Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 3
'v V1SIR . Laugardagur 16. nóvember 1963. í gærkvöldi efndi verzl- unin Eygló til fyrstu tízkusýningar sinnar á þessu hausti, og fór hún fram í Klúbbnum. Gaf þar að líta fjölbreytt úr- val af hvers kyns vetrar klæðum: kápum og drögtum og kjólum, bæði dagkjólum og sam- kvæmiskjólum, og mörg um tegundum hatta. Er Guðrún Dóra í svörtum samkvæmiskjól. Takið eftir krossinum á bakinu. Hann er úr svörtu atlassilki. Þorbjörg í skólastúlkudragt. Undir sláinu er hún i samlitu vestl og undir vestinu í peysu. Falleg og hentug vetrarkápa úr uli — og hattur eftir nýjustu tízku. fatnaðurinn bæði inn- lendur og erlendur og fyrst og fremst valinn með það fyrir augum, að hann sé hentugur í ís- lenzkri veðráttu og við sem.flestra hæfi. Þarna sjást ýmsir gamlir vinir, sem aftur eru komnir í tízku, t. d. múffan og sláið, og eins eru sýndar nýjungar, svo sem leðurskokkar, há stígvél o. fl. Sýningar stúlkurnar — Lilja Norð- fjörð, Ingunn Benedikts son, Auður Guðjónsdótt- ir, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Guðrún Dóra Erlendsdóttir og Þorbjörg Bernhard — eru allar úr Tízkuskóla Andreu, en fyrir sýning- unni stendur frú Svava Þorbjarnardóttir, verzl- unarstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.