Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 8
V í SIR . Laugardagur 16. nóvember 1963. VISIR Utgeíandi: Blaðaútgáfan VISÖL Ritstjóri: Gunnar G. Schrax. AOstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiSsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasólu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Tvær ólíkar stefnur jGunnar Myrdal lýsir efnahagslífi USA Forustugrein Þjóðviljans í fyrradag fjallaði um Ólaf Thors fyrrverandi forsætisráðherra. Var þar far- ið um hann mörgum og maklegum viðurkenningarorð- um og auðséð að ritstjórinn skrifar það af heilum hug, að Ólafur sé óvenjulega mikilhæfur stjórnmálamaður. En ritstjórinn segir jafnframt, að þau miklu áhrif, sem Ólafi hafi tekizt að tryggja flokki sínum í íslenzku þjóðlífi, hafi „sízt orðið þjóðinni til velfarnaðar". Þama slær illa út í fyrir ritstjóranum. Það tímabil, sem Ólafur Thors hefur verið formaður Sjálfstæðis- flokksins, er að nokkrum fyrstu árunum undanskildum — þegar Framsókn réði öllu um stjórnarstefnuna — mesta framfaratímabil í sögu þjóðarinnar. Og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft forystuna í öllum stærstu ! hagsmunamálum hennar á þessum tíma. Má þar nefna • sjálfstæðismálið, uppbyggingu atvinnuveganna, land- i helgismálið o. fl. Það er því brosleg fjarstæða hjá Þjóðviljanum, að Ólafur Thörs hafi verið formaður i íhaldsflokks, enda segir ritstjórinn að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi „einatt framkvæmt stjórnarstefnu, sem hlið- stæðir flokkar í öðrum löndum hefðu hafnað með blöskrun“! Hvaða flokkar? Sé ritstjórinn að tala um íhaldsflokka, sýnir þetta bezt, að þeir eru ekki „hlið- stæðir flokkar". Sjálfstæðisflokkurinn er trúr hugsjón lýðræðis- ins og styður framtak og athafnafrelsi einstaklings- ins innan þeirra marka, sem hagur þjóðarheildarinnar leyfir. Stundum getur þurft að skerða það frelsi eitt- hvað um tíma, en reynsla hefur sannað, að þjóðinni vegnar bezt þegar þær þær hömlur eru sem minnstar. Hitt er rétt hjá Þjóðviljanum, að það sannar þá óvenjulegu stjórnmálahæfileika, sem Ólafur Thors er gæddur, og frábæra lagni hans við að sameina and- stæð öfl til nytsamlegra starfa, að hann skyldi geta tjónkað við kommúnista í nýsköpunarstjóminni og not að þá til að framkvæma þjóðnýt verk. Að sönnu tókst þeim að gera ýmislegt illt af sér, eins og annars staðar, en þó miklu minna en þeir hefðu gert í stjórnarand- stöðu með Framsókn. Þetta er eitt af þeim afrekum Ólafs, sem seint munu gleymast. En saga síðari ára leiddi í ljós með eftirminni- legum hætti, að það er á fárra færi að beizla komm- únista á þennan hátt. Hermann Jónasson hélt að hann gæti það, í vinstri stjóminni, en það fór á annan veg og endaði með skelfingu, eins og allir muna. Og ekki var nóg með það, að Hermann gæti ekki stjórnað kommúnistunum, heldur snerist taflið svo gjörsamlega við, að Framsóknarflokkurinn hefur æ síðan verið handbendi þeirra og notaður til ýmissa óþurftarverka, sem kommúnistum kemur vel, að þurfa ekki að fram- kvæma sjálfir. TTinn frægi sænski hagfræð- ingur Gunnar Myrdal hefur nýlega skrifað bók um efna- hagsástandið í Bandaríkjunum. Bókin, sem nýlega er komin út, heitir „Challenge to Affluence". Gunnar Myrdal er ómyrkur í máli í bók sinni. Gagnrýnir hann harðlega efnahagsástandið í Bandaríkjunum og bendir á leiðir til Urbóta. Er bók Myrdals í rauninni nokkurs konar svar við bókinni „The Affluent Society" eftir hinn þekkta bandaríska Harvard prófessor í hagfræði John Kenneth Gal- braith. Bókin „The Affluent Society" leiðir rök að þvi, að framleiðslan í Bandaríkjunum samsvari algerlega þörfum borg- aranna og sé fyllilega nægileg. Myrdal kemst hins vegar að gagnstæðri niðurstöðu í bók sinni. Hann segir, að hagvöxtur í Bandarikjunum sé einhver hinn minnsti í heimi og Banda- ríkjamenn hafi