Vísir


Vísir - 23.10.1963, Qupperneq 6

Vísir - 23.10.1963, Qupperneq 6
átJLönd í nor'T,un utlönd í rnorgun utlönd 1 morgun VlSIR . Miðvikudagur 23. október 1963. ut 1 önd; í morgiin Bretaþingi frestað til IZnóvember Selwyn Lloyd fyrrverandi fjár málaróðherra Bretlands, sem Macmillan lét víkja úr ráðherra sæti f júlí í fyrra, verður nú málsvari stjómar Home f neðri málstofunni, og kveðst Selwyn hlakka til að taka að sér þetta hlutverk. Það var eitt af þvf er mesta athygli vaktl, er Home til kynnti hina nýju stjórn sfna að hann tók Selwyn Lloyd f stjóm Ina, og lét hann fá þar hinu mikilvægasta hlutverki að gegna. Þingfundum á Bretlandi verð- ur frestað til 12. nóvember. Mun það verða tilkynnt og rætt í báðum þingdeildum á morgun og vitað er, að þessu mun verða harðlega mótmælt af stjórnar- andstöðunni í báðum deildum. Harold Wilson málsvari stjórnarandstöðunnar í neðri málstofunni svaraði fyrirspurn- um í gærkvöldi í sjónvarpinu, en spurningarnar báru fram sömu fréttamenn og spurðu Home forsætisráðherra I spurningartíma I sjónvarpi í fyrrakvöld. Wilson endurtók fyrri rök sín gegn frestun, minnti á skyldur þingsins við þjóðina, og þótt frestun væri ef til vill ekki ó- lögleg, jaðraði það við stjórn- arskrárbrot að fara þannig að til hagræðis fyrir einn mann. Ekki kvaðst hann hafa neitt á móti Home persónulega, en kvað hafa verið réttara, að velja mann ,sem á sæti f neðri mál- stofunni til þess að skipa sess forsætisráðherra, og Home kvað hann ekki að sínu áliti vera bezta mannin, sem völ sé á. Talið er, að Home muni fara fram á það við drottningu, að þingfundum verði frestað. Mun hann þá sennilega samtímis af- sala sér lávarðstign og réttind- um, m. a. til setu í lávarða- deildinni. Aukakosningin 1 Iíinross- West Perth fer fram 7. nóv. svo sem fyrr var getið. í gærkvöldi varð kunnugt um úrslit aukakosninga í Suður- Belfast og eru það fyrstu úrslit aukakosningar eftir stjórnar- skiptin. íhaldsmenn héldu kjör- dæminu og var það fyrirfram vitað, með nokkru minni meiri- hluta en í almennu þingkosning unum, en þátttaka í aukakosn- ingum er nær ávallt minni en í reglulegum kosningum. Fram- þjóðandi íhaldsflokksins var kosinn með hátt á 11. þúsund atkvæða meirihluta, hiaut 17.989 atkvæði, frambjóðandi krata 7.209 og frjálslyndra 2.774 og glataði hann tryggingarfé slnu. keisara mistekst málamiðlun Ekkert samkor^ulag hefir enn náðst um samkomulag á^vopna- hléi á landamærum' Alsír og kenna sumir þvermóðsku Ben Bella. Tillaga Haile Selassie Eþíópíu- keisara til jiess að fá þá Hassen konung f Marokko og Ben Bella forsætisráðherra Alsír á fund með sér hafa misheppnast. Keisarinn hefir að undanförnu MINNING Kristján Hallgrímsson, Ijósmyndari .1 Fæddur 8. febrúar 1919. Dálnn 17. október 1963. TTm leið og veturinn kom, ^ fékkstu heimsókn. Þú fórst fram til að opna eins og fyrir ýmsum öðrum, sem börðu upp á hjá þér. Á meðan svaf húsið. Dáuðinn var kominn með sigð sína og lagði til þln 1 hjartastað. Enginn horfði á slðasta bar- daga þinn. Enginn sá þig falla það var I þínum Íffsstll. Eitt er vlst, að þú hefur ekki verið smeykur.. Þú lézt þig líka aldrei muna um neitt, sem reyndi á þor. Skapsmunir þlnir leyfðu þér aldrei að hugsa um að hlífa eigin skráp. Þú gekkst illa upp- lagður í vetrarhörku þvert yfir öræfi íslands fyrir fáum árum. Þú prílaðir upp á hæsta fjall á Norðurlandi þrjá sunnudaga I röð, matarlaus og ósofinn, án þess að taka plpustertinn út úr munninum allan tímann. Þú varðir hendur þlnar gegn ofur- efli, hvenær sem var. Þig virt- ist aldrei muna um að bjóða hstíunum heim. Þú nenntir aldrei að stinga stálinu f skap- höfn þinni I eldfast bankahólf — og fyrir það hlutu þeir fáu, sem lærðu að þekkja þig eins og þú varst, að virða þig sem mann. Og það gat ekki betri dreng og vin en þig. Þú ð]st állan aldur þinn norð- ur á Akureyri, kominn af rækt- uðu góðu fólki, vestfirzku I móðurkyn, en af ætt Jónasar Hallgrlmssonar, skálds, og Thorlaciusum I föðurlegg. Þú lærðir ljósmyndaiðn af föður þínum, Hallgrlmi heitnum Ein- arssyni, sem var einn af fáum snillingum I portret-ljósmyndun á landinu. Þú varst áhugasam- ur um útiíþróttir, varst kattlip- ur I fimleikum, driffjöður 1 skátafélggsskap frá unga aldri og sagðir