Vísir - 21.01.1964, Page 5
VlSIR . Þriðjudagur 21. janúar 1964.
utlond °í
nLorgiin 0 útlönd í morgun útlönd í morgun / útlönd í morgun
BREZK HERSKIP SEND TIL
STRANDA TANSANYIKA
Brezkt flugvélaskip, CENT-
AUR, er á leiðinni til stranda
Tanganyika, og á því 600 land-
gönguITðar,, og tundurspillir fylg
ir flugvélaskipinu. Þar er fyrir
brezk freigáta. Landganga liðs
af herskipunum hefur ekki ver-
ið fyrirskipuð enn, og er beðið
átekta. Tekið er fram, að hér sé
um öryggisráðstafanir að ræða
til verndar Iffi og eignum
brezkra manna.
Haft er eftir samveldisráð-
herra Bretlands, Duncan-Sand-
ys, að rétt sé, og hyggilegast,
að grípa ekki til þess ráðs að
setja Iið á land, nema í ýtrustu
nauðsyn.
Auk þess sem herskip hafa
verið send til landsins hefur 800
manna skozkt lið, sem var við
heræfingar í Aden, verið sent í
skyndi aftur til bækistöðva
sinna í Kenya, og verður það
haft þar viðbúið.
Allt þetta sýnir, hve hættulegt
ástandið er talið.
HVAR ER JULIUS
NYERERE?
Óvissan stafar ekki sízt af
því, að enginn virðist vita með
vissu hvar höfuðleiðtogi þjóðar-
innar er, Julius Nyerere forseti.
Forsetahöllin var umkringd her-
liði í gær, en sagt að hann væri
í Arusha f norðurhluta landsins.
Það hefur ekki verið staðfest.
ORSÖK
UPPREISNARINNAR
sem var í annarri af tveimur
deildum Tanganyikahers, virðist
hafa verið óánægja hermanna
og ágreiningur milli þeirra og
brezkra liðsforingja og undir-
foringja.
Af þeim v.oru um 25—30 tekn-
ir með valdi og settir upp £ flug-
vél, sem var að fara til Nairobi,
og sfðar sendu uppreisnarmenn
konur þeirra og börn á eftir
þeim.
Uppreisninni virðist hafa ver-
ið lokið að mestu eftir einn sól-
arhring.
VEL ÞJÁLFAÐIR
BYLTINGARMENN
Fréttaritari SUNDAY TIMES,
sem slapp nauðulega frá Zansi-
bar í flugvél af CESSNA-gerð,
sem hann flaug sjálfur, segir
raunverulega hafa verið herlög
í gildi, og byltingarmenn Okello
greinilega verið vel þjálfaðir.
Á dagskrá efri deildar voru
tvö mál.
Fjármálaráðherra, Gunnar
Thoroddsen, lagði fram frv. til
fyrstu umræðu, um afnám s. n.
verðlagsskrár. I athugasemd við
frv. segir, að samkv. lögum frá
1962 hafi skattstjórum verið fal-
in störf yfirskattanefnda, en þar
sem talið er, að ákvæði laga
um verðlagsskrár hafi ekki leng-
ur hagnýtt gildi, er ástæðulaust
að halda Utreikningi þeirra á-
fram og er því lagt til, að hann
verði felldur niður. Lögin voru
send Búnaðarfél. lslands til um-
sagnar og var hún þeim sam-
þykk.
Einnig var til 2. umræðu frv.
um sölu tveggja jarða, Litla-
gerðis í Grýtubakkahreppi og
Miðhúsa i Egilsstaðahreppi.
í neðri deild voru fjögur mál
á dagskrá. Félagsmálaráðherra,
Emil Jónsson, lagði fram til
fyrstu umræðu frv. um hækkun
almannabóta annarra en fjöl-
skyldubóta. ffemur hún 15%,
og er það í samræmi við hinar
síðustu launahækkanir. Segir i
frv. að bætur þessar skuli greidd
ar með 32,25% álagi I stað
15%, sem ákveðið var með lög-
um frá 9. des. s.l. Nemur hækk-
un þessi um 74,4 millj. króna
og skiptist þannig: Ellilífeyrir
47,3 millj., örorkulífeyrir og ör-
orkustyrkur 12 millj., aðrar bæt-
ur 13,6 millj. og tillag til vara-
sjóðs 1,5 millj.
Greiðsla þessara bóta verður
í einu lagi í júnílok n.k. fyrir sex
Menn spyrja hvaða erindi Ok-
elio eigi f Tanganyika — telja
margir líklegra að hann hafi þar
fingur með í spilinu heldur en
að hann hafi farið þangað til
þess að hvíla sig. Okello er
skrautgjarn sem blökkumenn
margir, og hefur látið taka af
sér myndir, þar sem hann er
klæddur einkennisjakka með
axlaskúfum, en á borði við hlið
hans var biblían, og I henni
kvaðst hann hafa lesið um allt
það, sem hann þurfi að vita til
þess að geta gert stjórnarbylt-
ingu.
Myndin er af hinum nýju valdhöfum í Zansibar — í miðjunni er John Okello, sem kallar sig aðal-
byltingarmanninn og „marskálk“ — og segir SUNDAY TIMES, sem birtir myndina, að félagar hans
á myndinni hafi allir verið þjálfaðir á Kúbu eða f löndunum innan járntjalds. Og nú hefur bylt-
ingin breiðzt til Tanganyika — þar brauzt út uppreisn í hernum nærri samtfmis og Okeilo kom þangað
„sér til hvíldar og hressingar eftir byltinguna á Zansibar“!
fyrstu mánuði ársins vegna þess
að tekjur verða ekki innheimtar
fyrir þann tíma.
Þessar hækkanir ná ekki til
fjölskyldubóta vegna þess að
þær eru tengdar persónufrá-
drætti og álagningu útsvars.
Sagði félagsmálaráðherra, að í
efri deild lægi frammi svipað
frv. borið fram af Alfreð Gisla-
syni (Ab). Liti hann á það sem
stuðning þessu frv. ríkisstjórn-
arinnar. Var málinu sfðan vísað
til annarrar umræðu og heil-
brigðis- og félagsmálanefndar.
Þá var, eftir 3ju umræðu, bor-
ið undir atkvæði og samþykkt
frv. um meðferð á ölvuðum og
drykkjusjúkum mönnum. Var
fundi síðan frestað.
ATVINNA
Röskur og áreiðanlegur maður óskast til starfa
í afgreiðslu vorri. Þarf að geta svarað í síma.
KIÖTVER HF.
Dugguvogi 3. Sími 11451 og 34340.
AÐALBÓKARI
Starf aðalbókara er laust frá 1. marz n. k.
Eiginhandar umsókn ásamt mynd og upplýs-
iJlaUgaJjttlö.B J „ „
mgum um fyrn storf oskast send skrifstofu
vorn.
rfprtrr
HOTEL SAGA
REYKJARPÍPUR
Reykjarpípur. Mikið úrval. Heimsþekkt merki.
Hagstætt verð. Verzlunin Þöll, Veltusundi 3,
gegnt Hótel ísland bifreiðastæðinu.
TILKYNNING
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi há-
marksverð á brauðum í smásölu.
Tilkynning nr. 12/1963 heldur gildi sínu.
Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. • ■ • • kr. 10,00
Normalbrauð, 1250 gr..— 10,00
Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en
að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli
við ofangreint verð.
Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf-
andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði
við hámarksverðið.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið
vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 18. janúar 1964.
Verðlagsstjórinn.