Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Laugardagur 16. nóvember 1963. /A Sá svarti senuþjófur // Njörður Njarðv'ik ritar Björnssonar leikara Þetta er fyrsta bók höfundar, fyrsta ævisaga íslenzks at- vinnuleikara og fyrsta forlags- bók Skálholts h.f. og kemur senn út. Er enginn vafi á því að mörgum mun leika forvitni á að sjá bók um fyrsta lærða leikarann á Islandi, ekki sízt vegna þess að persónusaga Har- alds hlýtur að vera snar þáttur af Islenzkri leiklistarsögu síðan Neifar — Framh. af bls. 16 vörpunni og hefðu þeir verið að vinnu, er varð- skipið kom að togaran- um. Richard Taylor er skipstjóri á Hull-togaranum James Barria, sem varðskipið Þór tók að meintum ólöglegum veiðum um 2 sjómílur innan við fiskveiði- mörkin Ut af Stigahlíð aðfara- nótt föstudags. Er varðskipið kom að togaranum hjó hann af sér vörpuna og sigldi til hafs. Þór tókst að stöðva togarann I sögu Haralds sú saga hófst fyrir alvöru, en Harald hefir nú borið hátt á íslenzku leiksviði 1 hart nær hálfa öld. Höfundur bókarinnar, Njörður P. Njarðvik, er kunnur fyrir bókmenntaþætti slna I út- varpinu og I Vísi, en sjálfur hefir hann ekki gefið út bók fyrr en nú. Vtsir greip tækifærið og for- vitnaðist um þessar væntanlegu fljótlega, og var farið með hann til ísafjarðar. Réttarhöld I máli skipstjórans hófust hjá Bæjarfógetanum ki. 1,30 I dag og kom þá Jón Jóns- son, skipherra fyrir réttinn svo og 3 stýrimenn og 2 hásetar. — Staðfestu þeir allir skýrslu varðskipsins með eiði. Eftir að varðskipsmenn höfðu komið fyrir rétt var réttarhöld- um frestað, vegna þess að beðið var komu verjanda frá Reykja- vík. Réttur var svo aftur settur kl. 6 og kom þá Taylor skip- stjóri fyrir réttinn. Taylor er Is- firðingum gamalkunnur, því 2. desember 1961 var hann dæmdur á Isafirði I 2ja mánaða fangelsi ásamt tveimur skips- Játningar Haralds Bjömssonar, er Njörður leit inn fyrir helgina. — Er Haraldur berorður um sjálfan sig og samtíð sína? — Það var samkomulag milli okkar frá upphafi að þessi saga yrði að vera sannleikanum samkvæm, og mun enginn geta sagt að Haraldur sé ekki ber- orður um líf sitt, eða taki ekki ákveðna afstöðu til samtíðar sinnar og samferðamanna I þessari bók. Annars væri hann ekki heldur sjálfur sér líkur. — Er hún beinlínis skrifuð 1 þvi skyni að vera berorð? — Bókin er rituð með það fyrir augum að birta ófegraða og sanna mynd af Haraldi sem listamanni og einstaklingi, „þeim svarta senuþjófi“, eins og hann var eitt sinn nefndur opinberlega. Og hann er ekkert feiminn við þá nafngift eins og bókartitillinn ber með sér. — Verður þetta yfirgrips- mikil lesning? — Hún verður nær 300 blað- slður I stóru broti, þar af eru 25 myndasíður og hafa margar myndanna ekki birzt áður. En nú segi ég alls ekki meira — fyrr en ég segi allt. mönnum sínum fyrir árás á Is- firzkan lögregluþjón. Sátu þeir á Litla Hrauni, en voru síðan náð aðir fyrir jólin. Taylor neitaði kæru varðskips manna, og sagði hann, m. a., að togarinn hefði misst vörpuna fyr ir utan landhelgina og hefðu . þeir. verið að vinnu, þegar varð- livskipið kom að -þeim. ■ -> Eftir •i3 aðnTaylor hafði komið.fyrir rjltfc inn, var réttarhöldum frestað þar til klukkan 9 I gærkvöldi, en þá áttu að koma fyrir dóminn 1. stýrimaður og bátsmaður af togaranum. i Forsetinn — Framh. af bls. 1. ásamt Richard Butler utanríkis- ráðherra. Að kvöldi fyrsta dags hinnar opinberu heimsóknar verða forsetahjónin, og utan- ríkisráðherra