Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 16.11.1963, Blaðsíða 15
VISIR . Laugardagur 16. nóvember 1963. 75 1 sólskinsskapi, að minnsta kosti meðan eitthvað var í glas nu, eða von á meiru stæði það tómt. Það voru tvennar útgöngudyr og vissu aðrar að Boulevard Saint Martin og um þær vissu allir, en hinar vissu út að Bondygötu. Og þar voru tvær tröppur, til þess að komast inn í eldhúsið. Aldrei þessu vant var þarna fátt um manninn nú. Nokkrir menn sátu þar að öldrykkju, tveir sátu og spiluðu domino. Við smáborð nokkurt sat mað ur alleinmanalegur og drakk ab- sint. Hann virtist mjög einmana og hugsi og studdi hönd undir kinn og hann horfði á drykkinn í glasinu, eins og hugur hans væri bundinn við hann og áhrif hans. Þetta var dálaglegur maður, nær þrítugu að því er virtist, dökkur á hörund, en óhraustleg- ur og sennilega blóðlítill. Augu hans voru dökk og undir þeim dökkir baugar. Einkennilegur gljái var í augum hans og tillit þeirra flóttalegt. Hann var með svart alskegg, allhrokkið og ekki vel hirt, hár hans var einnig hrokkið og skipti hann því í miðju. Skórnir hans voru nærri gatslitnir. Það þurfti ekki að fara í neinargrafgötur um, að mann- inum hafði ekki vegnað vel, að minnsta kosti ekki um nokkurn undangenginn tíma. Klukkan sló fjögur og maður- inn leit til dyra, eins og hann byggist við einhverjum. Hann leit til dyranna, sem vissu að breiðstrætinu. Og nú opnuðust þær og inn kom maður nokkur vel búinn. Hann var klæddur loð feldi og loðskinnsfóðruðum vetr- arfrakka. Hann virtist á svipuð- um aldri og hinn. Ekki voru þeir líkir, en flestir myndu hafa get- ið sér þess til, að þeir væru Suðurlandabúar, sennilega ítalir, og það voru þeir. Sá, er inn kom, leit í kringum sig, og hinn gaf honum merki. Og er hinn nýkomni sá það gekk hann til hans og þeir heilsuðu hvor öðrum eins og þeir væru vinir. — Þú óskaðir eftir, að ég kæmi hingað, sagði sá, sem set- ið hafði að drykkju. Jæja, vertu velkominn, kannski þetta sé einn minna fáu happadaga, og að þú hafir mér góð tíðindi að flytja. Maðurinn mælti á ítölsku. — Góð tíðindi, nei, vinur minn. — Að minnsta kosti von um starf? — Nei, ég hef ekki haft heppn- ina með mér. — Það mátti ég svo sem raun- ar vita, Sagði hinn og talaði frönsku, án þess að vottaði fyrir erlendum hreim. — Það vill eng- inn við mér líta. — Það viðurkenna allir hæfi- leika þína, en þú ert ekki í góðu áliti. — Ég veit, — þeir kalla mig absint-þambarann. — Og það er ekki fjarri >sanni. Þú drekkur of mikið. — Og hverju er um að kenna. — Ég veit, að þú getur komið með ýmislegt þér til málsbóta, — ég veit að þú leitar gleymsku vegna sorga og mótlætis. Það hef ég líka sagt mönnum. — Og hvað segja þeir þá? — Að þú ættir að leita gleymsku í starfi — ekki í drykkju. — Menn leita alltaf eftir ein- hverjum snaga til að hengja hatt inn sinn á. Sannleikurinn er sá, að stéttarbræður mínir '.eru öf- undsjúkir, hefrtigjarnir. — ég stóð þeim framar og þeir þoldu það ekki. Þeir óttast samkeppni mína, fengi ég tækifæri til starfa. — Og ekki að ástæðulausu, kæri Angelo. Sú var tíðin, að þú sóttir fram og varst álitinn vísindamannsefni — og ef þú fengir nú starf í einka-klinik, hættir að drekka og spila fjár- hættuspil, gætirðu enn náð langt. — Já, og eitt sinn hataði ég áfengi og spil. Nú þykir mér gott að drekka og ég spila fjár- hættuspil, því að með því einu móti get ég komizt yfir nokkra skildinga til að draga fram lífið. Og hvers vegna drekk ég? Af því að undir áhrifum sé ég hill- ingar, draumsýnir, Fata Morg- ana — og kaldur veruleikinn gleymist. En fái ég tækifæri til að reisa mig við, fái ég sjúka til að lækna, og eignist ég fram- tíðarhorfur um heiðarlegt starf, skulum við sjá hvort Angelo held ur