Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 16. nóvember 1963. O Þingmannafundur Atlanz- hafsbandalagsins lokið Þingmannafundur Atlanz- hafsbandalagsins var haldinn 4. — 9. nóvember í París. Af hálfu íslenzkra þingmanna voru til- nefndir til fundarins, Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, sem er formaður íslenzku nefnd- arinnar, Matthías Á. Mathiesen, Björn Pálsson og Benedikt Gröndal, en hann gat ekki sótt fundinn. Matthías Á. Mathiesen er ný- lega komin heim. Þetta er fyrsti þingmannafundurinn, sem hann Þingmannafundurinn gerði margar ályktanir. Meðal annars voru gerðar ályktanir varðandi aukna samræmingu f skipulagi varnaraðgerða, ákveðið að fresta ályktunum um kjarnorkumál til næsta fundar, ályktað að hvetja stórveldin til að halda gerða samninga um stöðu Berlínar. Þessi ályktun er tilkomin vegna endurtekinnar áreitni Sovétríkj- anna á samgönguleiðinni milli Berlínar og V-Þýzkalands. Þá var gerð ályktun um við- Rætt við Matthíar Á Mathiesen, alþm. situr. Vísir leitaði frétta hjá Matthíasi í gær: — Þingmannafundurinn fjall- aði um allmörg mál, fyrst í nefndum en síðan á sameiginleg um fundum. Rætt var um skipu lagsmál þingmannafundarins, pólitísk og hernaðarleg málefni, menningar- og fræðslumál, efna hagsmál, hermál vísindi og tækm. skipti milli kommúnistaríkjanna og ríkja Atlanzhafsbandalags- ins, svo og um aukið frelsi í við skiptum ríkja hins frjálsa heims. Sett verði upp nefnd til að kanna möguleika á stuðningi við þau lönd innan Atlanzhafs- bandalagsins, sem skemmra eru á veg komin en eðlilegt þykir í því skyni að stuðla að hraðari efnahagslegri uppbyggingu í þessum löndum. Þá var samþykkt að leitað yrði ráða til að stuðla að hvers konar samvinnu á sviði vísinda og tækni, 1 þágu bættra lífs- kjara og aukins varnarmáttar ríkja Atlanzhafsbandalagsins. — Hverjir voru einna mest á- berandi á þessum fundum? — Ef ég á að nefna einn hóp fremur öðrum þá mundi ég segja að það hefðu verið Frakk- ar. — Það er viðurkennt að þess- ir fundir hafa mikla þýðingu, var rætt um að auka enn áhrif þeirra? — Það var ákveðið að ríkis- stjórnum meðlimaríkjanna yrði send til athugunar tillaga um að þingmannafundirnir yrðu haldn- ir tvisvar á ári, í stað þess að þeir eru nú aðeins haldnir einu sinni. - Hverjir héldu aðalræðurnar á þessum fundi? — Framsögumenn nefnda gerðu grein fyrir tillögum við- komandi nefnda. En I upphafi fundarins töluðu Dirk Stikker, framkvmmdastjóri Atlanzhafs- bandalagsins, Lyman Lemnitzer, yfirhershöfðingi bandalagsins og George Pompidou, forsætisráð- herra Frakklands. Umræður voru miklar um ýmis mál, og var það álit sumra fulltrúanna að þær hefðu sjaldan eða aldrei verið merkilegri en einmitt á þessum fundi, en það er greini- legt að fulltrúarnir voru stað- ráðnir í auka áhrif fundanna frá þvi sem verið hefur, hafa þeir þó hingað til verið taldir mjög merkilegir og gagnlegir. Góð gjöf til kvenskáta Góður markaður fyrir ísfisk ytra Fyrir nokkru björguðu tvær stúlkur bami frá drukkn- un f Hrfsey. önnur stúlkan er skáti og hafði lært Hjáip £ við- lögum og vissi því nákvæmlega hvað gera skyldi. Þannig fórust Jóni Oddgeir Jónssyni m. a. orð, er hann afhenti Kvenskáta- félagi Reykjavfkur fullkomið æfingartæki að gjöf frá Líf- tryggingadeild Sjóvá. Hér er um að ræða uppblásna brúðu, sem nota á til þess að æfa hina svokölluðu biástursað- ferð til lífgunar úr dauðadái. Þegar brúðan er alveg uppblás- in er stærð hennar ca. 1.60 m. Brúðan er mjög handhæg og gott æfingartæki til þess að æfa blástursaðferðina við lífgun úr dauðadái, en sú aðferð hefur rutt sér mjög til rúms á undan- förnum árum. Nokkrar slíkar brúður hafa verið fluttar til lanðsins, en þetta er sú fyrsta sem skátarnir eignast. Gjöfina afhenti Jón Oddgeir Jónsson fyrir hönd líf- tryggingadeildar Sjóvá, er gaf Kvenskátafélagi Reykjavíkur brúðuna, en hún mun kosta eitt- hvað um 7 þús. krówur. Myndin er tekin á félagsfundi hjá kven skátum og sjást nokkrar skáta stúlkur halda á brúðunni. — (Ljósm.: Visis B.G.) Verð er nú mjög hátt á ísfiski bæði í Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi, vegna þess hve lítið framboð er á fiski, segir Ingi- mar Einarsson hjá Félagi ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda í viðtali við Vísi. - En íslenzku togararnir hafa einnig aflað mjög illa undanfarið, bætti hann við. Það sést varla „Bretlandsfisk- ur“, sagði Ingimar Einarsson. Bretar vilja einkum ýsu og þorsk, en togararnir fá einkum karfa um þessar mundir. Þess vegna selja þeir einkum í Þýzka- landi, þar sem meiri eftirspurn er eftir karfa en í Bretlandi. Ingimar sagði, að rekstur tog- aranna væri nú mjög erfiður vegna aflaleysis. Ef vel ætti að vera, þyrftu togararnir að geta siglt með um það bil 160 lest- ir í ferð. En hann bætti því við, að verðið mundi að sjálfsögðu falla, ef afli ykist mikið og fram boð færi vaxandi. Togarinn Haukur seldi í upp- hafi verkfalls prentara smá- slatta af síld í Þýzkalandi. Var það tilraun til þess að athuga, hvort unnt yrði að sigla meira með síld í vetur. Um mjög lítið magn var að ræða en gott verð fékkst fyrir það. Má því vera, að togaramir taki slatta af sfld með þegar þeir eru með lítinn annan afla, en ekki er búizt við þvf, að neitt verði um síldarsöi- ur í Þýzkalandi f stórum stfl. Sjö þúsund lestir síldur frystur Búið er nú að frysta 7000 lestir af Suðurlandssíid. Skiptist sú fryst- ing þannig, að 6000 lestir hafa verið frystar hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og 1000 lestir hjá Sam- bandinu. í lok október hafði verið samið I um sölu á 16.600 lestum frystrar síldar. Sú sala skiptist sem hér seg- ir: 4600 lestir til Vestur-Þýzkalands, 4800 lestir til Sovétríkjanna, 2500 lestir til Póllands, 2700 lestir til Austur-Þýzkalands og 2000 lestir til Tékkóslóvakíu. Unnið er nú að frekari sölum á freðsíld f Mið- og Austur-Evrópu og einnig i Vestur- Evrópu. Um þetta leyti í fyrra höfðu verið seldar 12000 lestir til Sovétríkjanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.