Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 1
VISIR 53. árg. — Laugardagur 16. nóvember 1963. — 149. tbl. EKKERT LÁT Á GOSINU: UKIST NU MtlRA ÍLD60S! ILANDI Mynd þessi var tekin i gær frá Heimaey af gosinu við Vestmannaeyj ar. Nær sjást eyjamar Suöurey, Brandur og Alfsey, en út til hafsins sést hiS mikia náttúruundur, gosstrókurinn upp af hafflctinum. Veður var bjart og fagurt f gær, er Reykvíkingar flugu yfir gosstaðinn skammt frá Vest- mannaeyjum. V,oru aliir, er áttu þess kost aS sjá gosið sammála um, að það hefði verið stór- fengleg sýn að sjá gosstrókinn stíga 8 km. í Ioft upp. Ekki hafði gosið breytzt mikið í gærkveldi frá þvi í gærmorg- un. Þó sagði Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur, að gosið væri nú líkara eldgosi á landi. Eyjan, sem myndaðist i gærmorgun, stækkaði lítið f gær. Hún er talin vera um 10 metra há og 200 metra löng. Unnsteinn Stefánsson haffræð ingu framkvæmdi mælingar á sjónum í námunda við gosstað- inn í gær. Mældi hann næst í 0,2 sjómílu fjarlægð frá gos- inu. Ekki reyndist sjór hafa hitnað mikið af völdum gossins þar. Einnig hugðist hann mæla sjávarhitann' í allt að 12 sjó mílna fjarlægð frá gosinu en hann hafði ekki lokið því verki, er Vísir hafði samband við hann í gærkvöldi. Búizt var við austan átt í dag og mun gosmökkurinn þá breyta nokkuð um stefnu en hann hefur undanfarið lagt til hafs vegna norðanáttar. Vatnsból Vestmannaeyinga / hættu viS öskufall Vestmannaeyingar eru hinir ró- legustu þrátt fyrir eldsumbrotin hér skammt frá, sagði Guðlaugur Gfslason, bæjarstjóri Vestmanna- eyja f viðtali við Vísi f gærkveldi. Að vísu gera þeir sér það vel ljóst að mikil hætta er á ferðum, ef vindátt breytlst og öskufall verð- ur hér, þar eð við fáum mest allt okkar neyzluvatn af húsaþök- um. Guðlaugur sagði, að fylgzt yrði vel með þvf hvort hætta yrði á öskufalli í Eyjum. Flestir gætu tekið rennur undan svo vatn rynni ekki f vatnsbólin, ef það mengaðist ösku. Guðlaugur sagði, að ekki væri hætta á neyðarástandi í Eyjum, ef svo illa tækist til, að regnvatn yrði óhæft til neyzlu. Vatnsveita væri einnig í Eyjum og fengju Eyja búar jarðvatn úr henni er næmi um það bil '/i þess neyzluvatns, er þeir þyrftu á að halda. Með sparn- aði á vatni mætti komast af með Framh. á bls. 6. Forsetinn heimsækir há- skóiana iLeeds og Edinborg 31s. 2 Verðlaunakrossgáta — 3 íslenzk vetrartfzka Myndsjá — 7 Flogið yfir gos- svæðið. — 8 Gunnar Myrdal lýsir efnahagslifi USA — 9 Viðtal við Matthias A Mathiesen um þingfund NATO. Forseti Islands, herra Asgeir Asgeirsson, og forsetafrúin, leggja af stað í hina opinberu heimsókn til Bretlands, ásamt fylgdarliði sfnu, snemma á mánudagsmorgunlnn og mun forsætisráðherra Breta, Sir Alec Douglas Home, taka á móti ] þeim við komuna til London Framh. á bls. 6. Vetrartízkan úr leðri Vetrartfzkan er nú komin i fullt gildi síðustu' dagana síðan kólnaði í veðri. Enn sem fyrr er það París sem ræður stefn- unni. Og boð tjzkuborgarinnar herma að ' leðrið muni mjög verða í tfzku í vetur. Nýlega hafði Feldurinn tízkusýningu í Klúbbnum og þar var þessi myp.d tekin af Ingunni Bene- diktsdóttur, þar sem hún sýnir brúnan Ieðurskokk, græna peysu, sérlokk hólms húfu og auðvitað há leðurstígvél. Fleiri myndir af vetrartízkunni eru 1 Myndsjánni á bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.