Vísir - 28.10.1963, Blaðsíða 4
Vinyl grunnmáining cr ætluð sem grunn-
málning úti og inni a tré, járn og stein.
Yfir Vinyl grunnmálninguna má mála mcð
Öllum algcngum málningartegundum.
Vinyl grunnmálning er algjör nýjung.
Vinyl grunnmálning sparar yður erfiðí
tíma og fyrirhöfn.
Vinyl grunnmálning þornar á Vi-V/i klst.
)p£jkWu. ÖtA
V1 S I R . Mánudagur 28. október 1963.
BRAUÐRISTAR
Brauðristar margar gerðir nýkomnar. Einnig
lampar í miklu úrvali, og ljósaperur.
LJÓS OG HÍT3
Aðalfundur
Heimdallar F.U.S.
Garðastræti 2 v/Vesturgötu
Sími15184
HAFNARFJÖRÐUR
Sjálfstæðiskvenfélagið Vorboði heldur fund í
Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 28. okt. kl. 8,30.
FUNDAREFNI :
i'.éií gc'
,T' . , . n tíjiwaa -rníjioi .312 ui*su
Venjuleg fundarstorf. • •
Spilað verður Bingóp*1*****
Kaffidrykkja. Stjómin.
verður haldinn miðvikudaginn 30. okt. n. k. kl. 20,30 í Sjálfstæðis-
húsinu.
Tillögur uppstillingarnefndar um stjórn félagsins næsta starfsár
liggja frammi í skrifstofu félagsins í Valhöll. Aðrar tillögur um
stjóm, svo og tillogur um fulltrúaráð félagsins skulu hafa borizt
til skrifstofunnar fyrir kl. 20.30 n. k. mánudagskvöld.
Stjómin.
Hreinsum vel og fljótt
i|wi9(t íflíii--. Ji93lrt9, nncn ibitv ao ; -u^iaoii go pgnoíaxi .mrii. , ...
j BnT*re,nsui^ íjitpa8 — Sækjum -r- Sendum >.b .m-:.
EFNALAUGIN LJNDIN H.F., Skölagötú 51, slmi 1825
Hafnarstræti 18, simi 18820.
þaö her árangur!
Hjúkrunarskólinn —
Framh. af bls. 9. verði þó umfangsminna. Með
að við Þorbjörg förum aftur út
og höldum sem leið Iiggur upp
í skólastjóraskrifstofuna. Á
borðinu hennar er stafli af
pappírum, þar á meðal umsókn-
ir frá ungum stúlkum, sem þrá
að verða hjúkrunarkonur.
„Þær sækja um með löngum
fyrirvara", segir Þorbjörg. „Við
tökum þær ekki yngri en 18
ára, en þær senda iðulega inn
umsókn ári fyrr eða jafnvel
meira“.
„Og hvers vegna langar þær
að leggja fyrir sig hjúkrun?"
„Við spyrjum þær einmitt að
því, og langalgengasta svarið
er: „Af áhuga á starfinu. Það
er stundum sagt, að nú á dög-
um gerist stúlkur ekki lengur
hjúkrunarkonur af hugsjóna-
ástæðum, en það er okkar
reynsla hér, að í flestum til-
fellum langi stúlkurnar af ein-
lægni til að láta eitthvað gott
af sér leiða og hjálpa þeim,
sem eru hjálparþurfi, og þess
vegna velji þær sér þetta starf".
VANTAR KENNARA
„Hvað tekur námið mörg
ár?“
„Eins og er, tekur það þrjú
ár auk forskólans, sem stendur
yfir 3 mánuði. En það er unnið
að því að stytta námstímann,
þannig að skólinn verði alls
þrjú ár, án þess að námið sjálft
breyttri skipulagningu ætti það
að geta komizt í framkvæmd.
En nú vantar okkur bæði skóla-
stofur og kennara; það er mik-
ill skortur á sérmenntuðum
hjúkrunarkennurum".
„Þurfa þeir ekki að læra er-
lendis?“
„Jú, við höfum engan hjúkr-
unarkennaraskóla hér á landi,
þvi miður. Eftir venjulegt
hjúkrunarnám þarf minnst 2
ára starfsreynslu í almennri
hjúkrun, síðan 1—2 ára sérnám
í öðrum löndum til að geta
orðið fullgildur kennari".
„Hvernig fer kennslan fram?“
„Hún skiptist í bóknám og
verknám, bóknámið fer fram í
námskeiðum, alls þremur —
fyrsta þeirra er forskólinn -
en verknámið á hinum ýmsu
deildum Landspítalans og ann-
arra sjúkrahúsa. Það er mark-
mið okkar að skipuleggja verk-
lega námið á sjúkradeildunum
þannig, að nemarnir verði und-
ir eftirliti kennara, sem ekki
þarf að bera ábyrgð á sjúkling-
um, heldur getur helgað sig al-
gerlega kennslunni. Nemarnir
eiga ekki bara að vera vinnu-
kraftur, en það er hægara sagt
en gert að kippa þessu í lag,
þegar alltaf vantar bæði kenn-
ara og hjúkrunarfólk".
