Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 8
8 maa V1SIR . Miövikudagur 16. október 1963. Utgetandi: Blaðaútgáfan VISL“. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur). fVentsmiðja Visis. — Edda h.f. ☆ ; : : Er of mikil atvinna? Jafnframt því sem blöð stjórnarandstöðunnar staglast á því dag eftir dag„ að allt sé að fara í kalda- kol, segja þau að fólki sé ofboðið með vinnu og tala um „vinnuþrælkun“ í því sambandi. Frá sjónarmiði þeirra manna, sem svona skrifa, er það óhæft ástand, að svo mikil atvinna skuli standa til boða, að menn leggi eitthvað á sig fram yfir venjulegan vinnutíma til þess að drýgja tekjur sínar. Hið sanna er, að það er skortur á vinnuafli í land- inu, bæði við framleiðsluna og allar þær framkvæmdir, sem yfir standa. Af þessu leiðir að ýmsir leggja meira á sig en þeir beinlínis þurfa, til þess að geta lifað góðu lífi. Allir sem einhverjar framkvæmdir hafa með hönd- um, hvort heldur á vegum hins opinbera eða einstak- Iinga, eru á einu máli um, að það sé stórlega til baga, hve mikill skortur er á vinnuafli í mörgum greinum. Af þeirri ástæðu er auðvitað sótzt mjög eftir fólki til hvers konar starfa, og mjög margir hlýða því kalli, enda í mörgum tilfellum þjóðamauðsyn að svo sé gert. Þess munu hvergi dæmi nema hér, að deilt sé á ríkisstjóm fyrir það, að allt starfhæft fólk geti fengið að vinna eins og það vill. Hvað vill stjómarandstaðan að gert sé? Vill hún láta draga stórlega úr opinberum framkvæmdum? Ekki er svo að sjá á blöðum hennar. Þvert á móti er þar iðulega deilt á stjómina fyrir eitt og annað, sem ógert sé látið á vegum hins opinbera. En það þarf fólk til þess að vinna verkin. Fram- kvæmdahugur þjóðarinnar er mjög mikill, og ef til vill ætlar hún sér stundum of mikið í einu, þótt óneitan- lega þurfi víða að taka til hendi; en við eram nú ekki fleiri en raun ber vitni, og ef við ætlum að koma því öllu af í tæka tíð, sem við emm að starfa að, verður ekki hjá því komizt að leggja nokkuð að sér og að vinnudagurinn verði oft eitthvað lengri en hjá öðrum, sem minna liggur á. Tjað þykir nú ljóst orðið i Bandaríkjunum, að vonir Nelson Rockefellers um forseta embættið séu úti. Þetta er mik- ið áfall fyrir hann, sem talinn var fyrir nokkrum árum fremsti forustumaður Republikana- flokksins og sá eini sem þótti koma tll greina sem forsetaefni, eftir að Nixon beið ósigur í sið ustu forsetakosningum. Innan Republikanaflokksins eru menn nú mjög farnir að velta þvi fyrir sér, hvem eigi að veija sem forsetaefni í kosn ingunum, sem fram eiga að fara á næsta ári. Um þessar mundir þykir einna líklegast að Barry Goldwater verði fyrir val inu, þó margt geti breytzt í því. En eitt eru flestir sammála um, að Rockefeller sé fallinn úr keppninni. Þetta viðurkenndi Rockefeller sjálfur, þegar hann var fyrir skömmu á ferð í Evrópu. Þegar hann var staddur í Brlissel sagði hann fréttamönnum, að hann byggist ekki við því að verða í framboði. Wxk i'k Nelson Rockefeller með Happy, seinni konu sinni. Vinsœldir hennar hafa ekki getað sigrað fordómana. Hjónaskilnaður eyðilegg ur frama Rockefellers &' (S \ ( i | B* íh * Sú ríkisstjóm má vissulega vel una sínum hlut, sem hvað helzt er gagnrýnd fyrir það, að of mikil at- vinna sé í landinu. - En Tíminn ætti að kynna sér það, hvort þeir, sem muna ástandið á ámnum 1934— 1939, þegar hallærisstjóm Framsóknar fór með völd, mundu vilja skipta og fá slíka tíma aftur fyrir þá, sem við nú lifum á. Þá var ekki „vinnuþrælkun“. Þá vom margir atvinnulausir mánuðum saman ár hvert, ekki hvað sízt í smærri kaupstöðum og sjávarþorpum. □ Þeir sem enn lifa af þeirri kynslóð, telja það áreiðan- Síðari kona hans’ sem hann lega ekkert böl, að hafa stöðuga atvinnu og geta feng- ' MargS Vui£hy. hS hafði ið að starfa eins mikið og þeir vilja. Vilji