Vísir - 28.10.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 28.10.1963, Blaðsíða 2
V í S IR . Mánudagur 28. október 1963. leikja um Þrír meistaraflokksleik ir í handknattleik vora leiknir í gærkveldi að Hálogalandi. Framarar sigruðu Ármenninga með níu marka mun. Þróttarar fengu sín fyrstu stig í mótinu, er þeir unnu Víking 7—8. Síðasti leikur kvöldsins var milli ÍR og KR og lauk honum með sigri KR-inga, 10-9. Fyrsti leikur kvöldsins var milli KR og Þróttar í 3. flokki og lauk þeim leik með sigri Þróttar, 9 — 7. @ inir ungu liðsmenn Vals reynd- >t leiknari mönnum erfiðir í eykjavíkurmótinu um helgina. Sig . '>r ÍR var að talsverðu leyti undir ' appni kominn, en e. t. v. má segja 5 betri aðilinn hafi þó farið með igur af hólmi. Sigur ÍR var til 'æmis staðreynd, enda bótt Bergur luðnason skyti í stöng í vítakasti, r 1 og hálf mínúta var eftir af leik >g „brenndi af“ hegar aðeins voru 15 sek. eftir af Ieik. Þannig fór nnmn íaugastríðið með leikvanasta Vais- nianninn, en þessi tvö tækifæri hefðu getað kostað sigurinn fyrir ÍR, ef þau hefðu heppnazt. Valur náði í upphafi forystu með marki hins ágæta línuspilara, Sig- urðar Guðjónssonar, en IR tók for- ystuna 2—1 og hélt henni út leik- inn, en Valur jafnaði þrisvar í fyrri hálfleik og var nærri að jafna í fjórða sinn seinast í seinni rálf- Ieik, eins og fyrr segir. ab, ÖRÐUR- INN SIGRAÐI FYPIR ÞRÓTT Þrótturum tókst að sigra Vík- ing með eins marks mun og tryggðu sér um leið tvö fyrstu stigin sín í mótinu. í heild má segja um leik- inn að hann var fremur lélegur og bar með sér æfingarleysi hjá báðum liðum. í lok fyrri hálfleiks var stað an 5 —4 Víking í vil. Þróttarar byrjuðu seinni hálfleik- j inn með því að jafna, en Víkingar tóku síðan forystuna og héldu henni þar til 5 mín. voru eftir af leiknum. Þórður Ásgeirsson jafnar fyrir Þrótt 7 — 7 og úrslitamarkið skorar hann úr vítakasti á síðustu mín., og þar með tryggði vítakast- konungurinn Þrótti sigurinn. En án efa átti Guðmundur Gústafsson stærstan þátt í sigri Þróttar með því að verja margoft snilldarlega og mega Þróttarar þakka honum sigurinn. Dómari í Ieiknum var Stef án Gunnarsson. VART KR-ingar komu til landsins úr vel heppnaðri keppnisferð um Þýzkalánd kl. 4 nra nóttina áður en Jeikur þeirra við Víking fór fram. Eflaust hefur þreyta legið í liðinu eftir yfirgripsmikla ferð, og þess vegna er KR mjög líklega ann- að þeirra Iiða (ásamt Val), sem hvaö mestar breytingar og fram- farir sýnir frá í fyrra. Má spá KR því, að þeir muni ekki berjast gegn falli í vetur' eins og í fyrra, en þá munaði sannarlega ekki miklu. Leikurinn við Víking í Reykjavík urmótinu í handknattleik var mjög spcnnandi og jafn frá fyrstu mín- útu tii hinnar síðustu. Jafnt í hálf leik, 5—5, og jafnt i Ieikslok, 11 — 11. KR-ingar höfðu yfirieitt frum- kvæðið í leiknuni, en aldrei kom- ust þeir meir en 2 mörk yfir, en það var í 4—2. Víkingar komust tlr leik ÍR og Ármanns um helgina. Þórður Tyrfingsson skýtur að marki. 