Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 16.10.1963, Blaðsíða 10
70 V í S I R . Miðvikndagur 16. október 1963. SA 0FSJ0NIR ESKIHLfÐINNI Um kl. sex árdegis í fyrridag fundu lögreglumenn, sem voru á eftirlitsferð í bænum, bíl með „park“Ijósum við Reykjanes- braut norðan Eskihlíðar. Lögreglumönnunum fannst þetta undarlegt, námu staðar og fóru að kanna bifreiðina. Fundu þeir þá sofandi mann undir stýr inu og annan sofandi í aftursæti A, arestoiite riðstraumsrafalar í bíSa vinnuvélar og báta ISETNING AUÐVELD-ÁRS ÁBYRGÐ SVEINN EGILSSON HF HLIÐGRiNDUR bifreiðarinnar. Löggan hristi sofendurna til, unz þeir rumskuðu og krafðist af þeim skýringa á tiltæki þessu. Sá, sem svaf undir stýrinu, 18 ára piltur, var ökumaður farar- tækisins, og hann gaf þá skýr- ingu, að hann hafi verið búinn að vera i stöðugum akstri hátt á annan sólarhring og var orð- inn svo þreyttur, að hann var tekinn að sjá alls konar furðu- sýnir í bílnum. Hafði pilturinn, ásamt félaga sínum, sem var 3 árum yngri, farið á gæsaskytterí austur £ Rangárvallasýslu. Þeir fóru er- indisleysu þrátt fyrir mikla leit og mikinn akstur og fundu enga gæsina, a. m. k. enga sem þeir náðu. í gærmorgun voru þeir á leið heim til sin, voru að koma sunn an úr Kópavogi og var klukkan þá orðin 5. Báðir örþreyttir orðn ir og mjög syfjaðir. Allt í einu fór ökumaðurinn að sjá ferlegar ofsjónir í bilnum og allt I kringum sig. Varð hapn þá skelkaður mjög, taldi sér enda ekki fært að aka lengur fyrir þessar sakir, svo hann lagði bílnum utan við veginn norðan til í Eskihlíðinni og sofn- aði. Þegar félagi hans sá að öku maður hafði lagt sig til svefns, gerði hann enga frekari rellu út af því heldur gerði slíkt hið sama, og voru þeir búnir að sofa rétta klukkustund þegar lög reglan kom og hristi þá duglega til. Þess má geta, að hvorugur- piltanna var undir áhrifum á- fengis. Smíðum hliðgrindur úr fer- strendum og rúnum vörum.. MÁLMIÐJAN Bárðavogi 31 Sími 20599 s. /Tungufoss' fer áætlunarferð frá Reykjavík, í stað m.s. „MÁNAFOSS", laugardaginn 19. október tií ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Dal- víkur AJkureyrar og Húsavíkur. Vörumóttaka verður á miðvikudag og fimmtudag. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Skákþáttur Framhald af bls. 4 12. f4, Rg6 13. Dc2, De7 14. e4, Rg4 15. Rb3, gxf4 16. gxf4, Rh4 17. Bhl, fxe4 18. Bxe4, Rf5 19, Hf3, Dh4 20. Rg3, exf4! 21. Bxf4, Rd4! 22. Rxd4, Bxd4+ 23. Khl, Rf2+ 24. Hxf2, Bxf2 25. Bh7 + , Kh8 26. Dg6, Dxf4 og hvítur gaf. Þ. Ó. Vönduð vinna. Þægileg. Fljótleg. ÞRIF. - Sími 22824. Teppa- og húsgagnahreinsunin Sími 34696 á daginn Simi 38211 á kvöldin og um helgar. Vélhrein- gemingar ÞÆGILEG KEMISK VINNA ÞÖRF. - Sími 20836 Vélahreingern- ing og húsgagna- Vanir og vand- virkir menn. Fljótleg og rifaleg vinna. ÞVEGILL'INN. Sími 34052. \\ý- Áireingerningor 'Sír»; 3506 7 3 Þær fundu — Framhald af bls 7 verðandi eiginmaður — bjó í næsta húsi. Eftir hálft ár voru þau trúlofuð og eftir eitt ár giftust þau og fóru í brúðkaups- ferð til heimkynna hennar við Elbu. Hann er trésmiður og skipa- smiður og nú búa þau ásamt börnum sínum í eigin húsi — við sömu götu og þau bjuggu bæði áður en þau giftust. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Dún- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 TVentun jf prentsmlðja 4 gúmmlstlmplagerö Elnholti 2 - Slmi 20960 HUSBYGGJENDUR SELJUM: Möl og steypusand Fyllingarefni. Hagstætt verð. Heimflvtium. Stmar 14295 "n 16493 Næturvakt í Reykjavík vikuna 12. —19. október er í Laugavegs apóteki. Neyðarlæknir — sími 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4. helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni er opin allan sólar- hringinn, næturlæknir á sama stað klukkan 18—8. Simi 15030. Holtsapótek Garðsapótek og Apótek Keflavfkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Útvarpið Miðvikudagur 16. október. Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Tónleikar: Þrjár lúðrasveit ir leika undir stjórn Harry Mortimer. 20.15 Erindi: Fyrstu gripasýning ar í Skagafirði þjóðhátíðar árið 1874 (Oscar Clausen rithöfundur). 20.40 íslenzk lög eftir yngri tón- skáldin. 21.00 Framhaldsleikritið „Ráðgát an Vandyke" eftir Francis Durbridge, VI. þáttur: Sá grunsamlegasti. Þýðandi Elías Mar. Leikstjóri Jónas Jónasson. 21.35 Tónleikar. 21.50 Upplestur: Sigurður Skúla son magister les ljóð eftir Þorgeir Sveinbjarnarson. 22.10 Kvöldsagan: Lakshmi Pan- dit Nehru — brot úr ævi- sögií eftir Anne Guthrie, I. lestur (Sigríður J. Magnús- son þýðir og flytur). 22.30 Næturhljómleikar. 23.15 Dagskrárlok. Blóbum flett 7 Sérhvert vinarorð vermir sem vorsólarljós, Sérhver greiði og góðvild er gleðinnar rós. Hvort sem leiðin þín liggur um lönd eða höf, veittu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. Þorsteinn Þ. Þorsteins. Skúli læknir Thorarensen á Mó- eiðarhvoli var annálaður fyrir hreysti og kjark, hestamaður mik- ill og ferðagarpur og var ekki að víla fyrir sér illviðri eða vatna- slark á læknisferðum sínum. Það kom sér líka vel, því að mörg illfær Vötn voru í læknishéraði hans, og að sjálfsögðu öll óbrúuð í þann tíð, kom það oft fyrir að Skúli læknir reið út í, þar sem öðrum virtist ófært og stóðu eftir á bakkanum, en Skúli slark- aði alltaf yfir. Einhverju sinni var Jóhann Briem prófastur í fylgd með Skúla, komu þeir að vatnsfalli, sem prófastur taldi þá með öllu óreitt, en Skúl; lét hann ekki telja sér hughvarft qg kall aði til prófasts um leið og klár- inn tók sundið: „Láttu aftur aug- un, séra Jóhann!“ Frásögn Finns á Kjörseyri. Eina sneib .. . . . það merkilega hefur verið að gerast undanfarnar vikur að samþykkt hefur verið — með yfir gnæfandi meirihluta — i ýmsum hlutaðeigandi nefndum og ráðum, að nú skuli farið eftir ýmsum laga ákvæðum, sem verið hafa í gildi um lengri eða skemmri tíma, og um leið skorað á lögreglu og aðra eftirlitsmenn að sjá svo um að þeim verði framfylgt . . . enn hefur þó ekki frétzt hvort lög- reglan eða aðrir eftirlitsmenn hafa samþykkt að verða við þeirri áskorun, en það kemur vonandi á sínum tíma . . . allt er þetta býsna merkilegt, og skapast þarna í rauninni nýtt viðhorf í lög- gjöf og dómsmálum, sem fróð- legt verður að fylgjast með, þegar frá líður . . . . . . að Þórbergur vinni nú að endurskoðaðri útgáfu að „Sálm- inum um blómið“, þar sem nafn Stalins verði á brott numið, - en sé þó í klúðri með að velja nafn £ staðinn . . . með tilliti til þess að ekki þurfi enn að breyta síðar meir . . . Kaffitár . . . og nú er enn ein íslenzk drottning hlaupin af stokkunum, blessunin . . . því segi ég það — ef þetta hefði verið komið til sög unnar, þegar maður var ungur, þá er ekki víst að maður sæti hérna — með' snobbfrúna á efri hæðinni yfir höfði sér . . . en þá var sko enginn Einar . . . Tóbaks- korn . . . jú, það er þarna mynd af þeim í sama blaðinu, verðlauna- hrútnum þeirra í höfuðborginni og nýjustu fegurðardrottningunni... metskepnur, hvortveggja og ekki slorlegur til undaneldis ... því er nú verr, að ég kemst vfst aldrei í þann vanda að velja þar á milli, enda veit ég hreint ekki hvort þeirra ég tæki fram yfir hitt . . . Sagt er að maður nokkur hér í bæ hitti kunningja sinn á förnum vegi, en kunningi sá er einn af þeim leikurum, sem enn halda tryggð við gömlu Iðnó. Hafði mað urinn þá orðað það, að nú hefði Þjóðleikhúsið loks slegið leikfélag inu við, er það léti leikkonurnar lýsa yfir vissu klæðleysi sínu. „Já“, svaráði kunninginn, „ég er nú kannski ekki frá þvi að þetta hafi komið fyrir hjá okkur líka — en við höfðum bara alltaf farið með það sem einkamál . . .“ \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.