Vísir - 21.01.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 21.01.1964, Blaðsíða 16
VISIR Þriöjudagur 21. janúar 1964. AAAAAAAAAAAAAAAAAAA^ Skattaþjón- usta Vísis | Skattablað Vísis mæltist vel ] ► fyrir hjá lesendum, en þar voru f veittar upplýsingar og leiðbein-]i ingar um skattframtöl. Nú hef-i| ur Vísir ákveðið að halda þess- ]i ari þjónustu við lesendur sína i' áfram. Mun blaðið svara fyrir- spumum frá einstaklingum varð i’ andi ýmis vandamál í sambandi'i við framtölin. Þeir, sem viljai] koma fyrirspumum á framfæri, '> sendi þær til Visis, merkti' „Skattaþjónusta Vísis“. Nýr formnður Siálfstæðisfélugsim á Akureyri Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri var haldinn 14. jan. s.l. Þar var Sigurður Guðlaugsson kjör inn formaður félagsins í stað Árna Jónssonar sem eindregið skoraðist undan endurkjöri. Aðrir stjórnarmeðlimir Sjálfstæð isfélagsins vora allir endurkjörnir, en þeir era Baldvin Ásgeirsson, Bjarni Sveinsson, Jón M. Jónsson og Ragnar Steinbergsson. Á fundinum var ennfremur kosið í fulltrúaráð og kjördæmaráð. Þá flutti og Jónas G. Rafnar alþm. er- indi um þingmál og afgreiðslu ým- issa mála á Alþingi. í sjöttu umferð skákmótsins, sem fram fór i gær, gerðist fátt óvenju- legt, skákirnar voru yfirleitt held- ur rólegar nema helzt skák þeirra Ingvars Ásmundssonar og Norð- mannsins Johannessens. Tal vann Wade auðveldlega. Byrj unin var Sikileyjarvörn. Virtist Wade í fyrstu byggja upp nokkuð örugga varnarstöðu, en þegar líða tók á skákina kom í ljós, að sókn- arþungi Tals var þyngri á metun- um og sigraði hann öragglega. Gligoric vann Freystein f fremur gallaðri byrjunartaflmennsku af Freysteins hálfu. Freysteinn fór út f það að fórna skiptamun og virt- ist fá góða stöðu fyrir, en fór svo ekki rétt í framhaldið og mátti bfða lægri hlut. Johannessen vann Ingvar f all- harðri skák. Ingvar hafði hvftt og hóf stórsókn strax í byrjun, fórn- aði manni og hugðist ganga milli bols og höfuðs á Norðmanninum strax í miðtaflinu. Johannessen varðist hins vegar af mikilli seiglu, sneri vörn upp í sókn og vann síð- an. Friðrik vann Inga f fremur hæg- fara skák, þar sem Ingi virtist lengi framan af ætla að halda jöfnu. En að lokum hafði Friðrik tekizt að byggja upp mun traustari stöðu. Notaði hann þá tækifærið og hóf harða sókn og mátti Ingi gefast upp f 31. leik. Gaprindasvila og Magnús Sól- mundarson gerðu jafntefli þó að svo virtist f fyrstu sem stúlkan hefði betra tafl. Guðmundur og Trausti skildu og jafnir eftir frem- ur rólega skák. Arinbjörn á mun betri biðskák móti Jóni. Sigurður A. Magnússon. Guðm. G. Hagalin Stúdentafélagsfundur um Hannes Hafstein og Uppkastið Á fimmtudagskvöldið kl. 8.30 efnir Stúdentaféiag Reykjavíkur til Próf. Níeis Dungal. 19 deyja árlega úr lungna- umræöufundar um efnið: „Hannes Hafstein og Uppkastið i ljósi sög- unnar“. Verður fundurinn haldinn f Sjálfstæðishúsinu (Sigtúni) og er opinn almenningi. Frummælendur era rithöfundarnir Sigurður A. Magnússon og Guðmundur G. Hagalfn. Eins og kunnugt er kom seinna krabta vegna reykinga — sagði professor Dungal í gær — Ég hef aldrei vitað til þess að maður, sem dáið hefir hér á landi inn an við 45 ára aldur úr kransæðastíflu hafi ekki reykt, sagði prófessor Níels Dungal í útvarps- þættinum Á blaða- mannafundi í gærkvöldi. Prófessorinn lagði áherzlu á sennileika þess að sígarettureyk ingar valdi kransæðastfflu og öðram hjarta og æðasjúkdóm- um. Þeir unglingar sem nú byrja að reykja við 12 — 13 ára aldur- inn (þriðji hver 13 ára drengur í Reykjavík reykir) væra í mik- illi hættu að deyja úr krans- æðastfflu innan við fertugt. Prófessor Dungal skýrði einn ig frá því, að hér á landi önd- uðust árlega um 20 menn af tungnakrabba. Af þeim mega 19 kenna reykingum um dauðsfall sitt. Búast má við því að lungna Framhald á bls. 6. 'H ' J bindi ævisögu Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson út fyrir jólin. Sú bók hefir valdið mögnuð- um ritdeilum og skoðanir mjög ver- ið skiptar á þeim stjórnmálaat- burðum, sem gerðust 1908, þegar Uppkastið var fellt. Stúdentafélag- ið tekur nú til umræðu á fyrsta umræðufundi sfnum f vetur þenn- an merka kafla f stjórnmálasögu þessarar aldar. Má búast við að margir taki til máls og umræður verði mjög fjörugar. Eins og fyrr segir er öllum, stúd- endum sem öðrum, heimill aðgang- ur að fundi þessum. j&S&aEBSB&A Friðrik vann Inga Byrjað að grafa fyrir raunvísindastofnun Háskólans. Háskólabíó í baksýn á vinstra helmingi myndarinnar og Háskólabyggingin sést fjær til hægri. Lengst til vinstri á myndinni eru vísindamennirnir prófessor Leifur Ásgeirsson, dr. Gunnar Böðvarsson og prófessor Magnús Magnússon, en Iengst til hægri era prófessor Trausti Einarsson og Jóhannes Zoega hitaveitustjóri. Á miðri myndinni sést Ár- mann Snævarr háskólarektor. Hægra megin við hann eru J. K. Penfield sendiherra Bandaríkjanna á Islandi og Þorbjöm Sigurgeirsson prófessor, sem er formaður byggingarnefndar, en vinstra megin við rektor má sjá Steingrím Jónsson fyrrum rafmagnsstjóra og Guð- mund K. Guðmundsson tryggingafræðing. ByggingRaunvísindastofnunarhafín 1. áfangi tilbúinn 1965 Sl. laugardag var byrjað að grafa fyrir undirstöðum raun- vísindastofnunar Háskóla ís- Iands, sem á að reisa á Mel- unum bak við Háskólabíó, en til þeirrar stofnunar gaf Banda ríkjastjórn 5 milljónir króna á 50 ára afmæli Háskólans fyrir tveim árum. Formaður bygg- inganefndar, Þorbjöm Sigur- geirsson prófessor, sagði blað- inu, að fyrsti áfangi stofnunar- innar ætti að vera fuligerður á árinu 1965, ef fjárskortur haml- aði eigi framkvæmdum. Arkitektarnir Sigvaldi Thord- arson og Skarphéðinn Jóhanns- son hafa teiknað hús raunvís- indastofnunarinnar, en í bygg- ingarnefnd era, auk prófessors Þorbjörns, Loftur Þorsteinsson prófessor, Guðmundur Guð- mundsson tryggingafræðingur, Steingrímur Jónsson fyrrum raf magnsstjóri og Jóhannes Zoega Framh á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.