íslands og kona hans, gestir forsætisráðherra Breta í embættisbústað hans, Downingstreet 10. Það hefir nú verið tilkynnt opinberlega að forseti íslands heimsæki háskólana I Leeds og Edinborg, eftir að liinni opin- beru heimsókn lýkur og muni ekki koma heim aftur fyrr en 3. desember. Butler, utanrlkisráðherra Breta, flutti kveðju I Ríkisútvarpið I gærkvöldi, sem hljóðrituð hafði verið I London, I tilefni af hinni væntanlegu heimsókn forseta Islands til Bretlands. Fer hér á eftir þýðing á ávarpi hans: „Það gleður oss I Bretlandi að forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og frú hans, eru væntanleg I opinbera heimsókn I þessum mánuði. Oss er það sér stök ánægja að bjóða velkominn hinn virðulega leiðtoga vina- þjóðar vorrar á íslandi. Þjóðir vorar hafa haft vinsamleg sam- skipti svo öldum skiptir, og á vorum tímum tengir sameiginleg frelsishugsjón þær nánum bönd um. Ég vona að heimsóknin verði herra Ásgeiri Ásgeirssyni forseta til ánægju, og ég er þess fullviss að hann muni hvarvetna á ferð sinni I Bretlandi verða var við hlýjan húg I garð islenzku þjóðarinnar". WssfaislbóS — Framh. af bls. 1. mun minna vatn en venjulega væri notað. Vísir spurði Guðlaug, hvort íbúar Vestmannaeyja hefðu ekki miklar áhyggjur af fiskimiðunum I kring vegna eldgossins. Sagði Guðlaugur að fiskifræðingar teldu ekki mikla hættu á ferðum enda þótt erfitt væri að fuliyrða nokkuð um- þau mál og reynslan ein yrði að skera úr um það hverjar afleiðingar gos- ið hefði fyrir fiskimiðin. Hann sagði að gosið væri á miklu veiði- svæði eða hinum gamla Vestmanna eyjabanka. Undárifarjð héfðu bát- ar verið þar að línuveiðum en ,nú ýrðu þ'éir áð hálda á aðrar slóðir. Gosið hefur sézt mjög vel héðan og fólk hefur gefið því mikinn gaum ,sagði bæjarstjórinn. Csoseyjan — Framh. af bls. 16. þessu máli, þó vart verði hægt fyrst um sinn að stíga upp á hina gjósandi eldfjallaey. Vísir hefur kannað nokkuð þær reglur, sem um þetta gilda. Það kemur þá fyrst í ljós, að hin nýja eyja mun vera eilítið fyrir sunnan grunnlínu þá sem dregin er milli Eldeyjardrangs og Geirfuglaskers og það þýðir, að hin nýja eyja yrði að sjálf- sögðu nýr grunnlínupunktur. Grunnlínan umhverfis Island er ákveðin í reglugerð og gæti því ráðherra ákveðið með einfaldri reglugerð að gera nýju eyjuna að grunnlinupunkti. Þá er ekki líklegt að slík ákvörðun verði tekin skjótlega og yrði vissu- lega gengið úr skugga um það fyrirfram að líklegt sé að eyj an standi áfram. Varðandi yfirráð yfir eynni er það að segja, að hún hefur kom- ið upp innan Islenzkrar lög- sögulandhelgi, sem er fjórar mllur, en eyjan mun vera um þrjár mflur frá Geirfuglaskeri. r A sveismi — Framhald af bls. 7 að það væri vel þess virði að skreppa í flugvél og sjá þessa stófenglegu sýa Næst snerum við okkur að Brynjólfi Kjartanssyni, mennta- skólanema: Þetta er I einu orði sagt alveg stórfenglegt. Ég er það ungur, að ég man ekki eft- ir Heklugosinu, svo að þetta er í fyrsta skipti sem ég sé gos, sagði hann. „Ég flaug yfir I gær, og ég er búinn að fljúga tvisvar I dag og með hverri ferðinni finnst mér þetta verða glæsilegri sjón, sagði flugstj jrinn, Ingimundur Þorsteinsson, þegar við skut- umst inn I flugstjórnarklefa til hans. Það var sama, hvern við spurðum, allir voru á einu máli um eitt: Þetta er stórkostleg sjón, sem þeir munu seint gleyma. Klukkan var 15 mín. yfir 3, þegar Straumfaxi lenti á Reykja víkurflugvelli. Sextíu ánægðir