Vísir - 25.10.1963, Page 6

Vísir - 25.10.1963, Page 6
VlSIR . Föstudagur 25. október 1963. útlönd í morgun ' útlönd í morgun. . útlönd í morgun útlönd í morgun Takmörkuð norræn ein■ ing varðandiS-Afríku? Berlingske Tidende flytur f morgun ritstjórnargrein þar sem þvi er haldið fram, að takmörkuð eining sé meðal Norðurlandaþjóð- anna um frumkvæði Dana varð- andi Suður-Afríku-málið og vitnar í ræðu Halvard Lange utanrikis- ráðherra Noregs sem hann flutti í fyrradag. Politiken birti í gær viðtal við Hermod Lannung, sem á sæti i nefnd Danmerkur hjá Sameinuðu 12 milljóna tap hjó BOAC Brezka flugfélagið BOAC, sem hefir flugvélar i utanlandsflugi, var rekið með 12.8 milljón stpd. tapi samkvæmt skýrslu um seinasta fjárhagsár. Tapið hjá flugfélaginu er þá komið upp í 80 milljónir stpd., sem forseti þess Sir Gerald Fitzmaurice, segir tap stöðugt fara minnkandi, og vonandi verði ekki um taprekstur að ræða á þessu fjárhagsári. þjóðunum, og neitar hann að óein ing sé innbyrðis I dönsku nefnd- inni um Suður-Áfríkumálið. Kvað hann miða í rétta átt fyr ir þá Suður-Afríku-pólitík, sem grundvallast á dönskum hugsun- um, og sem norræn eining sé um, að því er varðar það sem mestu máli skiptir. Segir hann fram- haldsumræður hafa farið fram í hinni sérlegu stjórnmálanefnd, en upphaflega var málið rætt af Per Hækkerup utanríkisráðherra í ræðu hans á Allsherjarþinginu. Lannung segir það gleðiefni, að í um það bil helroingi þeirra 36 — 37 álita, sem borizt hafa, hafi helmingurinn tekið jákvæða af- stöðu til tillagnanna. Hann minnist á blaðafréttir um að hinar Norðurlandaþjóðirnar hafi reynt að „beita hemlunum" til að stöðva Dani, einkum Norð- menn — „en ég veit ekki til þess“, segir Lannung, „að reynt hafi ver ið að beita hemlunum gegn einum eða neinum“. Komið hefir fram, þar sem rætt hefir verið um að allsherjarþingið skipi rannsóknarnefnd, er kanni hvað gera mætti til áhrifa á stefnu Suður-Afríku o. s. frv., að helztu viðskiptaþjóðir Suð- ur-Afríku, Bandaríkin og Bret- land, séu mótfallnar athugunum á viðskiptalegum refsiaðgerðum. -jc Fréttir í stottu ntóli ^ Reginald Butler utanríkisráð- herra Bretiands situr fundi Evr- ópubandalagsins i Haag, og kynntist þar í gær í fyrsta sinn Couvé de Murviile forsætisráð- herra Frakklands. ► Tito forseti er farinn frá New York sjóleiðis að afíokinni heim sókn til Bandaríkjanna. Tito var iasinn af inflúensu mestan hluta heimsóknartfmans. ► Lokið er svonefndri kókó-ráð- stefnu framleiðenda og neyt- enda sem haldin var að tilhlut- an Sameinuðu þjóðanna um verð lag á kókói. Samkomulagsum- leitanlr fóru út um þúfur. ► Ben Bella hefir tilkynnt, að Berbar í Kabiliu ætli að berjast með stjóminni gegn Aröbum. Það voru Berbar sem gerðu upp- reisn gegn stjórn Ben Bella. Wennerström ofursti ásamt konu srnni. rði tUraun til sjálfsir.orðs Sænski njósnarinn Stig Wenn erström gerði tilraun til að fremja sjálfsmorð, að því er fréttir í morgun herma. Ekki var nánara tilgreint f fyrstu fréttum um þetta á hvern hátt hann hefði reynt að stytta sér aldur, en það var