Vísir - 28.10.1963, Blaðsíða 3
V1SIR . Mánudagur 28. október 1963,
3
„Taktu upp hnífinn“ — „Ó-
þokka hrakmennið þitt — snertu
mig ekki“.
Við erum stödd í stúdíói núm
er tvö á 6. hæð í Ríkisútvarp-
inu. Verið er að æfa og taka
upp síðasta þátt sakamálaleik-
ritsins „Ráðgátan Van Dyke“ —
„Flett ofam af Van Dyke“.
Leikararnir standa við hljóð-
nemann, í annarri hendinni
halda þeir á handriti Ieikritsins,
en með hinni sýna þeir að
nokkru leyti geðbrigðin. Þeir
sveifla henni, kreppa hnefann
og við og við strjúka þeir svit-
ann af enninu, því að það tekur
á taugarnar að vera annað hvort
forhertur glæpamaður eða leyni-
lögreglumaður.
Á stólnum til hliðar sitja þeir,
sem eru ekki með í bill, þar á
meðal aðal kvenhetja leiksins —
Steve. Steve, sem öðru nafni
heitir Guðbjörg Þorbjarnardótt-
ir, situr samanhnipruð og hálf
skjálfandi og á andliti hennar
er skelfingarsvipur.
Er þetta virkilega Steve, þessi
örugga, rólega kona?
„Vertu róleg Gugga mfn“,
segja meðleikendumir hug-
hreystandi. „Hún fær alltaf
gæsahúð, þegar atriðin, sem
mest taka á taugarnar, eru leik-
in, og skömmin hann Flosi, sem
er effektameistarinn, skýtur af
Skyldi hinn dularfulli Van Dyke vera meðal þeirra. Hér eru þær aðalpersónur leiksins, sem enn eru á lífi: Frá vinstri: Terry Palmer, frú
Steve Temple, Sir Graham, Paul Temple, Charlie, Roger Shelly, Droste og Mc Call. Á borðinu fyrir framan aðalpersónurnar hefur hnífn-
um, sem hlustendur hafa svo oft heyrt í, verið stungið gegnum handritið.
byssunni í tíma og ótima til að
strfða henni — og reyndar okk-
ur hinum Iíka“.
„Við erum ekkert öðru vfsi
en annað fólk”, segir Guðbjörg
og brosir vlð, „þetta tekur á
okkar taugar engu sfður en
hlustenda“.
Það er áreiðanlegt að það er
erfitt að leika sakamálaleikrit
fyrir útvarpsupptöku, því að þar
verður röddin að Iýsa mannin-
um — en til þess að ná rödd-
inni eins og hún á að vera þurfa
leikararnir að nokkru leyti að
leika frammi fyrir hljóðneman-
um ,ei'ns og þeir myndu gera
væru þeir á sviði.
Leiknum er haldið áfram, Ijós
kviknar á veggnum og effekta-
meistarinn Flosi rennir stórri
spýtu eftir borðbrún — það er
verið að opna dyr á járnbrautar
lest.
Hvað er að gerast? — það má
ekki segjast. Eigum við ekki
heldur að athuga hvað hefur
gerzt?
Paul Temple er rithöfundur
og áhugaleynilögreglumaður, er
oft hefur orðið Scotland Vard
að liði. Yfirmaður Scotland
Yard leitar nú til hans og biður
hann um aðstoð, því að barni
Mary Desmond hefur verið
rænt.
Temple hefst þegar handa og
hann kemst brátt að því að hér
er um umfangsmikið eiturlyfja-
mál að ræða. En þegar hann er
að komast á sporið „er fólkið
drepið fyrir niér á síðustu
stundu“, segir Ævar Kvaran,
sem tekið hefur sér gerfi
Temple. „Ailt leikritið er ég að
stika yfir lík“.
En Temple er ekki einn á báti
þar sem hann hefur eiginkonu
sína Steve. Hún fylgir honum
hvert sem hann fer og með
kænsku sinni getur hún oft orð-
ið honum að góðu liði.
Ilættan vofir ávallt yfir þeim.
Reynt er að sprengja Paul í
loft upp, gerð er tilraun til að
skjóta hann og í 7. þætti átti
að gefa Steve inn eitur, en hún
sá við því á síðustu stundu —
og lék á Van Dyke.
En hver er Van Dyke?
Áheyrendur gruna marga, t.
d. Terry Palmer, Droste, Roger
Shelley, Charlie, Mc Call og
sumir segja að það geti alveg
eins verið sjálf Temple hjó'nin
og Jónas Jónasson Ieikstjóri seg
ir okkur að farið sé að bera það
upp á harrn og magnaravörðinn
að þeir séu Van Dyke.
Við þykjumst nú heldur vel
sett að hafa alla aðalskúrkana
við hendina og biðjuni þá að
segja okkur dálítið frá sjálfum
sér — ef það mætti verða til
einhverrar skýringar.
Droste (Lárus Pálsson): Ég er
milljónamæringur, næturklúbbs
og hóteleeigandl, mesti „sjentil
maður“ í alla staði. Konan mín
sem var eiturlyf janeytandi er ný
lega látin. Þcir segja mig grun-
samlegan, m.a. vegna þess að
ég á armband með nafnspjaldi.
Mc Call (Haraldur Björnsson);
Ég elti Droste en veit eiginlega
Frh. á bls. 7.
Hlustendur ku jefnvel gruna þá. Leikstjórinn Jónas Jónasson og magnaravörðurinn Magnús Hjálm-
arsson sltja I klefa sfnum og þaðan stjðrna þeir öllu, leik ,stormi ,regni, sfrenuvæli, járnbrautar-
skrölti og mætti þannig lengi telja.
— Jafnvel magnara-
vörðurinn er grunaður