farþegar stigu út úr flugvél- inni ,eftir að hafa séð tíunda eldgos I hafi hér við land frá upphafi íslandsbyggðar. — Inni I afgreiðslubyggingu Flugfélags ins beið stór hópur af eftirvænt ingarfullu fólki eftir að fá að stíga um borð. VI Norræno húsið — Framh. af bls. 16. prófessor okkur þá frumteikning ar, sagði Þórir prófessor og gerði grein fyrir þeim, og svo komum við saman aftur síðdeg- is og ræddum ýmis atriði varð- andi málið, sem er 1 höndum menntamálaráðuneyta Norður- landanna, og þá sérstaklega ís- lands, þar sem húsið verður reist hér. Þetta er það helzta, sem um þetta er að segja eins og stendur, því að framundan er biðtími, þar til prófessorinn legg ur fram teikningar sínar. — Hve stór verður þessi bygg ing og hver er aðaltilgangúrinn með að koma henni upp? — Byggingin verður 850 fer- metrar. Aðaltilgangurinn með stofnun hennar er, að hún verði upplýsingamiðstöð fyrir almenn ing varðandi bókmenntir Norður landa og menningu og ekki sízt atvinnuháttu, svo og verði hún miðlunarstöð I samskiptum Norð urlandaþjóðanna. Lektorar Norðurlanda munu flytja þar fyrirlestra sína og hafa þar með höndum tungu- málakennslu sína. Líklegt er, að í húsinu verði herbergi fyrir gesti frá Norðurlöndum, en að ræða. tilhögun er annars of snemmt, og bezt að bíða þar til fullnaðarteikning Aalto pró- fessors verður fyrir hendi I janú ar. Frímerki — Framh. af bls. 16. Rauða Kross frimerkin, sem komu út í gær eru tvö, að verð- gildi 3.50 og 4.00 krónur og eru gefin út 1 tilefni af 100 ára af- mæli Alþjóða Rauða Krossins. Nóg rýmiíríkisfangelsunum Ríkisfangelsin hér á landi, að Litla Hrauni og Kvíabryggju, eru ekki fullskipuð um þessar mundir, svo að enginn dráttur þarf nú að verða á þvi að dæmd ir menn afpláni refsingu. Sér- staklega er nú um stundarsakir nóg rúm að Litla Hrauni. Þessar upplýsingar fékk Vísir er hann spurðist fyrir I dóms- málaráðuneytinu um fyrirhug- aða byggingu nýs ríkisfangelsis I nágrenni Reykjavíkur, en sú framkvæmd er enn á algeru byrj unarstigi. Ástæðan fyrir þvl, að nú er nóg rými I fangelsunum, er sú, að I sumar var tekið að láta menn afplána refsingu á hinu endurreista Kvíabryggjuhæli. Þar með er jafnframt tekið til við að aðgreina eldri og yngri fanga, þannig, að yngri menn og þeir sem dæmdir eru I fyrsta sinn afplána refsingu að Kvía- bryggju, en þeir sem eldri eru í hettunni og unnið hafa sér til ítrekaðrar refsingar eru sendir austur á Litla Hraun. I lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 1961, var kveðið á um byggingu ríkisfangelsis í ná- grenni Reykjavíkur. Var þar gert ráð fyrir, að það ætti full- byggt að rúma um 100 fanga. Síðan hafa fjárveitingar verið lagðar til ríkisfangelsis á hverju ári, ein milljón bæði árin 1961 og ’62 og tvær milljónir á þessu ári. Er þessu fé safnað I sjóð, en ólíklegt að hægt verði að hefjast handa fyrr en um 15 milljónir króna eru handbærar. Ríkisfangelsið er þannig enn á algeru byrjunarstigi. Er nú verið að kanna fyrirkomulag í nýtízku fangelsum og vinna að byrjunarundirbúningi, kostnaðar áætlunum o. fl. Hið nýja ríkisfangelsi á að vera staðsett í nágrenni Reykja víkur. Er þó enn allsendis óráð- ið, hvaða staður verður valinn, þó ýmsir staðir geti komið til greina. Staðarval er allvanda- samt. Það verður að falla inn I skipulag borgarinnar, en gera má ráð fyrir, að fáa langi til að fá slíka stofnun 1 nágrenni við sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.