Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Laugardagur 16. nóvember 1963 Varðar-kaffi verður ekki í dag Söfnunarástríðunni svalað Allan daginn i gær var mik- ið um að vera í kringum Póst- húsið í Reykjavík og í þvi. Það var verið að selja frímerki Rauða Krossins með fyrsta- dags-stimpli. Utan dyra seldu strákar 4 gerðir fyrsta-dags umslaga og Pétur Hoffmann úr Selsvör seidi eigin útgáfu af umslögunum. 1 póstafgreiðslunni var margt um manninn, allflestir að svala söfnunarástríðunni, sumir að reyna að hagnast peningalega á frimerkjakaupum, en enn aðrir að setja almenn bréf í póst. Þeir siðastnefndu voru ekki sérlega hrifnir: „Ég er búinn að bíða í meira en 15 mínútur eftir af- greiðslu," sagði einn óánægður. Fyrir utan aðaldyrnar voru nokkrir drengir að selja mynd- skreytt fyrsta-dags-umslög. Stór og gerðarlegur piltur sagði okk- ur að hann hefði selt yfir 800 umslög þennan eftirmiðdag og ætti aðeins lítilsháttar eftir. Pétur bóndi Hoffmann seldi einnig umslög, en hans umslög voru með sérstökum hætti, með álímdum merkjum af sjómanni, „sem mætir afturgöngunni Móra“ og mynd af bát hans og húsi f Selsvör. Framh. á bls. 6 GOSEYJAN nýr grwmkittipunktar Menn velta því nú mjög fyrir sér, hvernig færi um eignar- heimild á hinni nýju eyju, sem hefur myndazt við Vestmanna- eyjar og hvort tilkoma hennar myndi hafa áhrif til stækkunar á fiskveiðilandhelgi Islands. Að sjálfsögðu munu íslenzk stjórn- arvöld fylgjast vandlega með Framh. á bls. 6. TA YLOR aeitar Richard Taylor, skip- Taylor skipstjóri og sagð stjóri neitaði kæru varð- ist hann m. a. hafa týnt skipsins Þórs, er hann kom fyrir rétt hjá Bæjar fógetanum á ísafirði i dag. Réttarhöld í máli hans hófust klukkan 1,30 og komu þá varð- skipsmenn fyrir réttinn, en síðan var réttarhöld um frestað til klukkan 6, en þá mætti í réttinum Framh. á bls. 6. Ungir frímerkjasafnarar. Rlchard Tayior, skipstjóri. Ljós- mynd Vísis I.M. FullttaSarteikning af Nor- ræna húsinu tilbúin íjanúar Alvar Aalto prófessor, sem hefir tekið að sér að teikna Norræna húsið, sem ákveðið er að reisa hér, á lóð Háskóla Is- lands, gerir ráð fyrir að hafa lokið þessu hlutverki f janúar næstkomandi. Á nýafstöðnum fundi byggingamefndar hússins, sem haldinn var í Helsinki, sýndi hann frumdrætti að húsinu. Þennan fund sat Þórir Kr. Þórðarson prófessor, en hann er nýkominn heim af fundinum, og spurði Vísir hann fregna af hon- um. Hann kvað gang málsins hafa verið þann, að á fundi mennta- málaráðherra Norðurlanda hefði verið ákveðið að skipa undir- búningsnefnd, og lagði hún fram tillögur sínar.. Á fundi utan- rfkisráðherranna hér I sumar var svo ákveðið að skipa byggingar nefnd. Þórir Kr. Þórðarson pró- fessor átti sæti fyrir Islands hönd I undirbúningsnefndinni og síðan I byggingarnefndinni. For- maður hennar er Egil Thrane skrifstofustjóri I danska menn- ingarmálaráðuneytinu. — Við sátum daglangt á fundi, fyrst árdegis, og sýndi Aalto Framhald á bls. S Þórir Kr. Þórðarson. Tollvörugeymslan tekur til starfa í næsta mánuði Búið að ráðstafa öllu geymslurýminu Góðar horfur eru nú á því, að Tollvörugeymsl- an geti tekið til starfa í lok næsta mánaðar. Er fyrsta áfanga bygging- arinnar mjög langt komið. Þegar er lokið við að reisa húsið en eft- ir að vinna nokkurt verk við innréttingar. Áætlað er, að fyrsti áfanginn muni kosta um 12 millj- ónir króna. Albert Guðmundsson formað- ur stjórnar Tollvörugeymslunn- ar tjáði Vísi I gær, að innflytj- endur hygðu mjög gott til þess að fá aðstöðu I Tollvöru- geymslunni. Væri nú þegar búið að ráðstafa öllu geymslurýminu en alls eru 2500 fermetrar undir þaki. Albert sagði, að opinberir aðilar hefðu sýnt sérstaklega góðan skilning I sambandi við Tollvörugeymsluna. Fjármála- ráðherra Gunnar Thoroddsen hefði flutt frumvarp um málið strax og óskað hefði verið eftir því. Borgarstjórinn Geir Hallgrímsson hefði útvegað lóð á Laugarnestanga og Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra hefði verið félagsstjórn til ráðu neytis um fjármál og átt mikinn þátt I þvi hve vel hefði gengið að koma fyrirtækinu upp . Nýlega hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri að Tollvöru- geymslunni. Er það Helgi Hjálmsson viðskiptafræðingur, sem nú er fulltrúi hjá Verzlunar ráði íslands. Er hann ráðinn frá 1. janúar n. k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.