Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Miðvikudagur 23. október 1963. 3 Ræða fjármálaráðherra — Sígarettuinnflutn- ingur verði frjáls Framh. af bls. 1. tll hinna lægst launuðu kæmu að litlu gagni ef allar aðrar stéttir kæmu á eftir og heimt- uðu jafnvel meiri hækkun. En hann kvað engu að síður ómót- mælanlegt að lífskjör hefðu far- ið batnandi. Ástæðuna fyrir greiðsluhalla við útlönd á þessu ári, öfugt við árin 1961 og 1962, sagði ráð- herrann vera þá að nú hefðum við eytt umfram tekjur okkar I neyzlu og framkvæmdir, en hin tvö árin hefði verið lagt fyrir. Undirrót þessarar ofþenslu taldi ræðumaður vera óttann við gengisfall og áframhaldandi kauphækkanir í kjölfar hennar. Menn hefðu viljað Ijúka fram- kvæmdum sem fyrst og festa sem mest fé í fasteignum og vörum. Þetta er spákaup- mennska, og mál til þess komið að hún hætti að vera gróða- lind. Eysteinn Jónsson talaði næst- ur. Hann kvað skatta og álögur á landsmenn hafa stórhækkað þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnar- flokkanna um allt annað. Það væri því þeim mun furðulegra að fjárframlög til verklegra framkvæmda, skólamála, sam- göngumála og raforkumála o. s.frv. hefðu stórminnkað. Hinar stórauknu álögur hafa runnið í eyðslu- og verðbólguhít þá sem ríkisstjörnin hefur skapað. Þá sagði Eysteinn að nú fengi stór- kapitalið að leika lausum hala. Girt væri fyrir framtak hinn mörgu einstaklinga, en einstök- um fésterkum mönnum leyft að hafa forgangsrétt að lánastofn- unum. Loks sagði hann að við- reisnin hefði mistekizt gersam- lega. Taldi hann Framsóknar- menn hafa varað v;ð afleiðing- um af stefnu rikisstjórnarinnar, en á þá hefði ekki verið hlustað. Taldi hann að nú yrði að taka upp nýja stefnu, fara „jákvæðu leiðina", láta fjármagnið flæða yfir landið og lækka allan til- kostnað framleiðsluatvinnuveg- anna með skatta- og tolla og vaxtalækkunum. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen benti í svarorðum sfnum á að Eysteinn Jónsson væri að krefjast aukinnar þenslu í efnahagslífinu. Allir vita að of mikil fjárfesting er ein af meginástæðunum fyrir þeim erfiðleikum, sem skapazt hafa í efnahagslífinu ,sagði ráð- herrann. Ráðherrann sagði fara vel á því að til andmæla gegn stefnu ríkisstjórnarinnar hefðu valizt menn ,sem áttu sæti í vinstri stjórninni. Þá hefðu vandamálin ekki verið svo sérlega mikil að þeirra dómi. En þeir reyndust ekki þeim vanda vaxnir, gáfust upp og hlupu frá öllu saman í lok eins af beztu góðærum seinni tíma. Lúðvik Jósefsson hafði talað um núverandi góð- æri og mikinn sjávarafla sem bjargvætt rfkisstjórnarinnar. Hvort tveggja var til staðar ár- ið 1958, en samt gáfust Lúðvfk og Eysteinn upp. Fjármálaráðherra vék að þeirri fullyrðingu Lúðvíks Jósefssonar að rfkisstjórnin hefði stuðlað að auknum launamismun í þjóðfél- aginu. Benti ráðherrann á að op- inberir starfsmenn hefðu með samþykki viðreisnarstjórnarinn- ar fengið samningsrétt, sem þeim var neitað um í vinstri stjórninni. Hefðu opinberir starfsmenn sett fram launakröf- ur sínar og voru þær miklu hærri en það sem síðar fékkst með Kjaradómi. Stjórnarand- staðan hefur stundum reynt að hrósa sér af því að svokallaðir vinstri menn væru f meirihluta