Vísir - 21.01.1964, Page 6
6
I
1 M Þessar 50 áfengisflöskur voru m. a. teknar af unglingum við inn-
göngudyr Lidós á gamlárskvöld.
Leitað á ungum
stúlkum / Lídó
Konráð Guðmundsson, forstjóri
Lidós, hefir undanfarið beðið
ýmis blöð fyrir það, sem hann
kallar „leiðréttingu“ á frétt Vís-
is 3. janúar um að leit hafi ver-
ið gerð á unglingum við inn-
göngudyr Lidós á gamlárskvöld
og af þeim teknar um 50 flöskur
af áfengi. Reynir forstjórinn að
bera brigður á sannleiksgildi
þeirra ummæla að leitað hafi
verið á stúlkum við innganginn
og áfengi þar tekið af þeim. Það
er hins vegar staðreynd í þessu
máli, sem fjöldi vitna getur bor-
ið um, að vörzlumenn Lidós
gerðu áfengisleit á ungum stúlk-
um við innganginn á gamlárs-
kvöld, skipuðu þeim að opna
veski sín og leituðu í vösum
klæða þeirra. Var nokkurt magn
áfengis gert upptækt við þessa
leit. Á stéttinni við anddyrið
misstu m. a. tvær stúlkur á.
fepgispela, sem þær höfðu duli$
á sér innanklæða.
Á þessar staðreyndir fær for-
stj. Lídós ekki dregið dul þrátt
fyrir tilraunir slnar í þá átt með
hártogunum 1 leiðréttingum sin-
um í blöðunum, — meir en hálf-
um mánuði eftir að atburðurinn
átti sér stað. Er Vísir fús til
þess að upplýsa ýmsa fleiri sér-
stæða atburði sem áttu sér stað
í Lidó þetta kvöld, ef tilefni
gefst til.
Vísir ritaði á sínum tíma um
þetta mál til þess að varpa ljósi
á það hve alvarlegt áfengis-
vandamál æskunnar er orðið í
Reykjavík og til þess að undir-
strika hver nauðsyn er á þvi að
grípa þar I taumana. Er vand-
séð hver tilgangur forráða-
manna Lidós er, þegar þeir nú
nokkru seinna gera tilraunir til
sm hér
,-rn )
NæBonsokkar —
Framhald af bls. 7
Hume Carothers var löglega af-
sakaður, því að vel heppnuð
sjálfsmorðstilraun hafði bundið
endi á frægðarferil hans hjá
„du Pont“ tveim árum áður.
Hann varð aðeins 42 ára. Allar
tilraunirnar og öll heilabrotin I
sambandi við uppfinningu þessa
gerviefnis höfðu tekið svo á
hann, að I geðveikikasti svipti
hann sig llfi.
Upphaflega kallaði Carothers
efni sitt „Fiber 66“, en I auglýs-
ingadeild „du Pont“ sáu menn
fljótlega, að það nafn myndi
ekki segja almenningi mikið og
fundu út að „Norun" yrði betra
nafn. „No run“ — engin lykkju-
föll. Síðar varð það að Nyron,
Nulon og Nilon, en þar sem öll
þessi nöfn voru þegar notuð á
aðra hluti eða að erfitt var að
bera þau fram, var á endanum
ákveðið að kalla efnið Nylon —
jafnvel þótt skósverta með
þessu nafni hefði verið fram-
leidd I Bretlandi slðan árið
1850.
Hinn 15. maí 1940 gátu banda
rlskar konur I fyrsta skipti
keypt nælonsokka I verzlunum. |
Það gerðist um leið alls staðar |
1 Bandaríkjunum. Sokkarnir
seldust upp á svipstundu og
það tók mörg ár að fullnægja
eftirspurninni, jafnvel þótt verð
ið væri mjög hátt. Það er sagt,
að eitt par af nælonsokkum hafi
þótt fínasta brúðargjöf, jafnvel
einnig eftir stríðslok.
Árið 1947 má segja að nælon-
sokkarnir hafi verið komnir al-
mennilega á markaðinn I Banda-
ríkjunum. Verðið var mjög hátt
I ifyrstu, einnig víðar um heim,
þar sem þessi vara var sjald-
gæf, og munu vafalaust flestar
íslenzkar konur minnast svarta-
markaðssokkanna.