algerlega sætt sig við hinn litla hagvöxt vegna ; , kenninga Galbraith og annarra t bandarískra hagfræðinga um það, að framleiðslan sé í full- komnu lagi í Bandaríkjunum. Myrdal segir, að aukning þjóð- arframleiðslunnar sé undir 3% á ári í Bandaríkjunum. Hann segir ennfremur í bók sinni, að - . þrátt fyrir veldi og auðlegð bandarísku þjóðarinnar, lifi fimmti hluti hennar við vanefni eða í fátækt. Það eru hinir at- vinnulausu, sjúku, gömlu og hörundsdökku, segir Myrdal. Tl/fyrdal segir, að efnahagsörð- A ugleikar Bandaríkjanna valdi þeim erfiðleikum í utan- ríkismálum. Bandaríkin eiga erf- iðara með að ná áhrifum meðal erlendra þjóða vegna stöðugs greiðsluhalla. Evr.Iönd, sem eru Gunnar Myrdal. fjárhagslega sterk út á við, hafa náð auknum áhrifum, segir Myrdal. Harmar hann þessa þróun, þar eð hann telur lýð- ræðið ekki eins traust f þessum Evrópulöndum eins og f Banda- ríkjunum. Evrópulöndin, er Myrdal á hér við, eru Vestur- Þýzkaland, Frakkland og Ítalía. Myrdal telur nauðsynlegt að örva verulega hagvöxtinn í Bandaríkjunum. Og í því skyni vill hann að stuðlað verði að auknum útgjöldum almennings til þess að skapa aukna eftir- spurn eftir framleiðsluvörum. Hann telur ekki nauðsynlegt að auka opinber afskipti til þess að framkvæma þessa stefnu. Hann segir, að með aukinni sam- vinnu verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda megi ná þessu markmiði. Bendir hann í þessu sambandi á Svíþjóð sem fyrir- mynd. Þar segir hann verkalýðs félögin og atvinnurekendur hafa komið á fót með frjálsum samn- ingum samtökum er stuðli að því, að verkamenn fái sann- gjarnan hluta af ágóða fyrir- tækjanna. Þessi samtök líta á hag þjóðarheildarinnar er þau taka kjaramálin til meðferðar. Þeim hefur tekizt að afstýra verkföllum að mestu vegna þessarar samvinnu, gagnstætt því er á sér stað í Bandaríkjun- um, þar sem sífelld verkföll valda þjóðarbúinu miklu tjóni. /''' unnar Myrdal segir í bók sinni, að Bandaríkin ættu auðveldlega að geta útrýmt at- vinnuleysinu og aukið hagvöxt- inn svo mjög, að hann yrði 5% á ári. Hann er þeirrar skoðunar, að Bandaríkin geti enn aukið styrk sinn. Bandaríska fréttatímaritiB Time segir f þessu samhandi; Myrdal er sennilega of svart- sýnn (í lýsingum sínum á efna. hagslffi Bandaríkjanna) að áliti flestra hagfræðinga og tillögur hans of róttækar fyrir flesta Bandaríkjamenn. En það er hressandi, að heyra í einum af hinum rótttækari evrópsku hag- fræðingum, sem ekki kvartar yfir of miklum styrk Banda- ríkjanna, heldur vill fá meira af honum. Isleiíur sýnir aftur Þrjátíu og fimm málverk hanga uppi á sýningu, sem hinn aldni listamaður ísleifur Kon- ráðsson heldur í bogasal Þjóð- lsleifur Konráðsson hjá einu verka sinna. (Ljósm. I.M.) minjasafnsins. Þetta er önnur sýning ísleifs, og óþarfi er að minna á, hversu mikla hrifningu sú fyrsta vakti. Myndir þær, sem eru á þessari sýningu, hef- ur hann málað síðan. Það er ótrúlegt, en satt, að Isleifur byrjaði að mála 69 ára að aldri, og hafði þá aldrei snert á pensli fyrr. — Tja, ég lenti á ellistyrk eins og fleiri góðir menn, segir ísleifur, og þá má maður ekki vinna, ef friður á að fást fyrir sköttunum. Svo hitti ég einu sinni hann Kjarval, og sagði viS hann: — Mikið væri nú gaman að geta málað. — Já, blessaður farðu bara inn f Málara, kauptu þér striga og byrjaðu .svaraði hann þá. Ég gerði það og hefi ekki iðrazt þess. — Og hafðirðu virkilega aldrei málað neitt áður? — Ónei, ég fékkst dálítið við smfðar, og hefi alltaf haft gam- an af list, en það var nú allt og sumt. — Hvernig gekk þér með lit- ina? — O, þeir voru anzi strembn- ir fyrst. Ég varð að fikra mig áfram og fara varlega, en nú er ég orðinn tiltölulega öruggur. ísleifur verður 75 £ra í febrú- ar n. k. og hann kveðst ætla að mála þar til yfir lýkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.