Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 06.01.1964, Blaðsíða 5
VlSIR . Mánudagur 6. janúar 1964. 5 Sendistöð — Framh. af bls. 16. þess að láta vita af mér og svo þar sem ég fæ mjög gott verð fyrir fiskinn hér í Aberdeen, ætla ég að selja hann hér. 1 KOLLUÁL Á JÓLUNUM. — Hvar voruð þið að veiða við ísland? — 1 Kolluál, um 40—50 míl- ur frá landi. — Hvar hélduð þið jólin há- tíðleg? — í Kolluál, en við gáfum okkur varla tima til jólahalds, því við vildum fylla skipið sem fyrst. — Og fylltuð þið það? — Já, aflinn var mjög góður, þorskur og talsvert af löngu. Við vorum með 1500 kit. I OFSAVEÐRI VIÐ REYKJANES. — Svo lentuð þið í vonda veðrinu? — Já, við hættum að fiska á gamlárskvöld kl. 8 og sigldum suður á bóginn. Stormur skall á við Reykjanes og hélzt alla leið austur að Dyrhólaey. Þá hafði ég síðast radíósamband við bróður minn, sem er skip- stjóri á Grími Kamban. Það var eftir hádegi á nýársdag. Siðan batnaði veðrið, en þá bilaði senditækið. — Bilaði það ekki vegna ill- veðursins? — Nei, það held ég ekki, það var senditækið sjálft sem bilaði, ekki loftnetið. Thorvald Andreas segist hafa látið smíða Nornagest fyrir tveimur árum í Frakklandi. Nafnið segir hann að þýði „Sá sem kemur og fer og er á sí- felldu flakki“. Hann segist hafa gert það Ut nær eingöngu á js- landsmið. Hann hefur oft kom- ið til Reykjavíkur og slðast nú í nóvember. Segist hann vera hálfgerður íslendingur og á frændfólk og vini hér á landi. Hjálparsveit — Framh. af bls. 9. Kópavogi. Þær heita Rebekka Árnadóttir og Hafdís Adolfs- dóttir, og sögðu þær okkur, að þær væru staðsettar í miðri leit arkeðjunni. Stúlkurnar fá að taka þátt í flestöllum leitum, en í þeim lengri sjá þær um að hita kaffi, og einnig hafa þær fengið þjálfun 1 hjálp 1 viðlög- um, svo þær geti veitt ýmiss konar aðstoð við slasaða. Báðar þessar hjálparsveitir hafa unnið mikið og gott starf. Þær eru fátækar að tækjum og hjálpargögnum, og talstöðvar vantar þær tilfinnanlega, en pen ingar eru ekkí til. — Það er stundum sárt að hafa viljann, en ekki getuna, eins og Marinó orðaði það. Og það er leitt, að starfsemi sveitanna skuli hanga á bláþræði vegna fjárhagsörð- ugleika. En þrátt fyrir það hafa báðar sveitimar einsett sér að gefast ekki upp. Þær munu ávallt verða reiðubúnar í útköll, jafnt á nótt sem degi, og bregð- ast vel við hverjum vanda, eftir því sem efni og ástæður fram- ast Ieyfa. Fiskaflinn — Framh. af bls. 16. varð 237 þús. tonn eða 92 þúsund tonnum minni en árið áður og haustsíldin við SV-land, sem nú varð 31 þús. tonn móti 67 þús. tonnum árið áður. Þótt sama verðmæti hafi nú feng izt fyrir minni afla en árið áður, er fjarri því að þetta hafi verið hagkv. ár fyrir sjávarútveginn, því fyrirhöfn útvegsins og tímaeyðsla varð nú miklu meiri en árið áður og hefur útvegurinn því átt við erf- iðleika að stríða. Mestir em þó erfiðleikar fiskvinnslufyrirtækj- anna, sérstaklega frystihúsanna, sem verða að taka á sig stórauk- inn kostnað vegna hækkaðra launa o. fl. og dugar hækkun verðlags eða hagræðingaraðgerðir hvergi til að mæta þeirri byrði. Rfeppni — Framh. af bls. 1. 11 vindstig. Ég taldi því alltof áhættusamt að halda áfram. Bíll inn var næstum fullsetinn af farþegum, sem voru 29 talsins. Ef ég hefði haldið áfram, mátti ég búast við því hvenær sem væri að bíllinn fyki. — Það var því eina ráðið að snúa við og bíða. Ég lagði svo aftur upp kl. 1 e.h. og gekk þá allt vel, enda var veðurofsann tekið að lægja mikið, sagði Gunnar. 