Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 6. janúar 1964. — Þið verðið að leita vel í öllum kofum, opnum sum- arbústöðum og kringum þá, einnig í öllum bröggum og alls staðar, þar sem hægt er að hafa afdrep. Líka þarf að gá vel niður í ár og lælkjar- farvegi. Eitthvað á þessa leið mæltu þeir Marinó Jó- hannsson og Karl Marinós- son, foringjar hjálparsveita skáta í Reykjavík og Hafn- arfirði við skátana, þegar við litum inn á lögreglustöðiná I Kópavogi s. 1. fimmtudag, þar sem verið var að skipu- leggja leit að öldruðum manni, sem hvarf s. I. mánu- dag. Leit þessi var mjög víð- tæk, en auk 80 skáta leitaði þyrilvængja af Keflavíkur- flugvelli, og kafað var við bryggjuna í Kópavogi. Leit vsr hafin aS manninum s. 1. þriðjudag, og leituðu þá milli 20 og 30 skátar Ur Hafn- ‘-zf' ..................... ....... ............................... . .... m mm m ' . __________ Einn leitarforingjanna bendir þeim Rebekku og Hafdísi á leitarsvæð ið, sem þær eiga að ganga eftir. Ljósm. Vfsis, I. M. „Það er stundum sárt að hafa viljann, en ekki getuna4 , pl .. arfirði. Á miðvikudag leituðu álíka margir skátar, en á fimmtu dag var leitin enn víðtækari, og mættu þá til leitar milli 60 og 70 skátar frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Þeg- ar við litum inn á lögreglustöð- ina í Kópavogi, voru foringjar hjálparsveitanna að skipuleggja leitina. Á borðinu fyrir framan þá lágu kort af nágrenni borg- arinnar. Leitað var á mjög stóru svæði, öll fjaran frá Hafnar- firði og upp í Gufunes. Einnig var leitað í Kópavogi, Fossvogi, Öskjuhlíð, Flugvallarsvæði, aust urhluta Reykjavíkur og talsvert langt út fyrir borgarmörkin, svo sem við Hafravatn, Korp- úlfsstaði, Lækjarbotna og Heið- mörk. Hafa unnið mikið og gott starf. . Eftir að Ieitarflokkarnir voru farnir út, náðum við tali af þeim Marinó JÓhannssyni, sem er for ingi Hjálparsveitar skáta í Hafn arfirði, og Karli Marinóssyni, að stoðarsveitarforingja Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík. Báðar þessar sveitir hafa unnið mikið og gott starf og ætíð verið reiðubúnar til hjálpar og að- stoðar. Okkur datt í hug að for vitnast ofurlítið um starfsemi þessara tveggja hjálparsveita, og notuðum við því tækifærið og ræddum ofurlítið við þá Marinó og Karl. Svipaður háttur er hafður á, er sveitirnar eru boðaðar út. Þegar foringjarnir hafa verið beðnir um aðstoð, hringja þeir í einn mann í hverjum flokki, en sveitunum er báðum skipt niðúr í flokka, og síðan sér hver boðunarstjöri um að boða út sína flokksmeðlimi. Þessi háttur er hafður á fyrst, en síð- an eru oftast settar tilkynn- ingar í Ríkisútvarpið. Marinó segir okkur, að Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði hefði verið stofnuð skömmu eftir Geysis- slysið, en nokkrir skátar úr Hafnarfirði tóku þátt í leit að flugvélinni Geysi, sem fórst á Vatnajökli. Þegar sveitin var stofnuð, gengu í hana alls 18 skátar úr Hafnarfirði og Kópavogi, en nú eru alls 72 skráðir félagar í sveitinni. Markmið sveitarinnar Karl Marinósson, fyrstur frá vinstri, og Marinó Jóhannsson, annar frá hægri, skipuleggja leitina. Ljósm. Vísis, B. G. hefur frá upphafi verið að þjálfa félaga sína í hvers konar björg- unarstörfum, svo að hún sé ætíð viðbúin kalli, þegar slys ber að höndum. Svéitin hefur haldið uppi margvfslegri fræðslu fyrir félaga sína, jafnframt fjölmörg um æfingum. Sérfróðir menn hafa verið fengnir til þess að halda fyrirlestra um fjallaferð- ir, meðferð björgunartækja og einnig til þess að kenna hjálp í viðlogum. Einnig hafa sveit- armeðlimirnir farið ýmsar kynn isferðir, segir Marinó okkur. Einnig blóðgjafasveitir. I Reykjavík hefur lengi verið starfandi hjálparsveit, en fyrir nokkru var gerð talsverð skipu- lagsbreyting á sveitinni. Álíka margir félagar eru í Reykjavík- ursveitinni og Hafnarfjarðar- sveitinni, en báðar sveitirnar eru einnig blóðgjafarsveitir, og hefur það oft komið að góðu gagni. Auk þess sem Reykja- víkursveitin hefur ávallt verið reiðubúin í leitir, hefur sveitin gegnt fjölmörgum þjónustustörf um. M. a. voru margir skátar úr Reykjavíkursveitinni til aðstoð- ar á Skálholtshátíðinni s. 1. ár, og einnig hafa flokkar frá henni gegnt sjúkraþjónustu á ýmsum mótum og mannfögnuðum á S. V.-landi. Núverandi sveitar- foringi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík er Gunnlaugur Jó- hannsson. I báðum sveitunum eru starfandi stúlkur, allar 16 ára og eldri. í Hafnarfirði er starfandi einn flokkur með 7 stúlkum, og álíka margar stúlk- ur eru starfandi i Reykjavíkur- sveitinni. Við vorum svo heppnir að hitta tvær stúlkur úr Hjálpar- sveit. skáta í Hafnarfirði, þar sem þær voru að leita suður I Framh. á bls. 5 ■ ÍlllP Hún er ein af þeim 7 stúlkum, sem starfa ( hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Stúikurnar taka þátt í flestum leitunum, en ( þeim iengri hita þær kaffi og aðstoða leitarmenn. Ljósmynd Visis, I. M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.