Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 16
t ' Miövikudagur 23. okt. 1963. Gott heílsufor í borginní Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Sigurössyni, borgarlækni er heilsu- far í Reykjavík almennt mjög gott um þessar muntlir. — Bngar „pest- ir“ herja á bæjarbúum, um þess- ar mundir. Borgarlæknir sagði að kvef væri að aukast og einnig væru fá tiifelli af rauðum hundum og sama mætti segja um hlaupabóluna. Ný skattarannsóknardeiU veitir aðhald við framtöl Innan skamms verður komið á fót sérstakri rannsóknardeild við Rfkisskattstjóraembættið, sem á að sjá um að framtöl séu gerð lögum samkvæmt og koma upp um brot á skattalögum. Vísir átti tal við Sigurbjöm Þorbjömsson ríkisskattstjóra um þetta mál f morgun, en fjár málaráðherra drap á hina nýju deild í f járlagaræðu sinni á þingi f gærkvöldi. Ríkisskattstjóri gat þess að nú væri ár liðið síðan framkvæmd- arkafli nýju skattalaganna tók gildi, en það var 1. október f fyrra. Þá hefði hann einnlg tekið við embætti og hefði fyrsta árið verið unnið að því að koma fram kvæmdakerfi nýju laganna á laggimar. Nú væri tfmabært að hefja framkvæmd eftirlits með skattaframtölum á þann hátt sem 42. grein nýju skattalag- anna gerir ráð fyrir, en f 36. grein laganna em ákvæði um skyldur embættismanna og ann- arra til þess að veita ríkisskatt- stjóra og skattstjómm ýmsar upplýsingar um skattaframtöl. Þar er einnig að finna heimildir til bókhaldsrannsókna og ann- arra rannsókna í sambandi við skattaframtöl. Ætlað er að í viðbót við þær rannsóknadeildir sem starfað hafa, og munu starfa á vegum skattstofanna verði nú sett upp sérstök rannsóknardeild við em- bætti Ríkisskattstjóra og nái starfssvið hennar yfir landið allt. Hlutverk hennar mpn verða að rannsaka sjálfstætt skattamál, veita framteljendum aðhald og vera Rikisskattstjóra til aðstoð ar. Siðastliðna mánuði hefir mál ið verið undirbúið, leitað af hæf um starfsmönnum og ekki mun líða á löngu þar til rannsóknar- deild þessi tekur til starfa. Ljósmyndina tók I. M. ljósmyndari Vfsis af Erling Blöndal, þar sem hann var að æfa sig f morgun í herbergi sínu að Hótel Sögu.i Orustan um Atluntshuf: RáðstefnalA TA fíugfélag- anna hefst í Salzburg í dag 1 dag hefst f Salzburg f Aust- urríki ráðstefna IATA-flugfél- laganna um flugfargjöldin yfir Atlantshafið. Eins og kunnugt er, eru allar þessar miklu að- gerðir risaflugfélaganna scttar gegn flugi LOFLEIÐA yfir At- mörg undanfarin ár vakið öfund hinna flugfélaganna fyrir að hafa á sér gott orð fyrir þjón- ustu og fljúga að auki miklum mun ódýrar en önnur félög yfir hafið til New York. SAS rekið nánast ógeðfelldan áróður gegn Loftleiðum, svo að oft hefur verið um hreinan at- vinnuróg að ræða. Þannig segja SAS-menn þegar Hin svokallaða „billigrute“ yfir Atlantshafið fór í gang í vikunni að hún væri sett upp „til að koma Loftleið- um fyrir kattarnef". Allt þetta gerist á sama tíma og leiðtog- arnir tala um „norræna sam- vinnu“. Ráðstefna IATA-félaganna í dag tekur margar tillögur fyr- ir, en talið er líklegt að sam- þykkt verði, að tekin verði upp tvenns konar fargjöld hjá öll- um IATA-félögum i Atlantshafs- fluginu. Lúxusfargjöid, og einn- ig túristafargjöld, sem yrðu á sama verði og Loftleiðafargjöld- in. Gildi þetta hvort heldur flogið verði með þotu eða hæg- gengari vélum. Er þetta í sam- ræmi við það sem SAS-menn hafa margir sagt: „Ef okkur tekst ekki að drepa Loftleiðir, þá tekst okkur það í samein- ingu“. Loftleiðir hefur orðið rótgró- inn markað á Norðurlöndum og Framhald á bls. 3. Það var SAS sem hóf aðgerð- Iantshafið, en Lofleiðir hafa um irnar gegn Loftleiðum og hefur Hafnfirzkur lög- regiumaður slasast í gærkveldi slasaðist hafnfirzkur lögregluþjónn, GIsli Sigurðsson, illa í hörðum bifreiðaárekstri f Lækjargötu í Hafnarfirði. Gísli var í eftirlitsferð í lög- reglubifreið iaust fyrir klukkan 9 I gærkvöldj og var einn í henni. 