áfram að vera drykkjusvoli og fjárhættuspilari. X — Þetta hef ég oft endurtek- ið, er ég hef reynt að greiða götu þína. — Og ekki einn einasti þeirra viðurkenndi, að ég hefði verið beittur rangindum. í eigingirni sinni hrundu þeir mér út í ör- væntinguna. Ég hata þá og fyr- irlít. Ég þrái ekkert heitara en að hefna mín á þeim. — Það geturðu. — Hvernig? — Með því að sanna öllum hæfileika þína og yfirburði. Þig | vantar aðeins stöðu. — Stöðu, ertu að gera gtbb að mér, vinur minn Hannibal? Maður, sem getur ekki keypt sér miðdegisverð, fær hvergi stöðu. Þögn ríkti um stund. Loks sagði vinur hans: Ég hef verið að hugleiða að koma með upp- ástungu. — Þú segir þetta eins og það væri sagt í alvöru. — Mér er full alvara. — Segðu þá allt af létta. —•••Þú-þekkir Grinsky? . , — Pólverjann? — Já'. — Hvert er álit þitt á hon- um? — Hann er augnlæknir í fremstu röð — en aðferðir hans að verða úreltar. Hann fylgist ekki með tímanum. —- Það veit hann sjálfur og þess vegna leitar hann að ung- um manni, sem gæti tekið við lækningastofu hans. — Mér er kunnugt um það. En sá, er hann vildi fá fyrir fé- laga yrði að geta lagt fé fram — er svaraði til helmings verð- mætis stofu hans og tekna. Fjög- ur hundruð þúsund franka — og eftir fimm ára samstarf með jöfn um tekjum af rekstri stofunnar, drægi Grinsky sig í hlé og fé- laginn héldi áfram á eigin spýt- ur. Alls ekki óaðgengilegt, — hefði maður peningana. En hver er uppástungan? Grinsky þekkir þig. — Já, ég hef hitt hann tvisvar, þrisvar sinnum. — Hann viðurkennir dugnað þinn. Ég hef heyrt hann fara lofsamlegum orðum um hæfi- leika þína í hópi vina minna, og að þú mundir komast langt, ef þú bættir ráð þitt. — öllum þykir lofið gott, og mér líka, en hver er uppástung- an? — Að þú heimsækir Grinsky og tjáir honum vandkvæði þín, dragir ekkert undan, og segir að þú vitir ekki hvað til bragðs skuli taka. Þú skalt játa ve;k- leika þinn og lesti, en þú hafir hugsað þessi mál, og sért sann- færður um, að þú getir rétt þig við í starfi. Minntu hann á hve vel heppnaða uppskurði þú gerð ir, er þú varst á lækningastofu hans og klykktu út með því að segja: Gerið mig að félaga yðar og þrefaldi ég ekki tekjurnar af lækningastofnun yðar á 10 árum skiljum við aftur, en standi ég við það gerum við samning, þér látið mig fá lækningastofuna, og ég greiði samningsbundna upp- hæð á 10 árum. HEPomE Sfimplar - Slífar og sfimpilhringir Þ.JÓNSSON &CO BRAUTARHOLTI 6 - SIMI 19215 v/Miklatorg Simi 2 3136 P2 :n T A R Z A N Við hlustum ekki á ókunna menn, segir sá gamli, töframaður- inn okkar sagði að ef við hefðum leðju á höfðum okkar, þá mynd- um við verða heilbrigðir aftur. Leðju, hrópar Medu. Töframaður ykkar hefur logið. Leðjan hefur engan töframátt, sem getur tekið hina stóru Yiyi orma úr líkama ykkar. Það eru Yiyi ormar sem eru að drepa ykkur, en ekki ein- hver bannsett álög, hrópar Medu, og ef þið ekki reynið að gera eitt hvað, þá munu þeir drepa ykkur alla. Vertu rólegur Medu, segir Tarzan og snýr sér að vini sínum. Þetta fólk er afar hjátrúarfullt og við verðum að reyna að telja þvf hughvarf á einhvern rólegan máta 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar .Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 • Sími 20235 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eiguro dún- og fiðurheld ver. Æða- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 - Sfmi 18740 Áður Kirkjuteig 29. Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12 Slmar 13660. 14475 og 36598 LAUGAVE6I 90-02 Sölusýning á bifreiðum alla virka daga vikunnar. Stærsta úrval bifreiða á einum stað. • Salan er örugg hjá okkur. Hvítar drengjaskyrtur Li prjónanælon Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.