Vísir - 21.01.1964, Page 7

Vísir - 21.01.1964, Page 7
VISIR . Þriðjudagur 21. janúar 1964. MSHHHSJJBPnTHF Þessa dagana eiga nælon- sokkarnir 25 ára afmæli. 25 ár eru liBin síðan fyrstu nælon- sokkarnir komu fram á sjónar- sviðið í Bandaríkjunum. Þeir voru á löngum grönnum fót- Ieggjum einnar sýningastúlku, og sagt er, að þeir hafi vakið svo mikla athygli, að flestir við staddir tóku eiginlega ekki eftir sýningarstúlkunni sjálfri, heldur störðu aðeins á fótleggi hennar. Það var efnatilraunastofa „du Ponts“ efnaverksmiðjunnar í Bandaríkjunum, sem stóð fyrir þvl, að þessi sýningastúlka kom fram á iðnsýningu, sem ár- lega er haldin í San Fransisco. Og það var enginn, sem lét það á sig fá, þótt sá, sem fann upp nælonið, væri ekki viðstaddur. Uppfinningamaðurinn Wallace Framhald ð bls. 6 Sá sem fann upp nælon, Wallace Hume Carothers. Hann sá ekki ávöxt erfiðis síns, því að áður en nælonsokkar komu almennt á markaðinn hafði hann svipt sig lífi. 1 mmmmir; —i----i Hvaða kona vill nú í dag vera án nælonsokka? Tjegar þetta er ritað, hafa 5 umferðir verið tefldar á Al- þjóðaskákmótinu í Reykjavlk og línur nokkuð teknar að skýrast, þótt auðvitað sé allt of snemmt að slá nokkru föstu um úrslitin. En greinilegt er hins vegar, að Mikael Tal ætlar ekki að verða skotaskuld úr því að leggja and- stæðinga sína að velli. Af þeim fimm skákum, sem hann hefur lokið við að tefla, hefur hann unnið allar. Það út af fyrir sig er góð vísbending þess, sem koma skal. En þegar þess er enn fremur gætt, hvernig hann gengur milli bols og höfuðs á andstæðingunum, verður manni á að álíta, að mjög erfitt verði að hefta sigurgöngu hans I þetta sinn. Friðrik hefur að vlsu gert að- eins eitt jafntefli og unnið þrjár skákir, en samkvæmt nýjustu fréttum er hann veikur og varð að fresta fimmtu skák hans. Getur það haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir hann, þótt maður voni í lengstu lög, að vígstaðan snúist honum I hag um síðir. Vinningsskákir hans hafa verið mjög sannfærandi, sigurinn fengizt eftir snarpar sóknarlot- d"'' ligoric varð að láta I minni pokann fyrir Tal, en aðrar skákir hefur hann unnið, nema hvað hann á eina biðskák við Guðmund Pálmason. Þó má telja víst, að hann eigi vinning I henni, þar eð staða hans er miklu betri. Gligoric hefur allt öðru vísi stíl en Tal og Friðrik. Teflir hann ,,strategiskara“, þótt hann eigi það auðvitað til að beita „taktískum“ brögðum, eins og I skákinni við Wade, er hon- um tókst að losna úr klóm Ný- sjálendingsins og fá betra tafl. Johannessen byrjaði á að tapa illa fyrir Tal, en síðan hefur hann teflt mjög vel, unnið tvær skákir og á betri biðskák gegn Gaprindasvili. Haldi hann þessu sama striki áfram, getur hann orðið skeinuhættur um efstu sæt in. Stíll Johannessens einkennist af rólegri stöðuþróun, þótt hann sleppi ekki hendi af leikfléttum, fái hann færi á þeim, eins og I skákinni við Arinbjörn. Wade er hinn dæmigerði „position“-skákmaður, sem ó- gjarnan hættir sér út I neinar flækjur. Stíllinn er þumbaraleg- ur, en ekki skyidu menn þó van- meta hann, eins og fór fyrir Magnúsi Sólmundarsyni I fyrstu umferð. Magnús átti unna stöðu, en fór af geyst I sakirnar og tókst Wade að ná gagnsókn og síðan jafntefii með þráskák, er hann hafði fórnað hrók og ridd- ara. Upp á slíkum brellum geta jafnvel hinir einhæfustu stöðu- baráttumenn tekið. /'■ aprindasvili fór vel af stað, sigraði Trausta í fyrstu um- íæð og gerði slðan jafntefli við Friðrik I annarri. Þá tapaði hún fvrir Ingvari I þriðju eftir harða SKÁKÞÁTTUR ,\V.V.,.V.V.W.V.,.V.V.V.V.V.,.V.V.V.V.V/AV.W. Ingvar Asmundsson — Þórir Olafsson ‘.■.