Vísir - 21.01.1964, Page 4
/
V í SIR . Þriðjudagur 21. janúar 1964
The Beatles eru samtals 87 ára gamlir og 7y2 meter. Sögur segja að þeir séu mikið famir að stlll-
ast og vanda sig, og gaman verður að vita hvort þelr geta f raun og veru sungið. Eða hvort hæfi-
leikar þeirra eru takmarkaðir við þau ógurlegu hljóð, sem þeir hafa gefið frá sér hingað tii.
„The Beatles44
Jjúsundir trylltra, öskrandi
unglinga fleygja sér áfram,
og reyna að brjótast í gegnum
tvöfaldan hring lögreglunnar,
en án árangurs. Lögregluþjón-
arnir snúa bökum við lýðnum,
halda saman höndum, og
spyrna við af öllum kröftum.
Aðrir kollegar þeirra ryðjast
um meðal unglinganna, ásamt
sjúkraliðsmönnum, og draga
upp þá, sem misst hafa meðvit-
und, og verið er að troða á.
Óhljóðin eru ógurleg, og hvert
áhlaupið af öðru er gert á lög-
reglumennina. Það mætti halda,
að verið væri að gera loftárás
á borgina, en svo er þó ekki.
Inni I hljómleikahöll standa
4 ungi-r menn með hendur í vös-
um. Þeir eru óklipptir, hárlubb-
inn mikill og úfinn, og, þeir
minna einna helzt á enska fjár-
hunda. Þeir eru annarlega klædd
ir, og fötin fá á sig jafnkæru-
leysislegan blæ og yfirbragð pilt
anna er. Þessir drengir eru á-
byrgir fyrir ólátunum, Þeir eru
ástæðan fyrir því, að þúsundir
unglinga missa stjórn á sér,
öskra og æpa eða falla í yfirlið.
Þeir kalla sig The Beatles.
Cliff Richard, Elvis Presley,
Tommy Steele, allir hafa orðið
feiknalega vinsælir, en engum
þeirra hefur tekizt að komast
í hálfkvisti við The Beatles.
Þúsundir Beatleklúbba hafa
sprottið upp eins og gorkúlur,
Beatle-föt eru ekki framleidd
nærri r.ógu hratt til þess að
fullnægja helmingi fyrirspurna,
þúsundir stúlkna hafa látið
taftýyer^ npfn þeirra félaga á
sig, á.ólíklegustu staði, rakarar •
eru skelfíngu ; lostnir, »; því að
unglingarnir eru hættir að láta
klippa sig, f stuttu máli sagt:
Það er allt á öðrum endanum.
Og The Beatles?
Tjeir taka þessu með heim-
spekilegri ró. Það virðist
engin áhrif hafa á þá, að þeir
eru að verða vinsælasta tán-
ingahljómsveit f heiminum.
Piltarnir eru 4. Það er fyrsti
gíta-ristinn, John Lennon, 23 ára
gamall ,og nýlega giftur stúlku
að nafni Cyntia. Lennon fékk
áhuga á músik á barnsaldri, þeg
ar móðir hans gaf honum banjó.
Seinna, þegar hann var eldri, fór
hann f byggingavinnu, og það
fyrsta, sem hann keypti sér,
var gítar, sem hann hékk yfir
öllum stundum síðan. Annar gít-
aristi er yngstur þeirra félaga
og heitir Georg Harrison. Faðir
hans var sjómaður, sem ók
strætisvagni, þegar hann var
ekki á sjónum, og spilaði á
gítar þegar hann var ekki
að aka strætisvagni . Georg
hafði sömu ást á gftarmúsik og
faðir hans. Þegar hann var bú-
inn með skólann f Liverpool,
hóf hann að laera rafmagnsverk-
hringur) vegna þess að hann
gengur jafnan með fjölda hringa
á höndum sér. Áður en Ringo
gekk f lið með The Beatles hafði
hann lengi spilað , „beatnik-
hljómsveit, og eins og fleiri af
þeim góðu mönnum var hann
með alskegg. Lennon, Harrison
og MacCartney höfðu lengi
þekkt hann, en er þeir buðu hon
um til sfn. örkuðu þeir til móts
við hann á járnbrautarstöðina,
staðráðnir í að fara með hann
beint á næstu rakarastofu og
svipta hann þar sínu ágæta
skeggi. En til þess kom ekki,
því að þegar Ringo stökk út úr
lestinni, var hann hreinrakaður.
