Vísir - 21.01.1964, Side 1
Magnús Jakobsson Þorlákur GuOmundsson Karl Laxdal
ÞRÍR LÁTNIR EFTIR
SL YSINISÍÐUSTU VIKU
Lítill drengur varð fyrir því ó-
happi i morgun um kl. 10.30 að
idetta út um afturdyr skólabíls, sem
•hann var í ásamt skólasystkinum
sfnum úr Austurbæjarskóla, en
börnin eru öll úr Álfheimahverfi.
Meiðsli drengsins munu ekki vera
alvarlegs eðlis.
Þetta gerðist fyrir utan verzlun-
jarstórhýsið Laugaveg 178. Bílstjór-
•tnn mun hafa hægt ferð bílsins,
þegar hann nálgaðist húsið, en þar
er vaninn að lftil stúlka komi í bfl-
inn. Þegar hún var ekki sjáanleg,
ætlaði bílstjórinn að halda ferðinni
áfram, en þá hafa börnin verið bú-
in að fikta í læsingunni að aftan og
þegar bíllinn hélt áfram, datt dreng
urinn út.
Lögregluþjónn á bifhjóli varð á-
horfandi að þessu og sagði hann að
sér hefði virzt sem drengurinn
hefði farið undir ytri hjólbarða bíls-
ins, en verið svo heppinn að lenda
í alldjúpri holu, þannig að hann
Framh. á bls 6.
Þriðji maðurinn, sem
varð fyrir bifreið í vik-
unni sem leið, er nú lát-
inn af völdum meiðsla
sinna, en það var Þor-
lákur Guðmundsson á
Njálsgötu 80.
Þoriákur varð fyrir bifreið á
Njáisgötunni, rétt austan við
gatnamót Barónsstígs s.l.
fimmtudag. Þorlákur virtist f
fyrstu vera hress en við athug-
un kom f ljós, að hann hafði
hlotið mikil innvortis meiðsli.
Hann var fluttur í sjúkrahús
Hvftabandsins og skorinn sam-
stundis upp. Þar iá hann síðan
þar til hann lézt um hálffimm-
leytið sfðdegis í gær. Þorlákur
var 68 ára gamall.
Hafa þá látizt þrfr af þeim 15,
sem slösuðust f lok síðustu viku.
Hinir tveir voru Magnús Jak-
obsson, Sóleyjargötu 7, sem lézt
aðfaranótt laugardagsins, og
Karl Laxdal, Mávahlíð 2, sem
Iézt í fyrrinótt. Þrír aðrir, tvær
konur og einn karlmaður, voru
einnig lögð inn f sjúkrahús, en
ekki lífshættulega slösuð. Að
meiðslum hinna allra var gert
f slysavarðstofunni, og þeim að
því búnu leyft að fara heim.
í gærkvöldi' slasaðist kvenmað
ur — þó ekki alvarlega — f
hörðum árekstri milli tveggja
bifreiða á mótum Nóatúns og
Laugavegar. Það var um 91eytið
f gærkvöldi að Mercedes-Benz
bifreið var ekið aftan á Volks-
wagen-bifreið á gatnamótunum.
Afleiðingin varð sú, að kona,
sem var farþegi í annarri bif-
reiðinni slasaðist. Hafði sætið
látið undan og konan klemmzt
með fæturna milli sætis og
mælaborðs. Gert var að meiðsl-
um hennar f slysavarðstofunni
og hún að þvf búnu fiutt heim.
Bílarnir stórskemmdust, Mer-
cedes-Benz-bíllinn þó öllu meir.
Þeir voru báðir óökufærir á
eftir.
Myndin er tekin á slysstað f morgun, eftir að litli drengurinn hafði dottið út úr skólavagninum.
YFIRNíFND ÚRSKURÐAR
FISKVŒDIÐ OBREYTT
Bieíðið í dog
Bls. 2 íþróttir
— 3 Litið inn í tóbaks-
verzlanir.
— 4 Skákþáttur.
— 7 Brezku söngvararnir
„The Beatles“.
— 9 Viðtal við próf. Níels
Dungal.
Yfirnefnd kvað í gær upp úrskurð
um verð ferskfisks á vetrarvertíð-
inni. Samkvæmt þeim úrskurði
skal fiskverðið haldast óbreytt eða
kr. 3,24 pr. kg. á skegðum þorski
og ýsu með haus.