400 flöskur — Framh. af bls. 16. voru staddir skammt frá innbrots- staðnum og sáu hvar tveir menn tóku til fótanna allt hvað af tók. Höfðu innbrotsþjófarnir orðið lög- reglunnar varir og urðu hræddir. Lögreglan elti þá og handsamaði. Reyndust piltarnir báðir ölvaðir og hafa þeir játað á sig innbrotið. Surfsey — Framh. af bls. 1. og spurði um álit hans á þögn Surts. Dr. Sigurður sagði, að það væri hæpið að spá nokkru ennþá, því oft gæti verið um löng hlé 1 eldgosum að ræða, en þau haft sig upp að nýju með meiri eða minni hamförum og krafti. Hinu væri þó ekki að neita, að líkurnar væru talsverðar.fyrir þvl að kraftar Surts væru að fjara út. Hléin milli gos- hrinanna hafa stöðugt lengzt, fyrst voru þau fáeinar mfnútur, seinna 5 klukkustundir, svo 17 klst. og nú er komið nokkuð á 4. sólarhring, sem er Iangsamlega lengsta hléið. Þetta síðasta hlé var þó að því leyti frábrugðið þeim fyrri, að þá örlaði ekki á neinum hræringum eða öðrum goseinkennum frá gígn- Ibúð til leigu Sá, sem getur útvegáð góða 1—2 herb. íbúð í Reykjavík í 3—4 mánuði, getur fengið leigða 4 herb. íbúð, efri hæð, í tvíbýlishúsi í Hvömm- unum í Kópavogi. — Uppl. í síma 41155 eftir klukkan 6. um, en I þessu síðasta hléi sást þó gufu leggja frá honum á með- an skyggni gafst. Síld — Framh. af bls. 1. en svo fór að bræla og var erfitt að fást við veiðarnar af völdum veðurs, en gekk þó sæmilega. Á leið til Eyja varð að ryðja dekk farmi fyrir borð af nokkrum bát- um. í morgun var Þorskabítur fyrir austan Vestmannaeyjar og var að leita, en bátar enn inni, og höfðu bætzt við nokkrir bátar frá ýmsum verstöðvum. Veður var gott orðið' I morgun, en spá- in fyrir næstu nótt er ekki góð, og því vafasamt hvort bátarnir — fari þeir út — komi í tæka tíð til þess að ná í köst áður en veður spiilist. Það mun vera um 7 tlma stfm á miðin úr Eyjum. Vísir talaði við Jakob Jakobs son fiskifræðing í morgun, og sagði hann, að ef rétt reyndist, sem sagt væri um síldina, sem veiddist f fyrrinótt, virtist þarna ekki vera sama gangan og á vest- urmiðunum f haust, en nánara yrði um þetta vitað síðar í dag, því að sýnishorn væru á leið úr Eyjum. Páll Árnason vélstjóri Jólahátíðinni lýkur f dag og enn hefur nýtt ár hafið göngu sína. Undangenginna hátíðisdaga hefur hver og einn notið eins og hugur hans hefur sagt til um og ytri að- stæður leyfðu. Af náttúrunnar völdum var dimmt yfir Reykjavfk um jólin, en í hugum flestra var bjart og boðskapur jólanna hljóm- aði yfir heimsbyggðina. — En „á miðjum degi myrkvast/ mörgum lífsins sól/ og stundum fýkur furðu/ fljótt í sumra skjól“. — í dag er til moldar borinn, Páll Árnason, vélstjóri, Goðheimum 14, Reykjavík, sem svo skyndilega hvarf okkur,«í blóma lífsins, aðeins 33 ára að aldri. Páll var elzta barn hjónanna, Áma Pálssonar, bygg- ingameistara og konu hans, Þóru Eiríksdóttur. Var Páll einn eftir lifandi, fjögurra sona þeirra hjóna en eftir lifa þrjár dætur. Ég kynntist Páli fyrst fyrir 5 árum, þegar ég flutti f fbúð mína sem ég var þá að koma mér upp í Goðheimum 14. Þá starfaði hann sem vélstjóri á skipum Eim- skipafélags íslands. Páll flutti slasast Mikið varð um slys í Reykjavík um helgina, einkum af völdum um ferðar. Alvarlegasta slysið varð sfðdegis f gær, rétt fyrir kl. 6 á Snorra- braut sunnan við gatnamót Njáls- götu. Kona gekk þar út á götuna, en varð um leið fyrir bifreið, sem var á leið suður Snorrabraut. — Konan, Svanhildur Þórðardóttir, Háteigsvegi 18, kastaðist í götuna Hegri — Framh. af bls. 1. inni kraftmikill fugl, búkurinn álíka stór og á hrafni, en lappir og háls mikiu lengri. — Okkur datt þá í hug, segii* Jón, að halda sýningu á fuglinum, ef það gæti orðið tekjulind fyrir skátaflokkinn til þess að kaupa leitartæki. Þetta gekk jafnvel miklu betur en við vonuðum. Sýningin var haldin á sunnudaginn og komu inn um 4 þúsund krónur, sem verða notaðar til að kaupa leitar- ljós fyrir björgunarflokkinn. og slasaðist mikið. Hún var flutt í Slysavarðstofuna og kom í ljós að hún myndi m. a. bæði vera handleggs- og fótbrotin og var hún flutt f Landakotsspítala f gær kveldi. Á aðra konu var ekið á Kalk- ofnsvegi xétt norðan við strætis- rvagnastöðiha.' Ekið var aftan á kon