Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 23.10.1963, Blaðsíða 2
•s^s §§!>•. Mj ■A-. , ,'vV' i: & Or nœstsíðasta leik sumarsins hér í Reykjavik. Það er 2. flokkur KR, sem fagnar sigri. Drengimir halda MESTIKNA TTSPYRNULEIKUR AiD ARINNAR Á NEMBLEY íKVÖLD 1 kvöld hefst á Wembley Park, Olympíuleikvangn- um 1948 í London, mesti knattspymuleikur, sem fram hefur farið. Það er leikur miili landsliðs Eng- lands og Heimsliðs, sem Alþ j óðaknattspy rnusam- bandið hefur látið velja. HEIMSLIÐIÐ er skipaö 16 lcnatt- spyrnustjörnum af 10 þjóðernum. Nolckur forföll hafa orðið í liðinu, stjörnur eins og Pele og Garrincha verða ekki með og hefur stjórn FIFA Iátið þau orö falla að hún muni ávíta stjórn SANTOS, — fé- lags Pele fyrir að sýna ekki virð- ingu með því að Ieyfa Pele að vera með. Sama er um ítalska fé- Iagið Milan að segja, en það hefur ekki Ieyft Rivera og Maldini að koma til leiksins. Til að fá varamenn var snúið til Real Madrid, en félagið var með lið sitt f fjallaskála sinum. Gento og Puskas voru sendir i skyndi til Madrid og em nú komnir til London og undirbúa sig fyrir leik- inn. Sjö leikmenn Heimsliðsins voru á æfingum á leikvelli Everton á sunnudaginn og var meðfylgjandi mynd af þeim tekin þá. Þeir em talið frá vinstri: LUIS EYZAGUERRE, frá Chile. Hann hefði átt að leika með félagi sfnu um helgina en var sendur í staðinn til London. Þetta er mikill heiður fyrir félag mltt, sjálfan mig og þjóðlna. Verð: £50,000. RAYMOND KOPA, Frakklandi, kemur næst. Hann var hægri inn- herji Real Madrid á velgengnisár- um félagsins. Hann var seldur til Rheims og leikur stöðugt með franska landsliðinu og vann til dæmis England upp á eigin spýtur að heita má. Verð: £80.000. LEV YASHIN, Rússlandi, einn bezti markvörður, sem uppi hefur verið. Hann lék hér á íslandi með Dynamo Kiev-Iiðinu og vakti gífur- lega athygli manna. Verð hans er talið 60.000 sterlingspund. K.R. VANN FLEST MÓTIN Með leik milli KR og Víkings í IV. flokki (6 — 1) í síðustu viku lauk knattspyrnuleikjum sumarsins. Orslit vom þá jafnframt kunn í öllum knattspyrnumótum sumarsins. Sigurvegararnir í einstökum flokk um urðu sem hér segir: ísl- og Rvk.mótið miðsumarsmót Haustmót Meistarfl. 1. flokkur II. flokkur A II. flokkur B III. flokkur A III. flokkur B IV. flokkur A IV. flokkur B V. flokkur A V. flokkur B V. flokkur C 2. deild Valur K.R. Valur Fram Fram Fram Valur Vikingur K.R. K.R. K.R. K.R. K.R. K.R. K.R. Í.A. Fram Víkingur Víkingur K.R. K.R. K.R. Þróttur K.R. K.R. Fram Fram Valur Fram Fram Fram Valur K.R. Valur JOSEF MASOPUST, Tékkósló- slóvakíu, vinstri framvörður. Kjör- inn bezti leikmaður i Evrópu eftir síðasta keppnistímabil. Verð: £80.000. SVATOPLUK PLUSKAL, Tókkó- slóvakiu, hægri framvörður, félagi Masopust í Dukla og tékkneska landsliðinu, sem komst í úrslit í síðustu heimsmeistarakeppni. — Verð: £70.000. DJALMA SANTOS, Brazilíu. Hann hefur leikið í þrem heims- meistarakeppnum fyrir Brazilíu sem hægri bakvörður. Það er sagt um hann að hann hafi meiri tækni en flestir framherjar, jafnvel skær- ustu stjörnur. Santos hefur að sögn í hyggju að hætta knatt- spyrnuiðkun, enda kominn vel yfir þrítugt. Hann var fyrir nokkr- um árum verðlagður á 150.000 sterlingspund! MILUTIN SOSKIC, Júgóslavíu. Var kjörinn næst bezti markvörður f HM í Chile, — næstur á eftir Yashin hinum rússneska. Hann er ein af stjörnunum sem skapa hið upprennandi júgóslavneska lands- lið. Virtur á 50.000 sterlingspund. Brezku Ieikmennirnir f heims- liðinu eru þeir Denis Law og Jimmy Baxter, sem báðir eru frá Skotlandi, en Ieika með enskum Framh. á bls. 3. Samtals 34 mót, þar af vann KR 14, Fram 9, Valur 6, Vikingur 3, ÍA 1 og Þróttur 1. á Herði Markan, sem skoraði úrslitamarkið gegn Keflavík. KR í ÞýzknBandsferð: Hafa unnið fyrstu leikina Meistaraflokkur KR í handknattleik hefur undanfarið leikið við þýzk lið og mun hafa lokið keppnisferð sinni til Þýzkalands í fyrra- dag. Fréttir hafa borizt af tveimur leikjum en af þeim þriðja hefur enn ekki frétzt. Fyrsti leikur liðsins var við BTC —Hamburg og vann KR með miklum yfirburðum með 17:8. Var þetta þó ekki hand- knattleikur eins og við eigum að venjast heldur 11-manna handknattleikur, eins og tfðkast í Mið-Evrópu. Næsti leikur var nú skömmu fyrir helgi og var leikið við Blue Weiss, 1894, sem er félag sem KR hefur haft nokkur sam- skipti við í knattspyrnu og hef- ur unglingalið félagsins keppt hér, en það var f fyrrasumar. Leikurinn við Blue Weiss var leikinn í nýrri íþróttahöll þeirra í Lohne í Oldenborgarhéraði. Var hann afar jafn og harður en í hálfleik hafði Blue Weiss yfir 11:9. Eftir 10 mínútur af seinni hálfleik var KR búið að jafna 13:13 og tókst að sigra með 17:15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.