Það var tillaga oddamanns yfir-
nefndar, Hákonar Guðmundssonar,
að fiskverðið skyldi haldast ó-
breytt og byggist úrskurðurinn á
henni. Fulltrúar fiskseljenda og
fiskkaupenda skiluðu sératkvæði.
Fiskseljendur mótmæltu verð-
ákvörðuninni og kváðu hana
mundu „leiða til verulegrar hnign-
unar hjá sjávarútveginum og versn
andi kjara allra þeirra, sem við
hann starfa“. Var það krafa fisk-
seljenda að fiskverðið hækkaði.
I úrskurði yfirnefndar er í upp-
hafi rakinn aðdragandi þess, að
málinu var vísað til yfirnefndar.
Síðan skýrir nefndin frá ,vinnu-
brögðum sínum og athugunum
þeim, er hún framkvæmdi. Síðan
segir orðrétt:
„Framangreindar athuganir leiddu
til þeirrar reikningsl. niðurstöðu,
að meðalverð það ,sem meðalfrysti
húsið gæti greitt fyrir hvert kg.
hráefnis (þorskur og ýsa) væri kr.
2.55, en hins vegar kom meðalbát
ur sá, sem við var miðað, út með
þörf fyrir kr. 4.00 til þess að rekst
ur hans yrði hallalaus.
Við ákvörðun meðalverðs. er.það
Löghann sett viði
starfí trésmiða
í gær kvað borgarfógeti Þor-
steinn Thorarensen upp úrskurð
f lögbannsmáli, sem er I sam-
bandi við þá stöðvun á vinnu
trésmíðameistara, sem nú stend
ur yfir.
Það var meistarafélag tré-
smiða, sem krafðist þess, að lög
bann yrði sett við trésmíða-
vinnu í húsinu nr. 37 við Skip-
holt, en þar er Verzlanasam-
bandið að láta innrétta skrif-
stofupláss. Voru 6 trésmiðir að
vinna þar, þeir Kristinn Magn-
ússon, Goðheimum 4, Guðmund
ur Sigurðsson, Bólstaðarhlíð 36,
Ásbjöm Pálsson, Kambsvegi 54,
Sturla H. Sœmundsson, Óðins-
götu 17, Þórður Gíslason, Sól-
heimum 30 og Kristinn Sigurðs
son, Bólstaðarhlíð 37, þrátt fyr
ir verkstöðvun þá, sem Meist-
arafélagið hafði ákveðið meðan
óleyst er deila þess við Tré-
smiðafélagið. Verk þetta unnu
þeir fyrst undir stjórn Guðbjam
ar Guðmundssonar trésmíða-
meistara, en þegar hann bann-
aði þeim að vinna verkið gerðu
trésmiðir þeir sem hér vom
taldir upp sjálfir samning við
Verzlanasambandið um að vinna
verkið.
Borgarfógeti komst að þeirri
niðurstöðu að rétt væri að taka
til greina kröfuna um lögbann
við þessu verki.
tillaga fulltrúa fiskkaupenda, að
það verði af yfirnefndinni ákveðið
kr. 2.87 fyrir kg. (þorsk og ýsu sl.
m. haus), en af hálfu fulltrúa fisk
seljenda er tillagan sú, að meðal-
verðið verði ákveðið kr. 3.95 pr.
kg.
Oddamaður yfirnefndar telur, að
þegar tekin er ákvörðun um verð
á ferskfiski þeim, sem hér er um
að tefla, beri að fylgja ákvæði 1.
mgr. 7. gr. laga nr. 97/1961 um
vérðlagsráð sjávarútvegSins, en
þar segir, að ákvarðanir um lág-
marksverð „skuli byggðar á mark-
aðsverði sjávarafurða á erlendum
mörkuðum". Fram er komið, að
nokkur hækkun varð á útflutnings
verði sjávarafla (freðfisks) árið
1963, sem telja má, að orkað geti
sem svarar 4-5% hækkun á hrá-
efnisverði. Þar á móti kemur hins
vegar mikil hækkun á framleiðslu
kostnaði og fastakostnaði hjá
frystihúsunum vegna kaupgjalds-
hækkana á árinu 1963, sem eru
eigi lægri en 30% og orka beint
Framhald á bls. 6.
VÍSIR