una og kastaðist hún fram yfir sig f götuna. Hún mun einkum hafa meiðzt í baki, en ekki vitað hve alvarlega. Þetta slys skeði um 9 leytið í morgun. Þriðja konan slasaðist á Hverfis- götu á laugardaginn, en ekki veit blaðið með hvaða hætti það hefur skeð. Konan mun hafa hlotið á- verka á höfuð og að lokinni rann- sókn f Slysavarðstofunni var hún flutt f Landakotsspítala. Fjórða konan varð fyrir því ó- happi að detta f Tryggvagötu, skammt frá pylsuvagninum og brákaðist við það á hendi. Á laugardaginn varð drengur fyrir bfl. Hann var á reiðhjóli á Sigtúni og slasaðist á fótum. Hætta að heila súrmiólk í kaffið Um eða eftir miðja þessa viku munu neytendur á svæði Mjólk- ursamsölunnar f Reykjavík geta hætt að hella súrmjólk út í kaffi sitt, en eins og kunnugt er hefur nýmjólk verið seld í hinum grænu súrmjólkurumbúð um og fjölmargar sögur hafa flogið um húsmæður, sem eyði lögðu súkkulaði eða mat með því að ruglast á hyrnu í ís- skápnum og hellt súrmjólk ist í pottinn. Mjólkursamsalan tjáði blað- inu f morgun, að svolítið magn hefði komið til landsins af ny- mjólkurhymum með hinni nýju flugvél Flugfélagsins á laugar- daginn, en það magn entist þó aðeins í þrjá daga, væri fyrir 160—180 þúsund lítra af mjólk. Aðalmagnið kemur þó með leigu skipi Sameinaða „Paraguay“ á föstudag. Það ráð var tekið, að halda áfram með súrmjólkurhyrnur næstu daga til að þurfa ekki að grípa til súrmjólkurhyrnanna aftur. Munu margar húsmæður anda léttar þegar mál þessi kom ast f eðlilegt horf. nokkrum vikum síðar í íbúð sfna á hæðinni fyrir neðan okkur og tókst þá strax góð vinátta okkar í milli og fjölskyldna okkar, sem aldrei bar skugga á, enda var ekki hægt að hugsa sér betra sambýlis- fólk. Páll var dugnaðarforkur hinn mesti að hverju sem hann gekk og kom það ekki sízt í Ijós er hann var að koma íbúð sinni upp og sem síðan varð glæsilegt heim- ili þeirra hjóna, enda voru þau samhent f því að búa það sem bezt úr garði. Páll var vel gef- inn, enda góðum námshæfileikum búinn, hann var duglegur í skóla sem og við annað, þótti góður fag maður og var vinsæll af skóla- bræðrum sínum og samstarfsfélög um og oft hrókur alls fagnaðar þar sem við átti. Hann var dagfarslega prúður og rólyndur, nokkuð ör- geðja, ákveðinn og fastur fyrir, enda skapmikill ef því var að skipta Hann virtist oft svo einkennilega sterkur, en hefur líklega verið við kvæmari en hann bar með sér. Hann var góður félagi og vinur og hjálpsamur með afbrigðum, ekki sízt ef lítilmagni átti í hlut. — Margs er að minnast frá árum okk- ar í Goðheimunum og sfðan, við vorum báðir ungir og fullir af hug myndum er við sátum stundum og ræddum saman, þú eldri og ver- aldarvanari, hafðir siglt um öll heimsins höf, allt frá unglingsár- um, — hafðir séð svo margt, — hafðir frá svo mörgu að segja. Ég minnist þess er við hittumst erlend is þar sem ég bjó þá um tíma með fjölskyldu mína, — minnist þess er við ókum um Borgarfjörðinn einn fegursta sunnudaginn f sum- ar, og svona mætti lengi telja. Við höfum oft ástæðu til þess að vera hrygg yfir hverfulleika hins jarð- neska lífs, en mitt í veruleikanum komum við til hans, sem þekkir allt okkar Iff að eigin raun og vill bera byrðar þess með okkur. — Það getur verið hátíð í sorginni. Páll var kvæntur Elfnu Sæmunds dóttur frá Norðfirði, ágætri konu og áttu þau tvær dætur, Gerði 7 ára og Sædísi 9 ára. Þungur harm- ur er nú kveðinn eftirlifandi ástvinum sem misst hafa svo skyndilega og óvænt son sinn, bróður, eiginmann og föður — „en langar nætur líða/ og leyndur harmur dvín/ þegar ársól aftur/ yfir mannheim skín". Tfminn mun græða sárin og geyma í hugum okkar sem eftir lifum, minningu um góðan dreng. Foreldrum og systrum, ekkjunni ungu og dætrunum litlu, vottar fjölskylda mfn dýpstu samúð. Jón B. Gunnlaugsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.