„Fyrst þér minnizt á hjúkr-
unarfólk — eru margir piltar að
læra hjúkrun?"
„Þrír eru útskrifaðir — og
tveir þeirra giftir hjúkrunar-
konum — en í vetur höfum við
enga. Þeir eru alltaf velkomnir
í skólann, þó að við getum ekki
tekið þá í heimavist".
„Voru þeir jafnáhugasamir og
stúlkurnar?"
„Já, þeir voru mjög ánægðir
með nárnið".
„Hver eru inntökuskilyrðin í
skólann?"
„Undirbúningsmenntun þarf
að vera gagnfræða- eða lands-
próf, og einkunnir í íslenzku,
stærðfræði og dönsku mega
ekki vera fyrir neðan 6. Aldur-
inn má vera 18 — 30 ára. Sterk
heilsa, andleg og líkamleg, er
nauðsyn. Áherzla er iögð á
hæverska framkomu, reglusemi
og gott siðferði. Vel menntaðir
umsækjendur ganga fyrir að
öðru jöfnu“.
SKÓLASTJÓRNIN
ER TÍMAFREK
„Kennið þér sjálf við skól-
ann?“
„Það er lítið núorðið -
skólastjórnin er tímafrek, mað-
ur þarf að vera eins konar
verkstjóri og halda öllu gang-
andi, og ég eyði töluverðum
tíma í einkasamtöl við nem-
endur — það er þýðingarmikið
að kynnast þeim sem bezt. Ég
kenni ekki annað en hjúkrun-
arsiðfræði, þ.e. leiðbeiningar
um hegðun hjúkrunarkvenna.
Það er mikilvægt, að hjúkrunar-
nemar öðlist ábyrgðartilfinn-
ingu, og framkoma þeirra þyrfti
helzt að vera til fyrirmyndar.
Almenningur gerir meiri kröf-
ur til ungra stúikna, sem sinna
mannúðarstörfum, en venjulegra
pnglinga á þeirra reki. En
megináherzlan er auðvitað lögð
á aðhlynningu sjúklingsins og
nærgætni við hann“.
„Finnst yður stúlkurnar hafa
góðan skilning á þessu?“
„Já, já, þær bæði vilja það
og skilja, en þær eru nú ekki
nema mannlegar, og enginn get-
ur ætlazt til, að þær hagi sér.
alltaf eins og englar. Ég held
þó, að hjúkrunarstarfið sé vel
til þess fallið að draga úr eig-
ingirninni, sem býr í okkur
flestum; það er siðferðisleg
skylda hjúkrunarkonunnar að
meta meira þarfir sjúklingsins
en sínar eigin óskir. 1 heima-
vistinni ala þær mikið hver
aðra upp; þær vilja langflestar
búa þar, og þær vilja hafa regl-
ur og koma vel fram fyrir hönd
skólans síns, blessaðar“.
EILÍF PRÓF
Nú er hringt, og Þorbjörg
verður að snúa sér að öðru.
Ég labba upp í setustofuna,
finn hana eftir talsverða leit og
ráp eftir göngum, sem liggja í
allt aðra átt. Forskólanemarnir
streyma út úr kennslustofunni
með sálfræðibækurnar sínar og
fá sér sæti í sófum og hæg-
indastólum.
„Er sálfræðin ekki spenn-
andi?“
Löng þögn.
„Það er gaman 1 tímunum og
gaman að hlusta á fyrirlestra,
en þegar prófin koma, kann
maður ekki neitt“, svarar ein
hinna verðandi hjúkrunar-
kvenna.
„Hvenær verða prófin?“
„Við erum alltaf að taka
próf“, svarar önnur. „Á hverj-
um mánudegi, eintóm útlend
orð, oj bara“.
„Af hverju viljið þið verða
hjúkrunarkonur? Er það köll-
un?“
„Köllun? Uss, nei. Og þó ...“
„Þörf fyrir að verða að ein-
hverju gagni“, segir ein hik-
andi. „Er það kannske köllun?"
HEITASTA ÓSKIN
„Eða lásuð þið skáidsögur
um lækna og hjúkrunarkonur,
þar sem læknirinn verður ást-
fanginn af hjúkrunarkonunni,'
meðan hann er að skera upp
sjúklinginn?"
„Svoleáðis sætsúpa!" Þær
hnussa með fyrirlitningu. „Von-
andi er það ekki þannig í raun
og veru“.
„Við erum ósköp jarðbundn-
ar allar saman“, tekur ein fram.
„Það er ifka heppilegra í svona
starfi“.
„Hver er ykkar heitasta ósk?“
Þær hugsa sig um.
„Að verða góð hjúkrunar-
kona“, svarar ein, sem situr úti
í horni.
Hinar kinka kolli til sam-
þykkjs.
Og meðan það er æðsta hug-
sjón allra hjúkrunarnema, þurf-
um við engu að kvíða um að-
hlynningu sjúkra. — SSB.