Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Mánudagur 6. janúar 1964. KR. Á síðustu mínútunum gerðu leikmenn sig hvað eftir annað seka um sendingar út í bláinn og voru þær allar algerlega ástæðulausar. Ármannsliðið er mjög sterkt lið, en virðist ekki stýrt af miklu ör- yggi, a. m. k. nýtist hinn sérlega góði efniviður ekki nema til hálfs. Má t. d. minna á varnarleik liðs- ins, sem var núna í algerum mol- um og virtust KR-ingar geta skotið f gegn og gefið á línuna hvar og hvernig sem þeir stóðu. Ármann náði forustu í leiknum og var öllu ágengari í fyrri hálf- leik, enda þótt KR kæmist yfir og hefði 10:8 f hálfleik. í síðari hálf- leik voru Ármenningar mun lak- ari, enda þótt lið þeirra sé skiþað jafnbetri mönnum en KR-liðið, sem byggist einkum utan um tvo menn. KR náði forustu eins og 14:11 og 19:16 og Ármannsliðið hafði greini lega ekkert til brunns að bera í leik sínum, sem klekkja mætti á KR, sem vann leikinn með 25:20, sem var fremur sanngjarnt. KR-liðið var svipað og fyrr að því leyti, að Karl Jóhannsson og Reynir Ólafsson voru uppsprettu- lindir markanna og skoruðu 16 af 25 mörkum KR. Skemmtilegur ný- liði KR, Hilmar Björgvinsson, átti ágætan leik og Guðlaugur Berg- mann kom oft á óvart á línu. Hjá Ármanni var Hörður drýgst- ur leikmannanna, en yfirleitt var leikur liðsins langt frá því sem vænta mátti og olli áhangendum vonbrigðum. Dómari var Sveinn Kristjánsson. Ármannsliðið í 1. deild í handknattleik ætti að fara að huga að stöðu sinni eft- ir tvö töp í fyrstu leikjum sínum, báðum mjög naum- um. Það er ekkert einkenni legt þótt svona fari, því liðið hefur sýnt vítavert kæruleysi og verði þessi kærulausi leikur ekki stöðvaður verður fallið í 2. deild ekki heldur stöðvað. Guðíaugur Bergmann brýzt f gegn á lfnu og skorar fyrir KR seint leiknum gegn Ármanni. Þannig var leikur Ármenninga, sem eru nýliðar í 1. deild, gegn FRAM var sterkari aiilinn þegar á revndi og vam F.H. örugglega í gærkvöldi vann Fram sigur yfir FH á Handknatt- eiksmóti íslands að Hálogalandi, — sigur, sem er þeim annarlega mikils virði í því mikla kappastríði, sem etta mót yfirleitt er. Fram átti sigur fyllilega skilinn, 1k allan tímann betur og af meiri festu en FH, sem jýndi oft gloppóttan leik og tapaði á flautu dómarans, sem úthlutaði Fram 11 vítaköstum í leiknum gegn 3, sem FH fékk. Frá fyrstu mínútu og fram í íiðjan síðari hálfleik var mikið rugastríð í leik þessum, svo að iyrstu mínúturnar gátu leikmenn Landslið ! en ekki birt enn > Landsliðið £ handknattleik var ívalið í gærkveldi eftir keppnis- ) kvöldið að Hálogalandi. Ekki er J enn hægt að skýra frá vali lands > liðsnefndar, en eftir er að bera >}iðið undir stjórnarfund HSf, og * verður það sennilega gert i dag. { Landsliðlð f handknattleik > mun eins og flestum mun kunn- J ugt keppa í HM i handknattleik >i Tékkóslóvakíu í marz. vart skotið að marki fyrir tauga- óstyrk. Magnús Pétursson, dómari í leik þessum, dæmdi yfirleitt all- vel, en tók