Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 4
4
V í SIR . Miðvikudagur 23. október 1963.
Tj’inhvem tlma á ævi sinni hafa
. velflestir táningar átt draum
um að verða frægir rokk-
söngvarar eða hljóðfæraleikar-
ar. Þessir draumar eru misjafn-
Iega langvarandi. Hjá sumum
er það smábóla, sem hverfur
vonbráðar, en aðrir eru fullir á-
huga I lengri tíma, og verða
jafnvel að læra af reynslunni
að þeim sé bezt að vakna.
Flestir þessara ungu pilta
eða stúlkna, læra einhvern
tíma að leika á hljóðfæri eða
byrja á því. Svo.þrýtur þolin-
mæðin og þau hætta.
Það er ekki fyrr en nokkrum
árum seinna að þau rekast á
rykugan gltar niðri I geymslu,
og óska sér þess þá I hljóði að
þau hefðu haldið áfram, þvl að
þá væru þau líklega komin
nokkuð langt núna.
Það er sagt að þolinmæðin
þrautir vinni allar og kannski
er það einmitt þolinmæðina sem
þetta unga fólk skortir. Það er
óþolinmótt og vill taka heiminn
með áhlaupi. Afleiðingin er sú,
að það grípur fyrsta tækifæri
sem það f~,r til þess að koma
fram opinberlega og sýna hvað
það getur. Þar sem það I flest-
um tilfellum getur harla Iítið,
fær það engar undirtektir,
missir þar af leiðandi kjarkinn
og hættir. Slæmar hljómsveitir,
sem þær reyndar flestar eru,
„falla" mjög fljótlega, og gefst
varla tækifæri til að koma
Piltamir í Tónum íhuga nýtt lag, sem þeir eru að byrja að æfa. Frá vinstri: Sigurþór, Pét-
ur, Garðar, Jón Þór, Birgir. (Ljósm. Vísis: B. G.).
ir, sem ekki lætur sér nægja
að spila, heldur veitir anda
sínum einnig útrás I tónsmíðum.
Lagið India, sem hann samdi,
er eitt vinsælasta Iagið I Lido
um þessar mundir.
Þegar ungir listamenn byrja
fyrst að vinna, hafa þeir flestir
eitthvað eða einhvern sem þeir
taka sér til fyrirmyndar, hvort
sem það er viljandi eða ekki.
Þetta gildir ekki sízt I heimi
dægurlaganna, þar er það svo
til undantekningarlaust. Seinna
meir, þegar lengra er náð, þá
er kannski farið að skapa eigin
stll. En það er fátltt að hinir
.upprennandi tór.listarmenn fáist
fari illa fyrir honum.
— Hvers konar lög eru það
sem þið spilið aðallega, Pétur?
— Það eru hin svonefndu
„beat“lög. Rokk, twist og þess
háttar. Það virðist vera það
sem einna helzt fellur fólkinu
I geð núna. Við spilum einnig
suður-amerísk og spönsk Iög
sem þá eru færð I nýjan bún-
ing.
— Hvað finnst ykkur um
þessi nýju afbrigði sem eru að
skjóta upp kollinum, eins og t.
d. Huljy Gully og þess háttar?
— Ókkur finnst heldur lítið
til þess koma. Það hefur bók-
staflega ekkert gildi, mætti
annars ein ástæðan fyrir því
að við völdum þessi hljóðfæri.
Það er orðin svo mikil sam-
keppni, að við reyndum að
skera okkur úr með því.
Jjeir félagar hafa margt á
prjónunum. Meðal annars
langar þá til að reyna að kom-
ast sem skemmtikraftar, á veit-
ingastaði, og spila, kannski I
20 mínútur til hálftima meðan
aðalhljómsveitirnar éru I pásu.
Þetta er alls ekki svo slæm
hugmynd, og veitingahúsaeig-
endur ættu að taka hana til
yfirvegunar.
É ■Ht'iiiieSíiv.ii
fram nema einu sinni eða tvisv-
ar. Ein þeirra hljómsveita sem
brotizt hafa upp á yfirborðið og
tekizt að halda sér þar, nefnist
Tönar. í benni eru fjórir hljóð-
færaleikarar og söngvari. Pilt-
arnir heita: Birgir Kjartansson,
hann leikur á sólógítar, Sigur-
þór Skaftason, rhytmagítar,
Jón Þór Hannesson, rafmagns-
bassa, og Pétur Gunnarsson,
trommur. Söngvari er Garðar
Guðmundsson.
rT'ónar hafa síðan I júnl leikið
fyrir unga fólkið I Lido.