1 Lækjargötunni rakst lögreglu- bifreiðin á vörubifreið sem stóð skáhallt út f götuna og varð á- reksturinn mjög harður. Lenti lög- reglubifreiðin á palli vörubílsins, þannig að hann gekk inn í lög- reglubifreiðina og klemmdi lög- regluþjóninn milli hans og þilsins fyrir aftan sætið. Svo var árekst- urinn þungur og harður að þilið fyrir aftan lögregluþjóninn gaf eftir og er það talið hafa bjargað lífi hans, annars hefði hann senni- lega klemmzt til bana. Framh. á bls. 3. Avallt sérstakar móttökur hér — segir Erling Blöndul Bengtson Þegar við komum að dyrum herbergis númer 717 á Hótel Sögu í morgun barst að eyrum okkar celloleikur. Fyrir innan sat cellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtson og æfði sig. Erling Blöndal kom hingað til landsins s.l. nótt á vegum Tón- Iistarfélagsins og Ríkisútvarps- ins. Við notuðum tækifærið í morgun og spjölluðum lítið eitt við þennan ljóshærða, háa og granna, 31 árs gamla lista- mann, sem getið hefur sér frægðar um víða veröld. — A3 þessu sinni verður ferðin stutt, sagði Erling Blön- dal brosandi eftir að hann hafði boðið okkur inn í herbergið til sín. Ég mun leika með Sinfóníu- hljómsveitinni fimmtudaginn 24. október. Sfðan mun ég leika með Árna Kristjánssyni á veg- um Tónlistarfélagsins í Reykja- vfk, á Akureyri og Selfossi. Og ioks mun ég leika cellosónötu í útvarpið. Ég vil taka það fram að mér er það alveg sérstök á- nægja að leika með Árna Krist- jánssyni. — Hvenær komstu fyrst fram opinberlega hér á íslandi? — Mér er það f fersku minni. Það var 1946 f Gamla Bíó, þá 14 ára gamall. Eftir það gaf Ragnar Jónsson mér stóra og mikla gjöf: Ferð til Bandaríkj- anna tii þess' að nema œllóleik. — Og síðan hefufðu ferðazt mikið og leikið á mörgtun stöðum? — Já, ég hef leikið f flestum löndum Evrópu og einnig f Bandaríkjunum. Heimili mitt er í Danmörku, þar á ég fjöl- skyldu, eiginkonu og barn. Annars langar mig ekki til þess að búa í ferðatösku, ef ég gæti orðað það svo. — Er ekki erfitt að vera kennari og ferðast jafnframt svona mikið? — Nei, ekki get ég sagt það. Ég kenni ákveðinn stundafjölda og þess á milli ferðast ég. T.d. þegar ég kem heim sný ég mér að kennslunni, því næst skrepp ég ef tiPvill til Svíþjóðar, kem svo aftur til Danm. og byrja að kenna. Annars kenni ég um þessar mundir einnig í Svfþjóð hjá sænska útvarpinu. Ég hef haft íslenzkan nemanda í Dan- mörku, sem er mikill lista- maður. Það er Pétur Þorvalds- son, sem nú er cellóleikari f borgarhljómsveitinni f Árósum. — Hvemig Ieggst f þig að fara að leika fyrir íslenzka á- heyrendur? — Mjög vel. Ég hef alla tíð fengið alveg sérstakar móttök- ur hér. — Svo þú ert ekkert tauga- óstyrkur? — Nei, ekki get ég sagt það. En ég get hins vegar sagt að ég sé dálftið spenntur, en það verður maður Ifka alltaf að vera. Framh. á bls. 3. Rannsókn lokið Rétt áður en blaðið fór f prent un í dag hafði það samband við Jóhann Gunnar Ólafsson bæjar- fógeta á ísafirði. Hann hefir stýrt réttarhöldum f máli skip- stjórans á togaranum Lifeguard frá Grimsby, sem sakaður er um landhelgisbrot. Rannsókn máls- ins var rétt að ljúka er sfmtalið átti sér stað, og kvað bæjar- fógetinn skipstjórann ekki hafa viðurkennt brot sitt. Hann sagði að málið kæmi nú til kasta sak- sóknara ríkisins, er tæki ákvörð un um málshöfðun. Skipstjórinn á togaranum heitir Axel Lie Olesen og er norskrar ættar Hann var yfirheyrður í gær og í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.