Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Mánudagur 6. janúar 1964. Ekkert leiðir á langri útivist 1 veðurfregnum heyrum við oft minnzt á veðurskip Alfa, þegar það gefur staðarákvörðun og veðurlýsingu. Fæstir munu veita þvf mikla athygli, það fer inn um annað eyrað og út um hitt. Margir halda, að til sé eitthvert veðurskip, sem heitir Alfa, sem þvælist um heims- höfin og geri veðurathuganir, en svo er ekki. Alfa er stöð A á korti veður- fræðinganna. Staða hennar er 62 gráður norður og 33 gráður vestur, en það mun vera ein- hvers staðar miðja vegu milli Reykjaness og suðurodda Grænlands. Það gengur oft á ýmsu á stöð A. Þar er tíðum siæmt veður og kuldalegt um að litast, en það er sama, hvað á gengur, veðurskip Alfa er alltaf á sínum stað. Fyrir nokkrum dögum kom það þó inn á Reykjavíkurhöfn til þess að fá gert við eimingartækið, sem notað er til að vinna fersk- vatn úr sjónum. Fréttamenn Vfsis brugðu sér niður á höfn, og höfðu tal af skipstjóranum, myndarlegum manni um fer- tugt. Hann heitir Kenneth R. H. Wem og er búsettur í Skot- landi. Alfa er 250 metra langt, heitir í raun og veru Weather Monitor, og á heimahöfn í Skotlandi. — Segið mér skipstjóri, hvað eru margir menn um borð? , -i Við erum 57. Það er. á- höfnin með yfirmönnum,- og svo eru líka veðurfræðingar. — Og hvað eruð þið lengi úti I einu? — Það er um einn mánuður yfirleitt. 1 lok hvers mánaðar förum við til Skotlands, og þar er stanzað í tvær vikur eða svo. Á meðan hefur áhöfnin að sjálfsögðu frí. Annars er það ekki alveg nákvæmt með úti- leguna, það er miðað við, að við förum átta ferðir á ári, og sniðið út frá því. — Er ekki einn mánuður nokkuð langur tími að velkjast á hafinu? slæmt og það kann að virðast. — En á jólunum, hvernig er það þá? Og hvar voruð þið núna um jólin? — Jólin á hafinu eru alls ekki sem verst. Við vorum á stöð Alfa um þessi jól. Ég segi náttúrlega ekki, að það væri ekki meira gaman að vera heima hjá fjölskyldunni, en við skemmtum okkur ágætlega, og það er mjög góður og hátíðleg- ur jólaandi. Það er að sjálf- sögðu allt gert til þess að svo megi vera, jólamatur, kalkún Stuff rabb við skipsfjórann á Weatber ftlonitor,eðii veðurskipi Alffo — Jú, það getur oft verið anzi langt, sérstaklega ef veður er slæmt, en við höfum nóg til þess að dreifa huganum. — Hvernig er það með fjöl- skyldumenn, eru þeir ekki stundum orðnir óþolinmóðir? Eða er kannski enginn kvænt- ur? — Jú, það eru nokkrir fjöl- skyldumenn, og tíminn er að sjálfsögðu lengur að líða fyrir þá, en þeir bæta sér það upp, þegar þeir fá frí. — Eru mennirnir oft lengur en einn túr? . Já,'iþeir eru yfirleitt-leng-. ,uf»j»jÞetta ,e$ ekki. ejns auðvitað, og margt gert til skemmtunar. Okkur leið öllum mjög vel, og við vorum glaðir og ánægðir. — Á hvaða aldri eru menn, sem ráða sig á svona skip? — O, þeir eru eiginlega á öllum aidri. Við höfum nokkra unga menn um borð núna, og það er sérstaklega einn, sem mér kemur f hug. Hann er 15 ára gamall. Ég hafði aldrei séð hann, þegar við gerðum iiðs- könnum, eftir að við lögðum úr höfn. Ég er nú ekki stór mað- ur, eins og þið sjáið, en þegar ég kom inn f káetuna hans, varð ég að líta niður til að sjá iHMlU. Kenneth R. H. Wem, skipstjóri. (Ljósm. Vísis, B. G.) hann. Og það fyrsta, sem hrökk