Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 8
V1SIR . Miövikudagur 23. október 1963.
8
VISIR
Utgetandi: Blaöaútgáfan VÍSDL
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórl: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti S.
Áskriftargjald er 70 krónur ð mánuöi.
1 lausasölu 5 kr. eint — Sfmi 11660 (5 Ifnur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
r
Abyrgð Framsóknar
Xíminn spurði í forustugrein fyrir nokkrum dögum,
„hvers vegna þetta öngþveiti hefði skapazt í efna-
hagsmálum þjóðarinnar á tímum hagstæðustu efna-
hagsþróunar, hvað snerti aflabrögð og verðlag á út-
flutningsvörum, sem þjóðin hefur nokkru sinni búið
Þarna sjáið þiö — offramleiðsla á hvelti. Sérkennandi dæmi um sukkiö f auðvaldsríkjunum. —
Myndin er úr grein þeirri, sem hér er aðallega stuðzt við.
við“.
Það er að vísu ofmælt, að hér ríki öngþveiti í efna-
hagsmálum, enn sem komið er. En ástandið er að
ýmsu leyti alvarlegt, og auðsætt að þjóðin þarf að
spyrna við fótum, ef ekki á illa að fara. — Tíminn ætti
sízt að þurfa að spyrja að því, hvað valdi. Þetta mál-
gagn þröngsýnasta stjórnmálaflokksins á íslandi,
flokksins, sem verstur hefur reynzt launafólki, þegar
hann var í ríkisstjóm, hefur nú um langt skeið hælt
sér af því, að hafa haft forustu um kauphækkanir, og
þar af leiðandi víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags,
um nókkur undanfarin ár. Sú viðurkenning ætti jafn-
framt að fela í sér þá játningu, að Framsóknarflokk-
urinn — hversu ótrúlegt sem sumum fylgismönnum
hans kann að þykja það — hafi síðustu árin verið, af
fremsta megni, að magna verðbólgu og dýrtíð í land-
inu.
Það er furðuleg kenning, að eins öflug stjórnarand-
staða og sú, sem nú er hér á íslandi, hafi engin áhrif
á þróun málanna; enda stendur ekki á því, að þessi
stjórnarandstaða telji sér til tekna þá hluti, sem fram-
kvæmdir hafa verið til góðs og hún segist hafa komið
fram!
Það er vitað, að allar tilslakanir í kaupgjalds- og
verðlagsmálum draga dilk á eftir sér. — Einn af vitr-
ustu mönnum Framsóknarflokksins, sem nú mun ekki
vera mjög „hátt skrifaður“ í þeim herbúðum, var spurð
ur að því skömmu eftir að viðreisnarstjórnin var mynd
uð, hvernig honum litist á fyrirætlanir stjórnarinnar.
Hann svaraði: „Þetta er rétta leiðin og hún reynist vel,
ef hvergi verður slakað á og þjóðin stendur saman“.
Þessi vitri maður ætlaðist auðsjáanlega til þess, að
Framsóknarflokkurinn skildi sinn vitjunartíma og
gengi ekki í lið með kommúnistum til þess að brjóta
viðreisnina niður. — Þeir tímar koma í lífi allra þjóða,
að ábyrg öfl, sem annars greinir á um ýmsa hluti, verða
að standa saman. Þannig var ástandið í efnahagsmál-
um íslands, þegar vinstri stjómin gafst upp. Þá átti
Framsóknarflokkurinn að viðurkenna, að honum hefði
mistekizt og játa það, að ekki væri hægt að vinna með
kommúnistum; en í þess stað gengur hann í bandalag
við þá, eftir gjaldþrotið, og gerist niðurrifsafl í þjóð-
félaginu.
Það er staðreynd í íslenzku þjóðfélagi, sem við verð-
um að viðurkenna, að ófyrirleitin stjórnarandstaða
getur spillt árangri góðrar stjórnarstefnu. Það er svo
auðvelt að spila á lægstu og frumstæðustu strengina
í þjóðarsálinni — því miður.
Rússar kaupa koramat
Báðir, Kennedy og Krúsév,
verða að horfast í augu við
mörg vandamál tengd kaupum
og sölu á bandnrísku komi tii
Sovétríkjanna.
„Innan áratugs," sagði Nikita
Krúsév á fundi í Leningrad
1953, „verðum við komnir eins
langt á sviði matvælafram-
leiðslu og Bandaríkjamenn, þar
næst munum við fljótlega fara
fram úr þeim, og eftir 1970
verða Sovétríkin land, þar sem
allt flóir í mjólk og hunangi“.
Þegar haft er í huga, að
Ukraina er eitt af mestu korn-
raektarlöndum heims, og að
stefna Krúsévs hefir alla tíð ver
ið að efla kornræktina og iand-
búnaðinn — sbr. hin miklu korn
ræktaráform í Kazhakstan, o. fl.
mætti ætla, að að draumurinn
frá 1953 hefðl rætzt að ein-
hverju leyti, en það er ekki svo
að sjá, að hann hafi rætzt nema
að litlu leyti, því að-nú, áratug
eftir að Krúsév lýsti framtiðar-
draumnum, eru að byrja samn-
ingar Rússa um kornkaup í
Bandarlkjunum, og er um að
ræða mestu kornviðskipti, sem
gerð hafa verið við Bandaríkin
fyrr og stðar. Og hin kommún-
istalöndin vilja líka kaupa korn
I Bandarlkjunum, sem eiga geysi
miklar umframbirgðir af korni.
Torveldað eða spillt áformum
um kaup og sölu af korni af
þessum birgðum gæti það,
að Kennedy heflr orðið að binda
leyfi sitt til komsölunnar því
skilyrði, að kornið verði flutt
frá Bandaríkjunum í bandarísk-
um skipum eftlr því, sem við
verði komið.