farið með hann í skyndi í sjúkrahús og líf hans talið í hættu. Síðar var til kynnt að svo virtist, sem hann vær; úr mestu hættu. Wennerström ofursti var sem kunnugt er ákærður fyrir njósn ir í þágu Rússa og vakti mál hans feikna athygli. Til skamms tfma hefir hann verið hinn boru brattasti f réttinum og engrar iðrunar orðið vart hjá honum yfir að hafa brugðizt föðurlandi sínu. Cegja má, að aðalumræðurnar á Alþingi þessa dagana gerist utan dagskrár, þegar frá eru tald- ar umræðurnar um fjárlögin. í gær kvaddi nýbakaður þing- maður, Ragnar Arnalds (Alþbai.) sér hljóðs í neðri deild með jóm- frúrræðu utan dagskrár. Vitnaði hann í ræðu Guðmundar í. Guð- mundssonar utanríkisráðherra frá þvf f umræðunum utan dagskrár á dögunum, um framkvæmdir varnarliðsins f Hvaifirði, svo og f Tfmann fyrir skömmu og benti á að fullyrðing stæði gegn full- yrðingu. Dr. Kristinn Guðmunds- son, fyrrum utanríkisráðherra og núverandi ambassador í Moskvu, hefði þvertekið fyrir að hafa sam þykkt stórfelldar framkvæmdir á vegum varnarliðsins í Hvalfirði 1955 eða 1956, eins og utanríkis- ráðherra í fyrrgreindum umræð- um taldi hann hafa gert. Kvað ræðumaður tvennt til: Annað- hvort væri ambassadorinn að segja ósatt um yfirmann sinn eða utanríkisráðherra hefði sagt ósatt í þinginu. Minnti jómfrúrræðumað urinn á mál Profumos, hins kven- holla fyrrum hermálaráðherra Breta, og kvað hann hafa orðið að yfirgefa vegtyllur sínar af minna tilefni en þvi, ef íslenzki utanrfkisráðherrann hefði nú sagt Alþingi ósatt um svo mikilvægt mál. Heimtaði ræðumaður spilin á borðið, skjalfest gögn um hið sanna. Guðmundur í. Guömundsson, utanrfkisráðherra, steig þá í ræðu stólinn. Henti hann gaman að fyr- irspurninni, sem hann sagði bera vott um megnustu vantrú flutn- ingsmanns á Þjóðviljanum. Skýrði ráðherrann ummæli sfn svo að Þjóðviljinn hefði undanfarin ár þrástagazt á því að Bandaríkja- menn eða Atlanzhafsbandalagið hefði óskað eftir aðstöðu til hern- aðarmannvirkja f Hvalfirði, m. a. á þeim tíma, sem dr. Kristinn Guðmundsson var utanrfkisráð- herra og að íslenzk stjórnarvöld hefði kitlað í lófana eftir að verða við þeim tilmælum. Nú væri þing maður í nánum tengslum við Þjóð viljann að krefjast skjalfestra sannana á þessum fullyrðingum. Sagði ráðherrann það raunar lengi vitað, að þeir, sem þekktu Þjóð- viljann bezt, legðu minnstan trún að á orð hans. Síðan sneri ráðherrann sér að aðalefni málsins. Hann kvaðst ef- ast um að dr. Kristinn Guðmunds son hefði gefið yfirlýsinguna til Tímans ef hann hefði lesið þing- ræðu sína orðrétt. Taldi hann að dr. Kristinn hefði ekki fengið tæki færi til þess. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi, sam- þykki dr. Kristins við stórfelldum framkvæmdum í Hvalfirði er sann að mál, sagði ráðherrann. Þessar framkvæmdir hefðu ekki verið teknar upp í áætlanir NATO að öðrum kosti. Allt annað sem ég sagði stendur ómótmælt eða stað- fest. Því er ómótmælt að tilmælin hafi borizt. Ekki er mótmælt því sem ég sagði, að framkvæmdir í Hvalfirði hafi verið teknar upp i áætlanir NATO. Loks sagði ég um þetta atriði að slíkar áætlanir væru ekki gerðar nema með sam- þykki viðkomandi ríkisstjórna. — Þessu er einnig ómótmælt. Ragnar Arnalds lét sér þetta ekki nægja, og krafðist enn að fá hinar skjalfestu sannanir. Taldi hann annars nauðsynlegt að AI- þingi setti upp sérstaka rannsókn- arnefnd, samkv. 