ieikinn oft óþarflega mikið í sínar hendur og túlkaði lög in á þann veg, að oft var eins og hann hefði verið settur til að gæta 14 risastórra postulínsbrúða, en ekki hárðgerra handknattleiks- manna. Þannig vísaði Magnús alls 9 leikmönnum af velli til stuttrar „kælingar“ vegna leikbrota, sem fæst voru mjög harkaleg eða ijót. Að lokum var hann farinn að seil- ast í raðir áhorfenda og vísaði manni úr húsinu fyrir óspektir. Dómar Magnúsar eru að mörgu leyti skiljanlegir og afstaða hans hárrétt. Húsið að Hálogalandi er það lítið, að þar verður aldrei hægt að dæma handknattleik nema á einn veg: Dæma brot hart. Annars er voðinn vfs. Hitt er svo annað mál, að líklega hefur Magnús dæmt heldur hart í þessum leik. Fram náði forystu strax eftir þriggja mínútna leik með marki frá Ingólfi. FH tókst aldrei að ná forustu 1 leiknum, en 7 sinnum jöfnuðu þeir leikana. Spennan hélzt því lengi vel, eða allt fram til 45. mín. leiksins, þegar stund- arfjórðungur var eftir. Þá komu yfirburðir Framliðsins berlega £ ljós og vörn FH var dregin sund- ur og saman. í nokkrar mínútur höfðu Fram- arar 6 mörk yfir, 19:13 og segja mátti að örlög leiksins væru ráðin. Ekki sízt þegar ekkert bólaði á mótstöðu af hálfu Hafnfirðinganna og vonleysið virtist alls ráðandi í liði þeirra. Sigur Fram varð 27:20 Sigurður Einarsson átti ágætan leik með Fram í gærkvöldi. Línumenn Fram skapa ekki hvað minnstan þátt £ velgengni liðsins. eða 7 marka munur, sem er mun meira én búast mátti við. Framliðið lék mjög vel í þessum leik og yfirburðir liðslns fólust nú eins og oft áður í góðum leik á línu og góðri vörn, og auðvitað voru langskot Ingólfs mjög vel við eigandi oft á tíðum, einkum þegar þau hittu innan „rammans". Beztu menn Fram i leiknum voru þeir Ing ólfur Óskarsson, langmarkhæsti maður liðsins með 11 mörk, Guð- jón Jónsson mjög góður og Sig- urður Einarsson og Jón Friðsteins- son á línunni. FH-liðið skorti mjög línumenn og vörnin átti lélegan leik oft á tíð- um. Ragnar Jónsson skoraði flest mörk fyrir liðið og átti allgóðan leik og er greinilega að ná sínum fyrri styrk, Birgir var ágætur, en liðsmenn flestir ótrúlega daufir þegar fram I sótti. Hjalti Einars- son varði oft mjög vel, en er ekki nálægt sfnu bezta. Þess þarf vart að geta, að áhorf- endur voru að Hálogalandi fleiri en hin þröngu húsakynni Ieyfa, en þarna fékk fólk ágætan leik fyrir peninga sína. Stigin — og mark- hæstu mennirnir Staðan i 1. deild I handknatt- leik er nú þessi: Fram - FH 27:20 KR — Ármann 25:20. Fram FH Vi 2 2 0 0 2 10 1 2 10 1 68:50 56:52 36:38 J,íR Ármann 2 í' d“l 2 "50:5( Markhæstu leikmenn eru þess r: Ingólfur Óskarsson, Fram 21 Gunnl. Hjálmarsson, ÍR 18 Hörður Kristinsson, Árm. 16 Karl Jóhannsson, KR, 15 örn Hallsteinsson FH 15 Ágúst Þ. Oddgeirss. Fram 14 Guðjón Jónsson Fram 12 Hermann Samúeisson, iR, 12 Rósm. Jónsson, Víking, 12 Sigurður Einarsson, Fram 10 Kæruleysið færír Ármann nær 2. deiid

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.