Og nú eru samkomulagsum-
leitanir að hefjast við stjórnina
í Washington. Viðskiptasendi-
nefnd frá Sovétríkjunum kom
til New York f vikunni og er
nú komin til Washington. - 1
fyrri viku var sagt I einu Norð-
urlandablaðinu:
í næstu viku er sovézki vara-
utanríkisráðherrann, sem utan-
ríkisverzlunin heyrir undir, Sen-
goy Rorisov, væntaniegur til
Bandaríkjanna, til þess að ræða
einstök atriði viðskipta, sem
hafa ekki aðeins slnar efnahags
legu, heldur og stórpólitísku
hliðar.
VlÐ VORUM
TILNEYDDIR.
Hinn 26. september, er Krúsév
flutti ræðu I Krasnodar, varð
hann að gera eftirfarandi játn-
ingu: Við höfum verið tilneyddir
að kaupa korn erlendis. Við
höfum keypt 6,8 milljónir lesta
í Kanada, 1,8 milljónir lesta f
Ástralíu, og minna í öðrum
löndum. Ef við spörum brauð,
verða þær birgðir, sem fyrir
hendi eru, nægjanlegar til þess
að fólk géti fengið það, sem
það venjulega kaupir.
I Norðurlandablaðinu, sem
vikið var að, segir um þetta
m. a.:
1 náinni framtið verður hann
(þ. e. Krúsév) að segja þjóð-
inni, að Sovétríkin verði einnig
að kaupa 4 milljónir tonna af
hveiti fyrir samtals 250 milljón-
ir dollara í Bandaríkjunum, sem
nýlega var lýst sem „háborg
kapitalismans" — og sem Krú-
sév viðhafði þau orð um fyrir
10 árum, sem áður var greint.
Segi hann þetta ekki sjálfur, tála
kornsendingarnar um það sínu
máli, er þar að kemur — og
ekki munu bandarísku stutt-
bylgjustöðvarnar þegja um það
mál.
HVERS VEGNA? '
Það er ákaflega athyglisvert
hvers vegna Krúsév verður nú
að leggja út á braut kornkaup-
anna til Kanada, Ástralfu og
Bandaríkjanna, þrátt fyrir
„köldu styrjöldina", ágreining-
inn um hugsjónastefnu og fleira,
en enn athyglisverðara er, hverj-
ar stjórnmálalegar afleiðingar
þessi viðskipti kunna að hafa.
Jafnvel á erfiðustu tímum
hafði keisaraveldið rússneska
nægar kornbirgðir — svo mikl-
ar, að það gat selt kom til ann
arra landa, — og — ef maður
sleppir byltingarárunum, þegar
allt var á ringulreið — .virtist
kornframleiðslan aftur vera vax-
andi, þótt hún ykist ekki nóg.
Árið 1958 var sett nýtt korn-
uppskerumet, en f ár gengur allt
á tréfótum.
vmsar eðlilegar
ORSAKIR
Játa ber, eins Og Krúsév hefir
skiljanlega lagt áherzlu á, að
verið hafa ýmsar orsakir fyrir
hversu komið er: Of miklir
þurrkar árum saman, sem leitt
hafa af sér að uppskeran hefir
brugðizt. Og það er vafalaust
rétt, sem hann hefir tekið fram,
að margs konar vanræksla og
mistök hafa átt sér stað á sviði
kornræktarinnar, vegna þess að
forustan í sumum landshlutum
hefir brugðizt, jafnvel verið
sviksamleg, en iandbúnaðar-
stefnan, sem ríkjandi er, er fyrst
og fremst sú stefna, sem hann
hefir markað, reynt að betrum-
bæta, og þar á ofan beitt bylt-
ingaraðferðum f sama skyni —
jafnan með hættulegum afleið-
ingum.
Megin iandbúnaðarsvæðin í
Sovétríkjunum eru Ukraina, Mið
Rússland, Volgu-héruðin, Vést-
ur-Dibiría, Kasahksta Ural og
Norður-Kákasus — hve geysi-
leg landflæmi hér er um að
ræða fá menn hugmynd um, er
þeir hugleiða, að þau landsvæði
sem lögð voru undir plóginn
1954 — 1956 sem liður í áætlun-
um Krúsévs, eru að flatarmáli
þó nokkuð stærri en öll eftirtal-
in lönd: Vestur-Þýzkaland, Aust
urríki, Belgía, Danmörk, Svf-
þjóð, Holland, Frakkland, Ítalía
og Spánn.
RÍKISBU og
SAMYRKJUBU
í Sovétríkjunum eru rekin
ríkisbú og samyrkjubú, — en
yfirstjórn beggja í Moskvu —
og ábyrgðin, hvort sem vel geng
ur eða illa þvf stjórnarinnar, og
þar með flokksins — og fyrst
og fremst þess manns, sem
mestu ræður og markað hefir
stefnuna: Krúsévs sjálfs.
AFSTAÐA KRÚSÉVS
Bent er á, hve mikilvægt það
sé fyrir Krúsév, að lífskjör al-
mennings versni ekki ff-á því
sem nú er — guiínu loforðin
frá. 1953 hafi hann fyrir löngu
gefizt upp við að efna - og
svo sé um persónulegan metnað
og stöðu hans sem leiðtoga.
Hann eigi sfna stjórnmálalegu
framtíð undir því komna, að
koma þessum málum f höf.u
Hér kemur og til greina útgjöld
ríkisins á öðrum sviðum, til
landvarna, geimrannsókna 0. m.
fl. — óg að halda áliti sfnu í
képpninni við Kína um hylli
hinna ýmsu kommúnistarfkja,
Framh, á bls, 5,