aldrei skilið við þá hugsjón. Fyrir þér var skáta- hreyfingin riddararegla ákveð- ins siðferðis, tákn óskráðra drengskaparlaga og að vera trúr. Þú varst ofan á eðli og upplag mótaður af kjörorðum skáta. Þú brást aldrei vinum þínum. Þú gladdist yfir velferð þeirra. Þú harmaðir ófarnað þeirra, og þú varst alltaf hátt- vís eins og vel upp alinn ung- lingur úr góðu húsi á „gömlu íhaldsömu Akureyri" ‘ frá milli- stríðsárunum. Öfundarhugur var ekki til I þér, enda ekki al- inn upp við hann. Hins vegar leiztu niður á potmenni og litla menn með vald og áttir til að storka þejm, svo að þeir ótt- uðust þig. Réttlætiskennd var glæsilegur þáttur I skaphöfn þinni. Þú þoldir ekki órétt. Þig var aldrei hægt að kaupa. Þú kunnir starf þitt og gerðir listrænar kröfur til sjálfs þín I þinni grein. Þú hafðir ékki geð I þér til áð gera ljós- myndun þína að verzlunarvöru. Fyrir þér voru gæðin — list- rænt gildi ljósmyndar aðalat- riði. Þannig varstu Ilka glöggur á önnur andleg verðmæti, aðal- atriði lífsins. \7"inir týna tölunni, en I hjarta ’ er hægt að gleðjast yfir þvl að hafa eignazt einn vin eins og Þig- Aldrei oftar kemur maður að kvöldiagi á Ijósmyndastofuna undir brekkunni I flæðarmál- inu, til að skvaldra, og annar- hvor gefur i pípu. Aldrei oftar berum við saman bækur okkar yfir sterku tei með sftrónu I stðrum glösum. Aldrei oftar skreppum við yfir I Vaðlaheiði eða ökum inn I Fjörð, þegar vel eða iila liggur á okkur. Þegar þú fórst héðan, hafð- irðu eignazt það, sem hægt er að iifa fyrir. Þú varst tekihn hastarléga frá þvf, en dauðinn getur ekki slitið þráðinn, sem þú batzt við það. Þú mættir torfærum á göngu þinni og stundum varstu sár- fættur — jafnvel svo að blæddi úr, en alltaf hélztu ótrauður áfram. Og nú þegar göngu þinni er lokið, gamli garpur, geturðu kvatt jöklana og öll fjöilin að baki og horft á slétt- una framundan, sem teygir sig iðagrásn I sólarátt. Guð blessi þig- Steingrímur Slgurðsson. verið bæði I Marakesh og Algeirs borg til viðræðna við ofannefnda leiðtoga til þess að reyna að fá þá til að fallast á vopnahlé. Margir hafa boðist til að gera tilraun til að miðla málum, m. a. Nasser, sem jafnframt hefir lofað Alsír stuðningi, ef hann er þá ekki farinn að veita hann þegar, þvl að er þyrla var neydd til að lenda fyrir skemmstu I Marokko kom I ljós, að í henni voru 5 egypzkir liðsforingjar. Kenna ýmsir það stlfni Ben Beila, að ekki hefir tekizt samkomu lag, því að hann vill ekki einu $► Bretar vara Sameinuðu þjóð- irnar við afleiðingum þess að beita valdi til þess að reyna að knýja Suður-Afríku til þess að hverfa frá Apartheid-stefnunni. sinni ræða kröfur Marokko til hinna umdeildu landsvæða. Ben Bella 7 famst með nýj■ ustu þotu BRETA Brezka tilraunaflugvélin BAC- 111 fórst I gær, hrapaði til jarðar og fórust með henni þeir 7 menn, sem í henni voru, þeirra mcðal kunnasti tilraunaflugferða-flugmað ur Breta. Þetta varð með svo snöggum hætti, að flugmaðurinn gat ekkert skeyti sent um að eitthvað væri að, en frá sjálfvirkum neyðar- merkjatækjum bárust hinsvegar tákn, Fiugslys þetta er hið mesta á- fall fyrir Breta, þar sem þetta var fyrsta farþegaþotan af essari gerð, en hætt við að nú dofni heima og erlendis yfir þeim miklu vonum, sem við þessa flugvélartegund voru bundnar en innlend og erlend flug félög höfðu pantað hana I tuga- □ Það er að lifna yfir brezkum skipasmiðaiðnaði. Verkefni miðað við lestatölu í skipa- smíðastöðvunum eru þrefalt meiri en á sama tíma í fyrra. □ Þingrof hefir farið fram í Jap- an. Kosningar fara fram 21. nóvember n.k. tali. Þetta var hin eina, sem til var fullsmíðuð, en sú næsta á að vera tilbúin 1 næsta mánuði. Þessar þotur voru ætlaðar til flugs á styttri flugieiðum eða allt að 16 — 1700 km. og því taldar henta til innanlandsflugferða. $► Klukkustundar skotárás úr flug vél var gerð á bandariskt skip úti fyrir strönd Kúbu i gærmorgun. Yfirbyggingin laskaðist. Varðnrfélagnr Lokadagur í Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins er ekki langt undan. Það er nauðsynlegt að allir sem fengið hafa miða geri skil sem allra fyrst. Það skapar margvíslega erfiðleika ef það er dregið fram á síðustu stundu. Hafið samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.