Verðið á nælonþræðinum er
nú orðið fimm sinnum lægra en
það var, er fyrstu nælonsokk-
arnir voru framleiddir hjá „du
Pont“, og fer það hraðlækkandi
enda þótt aðrar vörur fari sl-
hækkandi.
Garnþykktin, sem notuð var
I fyrstu nælonsokkana, var 40
denier (denier — gramm á kíló-
metra þráðarins), en nú er al-
gengasta þykktin 15 — 20 deni-
er og I þynnstu samkvæmis-
sokkunum er aðeins 12 denier-
þráður.
Og er furða, þótt við segjum?
Að hugsa sér að nælonsokk-
arnir skuli ekki vera nema 25
ára gamlir.
Hjartkær móðir mín,
KRISTÍN GÍSLADÓTTIR,
Öldugötu 2,
andaðist í Borgarspítalanum þann 14. þ. m. Að ósk hennar
hefur útförin farið fram í kyrrþey.
Þakka auðsýnda hluttekningu.
Huida Guðmundsson.
Fiskverð —
Framh. af bls. 1.
eða óbeint á venjulegan hluta af
framleiðslukostnaði frystihúsanna.
í þessu sambandi er rétt að taka
fram, að fiskseljendur hafa rétt-
mætra hagsmuna að gæta um það,
að eigi verði annað talið til fram-
leiðslukostnaðar en þar á heima
og á athugun sú, sem áður er get-
ið, á fasta- og framleiðslukostnaði
frystihúsanna, m.a. að gefa fisk-
seljendum tækifæri til hagsmuna-
gæzlu gagnvart fiskkaupendum að
þessu leyti.
Að því er varðar þá 15% kaup-
hækkun ,er varð I desembermán-
uði sl. ber sérstaklega að gæta
þess, að miðað er við, að frystihús-
eigendur muni af opinberri hálfu
fá aðstoð til þess að mæta þeim
kostnaðarauka, er nefnd kauphækk
un leggur á framleiðslu þeirra. Er
miðað við, að sú aðstoð geti num-
ið allt að kr. 0.30 á hvert kg. hrá-
efnis, þannig að hækka megi á-
ætlað viðmiðunarverð úr kr. 2.55
1 kr. 2.85.
Þegar þessi atriði eru virt, og
litið er til gagna þeirra og upp-
lýsinga, sem tiltæk hafa verið, tel-
ur oddamaður eigi fyrir hendi
grundvöll samkv. meginreglu 1.
mgr. 7. gr. laga nr. 97/1961 til þess
að hækka við þessa verðlagningu
meðalverð það á ferskfiski, sem
samþykkt va>r af yfirnefnd I janúar
1963 og gilti til loka þess árs. Er
atkvæði oddamanns samkvæmt
því það ,að meðalverðið kr. 3.24 á
slægðum þorski og ýsu með haus
standi óbreytt, enda er við þá á-
kv. höfð I huga batn. framleiðni
frystihúsanna, er gefa á möguleika
til betri greiðslugetu, og svo llkur
til þess, að verðlag á erlendum
markaði á Islenzkum sjávarafurð-
um hækki frekar en lækki.
Með þvi að tillaga oddamanns
um •jTieðalverð liggur þannig milli
framangreindra,, tjjjágm frMrúa
fiskkaupenda og fiskseljenda, verð
ur samkvæmt venjulegum dómskap
arreglum meðalverð það, er hún fel
ur I sér, gr. 3.24, það verð, er
gilda skal eigi skemur en verðlags
tfmabilið frá 1. janúar til 31. mai
1964, sbr. 7 gr. laga nr. 97/1961,
en tekin verður sérstaklega ákvörð
un um það, hvort þessi verðákvörð
un skuli gilda lengur.
Reykjavík, 20. janúar 1964.
Hákon Guðmundsson,
Með sklrskotum til sératkvæðis:
Tryggvi Helgason,
Kristján Ragnarsson.
Með sklrskotum til sératkvæðis:
Helgi G. Þórðarson,
Valgarð J. Ólafsson".
