Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 1
VISIR Mikil síldveiði í Meðal- lamlsbugtiimi í fyrrinótt 4. tbl. í fyrrinótt (aöfaranótt sunnu- dags) fengu margir siidarbátar góð köst f homi Skerjadýpis i Meðallandsbugt og voru það 23 bátar, sem á sunnudagsmorgun tilkynntu afla sinn, samtals 26. Fórviðri á Snæfellsnesi: Bíll rann út af veginmn á FróÍárheiði með 17 manns Aftaka sunnanveður gekk yfir Snæfellsnes í fyrrinótt og fram eftir degi f gær. Það bar til tíð- inda í þessu veðri, aö bíll með sautján manns, sem voru að koma af dansleik i Óiafsvik, fauk út af veginum i norður- brún Fróðárheiðar. Enginn meiddist og fólkið komst í sælu- hús, sem er þar skammt frá. Læknir frá Ólafsvik kom þang- að til móts við fólkið, sem reyndist ekki vera meitt. Sýra úr rafgeymi hafði skvetzt yfir einhverja farþegana, en ekki sakaði neinn heldur við það. Bíllinn valt út af veginum, er stormurinn skall á hlið hans, fór fyrst á hliðina og staðnæmd ist síðan á hvolfi. Fólkið í bfln- um var úr Staðarsvelt og fór heim um nóttina um veginn und ir Óiafsvikurenni og fyrir Jökul. í þessu veðri fauk þak af nýju trésmiðaverkstæði i Ólafs- vfk, eign Vigfúsar Vigfússonar. Áætlunarbill var þrjár klukku stundir f gærmorgun milli Grundarfjarðar og Stykkis- hólms vegna veðurofsans, en það er annars klukkustundar akstur. Bíllinn ætlaði siðan frá Stykkishólmi tll Reykjavíkur, en sneri við uppi í Helgafells- sveit vegna fárviðris og frest- aði för sinni þar til upp úr há- degi f gær. Mun slfkt fátftt, ef ekki einsdæmi, enda var talið að veðurhæðin hefði komizt upp f 11 — 12 vindstig. Að Dröngum á Skógaströnd varð eitthvert tjón f veðrinu, jámplötur fuku t. d. af heyjum. 850 tunnur. Aflann lögðu bátam ir á land í Eyjum. Bátarnir voni frá Eyjum og allmargir úr öðr- um verstöðvum. Síldin var sögð nokkuð misjöfn, en yfirleitt væri þetta stór millisíld. Af fyrmefnd um 23 bátum fengu 14 yfir 1000 tunnur og sýnir það, að þarna hafa verið góðar torfur. Sildar- bræðslan i Eyjum tekur til starfa í fyrramálið. Veður var gott framan af nóttu, Framh á bls. 5. Langur somn- ingofundur Samningafundur með trésmiðum hófst klukkan 4 í gær og klukkan 11,30 í morgun stóð fundur enn. Fundurinn hefur staðið yfir sleitu- laust, að undanskildu því að mat- arhlé var gert kl. 7 — 9 í gærkvöldi. Ekkert samkomulag hafði náðst og óvíst var hvenær fundi lyki. **■ Hegrinn í Hafnarfirði. MIKIL HEPPNIAÐ ENG- INN SKYLDISLASAST Bifreiðin fór alls 3 veltur, allir voru rólegir og enginn slasaðist, sagði Karl Ásgrímsson, mjólkurbflstjóri á Borg í Miklaholtshreppi, þeg- ar Vísir átti stutt sam- tal við hann í morgun. En Karl ók bifreiðinni, sem valt á Fróðárheiði s.I. laugardagsnótt. 