Vísir - 28.10.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 28.10.1963, Blaðsíða 8
V í SIR . Mánudagur 28. október 1963. 8 b VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISBL Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasólu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. ranHnroinfJHUMamn——mMgCTMiMimwM i n ||||||IUIDHI||H||M—1—m Áskorun til þjóðarinnar j ályktun Flokksráðs Sjálfstæðisflokksins, sem haldið var á laugardaginn, er skorað á alla landsmenn að veita atbeina sinn til þess að þær ráðstafanir megi tak- ast, sem innan skamms verða gerðar til þess að tryggja gengi krónunnar. Á miklu ríður að menn geri sér ljóst, að þáttaskil eru nú í efnahagsmálum landsins. Grípa verður til rót- tækra ráðstafana til þess að tryggja að sá árangur, sem viðreisnin hefur náð, brenni ekki upp í eldi nýrrar verðbólgu og krónufalls. Þær ráðstafanir munu gerðar af ríkisstjórninni og stjómarflokkunum innan mjög skamms tíma, og munu hafa víðtæk jafnvægisáhrif á öllum sviðum efnahagslífsins. Önnur ríki, svo sem Danmörk og Frakkland, hafa að undanförnu gripið til ýmissa ráðstafana til þess að tryggja efnahag sinn og koma á jafnvægi. Þar hefur árangurinn orðið góður. Þess er að vænta, að ekki takist síður vel til hér á landi og unnt verði að tryggja áfram góð lífskjör og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Slysunum fjölgar 11« í blaðinu var frá því skýrt á laugardaginn, að árið í ár sé lang mesta slysaárið hér í Reykjavík, sem komið hefur. Fram til þessa hafa orðið 2150 árekstrar og bifreiðaslys frá áramótum. Það er mjög há tala og þeir skipta tugum, sem slasazt hafa á þessum tíma, sumir hafa látizt, aðrir eru örkumla menn. Þessa óheillaþróun verður að stöðva. Ráðin til þess eru ýmis, en ekkert þeirra auðvelt í framkvæmd. Þyngja má refsingar fyrir umferðarbrot og auka jafnframt löggæzlu á vegunum. Þá má einnig herða eftirlit með hæfni ökumanna og jafnvel láta þá ganga með nokkru millibili undir sérstakt hæfnispróf, eins og fiugmenn verða að undirgangast. Og loks má auka mjög umferðarfræðslu í skólum og á vinnustöðum, og brýna árvekni og tillitssemi fyrir ökumönnum. Vöruskiptajöfnuðurinn Xölurnar sem Hagstofan birtir mánaðarlega um vöru- skiptajöfnuðinn eru góður mælikvarði um heilbrigði efnahagslífsins. Þær gefa til kynna hvort ástandið er gott eða hvort það er sjúkt. Engin þjóð getur um lengri tíma flutt miklu meira inn en hún flytur út. Þá eyðast allir gjaldeyrissjóðir og jafnvægið hverfur. Fyrir nokkrum dögum birti Hagstofan nýjar tölur um vöruskiptajöfnuðinn. Þær gáfu til kynna, að mjög hefur sigið á ógæfuhliðina. Hann er orðinn óhagstæður um 700 millj. króna frá áramótum. Engum dylst, að kippa verður í taumana og gera þær ráðstafanir, sem breyta þessari óheillavænlegu þróun. Aftur verður að nást jafnvægi milli innflutnings og útflutnings. Þessi mynd var tekin, er ein Globemasterflugvélanna var nýlent á Mildenhall herflugvelli í Vest- ur-Þýzkalandi með 80 hermenn eftir 10 klst. flug frá Texas. Loftflutningarnir miklu vöktu beyg í V.-Þýzkalandi Það er þegar rætt mikið um hinar fyrirhuguðu heimsóknir Ludwigs Erhards, hins nýja for- sætisráðherra Vestur-Þýzka- lands til Parísar, Lundúna og Washington. í fréttum frá Bonn um þetta segir: Ludwig Erhard forsætis- ráðherra mun fara þegar í nóv- emberlok til Frakklands og Bandarxkjanna. Hann skýrði frá því á fundi Kristilega lýðræðis- flokksins, að hann mundi verða í París 21, —22. nóvember til við ræðna við de Gaulle forseta og í Washington 24.