Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 11
V í SIR . Miðvikudagur 16. október 1963. ðjonvarpio MiSvikudagur 16. október. 17.00 I’ve Got A Secret 17.30 Sea Hunt 18.00 Afrts News 18.15 Man To Man 18.30 True Adventure 19.00 My Three Sons 19.30 Expedition Colerado 19.55 Afrts News Extra 20.00 Bonanza 21.00 The John Glenn Story 21.30 The Joey Bishop Show 22.00 Fight Of The Week 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 The Steve Allen Show Hið vinsæla bamaleikrit Dýrin I Hálsaskógi verður sýnt að nýju 1 Þjóðleikhúsinu á næstunni. Fyrsta sýning leiksins að þessu sinni verður sunnudaginn 20. þ. m. Leikurinn var sýndur 42 sinn- um á s. 1. Ieikári og alltaf við . húsfylli. Um 24000 leikhúsgestir sáu þessa vinsælu barnasýningu. Aðeins einn bamaleikur hefur ver V ið sýndur oftar í Þjóðleikhúsinu, Söfnin Bókasafn Seltjarnamess. Útlán: Mánudaga kl. 5,15—7 og 8—10. Miðvikudaga kl. 5,15 — 7. Föstu- daga kl. 5,15—7 og 8 — 10. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30 til 3,30. Þjóðminjasafnið og Listasafn Ríkisins eru opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu' daga. Frá kl. 1,30-4. Árbæjarsafn lokað. Heimsóknir í safnið má tilkynna 1 síma 18000 Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn alla virka daga kl. 10—12, 13—19 og 20—22 nema taugar- daga kl. 10—12 og 13—19. Út- lán alla virka daga kl. 13—15.. en það var Kardimommubærinn, en þessir leikir báðir eru sem kunnugt er eftir norska bama- höfundinn Thorbjöm Egner. Fyrirhugað er að hafa aðeins fáar sýningar á Dýrunum í Hálsa skógi, að þessu sinni, því að eftir jól verðuí frumsýndur nýr barha leikur í Þjóðleikhúsinu. Myndin er af Bessa Bjarnasýni, Ævari Kvaran og Gísla Alfreðs- syni í hlutverkum sínum. BELLA Það sem mér er verst vlð þegar ég er að leggja bílnum, það er þetta andstyggilega brakhljóð. Gullkorn Og ekk; það eitt, heldur hrós- ~ um vér oss líka af Guði fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist, sem vér nú höfum öðlazt sáttargjörð- ina fyrir. Róm 5 11. Minningarsp j öld Mmningarspjöld Blómasveiga- sjóðs! Þorhjargar Sveinsdóttur eru seld hjá—Áslaugu Ágústsdóttur, Lækjargötu 12., Emelíu Sighvats- dóttur Teigagerðj 17, Guðfinnu ■ESRB Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Nýtt Tungl. Á komandi fjórum vikum muntu þurfa að treysta meira á aðal félaga þína heldur en að öðru jöfnu. Þú ættir að hafna of miklum skýja borgum. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Nýtt Tungl. Á næstu fjórum vik um muntu koma meiru til leiðar á vinnustað heldur en venjulega. Nú er réttur tlmj til að leggja niður ávana, sem hefur spillandi áhrif á heilsuna. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Nýtt Tungl. Sköpunarhæfi leikar þínir munu njóta sín meir næstu fjórar vikurnar heldur en oftast áður. Þú munt einnig hafa meiri áhuga fyrir heimili þínu og fjölskyldu. Góðar afstöður til að stofna til nýrra ástakynna. Krabbinn, 22. júní til 23. júli: Nýtt Tungl. Nú hefst fjögurra vikna tímabil, sem þú verður að nota til að koma ýmsum hlutum, sem verið hefur á huldu um á fastan kjöl I eitt skipti fyrir öll. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst: Hugur þinn er nú móttækilegri fyrir hugsunum og áhrifum ann arra heldur en verið hefur til þessa og mun þeirra áhrifa gæta næstu fjórar vikurnar. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Nýtt Tungl, Leiðin til aukinnar fjárhagslegrar afkomu er nú mun greiðfærari næstu fjórar vikurnar heldur en verið hefur til þessa. Reyndu nýjar aðferð- ir. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Nýtt tungl. Þér munu bjóðast meiri tækifæri til að sýna frum leika þinn og persónulega hæfni næstu fjórar vikumar heldur en lengi áður. Aðrir munu líka gefa þér nánari gæt- ur. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Nýtt Tungl. Næstu fjórar vik- urnar verður þér nauðsynlegra að leita hvíldar og rósemi, held ur en að vanda lætur. Vertu sem minnst í sviðsljósinu og starfaðu að tjaldabaki. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Nýtt Tungl. Vonir þínar og óskir hafa nú aukna mögu- leika á að rætast næstu fjórar vikurnar, heldur en oft áður. Láttu ekki þar við sitja, settu þér enn hærra markmið. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Nýtt Tungl. Ef þú hefur ákveðið markmið að keppa að þá ætturðu að leggja enn harðar að þér til að ná því innan næstu fjögurra vikna. Gakktu ek’d fram hjá yfirvaldinu. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Nýtt Tungl. Láttu ósk- hyggjuna ekki villa þér sýn á raunveruleikanum. Þú hefir mikla möguleika á að framfylgja og stunda tómstundaiðju þína í rikara mæl; en áður. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Nýtt Tungl. Þú ættir að einbeita þér að þvl að auka tekj ur þfnar af sameiginlegum fyrir tækjum. Jónsdóttur Mýrarholti við Bakka- stíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laufásvegi 49, Guðrúnu Jóhann- esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverzl un Lárusar Lúðvíkssonar Banka- stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Meðan kóngurinn virti fyrir sér hinn önnum kafna vélameistara sigldi Krákur í allskonar króka leiðum, því að þeir voru að fara framhjá Futility eyjunum, og þar er mikið af hættulegum skerjum. Kalli hrópaði í sífellu skipanir nið ur £ vélarúmið,: Fulla ferð áfram fulla ferð aftur á bak, hálfa á- fram, hægt afturábak, og svona hrópaði hann og kallaði, og skip ið hélt aldrei sömu ferð lengur en 1— 2 mínútur. Vélameistarinn framkvæmdi hverja skipun á auga bragði, og Krákur dansaði á haf fletinum. Hann er einn sá bezti vélameistari sem ég hefi fyrirhitt, hugsaði Kalli ánægður. Hann hall aði sér fram á brúarvænginn og svipaðist um eftir fleiri skerjum. En óhöppin voru alveg á næstu grösum. Meistarinn þurfti að bregða sér frá til að sækja olíu könnu, og þá fannst kónginum sinn tími vera kominn. Hann stökk að hraðastillinum og tók um hann. Hvernig var það nú aft ur, sem meistarinn gerði hugsaöi hann. Meistarinn ýtti henni aftur, en fyrst var hún svona, hugsaði Líbertínus kóngur og ýtti hraða stillingarstönginni eins langt fram og hún komst. Kalli og kóng- urinn Rip lyftir slmtólinu og segir: Halló. Hmm, það svarar enginn. Hver sem það nú var sem hringdi, þá getur hann ekki verið mjög áfjáður að tala við mig. í sama bili er byssuhlaupi ýtt í síðu hans og annar maðurinn segir: Ef þér vilduð gera svo vel að koma með okkur þá skulum við með ánægju útskýra þetta allt. Þar sem Rip er ákaflega samvinnuþýður maður sérstaklega þegar hann er með byssuhlaup sem kitlar hann I bak- ið, þá fer hann auðvitað út í bíl með þessum heiðursmönnum og þeir aka af stað. Það er Senorr Scorpjon, sem langar til að tala við yður herra Kirby, segir annar þorparinn, þegar þeir eru allir komnir út_X bílinn. iVW.WW.VW Audery Hepbum. Mel Ferrer er sannarlega frjálslyndur eiginmaður. Hann vinnur nú að kvik- myndagerð á Spáni — og þar var honum sagt frá þeim orð- rómi, sem gengur um vináttu eiginkonu hans Audery Hep- bum og William Holden. Hann sagði auðmjúkur: — Það er mér að kenna, ef eitthvað er til i þessu. Ég hefði átt að fara með henni til Hollywood, i stað þess að vera hér á Spáni innan um all- ar þessar fögru konur. Síðan fór hann beinustu leið til Hollywood til að biðja hana um fyrirgefningu. Við skulum vona að þau hafi sætzt, þvi að hingað til hafa þau verið mesta fyrir- myndarparið í heimi kvik- myndaleikara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.