2 mörk yfir, 10—8, en 10—9 skor- aði Reynir úr vítakasti og Karl Jó- hannsson skoraði jöfnunarmarkið í þessum æsispennandi Ieik. Og Ioks er mjög var stutt eftir af Ieik skor ar Heins 11 — 10 og færir KR for- ystuna aftur, en Víkingum tókst að tryggja sér annað stigið með hörku skoti Þórarins Ólafssonar, en þá var dómarinn, Sveinn Kristjánsson, einmitt að stinga blístrunni upp í sig til að slíta leik. KR VANN ÍR ÍR-ingar mættu til leiks gegn KR án Hermanns. Strax í byrjun leiks- ins tók Reynir forustuna fyrir KR, en Gunnlaugur jafnar með hörku- skoti stuttu síðar. Næstur var það Karl, sem tók við sér og skoraði hann næstu 3 mörkin og staðan var 4 — 1 fyrir KR. Bræðurnir Gunn laugur og Gylfi skora næst sitt markið hvor og á 12. mín. fyrri hálfleiks jafnar Gunnlaugur úr víti. Rétt á eftir tekur Gunnlaugur for- ystuna fyrir ÍR með því að skora aftur úr víti. 5 — 4. En áður en hálfleik lauk skoraði Guðlaugur Bergmann fyrir KR, svo staðan í fyrri hálfleik var 5 — 5. Reynir byrjaði seinni hálfleikinn, eins og þann fyrri, með því að skora og .stuttu síðar bætti hann öðru við. Gylfi skorar því næst fyr- ir ÍR og staðan er 7 — 6. Á 7. mín. jafnar Gunnlaugur 8 —8 og Gunnar Sigurgeirsson tekur forystuna fyrir ÍR. Reynir byrjar aftur að skora og bætir við tveimur mörkum. Það fór nú að síga á seinnihlut- ann. Hraðinn var ekki rnikill, en talsverðrar taugaspennu gætti hjá báðum liðum. Rétt fyrir leikslok tókst Gylfa að jafna 10-10, og úr- slitamarkið lá í loftinu. Rétt um það bil er Björn Kristjánsson dóm- ari blés í blístru sína til merkis um það að leiknum væri lokið, skoraði Karl sigurmarkið fyrir KR og leiknum lauk þvi 11 — 10. Hraði var ekki mikill í leiknum og hvorugur markmannanna átti góðan leik. í ÍR-liðinu virtust að- eins tveir menn geta. skotið, þeir Gunnlaugur og Gylfi. Beztir KR- inganna voru þeir Reynir og Karl. Björn Kristjánsson dómari má gæta þess næst að vera ekki of fljótur að grípa til flautunnar, eins og oft henti hann í gærkvöldi. FRAIH SIGRAÐI ÁRMANN Flestum að óvörum voru það Ár- menningar, sem tóku forustuna í byrjun með því að skora 2 mörk og fyrstu mínútur leiksjns leit út fyrir að leikurinn ætlaðí að vera spennandi og jafn. En styrkleiki Framliðsins kom brátt í ljós og ekki leið langur tími þangað tii Framar- ar höfðu tekið forystuna. — 1 hálf- leik var staðan 7 — 3 Fram í vii. Framarar skor,a síðan 3 fyrstu mörkin í seinni hálfleik, en á 3 mín. skorar Hörður .4. mark Ár- menninga, og Ingóifur bætir síðan strax marki við fyrir Fram, 11—4. Er Árni Samúelsson skorar 6. mark Ármanns urn miðjan seirmi hálf- Frh. á bls. 7. Þróttarsei ® r Rl* r w 115 mm. Þróttarseiglan, sem oft hefur orð- ið banabiti mörgum góðum hand- knattleiksliðum, virðist nú aðeins duga annan hálfleikinn, sbr. leikinn við Val og nú í leiknum við Fram, íslands- og Reykjavíkurmeistarana. Þróttur fylgdi fast eftir í fyrri hálf- leik, en seinni hálfleikurinn var mjög lélegur af þeirra hálfu og Framarar voru ekki í vandræðum með Þróttarvörnina. Fram náði forystu í leiknum með 2 —0 en Þróttur jafnaði, og jafnar í 3 — 3 og 4 — 4, en í hálfleik var staðan 8 — 6 fyrir Fram. Síðan komu tölur eins og 10 — 6 —14 — 7 og 15 — 9 og loks lokatalan 18—9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.