Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 16
Mánudagur 6. janúar 1964. Um 400 gosdrykkjar- flöskum stolið Þrjú Innbrot voru framin í Reykjavik aðfaranótt s. 1. laugar- dags. Eitt þessara innbrota var framið í gosdrykkjaverksmiðjuna Sanitas við Köllunarklettsveg. Var greini- legt að þarna hafði verið farið , inn fyrir kl. 11 í fyrrakvöld, því þá komu menn á staðinn og sáu verksummerkin. Hafði verið brotin rúða í húsinu og farið síðan inn. Út um þenna glugga höfðu verið handlangaðir 16 kassar (skúffur) af ýmsum gerðum ölfanga með samtals nær 400 flöskum. Þykir sýnt að þarna hafa a. m. k. verið fleiri én einn maður að verki og haft auk þess farkost til umráða. Annað innbrot var framið í efna laugina Hraðhreinsun í Fischer- sundi 3. Ekki var stolið neinum peningum, og var búið að kanna f morgun hvort stolið hefði verið einhverju af fatnaði. Talsverð spjöll voru unnin á dyraumbúnaði. Loks var brotin rúða í söluturni á Vesturgötu 2. Þar var stolið nokkru af sælgæti. Lögreglumenn Framh. á bls. 5 SÓLFAXI nýientur á Reykjavfkurflugvelli. Sjöunda Cloudmastervélin í íslenzka flugflotann: HefBum viljað stefna hærra en aðstaðan leyfir það e. •_• — segir Orn Johnson Ný flugvél, sem við heimkomuna hlaut nafn ið SÓLFAXI, bættist ís- lenzka flugflotanum á laugardaginn. Flugvélin er af gerðinni DC-6B og er eign Flugfélags ís- Iands. Sólfaxi hinn nýi lenti rétt um 16.30 á Reykjavíkurflugvelli og var allmargt manna við- statt, þegar nýi „faxinn“ renndi í hlað, en þar tók stjóm F.Í., Öm Johnson forstjóri félagsins og margir helztu manna þess á móti nýju vélinni. Flugvélar af DC-6B gerð hafa mikið verið í notkun hérlendis undanfarin ár, ekki hvað sízt hjá Loftleiðum, sem nú eiga 5 slíkar vélar, en Flugfélag ís- Iands keypti DC-6B vél af SAS fyrir tæpum þrem árum, en vél- in sem nú er keypt er álíka gömul og hefur álíka marga flugtíma að baki og Skýfaxi — systurskip Sólfaxa hins nýja. Sólfaxi mun annast utanlands flug og Grænlandsflug á næst- unni, en samningur Fl um ís- leitarflug hefur verið framlengd ur um ár. Mun DC-4 flugvélin Straumfaxi verða búin radar- tækjum til ísleitarflugs og verða staðsett f Narssarssuaq allt þetta ár. Örn Johnson, forstjóri Flug- félagsins, sagði í morgun í við- tali við Vísi: — Ég er mjög ánægður með nýju vélina okkar. Hún virðist í alla staði prýðis vél og ég er viss um að hún kemur að góð- um notum. Aðspurður hvort hann teldi flugvélarkaupin spor í framfara- átt, sagði hann: — Flugfélagið hefði viljað stefna hærra, en eins og aðstaðan á Reykjavfkur- Framh. á bls. 13 í o mmm en er _ jafn mikill að verð í fréttaauka Ríkisútvarps- ins í gær, sem Davíð Ól- afsson fiskimálastjóri flutti, skýrði hann frá því, að fiskiaflinn hefði orðið á s.l. ári 765 þúsund lest- ir, samanborið við 833 tn árið 1962, en það ár var algert metár. Aflinn varð þannig 8% minni en árið áður. Hér er miðað við ó- slægðan fisk eins og hann kemur upp úr sjónum. Minnkunin stafar fyrst og fremst af minni síldveiði, en hún varð á þessu ári 395 þús. tonn móti 478 þús. tonn árið áður eða 17% minni. Önnur fiskveiði varð 370 þús. tonn eða um 6% meiri en árið áður. Verðmæti líkt Þrátt fyrir það að aflamagnið var talsvert minna áætlar Davíð, að verðmæti afians hafi orðið mjög Ifkt og í fyrra eða um 3,5 milljarðar króna. Hefur verðmætið haldizt fyr ir betri nýting aflans, sérstaklega þar sem saltsfld hefur orðið meiri en áður og einnig vegna þess að verðlag á flestum fiskvörum hefur hækkað erlendis, svo sem freðfisk- ur, saltsfld, saltfiskur og skreið. Hefur verð á lýsi hækkað aftur eftir mikla verðfallið, sem varð í fyrra. Síldin brást Fiskimálastjóri gat þess, að tog- araaflinn hefði verið meiri á s.l. ári en árið 1962 þegar þeir stöðv- uðust vegna verkfalls í þrjá mán- uði. Hins vegar varð sfldin minni bæði Norðurlandssfldin, sem nú Framh. á bls. 5 öm Johnson og frú Margrét færa flugstjóranum Jóhannesi Snorrasyni blómvönd við komu SÓLFAXA tii Reykjavíkur. ! . , Sagði skipstjórinn á Norna- gesti i samtah við Visi Um hádegi sl. laugardag gaf izt í ofsarokinu, sem skall svo Aðeins sendistöðin bilaði Thorvald Andreas, skipstjóri. Slysavarnafélag Islands út til- kynningu um, að færeyska fiski skipsins Nomagests frá Tórs- havn væri saknað við ísland og vom skip beðin um að skyggn- ast um eftir honum. Var þá ótt- ast að skipið sem er 270 tonn með 26 manna áhöfn hefði far- skyndilega yfir á nýársnótt. En á laugardagskvöldið, þeg- ar verið var að undirbúa víð- tæka leit að skipinu, kom skeyti um að Nornagestur væri kom- inn fram, hann hafði siglt inn á höfnina f Aberdeen í Skot- landi. SENDITÆKIÐ BILAÐ. Fréttamaður Vísis átti tal við skipstjórann Thorvald Andreas, nokkru eftir að hann kom til Aberdeen. — Mér þykir leitt, sagði hann að fólk skyldi verða hrætt um okkur, en hjá okkur var allt í bezta lagi, nema það eitt, að radíósenditækið bilaði. Við gát- um ekki sent út en gátum hins vegar hlustað á allar stöðvar. Og í kvöld, þegar við vorum að nálgast Skotland .heyrði ég i stöðinni að tvö skip voru að tala um, að færeyskur bátur væri týndur. Ég lagði við hlust- irnar og heyrði þá að týndi bát- urinn væri Nornagestur, þeir sögðu að dönsk blöð hefðu birt fréttir um þetta sjóslys. Þá fannst mér vont að geta ekki komið inn í samtalið og sagt þeim að við værum hér, allir sprelllifandi. Ég hafði hugsað mér að fara með aflann til Grimsby, en eftir að ég heyrði þetta, ákvað ég að stytta leið- ina og fara inn til Aberdeen til Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.