upp úr mér var: — Guð minn góður, veit mamma þín, að þú ert hérna? — Hvernig fáið þið svo fréttir frá umheiminum? — Tja, bæði um útvarpið, og svo er fleygt pósti og blöðum niður til okkar úr flugvél. — Og hvað gerið þið ykkur til skemmtunar? — Það er margt, sem við getum gert til þess að hafa •- - l "T ; ■ . Weather Monitor, eða Alfa eins og það er yfirleitt kallað. (Ljósm. Vís is B.G.) ofan af fyrir okkur. Það er gott bókasafn um borð, sýndar eru kvikmyndir, og svo geta menn spilað og teflt. Og ef allt annað bregzt, látum við þá bara vinna, bætir Kenneth við brosandi. — Hvernig er skap ykkar eftir mánaðardvöl á hafinu? Eruð þið ekkert orðnir leiðir hver á öðrum? — Nei, ekki verð ég var við þafi. Skapið er yfirleitt ágætt. Þetta eru góðir og^vel þjálfaðir menn, og þeir hafa nóg við að vera. — En þá maturinn? Eru þið ekki orðnir leiðir á honum? — Nei, langt frá þvf. Hann er mjög fjölbreyttur og góður, svo að ekki er yfir neinu að kvarta. Enda er það eitt af undirstöðuatriðunum, þegar verið er lengi á sjó, að hafa góðan og fjölbreyttan mat. — Hvernig er það með ykk- ur, þegar kemur mjög vont veður. Þið eruð auðvitað löngu búnir að sjá það og komnir f var? — Hamingjan hjálpi mér, nei, nei, hrópar Kenneth hlæj- andi. Við erum á veðurskipi, og getum alls ekki látið það um okkur spyrjast, að við flýjum undan veðrinu. Nei, við erum kyrrir úti, hvað sem á gengur. — Er ekki þreytandi að vera þarna í langvarandi illviðri? Verðið þið ekki þreyttir á stöð- ugum veltingi? — Jú, það er oft anzi þreyt- andi, þegar óveðrið stendur lengi. En við erum nú ýmsu vanir. Lög um œskulýðs- mál undirbúin Menntamáiaráðuneytið hefur skip að nefnd tll þess að scmja frum- varp til laga um æskulýðsmál, þar sem sett séu ákvæðl um skipulagð an stuðnlng rfkis og sveitafélaga vlð æskulýðsstarfsemi, er meðal annars miði að þvf að veita æsku- fóild þroskandl vfðfangsefni f tóm- | stundum. Formaður nefndarinnar er Knútur Hailsson, deildarstjóri í I menntamálaráðuneytinu, og farið hefur verið fram á að eftirgreindir menn tæki sæti í nefndinni: Iþrótta fulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einars- I son, æskulýðsfulltrúi Reykjavíkur- borgar, síra Bragi Friðriksson, tómstundaráðunautur Æskulýðs- ráðs, Jón Pálsson, forseti íþrótta- | sambands isl., Gísli Halldórsson, sambandsstjóri Ungmennafélags Is- j lands, sira Eiríkur J. Eiríksson, l skátahöfðingi islands, Jónas B. Jóns I son, forseti Æskulýðssambands ís- i lands, Ólafur Egilsson, og æsku- Iýðsfulitrúi Þjóðkirkjunnar, síra Ölafur Skúlason. I | ! Ætlazt er til, að nefndin hafi lolóð störfum svo snemma, að unnt . verði að leggja frumvarp um æsku ; lýðsmál fyrir næsta reglulegt Al- þingi. Jólaget- raunin Lausnir í jóiagetraun Vísis þurfa að berast til ritstjórnar blaðsins fyrir 15. janúar. — Er skipt reglulega um yfirmenn? — Nei, það er ekki gert. Þeir eru bara skipaðir í sínar stöð- ur, og þar verða þeir. Þeir geta auðvitað fengið sig flutta, ef þeir óska þess, en fæstir gera það. — Hvað verðið þið svo lengi hérna? — Þangað til búið er að gera við eimingartækið. Og þegar viðgerðinni er lok- ið, mun veðurskip Alfa aftur senda tilkynningar sínar frá 62 N og 33 W, í hvaða veðri sem er. ótj. a BLH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.