I sératkvæði fiskkaupeda segir,
að það hafi verið niðurstaða kostn-
aðaráætlunar meðalfrystihússins,
að unnt væri að greiða 2.55 gr. pr.
kg., en til viðbótar kæmi sú aura-
tala, er upplýst væri að rlkisvaldið
muni bæta fiskverkendum til að
mæta síðustu 15% kauphækkun og
talin er samsvara 0,32 kr. pr. kg.
Tillaga fiskkaupenda væri þvl 2.87
pr. kg.
1® deyja
Framh. af bls. 16.
krabbi fari hér allört vaxandi,
þannig að á næstu fjórum árum
deyi 100 íslendingar úr þessum
sjúkdómi. Væri þvl hin mesta
nauðsyn að menn hættu að
reykja sfgarettur, en miklir
reykingamenn, þ. e. þeir sem
reykja meir en einn pakka á
dag, eru í þessari sjúkdóms-
hættu. Pípan er tiltölulega mein-
-laus og einnig vindlar. Ráðlagði
prófessorinn konum að hefja
pípureykingar en hætta við
sígarettuna. Þá benti hann einn
ig á að miklar reykingar orsök-
úðu krabbamein á fleiri stöðum,
t. d. benti hann á það, að fjórða
Villandi greinargerð
póstmeistara — Þögn
um aðalatriðið
Vegna athugasemdar póstmeist
ara I Vísi 15. þ. m., „Enn um
upprifnu bréfin", vil ég taka
fram eftirfarandi:
í bréfi mfnu 18. des. 1962 var
fyrst og fremst kvartað um upp
rifið bréf, sem kom á skrifstofii
h.f. Júpíters daginn áður, 17.
des. 1962, með þessum orðum:
„Nú I gær kom hingað bréf frá
Peter Hein K.-G. I Cuxhaven,
sem hafði verið rifið upp. Þetta
bréf var stflað til h.f. Júpíters.
Við höfum ekki tekið innihald
umslagsins úr þvl, það er hjá
okkur með þeim ummerkjum,
sem það kom úr pósti, og er
til sýnis fyrir yður þannig á
skrifstofu okkar“.
Þessu hefur póstmeistari engu
svarað og hvorki hann né nokk-
ur maður frá póstinum talað um
efni þessa bréfs við mig. Var
þó ekki liðinn nema einn sól-
arhringur frá þvl að upprifna
bréfið kom og þar til kvartað
var um það bréflega.
Tryggvi Ófeigsson.
hvert heilaæxli, sem upp kæmi
I Bandaríkjunum, stafaði af
lungnakrabbameini. Þá yllu reyk
ingar og magasári.
Hættumerki er það, þegar
reykingamenn fá harðan, vond-
an hósta, ekki aðeins á morgn-
ana, heldur einnig á daginn. Þá
er kominn tími til þess að hætta
að reykja, sagði hann.
Bygging —
Framh. af bls. 16.
hitaveitustjóri.
Fyrsti áfanginn, sem reistur
verður, er tveggja hæða hús,
auk kjallara, að flatarmáli rúm-
lega 500 fermetrar. Talað hefur
verið um að þar verði til húsa
deildir 1 eðlisfræði, stærðfræði,
efnafræði og jarðeðlisfræði.
Datt út —
Framh. af bls. 1.
slapp við alvarleg meiðsli.
I gær slasaðist maður I Kork-
iðjunni, er hlass féll af bll og lenti
á honum. Farið var með manninn
I slysavarðstofuna, en blaðinu er
ekki kunnugt um hve meiðslin voru
mikil.
Litlp munaði að slys hlytist af,
er maður hljóp á bifreið á Borgar-
túni um hálf fimm leytið I gær.
Maðurinn slapp en bifreiðin
skemmdist hins vegar óg má segja
að það séu næsta fátíð hlutverka-
skipti.
I gærkvöldi og nótt hirti lðgregl-
an tvo menn, annan sofandi undir
stýri bifreiðar sinnar I miðbænum,
en hinn liggjandi I blóði slnu I
húsasundi. Sá hafði hlotið skurð á
höfuð og var hann saumaður sam-
an I slysavarðstofunni.
Teiknilampar
nýkomnir
. Ljós og hiti
GarSastræti 2 Inngangur frá Vesturgötu. Sími 15184.
Mjög vandaðir
HEFILBEKKIR
Stærð 220 cm.
nýkomnir.
jHHfk
LUDVIG
STORR
Sími 1-3333