Eins og kunnugt er af blaða-
skrifum, var aðsókn að Lido
heldur slök, en nú er uppselt
um allar helgar. Þeir félagar
byrjuðu að leika saman I Lind-
argötuskólanum I júní I fyrra,
og eftir viðtökurnar sem þeir
fengu þar ákváðu þeir að leggja
út á hina þyrnumstráðu braut
hljóðfæraleikaranna, rheð lítið
annað í veganesti en bjartsýni
og sjálfstraust. Þeir héldu sig^.
vita nokkurn veginn hvað þeir
gætu, og fannst þeir verða að
reyna. Ekki voru þeir þó allir
græningjar, því að sumir þeirra
höfðu komið fram áður. T. d.
Garðar sem byrjaði að syngja
Tom Dooley I Silfurtunglinu á
3 — 5 dansleikjum sem haldnir
voru á sunnudögum, þ. e. fyrir
5 árum. Og gítarleikarinn Birg-
til að viðurkenna þessa stað-
reynd Yfirleitt er þeim ekkert
verr gert, en ef þeir eru spurðir
hvort þeir séu að stæla þennan
eða hinn. Hins vegar. þykir
þeim það mikið hrós, ef sagt
er að þeir líkist þessum og
þessum frægum söngvurum eða
persónum, og eru áfjáðir I að
láta kalla sjg t. d. hinn íslenzka
Presley, eða eitthvað slíkt. Og
þeir virðast raunverulega ætl-
ast til þess, að fólk trúi þvl að
þetta sé verk náttúrunnar, að
þeir séu svona líkir Presley.
Sem betur fer eru þó margir
lausir við þennan galla, og
strákarnir I Tónum teljast til
þeirra. Þeir viðurkenna það fús-
lega, að þeir taki sér hljómsveit
til fyrirmyndar.
— Jgins og þú hefur kannski
séð á hljóðfærum okk-
ar, segir Pétur hreinskilnings-
lega, þá erum við að reyna að
Iíkja eftir The Shadows. Ég
skal ekki segja til um hvernig
það gengur, en krakkarnir
virðast vera ánægðir og þá get-
um við auðvitað verið það líka,
það er að segja að vissu marki.
Það er ákaflega hættulegt fyrir
hljóðfæraleikara að vera á-
nægður með sjálfan sig. Hann
verður alltaf að reyna að full-
komna sig, og spila betur og
betur, annars er viðbúið að það
líklega kalla þetta vanskapn-
inga, sem twistið hefur fætt af
sér. Ég held varla að það verði
vinsælt hér, hvað marga negra
sem þeir flytja inn til að
kenna það.
— Hvað hafið þið hugsað
ykkur með framtíðina?
— Halda áfram að spila, og
reyna að skapa okkur nafn. Við
ættum líklega að taka lífinu
með ró fyrst 1 stað, því að við
erum staurblankir, það kostar
hreint ekki svo lítið að kaupa
öll þau hlióðfæri sem við þurf-
um að nota.
— Hvernig líkar ykkur ann-
ars lífið sem hljóðfæraleikarar?
— Okkur líkar það bara vel.
Það er að vísu mjög erfitt,
miklu erfiðara en flestir gera
sér I hugarlund. Við þurfum að
æfa heil ósköp, bæði þau lög
sem við spilum hverju sinni,
og svo lög sem við ætlum okkur
að taka upp. í þetta fara svo til
allar frlstundir okkar.
— Hver eru vinsælustu lögin
hjá ykkur um þessar mundir?
— Þau eru nokkuð mörg.
Það er t.d. Atlantis, Boys, Sola
ment una vez, India sem hann
Biggi samdi o. fl.
— Hvað eruð þið að reyna
að verða?
— Regluleg „beat“-hljóm-
sveit. Okkur finnst ekki vera
nein raunveruleg „beat“-hljóm-
sveit hér ennþá, og það var
Það er nú svo með skemmti-
kraftana úti I hinum^ stóra
heimi, að áuðveldasta leiðin
fyrir þá til þess að verða heims-
frægir er að troða upp á íslandi!
Það er sama hvort það er af-
lóga- negri, sem lifað hefur á
dópsölu, eða stelputryppi, sem
verið hefur góð I leikfimi. Öll
verða þau heimsfræg á íslandi.
Þetta er fólk sem leikur sömu
atriðin upp aftur og aftur -eins
og biluð grammófónplata, og
nýtur svo hinnar margumtöluðu
kurteisi Islendinga.