17 farþegar voru í bílnum og voru þeir á leið heim, eftir að hafa verið á dansleik í Ólafsvík. „Það er ekki hægt að segja að þetta hafi skeð sérstaklega af -yölflum hvassyiðris, Vegur- inn var eitt svell og rann bif- reiðin rólega út af. Það var nokkuð hvasst, en mér er ó- mögulegt að gizka á hve mörg vindstig voru,“ sagði Karl og bætti síðan við: „Þegar óhappið vildi til var klukkan um 2,30 á laugardags nóttina. Við vorum stödd í Rjúpnaborgarbrekku og vegur- inn var eitt svell. Ég ók mjög rólega, en það skipti engum togum, bifreiðin rann allt í einu út af veginum og fór alls 3 veltur og ég gizka á að hún hafi steypzt alls 10 metra fram af. Sem betur fór slasaðist eng inn í bílnum og sumum fannst þetta vera hálfgert ævintýri. Bifreiðin ,sem er af Mercedes Benz gerð, 17 manna, skemmd- ist nokkúð mikið ,einkum á toppnum. — 'Þetta var mikil heppni að enginn skyldi slasast, þrátt fyrir að bifreiðin fór 3 veltur," sagði Karl að lokum. Ég taldi það alltof áhættu- samt að halda áfram. Það var alveg ofsarok og ég var með fullan bíl af farþegum, sagði Gunnar Guðmundsson, lang- ferðabifreiðastjóri á Stykkis- hólmsleið, þegar við ræddum við hann í morgun. Ég lagði upp frá Stykkis- hólmi um kl. 10 á laugardags- morguninn. Þegar ég var stadd- ur upp á Vogaskeiðum, eða um 7 km. frá Stykkishólmi, var komið ofsarok, ekki minna en Framh. á bls. 5 HEGRIFANNST 0G GAF AF SÉR LEITARLJÓS Bls. 2 íþróttir — 3 Myndsjá: Kennedy- myndin PT 109 sýnd f Rvfk. — 6 Viðtal við skipstjór- ann á veðurskipinu Alfa. — 8 Laxness og Sovét- rfkin. — 9 Leit að týndum skipulögð. Það var stöðugur straumur af fólki f Skátaheimilið Hraunprýði f Hafnarfirði f gær, en þar var sér- kennilegur fugl, hegri, tii sýnis, en hann hafði fundizt í Vffilsstaða- hrauni f vikulokin. Það var Jón Gunnarsson f Hafn- arfirði, sem fann hegrann, en hegr ar eru mjög aigengir vatnafuglar í nágrannalöndunum, hins vegar sjaldgæfir hér á Iandi, það er helzt á vetuma, sem hann kemur hingað sem flökkufugl. Jón tók þátt f leitarstarfi að týnda manninum úr Kópavogi. — Hann var staddur rétt við Vífils- staðavatn sfðdegis á föstudag, er hann sá þennan fugl, sem kúrði þar. — Ég hélt í fyrstu að þetta væri fálki, segir hann. Það kom mér á óvart, að fuglinn hreyfði sig ekki, þó ég nálgaðist hann, og allt f einu var ég kominn svo nálægt honum, að ég gat tekið stökk und- ir mig og hremmt hann. Ég sá nú skjótt að þetta var ekki fálki og komst brátt að því að það myndi vera hegri. — Fuglinn var slæptur, hafði sennilega verið sofandi og var blautur. Ég fór með hann heim, og þar hresstist hann fljótt við, þegar hann þornaði og er í raun- Framh. á bls. 5. Er gosið í Surts- ey að fjara út? Mjög virðist tekið að dofna yfir Surti og hamförum hans sunnan við Vestmannaeyjar. Er komið nokkuð á fjórða sólarhring sem hann hefur lítið sem ekki látið á sér bera og er það lang lengsta hlé á gosi f Surtsey til þessa. 1 morgun tjáði fréttaritari Vísis í Vestmannaeyjum að skyggni væri slæmt og það hefði lítið sézt til Surtseyjar tvo undanfarna sólar- hringa. Hins vegar legði engan reyk né öskufall frá eldstöðvunum og þar af leiðandi gætu menn með nokkuð örugg~i vissu ályktað að um meiri háttar gos væri ekki að ræða. Reyndar urðu Vestmannaey- ingar varir við truflanir í útvarps- tækjum slnum í fyrradag, en það bendir til hræringa í gosstöðvun- um, þótt ekki hafi þær verið mikl- ar. Vestmannaeyingar eru mjög á- nægðir yfir þvl að dregið hefur niður I Surti og eiga þá ósk heit- asta að hann láti ekki bæra meir á sér. Vísir leitaði I morgun til dr. Sig- urðar Þórarinssonar jarðfræðings Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.