Satt að segja hefði ekki veitt
af að fara með piltinn á rak-
arastofu, þótt hann væri búinn
að fórna skegginu. Þvf að í
stað þess að áður var neðri
hluti andlits hans hulinn hári,
var það nú efri hlutinn. Það
var nefnilega Ringo, sem inn-
leiddi hina sérkennilegu „klipp-
ingu“ þeirra. Hinir urðu svo
hrifnir, að þeir steinhættu að
láta klippa sig, og árangurinn
er sá, að f Ameríku og jafnvel
á Englandi, eru þeir oft kallað-
ir „Shaggy dogs“ (shaggy =
úfinn, loðinn.
'jphe Beatles byrjuðu eins og
flestar táningahljómsveitir
að leika á litlum klúbbum og í
partýum, og þeim gekk ekkert
betur en hverjum öðrum, En dag
einn villtist svo „stjörnuveið-
ari“ niður f kjallarann til þeirra
og uppgötvaði þá. Honum sagð-
ist síðar svo frá, að hann vissi
í raun og veru ekki, af hverju
hann valdi þá.
Þegar The Beatles koma fram,
Enskir unglingar ganga af
göflunum þegar þeir syngja
fræði, en aðaláhugamál hans var
gamall gítar, sem hann hafði orð
ið sér úti um. Þriðji gftaristinn
nefnist Paui MacCartney. Faðir
hans var baðmullarsölumaður á
þeim tíma, sem það var hinn
virðulegasti atvinnuvegur f Liv-
erpool-borg. En hann hafði einn-
ig önnur áhugamál. í frftfmum
sfnum var hann tónlistarmaður
og hafði hljómsveit, sem kölluð
var „M&c’s Jazz Band“. Tromm-
arinn, sem kom sfðastur f hóp-
inn, er Ringo Starr. Hans rétta
nafn er Richard Starkney, en
hann er kallaður Ringo (ring =
verður allt vitlaust. Fólk argar
og stappar, veinar og skrækir,
sumir falla í yfirlið, og aðrir
reyna allt, sem þeir geta, til
þess að snerta þá. Stúlka nokk-
ur gat eitt sinn troðizt gegnum
röð lögregluþjónanna, og fleygði
sér þá þegar um hálsinn á Ringo
Starr. Lögregluþjónar komu og
reyndu að draga hana burt, en
hún barðist um á hæl og
hnakka. Þá brosti Ringo til henn
ar, og eftir það áttu lögreglu-
þjónarnir ekki f neinum vand-
ræðum með ungfrúna, þvf að
það steinleið yfir hana. öðru
sinni gat stúlka strokið hend-
inni um vanga Pauls, hneig síð-
an niður með sælusvip og sagði:
— Nú get ég dáið hamingju-
söm.
Og hvað er það eiginlega sem
gerir þá félagana svona vinsæla?
Margir hafa reynt að svara
þessari spurningu, og fá svörin
eru eins. Sumir segja, að það
séu hásar raddir þeirra, sem
framleiða álíka hávaða og þoku-
lúðrarnir á Pier Head, og hinn
þrumandi, tryllti rhytmi þeirra.
Aðrir segja, að það sé hinn æs-
andi trommuleikur Ringos, og
enn aðrir að það séu hinir mögn
uðu „effektar", bergmálstækis-
ins. Líklega er rétta svarið
blanda af þessu öllu og svo það,
hversu góð tök þeir hafa á á-
heyrendum sínum. Strfðnisleg
leiftrandi glott þeirra, hvernig
þeir þeyta til lubbanum, og ó-
svífnin sem þeir sýna áheyrend-
um, allt hjálpast þetta að.
JFjað er eiginlega ótrúlegt, að
Bretar, sem alla tíð hafa
verið álitnir hlédrægir, rólegir
og virðulegir, skuli sleppa sér
svona algerlega yfir táninga-
hljómsveit.
— Og látið ykkur ekki detta
í hug, að það séu bara brezku
unglingamir, sem fara til að sjá
þá. Nei, ó nei. Drottningarmóð-
irin fór til þess að hlusta á þá
ekki alls fyrir löngu, ásamt
Snowdon lávarði og Ijósmynd-
ara, og þau voru stórhrifin. Við
það tækifæri gekk John Lennon
að hljóðnemanum og urraði: —
Þið þarna f ódýru sætunum,
klappið þið, en þið, sagði hann
svo og bandaði úfnum kollinum
að konunglegu stúkunni, hrist-
ið gimsteinana ykkar.