-26. nóv. til viðræðna við Kennedy forseta. Það er einnig ákveðið, að hann fari til London til viðræðna við Sir Alec Douglas Home, forsæt- isráðherra Bretlands. Opinber talsmaður í Bonn sagði nýlega, að Ludwig Erhard óskaði eftir að ræða við forustumenn allra bandalagsþjóða Vestur-Þýzka- lands. Að þvf er heimsóknirnar til Parisar og Washington varðar, er þess getið, að honum var boðið þangað persónulega. Fund með de Gaulle átti allar götur að halda fyrir áramót næstu, en samkvæmt fransk-þýzka sátt- málanum, er gert ráð fyrir fund um annað veifið til viðræðna um rhál á grundvelli sáttmál- ans. Og að því er hinn fyrir- hugaða Washington-fund varð- ar, er sagt, að Kennedy forseti hafi þegar í júní síðastliðnum boðið væntanlegum kanzlara Vestur-Þýzkalands að koma vestur. Erhard hefir nú fengið fyrsta tækifæri sitt til viðræðna við Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem kom til Bonn undir lok fyrri viku. Rusk ræddi einnig við Adenauer fyrr- verandi kanzlara og von Hassel landvarnaráðherra Vestur-Þýzka lands. Fréttaritarar segja, að enn hafi verið rætt um loftflutning- ana miklu í fyrri viku (Operati- on Big Lift), er flytja skyldi heilt vélaherfylki á þremur sól- arhringum ffá Texas til Vestur- Þýzkalands. Hér var um 15—16 þúsund hermenn að ræða, létt- vopnaða — en skriðdrekar her- fylkisins og önnur þungaher- gögn biðu í V.-Þ., og að flutn- ingunum loknum hóf það þátt- töku í heræfingum. Þessir loft- flutningar gengu svo vel — þrátt fyrir mjög óhagstætt veð- ur, að þeim var iokið á 53y2 klukkustund. Hér var í reynd- inni um ákaflega mikilvæga hernaðarlega æfingu að ræða — til þess að sýna og sanna, að Bandaríkin væru þess megnug að flytja heil herfylki heimsálfa milli, er mikið lægi við, á mjög skömmum tíma. Og sönnunin er talin fengin þar sem æfingin heppnaðist með ágætum, þrátt fyrir óhagstæð skilvrði. En nú magnaðist kvx'ði vestur- þýzki-a leiðtoga, einmitt vegna þess hve vel gekk, að það myndi leiða til þess, að 3andaríkin teldu ekki ástæðu til þess að hafa eins mikinn herafla fram- vegis í V.-Þ. sem að undan- förnu, þar sem hægt yrði að flytja mikið lið í skyndi, ef horf ur versnuðu skyndilega. Frétta- menn telja víst, að loftflutning- arnir og lið Bandaríkjanna f V.-Þ. hafi verið meðal höfuð- rnála, er þeir ræddu, Erhard og Rusk.. Rusk sagði eftir fundinn með fyrrnefndum forustumönnum, að hann væri hinn ánægðasti með viðræðurnar. Samtímis var það haft eftir yfirmanni hersveita Bandaríkjanna í V-Þýzkal., að þau myndu hafa þar áfram þau 6 herfylki, er þau hafa þar „meðan þess væri þörf“. Um tíma horfði svo, að hvirf- ilvindurinn Ginny myndi trufla þessa loftflutninga með alvar- legum afleiðingum — og mikill kvíði var ríkjandi, er ofan á bættist hin illu vgðurlæti af völdum hvirfilvindsins, að vegna svartaþoku varð að loka flugvellinum í Frankfurt og fleiri flugvöllum í 5 klukku- stundir. En við hernaðarlega æf- ingu sem þessa má helzt ekkert út af bera, allt verður að ganga „eins og klukka". Sumar Globe- master-flugvélarnar, sem fluttu liðið, gátu ekki lent þar sem þeim var ætlað, og lentu sumar þeirra í Ramstein og Sembach. Forustuflugvélin hafði orðið að fljúga yfir hafið gegn vindi, sem fór með 50 kílómetra hraða, og var 2y2 klst. á eftir áætlun. Loftflutningarnir eru taldir af Frh. á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.