innan Kjararáðs BSRB, sem setti fram lauriakröfur opin- berra starfsmanna, vissulega væru þar trúnaðarmenn vinstri flokkanna ráðandi, en það hefðu verið þeir, sem settu fram hin- ar miklu kröfur. Fjármálaráðherra svaraði þeirri fullyrðingu Eysteins Jóns sonar að vfsitala beinna skatta hefði hækkað. Væri verið með þessu að gefa í skyn að tekju- skattur, sem rfkisstjórnin taldi sig hafa lækkað, hefði raun- verulega hækkað. Taldi ráðherr ann að Eysteinn hefði vísvitandi reynt að gefa af þessu ranga mynd. Sagði hann að tekju- skattsskalinn hefði verið lækk- aður, hins vegar hefði hlutur tekjuskatts í vísitölu hækkað um 0.26 stig, vegna þess að kauplagsnefnd reiknaði meðal- fjölskyldunni hærri tekjur en áð ur, þannig að hún hafnaði í hærri skala, skattstigans. Ráð- herrann bætti því við að ætlun- in væri að hækka skattfrjálsar tekjur talsvert. Ráðherrann minnti einnig á að Eysteinn Jónsson hefði fjarg viðrazt út af greiðsluafgangi rík issjóðs og verið slíku andvfgur. Vitnaði ráðherrann f ræðu Ey- steins frá 1955, meðan hann var í stjórn með Sjálfstæðismönn- um, um nauðsyn þess að hafa greiðsluafgang og leggja hann í varasjóð til lakari ára. Þessu væri hann nú antjvígur með öllu. Ráðherrann talaði einnig í ræðu sinni um samstarfið við launþegasamtökin, sem hann kvað ríkisstjórnina hafa leitað eftir. Sagði hann forystumenn Alþýðusambandsins hafa Iítinn áhuga á því að tryggja hinum lægst launuðu varanlegar kjara bætur. Þá svaraði ráðherrann þeirri fullyrðingu stjórnarandstæðinga að gjaldeyrisvarasjóður lslend- inga væri ekki eins mikill og rík isstj. segði vegna þess að hún tæki ekki tillit til stuttra vöru- kaupalána. Sagði ráðherrann að þetta vaeri óraunhæfur útreikn ingur hjá stjórnarandstæðing- um. Ef reikna ætti dæmi svona yrði einnig að taka með í reikn inginn birgðir útflutningsvara, sem væru til í landinu. Væri það gert yrði útkoman ennþá hagstæðari. í lok ræðu sinnar talaði Gunnar Thoroddsen um nauð- syn þess að koma á og viðhalda jafnvægi f efnahagsmálum Is- lendinga. Sagði hann að það yrði ekki gert nema þrennt héld ist í hendur, eðlileg stefna í fjár málum ríkisins, peningamálum banka og lánastofnana, og loks launamálum. Með tapi — v Framh. af bls. 1. Akranesi og Huxley Ólafsson Kefiavík. í dag heldur fundurinn áfram og er bðizt við, að honum ljúki í kvöld. Má búast við, að gerðar verði ályktanir á fundinum um þær leiðir, er frystihúsaeigend- ur telja koma til greina í þvf skyni að bæta rekstursafkomu frystihúsanna. Enda þótt hagur frystihúsanna hafi versnað hefur heildarfram- leiðsla þeirra þó aukizt og sala á erlendum mörkuðum er meiri en áður. En allir reksturskostn- aðarliðir hafa hækkað svo mikið að útgjöldin hafa aukizt meira en tekjurnar. Hefur ekki ekki aðeins kaujDgjald hækkað mikið heldur einnig hráefniskostnaður, rafmagn og fleira. Heimild — Framh. af bls. 1. sfðan má búast við, að á morg- un eða hinn verði fundur með sáttasemjara á ný. 40 PRÓSENT KRAFA. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur hefur lagt fram kröfu um hliðstæða kauphækkun fyrir verzlunar- og skrifstofufólk og opinberir starfsmenn fengu með kjaradómi. Mundi það þýða um það bil 40 prósent kauphækkun. Á framhaldsaðalfundi Kaup- mannasamtakanna, sem haldinn var fyrir nokkru, var rætt um kröfur VR. Var samþykkt á fundinum, að ekki yrði unnt að verða við kröfum VR um kaup- hækkun nema verzluninni yrðu tryggðar auknar tekjur. Enda þótt stjórn VR hafi nú fengið heimild til þess að boða vinnustöðvun er enn ekkert unnt að fullyrða um það, hversu fljótt sú heimild verður notuð. Mun það að sjálfsögðu fara eftir samningaviðræðunum f dag og næstu daga. En komi til verkfalls VR mun verzlunar- og skrifstofufólk úr VR leggja nið- ur vinnu. Mundu flestar verzl- anir og skrifstofur þá áreiðan- lega verða að loka enda þótt eigendur mættu að sjálfsögðu vinna. Að utan — Framhald at bls. 8. sem Sovétrikin, samninga og á- lits vegna, verða að birgja upp að komi. Alveg nýlega hefir þess verið getið í fréttum, að nýir viðskiptasamningar hafi verið gerðir milli Sovétrfkjanna og Finnlands, og eru þar í á- kvæðj um kornmagn það, sem Finnland á að fá frá Rússum í ár og á næsta ári. Árið 1962 seldu Rússar 1.25 millj. tonn af hveiti til Austur-Þýzkalands, 500.000 til Póllands og 270.000 til Kúbu — sem hefir fengið og fær áfram hveiti frá Kanada. Og menn ganga út frá þvf sem gefnu, að meginhluti hveitisins, sem til stendur að kaupa i Bandaríkjunum, muni fara til fylgiríkjanna. „Krúsév, sem ekki alls fyrir löngu lofaði sigri kommúnism- ans yfir kapitalismanum, og boð aði, að hann myndi greftra kapi talista, er nú í þann veginn að grafast sjálfur í hveitibingjum þeim, sem hellt er yfir hann frá kapitalistisku löndunum". Margt varðandj þessi mál má vera til nokkurrar glöggvunar á hinni „breyttu stefnu“ Rússa, sem leitt hefir til nokkuð bættr- ar sambúðar milli austurs og vesturs. Sumir leiðtogar hafa mælt við vörunarorð, eins og Adenauer rétt áður en hann fór frá. hann vildi ekki að Rússum væri selt korn, fyrr en Berlínarmúrinn væri jafnaður við jörð — aðr- ir eins og Kennedy vilja — jafn vel þótt þeir trúi e. t. v. ekki, að hið endanlega mark Sovét- ríkjanna sé breytt — vilja þoka málum áfram í samkomulagsátt stig af stigi, — en frá stjórn- málalegum hólum skoðað er Kennedy vandi á höndum vegna kornviðskiptanna, og kemur þar margt til greina, sem vikið er að í síðari hluta þessarar grein- ar. Verzlunarráð íslands fer fram á það að inn- flutningur á sígarettum og vindlum verði gerður frjáls og tekinn undan einkasölu ríkisins. Um þetta segir Verzlunarráð- ið: „Á meðan rfkiseinkasölur fást ekki lagðar niður, verði sér staklega athugaðir möguleikar á afnámi einkasöluréttar ÁTVR að áfengi undanskildu, og Viðtækja íþróttir — Framhald af bls. 2. liðum. Þeir eru samanlagt virði £190.000. Myndin er þvf af leikmönnum, sem em alls virðl 540.000 stpd. Heimsliðið f kvöld verður mjög lfklega þannig skipað f upphafi leiks: Yashin (Rússlandi) — Santos (Brazilíu) — Schnelliger (Þýzkalandi) — Pluskal (Tékkósló- vakfu) — Bopluhar (Tékkósló- vakíu) — Masopust (Tékkósló- vakfu) — Kopa (Frakklandi) — Puskas (Spáni) — Law (Skotlandi) — di Stefano (Spáni) — Gento (Spáni). Fyrir utan sjálfan völlinn mun Heimsliðið hafa varamennina 5 og skipta þeim inn á eftir þörfum. Englendingar hafa ekki geta fallizt á þetta en vilja leyfa skipti á ein- um manni fram til 44. mínútu, en skipti