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAWJWMW meðalkvenmaður á ferð. Ingi R. teflir vel að vanda og er alltaf öruggur fulltrúi. Tap hans gegn Tal er fyrirgefanlegt, því sóknarþungi Rússans var yf- irþyrmandi, þótt sjaldgæft sé, að sjá Inga lagðan af slíkri skyndingu. Um aðra keppendur er enn fitt að segja. Þeir virðast eiga það sameiginlegt að vera fram- úrskarandi mistækir, hvort sem um er að kenna taugaóstyrk eða reynsluleysi I slíkri hörkukeppni sem þessari. Einna erfiðlegast gengur þeim Trausta, Freysteini De3, —: Óvæntur leikur og ekta Tal-leikur! Það virðist kjörorð Tals, að komist spenna I stöð- una, þá sé sjálfsagt að auka hana sem mest. 23. Rd7 24. Rf5, f6 25. Dg3, Dc7 26. Dg4!, — Enn einn Tal-Ieikur, sem býður upp á peðsfórn. Svartur leggur ekki I að taka peðið, einkum vegna Hcl. Hann tekur nú þann kost- inn að fórna skiptamun, ef með því mætti takast að friða goðin. 26. —, Re5 27. Bxe5, Hxe5. Ef 27. —, fxe5, þá 28. exd5 og vinnur peð. Ekki má heldur leika 27. —, Dxe5 vegna 28. Rh6t og síðan 29. Rf7f og vinn- ur drottninguna. 28. Rh6f, Kh8 29. Rf7f, Dxf7 30. Dxc8, Bb7 31. Dc3, - Tal var óánægður með þennan Ieik og benti á Db8. 31. —, b4 32. Dcl, dxe4. Svartur reynir að ná því mót- vægi, sem kostur er á og hefur nú fengið peð upp I skiptamun- artapið. Það dugir þó engan veg inn til, eins og nú kemur I ljós. 33. Hd8!, g5 34. Dd2, Bc6 35. Dd6, Be8 36. Db8, Kg7 37. Hxe4, Hb5 38. Da8, Bd7 39. Bd3!, Hd5 40. Hxf8!, og svartur gafst upp, þar eð frekara liðstap er óumflýjanlegt. Þ. Ó. TAL. baráttu. Var hún I vörn lengst af, þótt hún bryddaði I sífellu upp á gagnsóknartilraunum, mörgum stórhættulegum, og mátti Ingvar hvergi slaka á klónni, ef stöðuyfirburðirnir áttu ekki að glatast. Ungfrúin hefur tamið sér lipran sóknar- stll og lætur henni bezt að hafa frumkvæðið, en veikust virðist hún á svellinu I langdregnum flækjum, sbr. skákina við Jo- hannessen. Hafði Gaprindasvili GLIGORIC. lengst af betri stöðu, en Johann- essen varðist fimlega og flækti stöðuna og vann að lokum peð, er stúlkunni leiddist orðið þófið og hugðist einfalda stöðuna með uppskiptum. En jafntefli gegn tveimur af sterkustu skákmönn- um okkar sýna, að hér er engin og Arinbirni að ná sér á strik, en Ingvar og Jón hafa átt nokkra skemmtilega spretti. Verður þessi skák heimsfræg? Ekki er ótrúlegt, að skák þeirra Tals og Gligoric eigi eft- ir að ná heimsfrægð. Kemur þar tvennt til: Frábær nákvæmni Tals I byrjunarleikjunum, svo að erfitt er að benda á neina beina afleiki hjá Júgóslavanum, og síð an hin gereyðandi lokasókn Rússans. Hvítt: M. Tal Svart: S. Gligoric Spánski Ieikurinn: 1. e4, e5 2. Rf3, Rc6 3. Bb5, a6 4. Ba4, Rf6 5. 0-0, Be7 6. Hel, b5 7. Bb3, d6 8. c3, 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2, c5 11. d4, Dc7. Svartur hefir teflt hið svokallaða Morphy afbrigði, sem talin er bezta vörn in gegn Spánska leiknum. 12. Rbd2, Bd7 13. Rfl, Hfe8. Bæði hér og I næsta leik á und- an, komu ýmsar leiðir til greina svártaiij en einkum cxd4 Leikjaröð og eins það, hvort biskupinn er staðsett- ur á d7 eða b7, verður nánast matsatriði. Teorían mælir hins vegar með því að drepa strax á d4 og leika slðan Rc6. 14. b3, cxd4. Úr þvl svartur drap ekki strax á d4, virðist rök réttara að leika nú Rc6 með hótuninni b4. 15. cxd4, Rc6 16. Bb2, Rxd4. Ekki virðist þetta peðsdráp knýj andi nauðsyn. Gott sýnist 16. — Bf8 með hótuninni Rb4. 17. Rxd4, exd4 18. Hacl, Dd8. Svörtum er illa við að hafa drottningu sína I skotlínu hróks- ins, en liprara virðist að leika henni til b7 og biskupnum slð- an til c6. 19. Dxd4, Bf8 20. Hcdl, Hc8 21. Bbl, Bc6 22. Rg3, d5 23. Frá alþj óðaskákmót- inu í Reykjavík

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.