39. gr. stjórnar- skrárinnar, til að komast að sann- leikanum og birta hann Alþingi. Eysteinn Jónsson endurtók það sem hann sagði í umræðunum um Hvalfjörð á dögunum, að hann hefði verið náinn samstarfsmað- ur dr. Kristins, og aldrei vitað til að hann samþykkti það sem ut- anríkisráðherra talaði um. Þetta var heldur aldrei framkvæmt, sagði ræðumaður, og það ætti að vera gleggsti vitnisburðurinn um afstöðu þáverandi utanríkisráð- herra. Einar Olgeirsson krafðist þess kröftuglega að skjöl utanríkis- ráðuneytisins yrðu lögð fram svo Alþingi gæti sannfærzt um hið rétta. Taldi hann þá rétt að utan- r&ismálanefnd fengi að sjá plögg- in. Hann sagði vera til undirnefnd utanríkismálanefndar, eingöngu skipaða fulltrúum svonefndra lýð- ræðisflokka, með það ætlunar- verk að skyggna allar ráðgerðir Atlanzhafsbandalagsins á Islandi og spurði hvort hún hefði ekki haldið gerðabækur og hvort ekki mætti leggja þær fram í málinu. Kvaðst hann sjálfur telja eðlilegt að það yrði gert. Utanríkisráðherra sagði í um- ræðunum að hann teldi óþarfa að leggja fram skjöl utanríkisráðu- neytisins þar sem hans fullyrð- ingar væru þegar sannaðar. Með því að leggja skjölin fyrir utan- ríkismálanefnd væri og verið að gefa þeim tækifæri til að glugga í þau, sem ekki hefðu leyfi til þess samkvæmt reglum um með- ferð trúnaðarmála NATO. Þessi skjöl, m. a. framkvæmdaáætlanir NATO, snertu fleiri riki en Island og væru algert trúnaðarmál. Voru um þessi mál taisverðar orðahnippingar, sem ekki eru þess virði að verða raktar frekar. En eftir yfirlýsingum Eysteins og ræðumanna Alþýðubandal. að dæma, munu þeir ekki láta sér þessar umræður nægja, en taka upp þráðinn þar sem frá var horf- ' ið í gær, þegar þingsályktunar- tillaga þingmanna Alþýðubanda- Iagsitís um framkvæmdir í Hval- firði verður tekin á dagskrá. Að þessu loknu var gengið til dagskrár og flutti Þórarinn Þór- arinsson framsöguræðu með frum- varpi um að Alþingi fái aftur heimild til að ákveða hvenær gengisfelling skuli framkvæmd, en Seðlabankinn verði sviptur henni. Ákvörðun Seðlabankans er í núgildandi lögum háð samþykki ríkisstjórnar á hverjum tíma. Eft- ir að Þórarinn hafði talað var mál inu vísað til fjárhagsnefndar og 2. umræðu. í efri deild gerði Alfreð Gísla- son (Alþbl.) grein fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um al- mannatryggingar. Samgöngumálanefnd neðri deild ar hefur kjörið Sigurð Bjamason (S) formann og Benedikt Grön- dal (Alþfl.) ritara. Landbúnaðar- nefnd deildarinnar kaus Gunnar Gíslason (S) formann og Bene- dikt Gröndal fundarritara. Fundir á Alþingi verða næst á mánudag. Jómfrúrræða - fullyrðing gegn fullyrðingu - Hvalfjörður - trúnaðarmál i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.