækka álögur eða finna nýja tekjustofna til þess að koma saman fjárlögum. í þetta sinn hefur þess ekki þurft, og er það fjórða ár í röð, sem fjárlög eru samin og lögð fram án nokkurra nýrra tolla og skatta. Þetta er mögulegt vegna þess að framieiðsla og þjóðar tekjur hafa aukizt. En auknar tekjur þjóðarinnar skila ríkissjóði meiri tekju- skatti en áður, aukin velta meiri söluskatti, aukin inn- flutningur meirí tolltekjum, þðtt óbreyttlr séu tolla- og skattstigar. EFRI DEILD: steinsson, fyrir Alþýðuflokkinn, Karl Kristjánsson og Helgi Bergs, fyrir Framsóknarflokk- inn. Alþýðubandalagsmaðurinn Björn Jónsson tapaði hlutkesti móti Helga Bergs, svo og í hlut- kestum næstu tveggja nefnda. Samgöngumálanefnd: Bjart- mar Guðmundsson, Jón Árna- son (S), Jón Þorsteinsson (A), Páll Þorsteinsson Ágúst Bjarna son (F). Landbúnaðamefnd: Bjartmar Guðmundsson, Sigurður Óli Óla son (S) Jón Þorsteinsson (A) Ásgeir Bjarnason Páll Þorsteins- son (F). Sjávarútvegsnefnd: Jón Árna- son, Þorvaldur Garðar Kristjáns son (S), Eggert G. Þorsteinsson (A) Helgi Bergs, Ólafur Jóhann esson (F). Gils Guðmundsson tapaði hlutkesti móti Ólafi. Iðnaðarnefnd: Magnús Jóns- son, Þorvaidur Garðar Kristjáns son (S) Eggert G. Þorsteinsson (A) Hermann Jónsson (F) Gils Guðmundsson (Alþbl). Helgi Bergs tapaði hlutkesti móti Gils. Heilbrigðis og féiagsmálanefnd: Auður Auðuns, Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson (S) Jón Þor- steinsson (A), Karl Kristjánsson, Ásgeir Bjarnason (F). Alfreð Gíslason tapaði hlutkesti fyrir Ásgeir. Menntamálanefn-d: Auður Auð uns, Ólafur Björnsson (S), Jón Þorsteinsson (A), Páll Þorsteins son (F) Gils Guðmundsson (Alþbl), sem vann hlutkesti móti Karli Kristjánssyni. Allsherjarnefnd: Magnús Jóns son, Ólafur Björnsson (S) Eggert G. Þorsteinsson (A), Ólafur Kosið var í fastanefndir beggja deilda Alþ. i fyrradag. Kosning í efri deild var einkum eftirtektar verð vegna þess að þar kom til hlutkestis milli annars manns á lista Framsóknarmanna og eina mannsins á lista Alþýðu- bandalagsins í öilum nefndar- kosningunum. Nefndirnar eru skipaðar fimm mönnum. Fram- sóknarflokkurinn vann hlutkest- Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa gert að tillögu- til þingsályktunar að ríkisstjórn inni verði falið að láta endur- skoða lög um Bjargráðasjóð ís- lands „í því skyni að komið verði á fót tryggingarkerfi fyrir landbúnaðinn í heild, sem geti að mestu leyti mætt tjónum sem koma fyrir af náttúruhamförum og annarri óáran“. „Saga undanfarinna ára sýnir glögglega þörfina fyrir fullkomn ari tryggingar en Bjargráðasjóð- ur veitir nú. Má minna á Heklu gosið 1947, vortharðindin 1949, hallæri, sumarið 1950 norðan- og austanlands með fimbulvetur í kjölfarið, óþurrkasumarið ið sex sinnum en Alþýðubanda- iagið tvisvar. Bandalagið á þvi fulltrúa í aðeins tveim nefndum í efri deild, en engri nefnd neðri deildar. NEÐRI DEILD: Fjárhagsnefnd :Davíð Ólafs- son, Matthías Á. Mathiesen, fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, Sigurður 1955, sunnan og vestanlands, kalið í ræktarlöndum eftir 1950 og aftur nú, 10 árum síðar. Enn má efna einstök staðbundin tjón, svo sem lamblát í ám og fjárskaða í veðrum", segja flutn ingsmenn í greinargerð. Síðan halda þeir áfram: „Segja má að búfjártryggingar væru hið eðli- lega form trygginga gegn slíkum áföllum á búfé, „en félög bænda hafa ekki sýnt á því sérstakan áhuga að skyldutryggja búfé, hins vegar hafa þau haft áhuga á sameiginlegum sjóði til að mæta áföllum sem.