Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 1
•wv^^/vwvw/wwvwwwwwwwvwwvwvwwvvwvwwvwvwwwwvvww 53. árg. — MiSvikudagur 23. október 1963. — 135. tbl. Heimild til vinnustöðvunar Á FUNDI trúnaöarmannaráðs Verzlunarmannafélags Reykja- víkur, sem haldinn var I gær, var samþykkt að gefa stjóm fé- lagsins heimild til þess að boða vinnustöðvun hjá verzlunar- og skrlfstofufólki f Reykjavik ná- ist ekki samkomulag um nýja kaup- og kjarasamninga fyrir félagið. Eins og Vísir skýrði frá í gær hefur deilunni um kjör verzl- unar- og skrifstofufólks verið vísað til sáttasemjara. Var fyrsti fundurinn hjá sáttasemj- ara haldinn 1 fyrrinótt. — Ekkert samkomulag náðist. 1 dag verður fundur undirnefndar deiluaðila með sáttasemjara og Framh. á bls. 3. Frá fjárlagaumræðunum: Milljóna skattalækkanir I vændum Skattfrjálsar tekjur eiga að hækka um 30% samkvæmt tekjuskattsfrumvarpi, sem ríkisstjómin hefur í hyggju að bera fram. Hjón með tvö böm, sem nú hafa 90 þús. kr. skattfrjálsar munu þá hafa 115—120 þús. kr. skattfrjálsar. Tollar lækkuðu um nær 100 millj. króna með hinni nýju toilskrá, sem lögleidd var á síðasta AI- þingi. Útsöluverð vöm Iækkaði, tollar af ýmsum rekstrarvörum og tækjum landbúnaðar og sjávar- útvegs lækkuðu. Stefnt verður að niðurfellingu tolla á tækjum til útflutningsframleiðslunnar. Greiðsluafgangur hefur orðið hjá ríkissjóði á hverju ári viðreisnarinnar og verður einnig á næsta ári. Þetta kom m.a. fram í ræðu Gunnars Thoroddsens fjármála- ráðherra í fjárlagaræðu hans á Alþingi í gær. Ráðherrarm sagði einnig m.a. að lausaskuldir rík- issjóðs hefðu engar verið í árs- lok 1962, annað árið í röð, að greiðsluafgangur ríkissjóðs ár- ið 1962 hefði orðið 162 millj. kr. eða 105 millj. kr. hærri en árið 1961. Greiðsluafgangur er áætlaður f ár en ekki unnt að segja ennþá hve mlkill hann verður, að sparifjársöfnun hefur aukizt frá febrúar 1960 til sfð- ustu áramóta úr 1825 millj. kr. f 3531 millj. kr. eða nærri tvö- faldazt. Vfsir birtir ræðu fjár- málaráðherra f heild á bls. 5, 7 og 9. Aðrir ræðumenn við fjáriaga umræðuna f gær voru Lúðvík Jósefsson, fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins, dr. Gylfi í>. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra af hálfu Alþýðuflokksins og Ey- steinn Jónsson, fyrir Framsókn arflokkinn. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra svaraði nokkr- um athugasemdum stjórnarand- stæðinga í lok umræðnanna. Lúðvfk Jósefsson, sagði m.a. að hagur verkamanna hefði stórversnað siðan 1959, skorti hann miklu meira nú en árið 1959 til að geta staðið undir útgjöldum með tekjum af 8 st. vinnudegi. Taldi Lúðvfk ríkis- stjórnina eiga alia sök á þessu, þar sem hér væri um að ræða afleiðingu af stefnu hennar. Sagði hann að viðreisnin væri hrunin og ekki væri stætt á því fyrir ríkisstjórnina að reyna að stjórna svo vel væri án vinsam- legs samstarfs við launþegasam tökin. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, kvað mega rekja hin sérstöku vandamál ís- lenzks efnahagslífs til styrjald- aráranna, og þeirrar röskunar, er þá varð. Það er skipan launa mála og verðlagsmála landbún- aðarins, sem nú er fyrst og fremst áfátt f íslenzkum efna- hagsmálum, sagði ráðherrann. Hann benti á að kauphækkanir Framh. á bls. 3. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen flytur fjáriagaræðu sína Niðursfaða á aukafundi S.H. Frystihúsin rekin með tapi Samkvæmt niðurstöðu skýrslu um afkomu frystlhúsanna, sem lögð var fram á aukafundi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í gær, eru frystihúsin f dag rekin með tapi. Raimsökuð hefur verið afkoma 8 frystihúsa, sem talin eru gefa rétta mynd af reksturs afkomu frystihúsanna f heild f dag og öll þessi frystihús reynd ust reldn með tapi. BÍaðið í dog Bls. 2 íþróttir. — 4 „Þeir splla fyrir unga fólkið“. — 5, 7 og 9 Ræða fjár- málaráðherra, Gunn- ars Thoroddsens. — 8 Komkaup Rússa. Það var á sfðasta aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, að komið var á fót nefnd, er skyldi rannsaka afkomu frysti húsanna. Tók nefndin sér fyrir hendur að rannsaka rekstur 8 frystihúsa af mismunandi stærð og víðs vegar úti um land. Var sfðan samin ítarleg skýrsla um afkomu þessara 8 frystihúsa. 58 frystihús eru nú f samtökum SH-- Er úrtak það, er tekið var við j rannsókn frystihúsanna talið i gefa nokkuð rétta mynd af af- i komu þeirra í heild. Aukafundurinn ,er hófst í gær, er haldinn til þess að fjalla um skýrsluna um afkomu frystihús- anna fyrst og fremst. Er fundur hófst f gær kl. 2 e. h. gerði Helgi Þórðarson forstjóri Bæjarútgerð ar Hafnarfjarðar grein fyrir skýrslunni um afkomu frystihús anna en hann átti sæti í nefnd- inni, er rannskaðaði hag hús- anna. Var síðan kosin 7 manna nefnd á fundinum til þess að fjalla um skýrsluna. í nefndina voru þessir kjörnir: Einar Sig- urðsson, Reykjavík, Gfsli Kon- ráðsson Akureyri, Sighvatur Bjarnason Vestmannaeyjum, Gunnar Bjarnason, Ólafsvík, Óskar Kristjánsson, Suðureyri, Þorvarður Ellert Ásmundsson Frh. á bls. 3. KROFURNAR ÞYÐA ALLTAÐ 70% ÚTGJALDAAUKNiNGU r Stjórn Vinnuveitenda- sambands íslands heldur fund í fyrramálið til þess að ræða hinar alvarlegu horfur í kaupgjaldsmál- unum yfirleitt. Hinn 15. þessa mánaðar féll sjálfkrafa úr gildi samkomulag það, sem gert var á vinnumark- aðinum fyrir síldarvertíðina í sumar. Má nú segja að land- verkafólk allt, iðnaðarmenn og verzlunarmenn hafi lausa samn inga eða fiestallar launastéttirn ar nema sjómenn á kaupskipa flotanum sem hafa fasta samn- inga til 1. marz n.k. Flest þeirra félaga, sem sett hafa fram kröfur sínar, krefjast 43% beinnar kauphækkunar, auk krafna um styttingu vinnu- vikunnar og fleiri kjarabóta. Framh. á bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.