Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 13
VÍSIR . Laugardagur 16. nóvember 1883. Nýkomið sérlega fallegt úrval af GJAFAKÖSSUM með: baðolíu, baðsápu, bað- púðri, baðsalti, baðbursta, nuddbursta og naglabursta Sendum gegn póstkröfu um allt land. SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 . Simi 12275 ísland með í fiski- málaráðstefnunni Rfklsstjóm íslands hefur ákveðið að taka þátt í fiskimálaráðstefnu þeirri, er Bretar efna til 1 desem- ber. En stjórnin tekur fram í svari til brezku stjórnarinnar, að hún muni ekki ganga til neinna við- ræðna um takmarkanir í íslenzkri fiskveiðilögsögu eða um ívilnanir til handa erlendum aðilum á að- stöðu á íslandi í fiskveiðimálum. Her fer á eftir fréttatilkynning, er Vfsi hefur borizt frá utanríkis- ráðuneytinu um málið: Eins og kunnugt er hefur brezka ríkisstjórnin boðið til fiskimálaráð /jb róttir um helgina Körfuknattleiksmót Reykjavíkur hefst f kvöld að Hálogalandi. Fyrstu leikir mótsins eru þessir: Lagardag kl. 8.15: K.R. - Í.R.-b 3. fl. Ármann — Í.R. 2. fl. K.F.R. - K.R. Mml. Sunnudag kl. 8.15: Ármann A — K.F.R. 3. fl. K.R. - Í.R. 3. fl. Ármann — Í.R. Mfl. stefnu, sem hefst í London hinn 3. desember 1963. Til ráðstefnunn- ar hefur þessum löndum verið boð ið: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Hollandi, írlandi, ís- landi, Ítalíu, Luxemborg, Noregi, Portúgal, Spáni, Sviss, Svíþjóð og Þýzkalandi. Svar fslenzku ríkisstjórnarinnar við boði þessu var afhent brezka utanríkisráðuneytinu 4. nóv. Er svarið í meginatriðum þannig: Ríkisstjórn íslends hefur ákveð ið að þiggja boð ríkisstjórnar Bret- lands uin’ •þátttökmri1 'fískfmáiaráð- stefnufihi'í I.óndon, eh vérður hins vegar að gera fyrirvara í því sam- bandi. Rfkisstjórnin telur, að verzlun með sjávarafurðir verði að vera á dagskrá ráðstefnunnar, en að rangt sé að tengja það mál saman við framleiðslumál í sjávarútvegi eða fiskveiðitakmörk. Tekur ríkisstjórn Íslands það fram, að hún muni ekki ganga til neinna viðræðna eða samninga um takmarkanir á ís- lertzkri fiskveiðilögsögu, eða um ívilnanir til handa erlendum aðilum á aðstöðu á íslandi í fiskveiðimál- um. Að Iokum segir i svarinu að þeg ar endanleg ákvörðun liggi fyrir um þátttöku allra þeirra ríkja, sem boðið hefur verið til ráðstefnunn- ar, og um endanlega dagskrá, muni ríkisstjórnin tilkynna frekar um þátttöku íslands í ráðstefnunni. 13 Yfír 5 hundru aðir ökumenn teknir ■ í ’Vfír ffmm hundruð ökúménn hafa verið teknir fyrir ölvun við akstur og er sú tala með lang hæsta móti. í fyrra voru teknir alls 425 ölvaðir ökumenn, sem þá var miklu hærri tala en nokkru sinni fyrr. Hér er um mjög háa tölu að ræða, en þó telur lögreglan að hún sé ekki nema nokkur hluti þeirra ölv- unarbrota, sem eiga sér stað við akstur, einkum á kvöklin og að næturlagi. Meðfylgiandi mynd er tekin af bifreið er valt skammt frá Rauðavatni. Ölvaður, réttinda- laus maður stal bifreiðinni, ók henni síðan á ofsahraða og velti henni með þeim afleiðingum sem myndir sýnir. Eftir að bif- reiðin hafði oltið, akreið maður- inn út úr henni og fann lög- reglan hann liggjandi á þeim stað sem flaskan stendur. Þegar eigandinn ætlaði að nota bifreiðina, var hana hvergi að sjá, og næst þegar hann sá bifreiðina, var hún stórskemmd. Þannig getur hinn saklausi borgari orðið fyrir barðinu á ölvuðum þjófum, sem svífast einskis. Er því fyllsta ástæða til að brýna fyrir mönnum að ganga ætíð tryggilega frá bif- reiðum sínuni. Eftir því sem lögreglan hefur tjáð Vísi, er oft fyllsta ástæða til þess að stöðva bila að nóttu til, enda hefur oft ýmislegt koni- ið í fjós, sem varðar við lög. Ekki aðeins það að ökumenn geti verið drukknir og réttinda- Iausir og jafnvel á stolnum bíl- um, heldur er oft að finna í bifreiðum ölvaða unglinga innan lögaldurs. Þar hefur og stundum fundizt þýfi eða þá smyglað á- fengi og tóbak. Lögreglan telur sig hafa fyllstu ástæðu til þess að halda þessu eftirliti áfram, þótt það hljóti stundum að bitna á saklausum og heiðarlegum ökumönnum. Ástæðan fyrir þvf hversu margir ökumenn eru teknir fyrir ölvun við akstur er aukið eftir- lit lögreglunnar. Árið 1955 kærði lögreglan í Reykjavík 263 öku- menn fyrir ölvun við akstur, en næstu árin á eftir fór talan stöð ugt lækkandi og komst lægst niður f 186 árið 1959. En nú f ár er talan komin upp í 502 frá s. 1. áramótum, og þó er enn eftir um íl/2 mánuður af árinu. Helgarráðstefna um stefnuskrá Heimdallar Verður Teknir haldin í Valhöll laugardag og sunnudag og hefst k!. 14.09 báða dagana. verða fyrir 13 málaflokkar, er skipt verður niður á dagana eins og hér greinir: Laugardagur: 1. Almennur inngangur 2. Stjómarskráin 3. Efnahagsmál 4. Landbúnaðarmál 5. Iðnaðarmál 6. Utanríkismál Sunnudagur: 7. Fræðslu- og menntamál 8. Húsnæðismál 9. Æskulýðsmál 10. Vinnulöggjöfin 11. Samgöngu- og ferðamál 12. Sjávarútvegsmál 13. Tryggingarmál í upphafi beggja daganna verður þátttakendum skipt niður ! nefnd- ir, sem fjalla um hvern framkominn málaflokk fyrir sig. Að störf- um þeirra ioknum verður gert kaffihlé, en síðan hefjast almenn- ar umræður. Umræðustjóri verður Jón E. Ragnarsson, stud Jur. HEIMDELLINGAR ELDRI SEM YNGRI ERU HVATTIR TIL AÐ FJÖLMENNA. STJÓRNIN. V * ti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.