Lögreglan í Liverpool hugsar
til þess með óhug, að núna í
desember munu The Beatles
halda stærstu hljómleika, sem
þeir hafa haldið. Húsið, sem tón
leikarnir verða haldnir í, rúm-
ar 5000 manns, og allir
miðar eru búnir fyrir löngu.
Auk þess gerir lögreglan ráð
fyrir, að minnst 50 — 60 þúsund
manns safnist saman fyrir fram-
an húsið til þess að reyna að
sjá hetjurnar og troðast inn.
Engin frf eru gefin hjá lögregl-
unni þann dag.
Það væri nógu gaman að sjá,
hvernig íslenzk æska tæki þess-
um herrum, en varla þarf að bú-
ast við þeim hingað, því að þeir
eru jú fyrsta flokks, en plötur
þeirra eru þó þegar farnar að
berast.
835 eru á svörtum
lista hjá bönkunum
— enn ein tilrnun gerð til nð stöðvn tékknmisnotkun
Þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir af
hálfu banka og sparisjóða, hefur
gengið illa að koma f veg fyrir
misnotkun á tékkum. Frá því 1956
hefur alls 835 reikningum verið lok
að og eigendur þessara reikninga
settir á svokallaðan svartan lista.
Á mánudaginn mun Seðlabankinn
byrja að innheimta innstæðuiausa
tékka fyrir innlánsstofnanir í
Reykjavík og nágrenni. Þá mun
bankinn og standa fyrir allsherjar-
tékka-upngjöri öðru hverju. Þessar
ráðstafanir eru gerðar til þess að
auka traust manna á tékkaviðskipt
um.
Björn Tryggvason, skrifstofustj.
Seðlabankans og Steindór Hjörleifs
son, yfirmaður ávísanaskiptideildar
Seðlabankans, ræddu við blaða-
menn nýlega um þessar nýju að-
gerðir Seðlabankans.
Notkun tékka hefur aukizt gífur-
lega undanfarin ár. Má nefna sem
dæmi, að samanlögð upphæð þeirra
tékka, sem bankar og sparisjóðir
skiptust á í ávísanaskiptum við
Seðlabankann, námu 1958 7,6 millj
öðrum króna, en á sfðasta ári 19,4
milljörðum króna. Þrátt fyrir ýms-
ar ráðstafanir hafa alltaf talsverð
brögð verið að þvf, að innstæðu-
lausir tékkar væru f umferð. Hinn
9 .nóv. sl. fór fram allsherjar tékka
uppgjör milli banka og :parisjóða
í Reykjavfk og nágrenni. Kom þá
í ljós að f umferð þennan eina
dag voru 210 innstæðulausir tékk-
ar, og voru þeir að fjárhæð sam-
tals um 5,8 milljónir króna.
Seðlabankinn tók að sér inn-
heimtu umræddra tékka og krafði
útgefendur þeirra um full inn-
heimtulaun, auk tékkafjárhæðar.
Innheimtulaunin urðu rúmlega
402 þús., og rann sú fjárhæð til
Rauða Kross Islands.
Vegna áframhaldandi misnotkun
ar tékka, sem ekki hefur tekizt
að stöðva, þrátt fyrir róttækar að-
gerðir, hefur Seðlabankinn tekið að
sér að innheimta um óákveðinn
tfma alla innstæðulausa tékka, er
innlánastofnanir í Reykjavík og ná
grenni eignast. Munu allir slfkir
tékkar ganga beint til Seðlabank-
ans og hann síðan innheimta þá
fyrir hönd innlausnarstofnana með
fullum innheimtulaunum. Jafn-
framt þessum innheimtuaðgerðum
mun allsherjar tékkauppgjör verða
látið fara fram við og við.
Tilgangurinn með umneddum að
gerðum er að sjálfsögðu að sporna
við misnotkun tékka og um leið
að auka traust manna á þeim, svo
að þeir geti gegnt þvf mikilvæga
hlutverki, sem þeim er ætlað í
viðskiptalífinu.
ff«BCESSJKSaaíÆ2I«