þessura. Þingsályktunartillagan er flutt í samræmi við ályktun' síðasta Búnaðarþings. Ingimundarson, fyrir Alþýðu- flokkinn, Skúli Guðmundsson og Einar Ágústsson, fyrir Framsðkn arflokkinn. Samgöngumáianefnd: Sigurð- ur Bjarnason og Jónas Péturs- son (Sjfl.) Benedikt Gröndal (Alþfl.), Bjöm Pálsson og Sigur vin Einarsson (Frams.fi.) Landbúnaðamefnd: Gunnar Gíslason, JónasPétursson (S) Benedikt Gröndal (Alþfl.) Ágúst Þorvaldsson, Bjöm Pálsson (F). Sjávarútvegsnefnd: Sverrir Júlíusson Sigurður Bjamason, (S) Birgir Finnsson (A) Gísli Guðmundsson, Jón Skaftason, (F). Iðnaðamefnd: Jónas G. Rafn ar, Sigurður Ágústsson, (S), Sig urður Ingimundarson (A), Þórar inn Þórarinsson, Gísli Guð- mundsson (F). Heilbrigðis- og félagsmáia- nefnd: Matthías Bjarnason, Guð laugur Gíslason (S), Birgir Finns son (A), Jón Skaftason og Ágúst Þorvaldsson (F). Menntamálanefnd: Einar Ingi- mundarson, Gunnar Gíslason (S) Benedikt Gröndal (A), Sigurvin Einarsson, Björn Fr. Bjömsson (F). Allsherjamefnd: Einar Ingi- mundarson, Matthías Bjarnason (S), Sigurður Ingimundarson (A) Björn Fr. Björnsson, Skúli Guð- mundsson (F). -------------------@ Tryggingakerfi fyr- ir landbúnaðinn Fjárhagsnefnd: ólafur Björns son og Magnús Jðnsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jón Þor- Jóhannesson, Hermann Jónas- son (F), sem vann hlutkesti móti Alfreð Gíslasyni. 19 stjórnarfrum vörp lögð fram Ailmörg frumvörp voru iögð fram á Alþingi á mánudag, eða 19 tals- ins, ailt stjómarfrumvörp, og tvær þingsályktunartillögur frá þing- mönnum. Aðalfrumvarpið er fjár- lagafrumvarpið, en gerð er grein fyrir þvl á öðrum stað i blaðinu. Hitt aðalfrumvarpið er um loft- ferðir, mikiil bálkur i 190 greinum, saminn að tilhlutan flugmálaráð- herra Ingólfs Jónssonar, i sam- ræmi við þingsályktunartillögur Gunnars Thoroddsen fjármálaráð- herra frá 1956. Gizur Bergsteinsson hæstaréttar- dómari samdi uppkast að frum- varpinu, en Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari og Jónas G. Rafn- ar aiþingismaður yfirfóm það sið- an. Frumvarpinu fylgja skýringarit, rúmlega 60 siður í venjulegu broti þingskjala. Frumvarpið er til að samræma íslenzkar loftferðareglur hliðstæð- um reglum erlendis. Er þetta frum- varp einkum lagað eftir hinum norrænu Iögum um þetta efni svo og alþjóðareglum. Heimilda er víða leitað í ritum og sáttmálum um loftferðir eða skýringar við þá. Þá er frumvarp um meðferð ölv- aðra manna og drykkjusjúkra, samið af yfirlæknunum próf. Tóm- asi Helgasyni og Þórði Möller, samkv. beiðni heilbrigðismálaráð- herra Bjarna Benediktssonar. Gert er þar ráð fyrir að allir, sem hand- teknir eru vegna ölvunar og eigi er unnt að sleppa úr haldi, þegar, verði fluttir til læknisrannsóknar og meðferðar, helzt í sjúkrahúsi. Gert er ráð fyrir að lögreglan haldi itarlega spjaldskrá yfir þá menn, sem teknir eru ölvaðir, og fái á- fengisvarnarráðunautur upplýsing- ar um alla þá menn. Er þetta til að stuðla að þvi að eftirlit megi hafa sem ríkast, með þeim sem drykkju sjúkir eru, eða í hættu frá verð- andi drykkjusýki, þannig að gera megi ráðstafanir þeim til aðstoðar og lækninga. Þá má nefna frumvarp um breyt ingu á áfengislögum, er einkum eiga að draga úr áfengisneyzlu unglinga, er bundið sérstökum viðurlögum að afhenda ungling- um áfengi, ennfremur að banna leigubílstjórum að flytja unglinga, sem eru undir áhrifum, nema þá tafarlaust heim til þeirra. Þá er hert á ýmsum sektarákvæðum varðandi brot á áfengislöggjöfinni. Heimilað er að gera upptækt á- fengi sem finnst á veitingastöðum, sem ekki hafa vínveitingaleyfi eða þar sem ekki er leyfilegt að hafa áfengi um hönd, samkv. lögum. Unglingum er bannað að vera á veitingastöðum að kvöldlagi nema í fylgd með forráðamönnum. Þá eru ákvæði um skírteinaskyldu unglinga, sem nú er verið að und- irbúa að framkvæmd verði. Loks má geta frumv. um þing- lýsingar, sem próf. Ármann Snæ- varr, háskólarektor og Ólafur A. Pálsson borgarfógeti hafa samið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.