á markverði allan tímann samkvæmt reglum FIFA. „Við viljum að leikurinn verði keppni tveggja liða, en ekki sýning, eins og forráðamenn Heimsliðsins vilja“, segja menn hjá enska knattspyrnusambandinu. FIFA hef- ur hins vegar fallizt á að leyfa ó- takmarkaðar skiptingar og má bú- ast við að Englendingar muni einnig koma með 16 manna lið á móti. IATA — Framh. af bls. 16. í Mið-Evrópu. Fólk í þessum löndum kannast vel við fyrir- tækið og nafn þess minnir það alltaf á „ódýr fargjöld". Loft- leiðamenn kvíða engu f þessari miklu samkeppni, en fylgjast vel með öllu sem gerist í þess- ari þróun og eru að auki við- búnir að skipta um flugvéla- tegundir ef nauðsyn krefur. Flugfélag íslands sem er að- ili að IATA hefur ekki fulltrúa á ráðstefnunni í Salzburg. Þar sitja einungis fulltrúar flugfé- laganna f Atlantshafsfluginu. Erling Bengtson — Framn. af bls. 16. — Og hvert heldurðu sfðan héðan? — Héðan fer ég til Danmerk- ur 31. október, svo heimsóknin verður stutt að þessu sinni. En ég ætla að reyna að gefa mér tíma til að hitta sem flesta ætt- ingja og vini. Fljótlega eftir að ég kem heim aftur fer ég til Rússlands. Samtalið gat ekki orðið ■nHKaoDBisaaanE verzlunar ríkisins, þannig að rík isfyrirtæki þessi verði rekin á jafnréttisgrundvelli við einstakl- inga og félög. Telur fundurinn að slíkt mundi bæta þjónustu við almenning í landinu". Þá beindi fundurinn þeim til- mælum til ríkisstjórnarinnar og borgarstjórnar, að athugað verði hvort ekki sé hagkvæmt að draga úr hinum víðtæka rekstri sem hér hefur tíðkazt á opin- berum fyrirtækjum og einkasöl- um. lengra, svo við kvöddum þennan mikla listamann sem skipað hefur sér á bekk meðal fremstu celloleikara í heimi. Slasaðisf — Framh. af bls. 16. Gísli meiddist engu að siður all- mikið, bæði skarst hann í andliti og brotnaði á vinstra fæti. Hann var fluttur f Landspítalann í Reykjavfk þar sem hann liggur nú. I morgun leið honum eftir atvik- um vel. Gísli lögregluþjónn varð sextug- ur á þessu sumri og hefur í nær aldarþriðjung gegnt lögregluþjóns- starfi f Hafnarfirði. Kunnastur er hann hins vegar á sviði íþrótta og má telja hann í fremstu röð hafn- firzkra íþrótta fyrr á árum. Lögreglubifreiðin skemmdist illa í árekstrinum, en vörubifreiðin til- tölulega lítið. 70% — Framh. á bls. 5. Samanlagðar kröfur sumra félag anna, svo sem járniðnaðarmanna myndu hafa í för með sér allt að 70% útgjaldaaukningu fyrir atvinnureksturlnn ef að þeim væri gengið. Tvímennings- keppni lokið Nýlega er lokiö 5 kvölda tví- menningskeppni hjá Tafl- og bridgeklúbbnum. 24 pör spiluðu og urðu þessi pör efst. 1. Eiður — Guðjón 974 2. Ingólfur — Sigurleifur 894 3. Bragi — Ólafur 881 4. Rósmundur — Stefán 878 5. Gunnar — Jón 872 Fimmtudagskvöldið 24. þ. m. kl. 8 e. h. hefst f Sjómannaskólanum sveitakeppni og er öllum heimil þátttaka, sveitirnar spila einfalda umferö og spila þvf allar sveitirn- ar saman. Spilað verður einu sinni í viku á fimmtudagskvöldum. Félagsmönnum er bent á að til þess að komast í opinber mót þurfa þeir að spila í innanfélagsmóti hjá sínu félagi. Þátttaka tilkynnist Jóni Magnús- syni í síma 11618 eða Ragnari Þorsteinssyni í síma 36304.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.