Þess verður vart langt að
blða að skemmtikraftar sem
lítt eru þekktir, og eru að því
komnir að setjast I helgan stein
fyrir aldurs sakir, skreppi í
sína síðustu hljómleikaför til
íslands, til að öðlast að lokum
laun fyrir sitt mikla strit, og
verða heimsfrægir. Veitingahúsa
eigendur eru sífellt að reyna
laða að fólk, með auglýsingum
um þetta „heimsfræga" fólk, og
það er í sjálfu sér virðingar-
vert. En þeir verða að gera sér
grein fyrir því, að tímarnir eru
breyttir, og að það er ekki
lengur nóg að flytja inn „víð-
fræga“ söngvara í stórum stíl,
— nema þeir geti sungið. Þeirra
vegur yrði því mun meiri, ef
þeir reypdu frekar að hjálpa ís-
lenzkum piltum, sem eru að
reyna að brjótast áfram.
ótj.
Iðnþingið
24. -26. okt.
25. Iðnþing Islendinga verður
háð I Reykjavík dagana 24.-26.
október n. k. Iðnþingið verður sett
á Hótel Sögu, en fundir verða síð-
an haldnir á samkomusal i Iðnað-
arbankahúsinu við Lækjargötu.
Helztu mál, sem rædd verða á
Iðnþinginu eru m. a.: Iðnfræðsla
og tæknimenntun; almennur lif-
eyrissjóður iðnaðarmanna; lána-
mál iðnaðarins o. fl.
Á þinginu munu mæta um 100
fulltrúar víðsvegar að af landinu.
Starfsfræðsludagur
á Húsavík
Starfsfræðsludagur var haldinn
á Húsavík s.l. sunnudag og var
hann á vegum Rotaryklúbbs Húsa-
víkur og skólanna á staðnum. Sá
sem skipulagði daginn og sá um
framkvæmdir var Ólafur Gunnars-
son sálfræðingur.
153 komu og Ieituðu upplýsinga
um hin ýmsu störf sem upplýsing-
ar voru veittar um en flestir munu
hafa spurt um hárgreiðslu, sjávar-
útveg, landbúnað, loftskeytafræði,
flug og tæknifræði. Það var athygl-
isvert að enginn spurði um nám í
íslenzku eða íslenzkum fræðurn
eða erlendum málum.
Þetta er í fyrsta sinn sem
starfsfræðsludagur er haldinn á
Húsavík og var mikil og almenn
ánægja með daginn. Heimsóttar
voru tvær vinnustöðvar og sýnd
kvikmynd um sjávarútveg. Aðal-
lega mun það hafa verið skólafólk
sem notfærði sér þessa upplýsinga-
þjónustu og kom m. a. námsfólk
frá Laugurm — '•'*
Söluturnaeig-
endur kærðir
Fjórir söluturna — eða sjoppu-
eigendur — á Akureyri hafa verið
kærðir fyrir óleyfilega kvöldsölu.
Þann 1. okt. sl. gengu ný á-
kvæði í gildi um lokunartíma sölu-
turna á Akureyri, þannig að þeim
er gert skylt að loka kl. 6 siðdegis
eins og öðrum verzlunum, en höfðu
fram til þess tíma mátt hafa opið
til kl. 10 að kvöldi.
Fjórir sjoppueigendur — allir í
miðbænum — hlýddu ekki hinum
nýju ákvæðum og höfðu opið fram
eftir kvöldum eins og áður. Hafa
þeir nú allir verið kærðir.
Sjoppueigendur hafa nú farið
fram á það við bæjarstjórn Akur-
eyrar að breytt verði að nýju um
lokunartíma söluturna og að sölu-
tíminn verði lengdur.
Vanfar sökudólga
og vifni
Rannsóknarlögregluna í Reykja-
vík vantar vitni að harðri ákeyrzlu
á mannlausan bíl í Garðastræti.
Það var aðfaranótt s.l. sunnudags
að ekið var á bifreið sem stóð
fyrir utan Garðastræti 23. Er
hægri hlið hennar mikið skemmd.
Lögreglan mælist til þess af við-
komandi ökumanni, sem valdur er
að ákeyrzlunni að hann gefi sig
þegar fram við hana, sömuleiðis
óskar hún að hafa tal af þeim
öðrum sem upplýsingar geta gefið
um þetta.
Jafnhliða óskar lögreglan eftir
upplýsingum, ef einhver getur gef-
ið, um kápuþjóf sem s.I. laugar-
dagskvöld lagði leið sina inn í for-
stofu á efstu hæð hússins nr. 8 3
við Birkimel og stal þaðan kven-
kápu.