stjórnarand- einnig verið gjft íækni nokkrum staðan „samdrátt“ og „hóflegt atvinnuleysi“, ætti hún °° fkMvWheX. Húfvaíai- að Segja það bemm Orðum. ser andstaða fyrri konunnar, ákaflega félagslynd, glaðlynd og □ Tjað er sárt fyrir Rockefeller að verða þannig að gefast upp, því að hann hefur mikið lagt á sig og miklu til kostað að reyna að skapa sér pólitísk- ar vinsældir. En hann varð að sækja á brattann og bar fjötur um fót, þar sem hann er frá- skilinn maður. Þegar hann skildi við konu sína fyrir tveim ur árum og kvæntist annarri, framdi hann pólitískt sjálfs- morð. Þetta er staðreynd, sem hann og hin nýja kona hans hafa barizt gegn af djörfung, en verða nú að viðurkenna, að spil ið er tapað. Nú er hjónaskilnaður að vísu ákaflega algengur I Bandaríkj- unum. En þrátt fyrir það er almenningsálitið slíkt, að óhugs andi virðist að fráskilinn maður geti setzt I stól forseta Banda- ríkjanna. Hjónaskilnaður Rockefellers kom mjög á óvart. Hann hafði verið giftur f meir en tvo ára- tugi Mary Todhunter Clark og áttu þau fimm böm. Aldrei hafði frétzt um neitt ósætti, en sannleikurinn var sá, að kona hans var orðin mjög þreytt á stjórnmálastarfi hans. Hún var taugaveikluð og einkennileg kona og kom t. d. aldrei fram með manni sínum í samkvæm- um eða öðrum mannamótum. skemmtileg. Vegna þessara eig- inleika hennar hafa vinir henn- ar gefið henni gælunafnið „Happy", sem mætti útleggja „Glöð“. Skilnaðurinn þótti í fyrstu geysilegur pólitfskur hnekkirfyr ir Rockefeller, en þó vonuðu stuðningsmenn Rockefellers, að hann gæti yfirunnið erfiðleik- ana, ekkj sízt vegna þess, hve hin nýja kona var vinsml og skemmtileg. Þeir sögðu, að það væri mikill munur fyrir Rocke- feller að fá svo félagslynda konu sér við hlið. □ Cíðan hafa þau hjónin vissu- ^ lega lagt sig fram um að ávinna sér vinsældir. Þau hófu gagnsókn og var hún m. a. í því fólgin að þau ferðuðust viða um iandið og Rockefeller kynnti hina nýju konu sína. Hún þótti koma mjög vel fyrir, var glæsi- leg og fögur og hvar sem hún var stödd, safnaðist fólk utan um hana og vingaðist við hana. Það var enginn vafi á því, að henni var mjög lagið að öðlast vinsældir. Stundum söfnuðust blaða- menn utan um þau hjón á þess- um ferðalögum og var sýnt af skrifum blaðanna, að hún hreif þá með eðlilegri og vingjarn- legri framkomu sinni. Um tíma- bil var farið að tala um það, að þeim Rockefeller-hjónum hefði tekizt að yfirvinna fordómana. Happy Rockefeller virtist hafa sigrað. Það var sérstaklega síð- astliðið vor, sem rætt var um það aftur, að Rockefeller vieri liklegasta forsetaefnið. □ 'p'n nú þegar fer að nálgast ákvörðun flokksins, próf- kosningar fara að hefjast og frambjóðendurnir fara að leita stuðnings flokksmanna, þá kem ur það allt 1 einu í Ijós, að öll þessi vinsældarbarátta hefur orðið til einskis. Þetta kemur m. a. fram í um- mælum hinnar frægu banda- rísku stjórnmálakonu Clare Booth Luce, en hún sagði: „Hjónaskilnaður er leyfður í Bandaríkjunum, en hánn er ekki gott fordæmi. Forsetaem- bættið er einstætt, I það verður að velja vitalausan mann, sem er þjóðinni fordæmi I allri per- sónulegri hegðun". □ Tjegar þau Happy og Rocky, eins og þau eru almennt kölluð að gælunafni I Banda- ríkjunum, voru fyrir nokkru á Ieið til Evrópu á hollenzka haf- skipinu Amsterdam, vildi svo til, að fræg hjón voru með sama skipi, Játvarður hertogi af Wind sor og kona hans, sem áður hét frú Simpson. Játvarður er kunn ur fyrir það, að hann varð að segja af sér konungdæmi I Bret- landi, er hann gekk að eiga frá- skilda konu. Á skipinu hittust þessi tvenn hjón. Þar tók frú Simpson innilega f hönd Happy Rockefeller og mælti við nana: „Ég vona að þér verðið ham- ingjusöm, eins og við höfum verið hamingjusöm í 26 ár“. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.