Vísir - 21.01.1964, Blaðsíða 8
8
V1SIR . ÞrlBjudagur 21. janúar 1964,
VISIR
Otgefandl: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjðri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Bretar og landhelgin
Í>AÐ eru mikil tíðindi og merkileg sem gerðust á fiski-
málaráðstefnunni í London nú rétt fyrir helgina og
sagt var frá hér í blaðinu á laugardaginn. Fyrir okkur
íslendinga voru þau sérlega markverð. Þar gerðist
hvorki meira né minna en það að Bretar, forysturíki
þriggja mílna þjóðanna, og önnur Evrópuríki sam-
þykktu að taka upp 12 mílna fiskveiðilögsögu — eftir
að hafa barizt með oddi og egg gegn henni á tveimur
Genfarráðstefnum. Á ytra 6 mílna beltinu fá þjóðir
að vísu að halda sögulegum fiskveiðiréttindum sínum í
þau 20 ár sem samningurinn stendur, en óvíst er hvern-
ig málum verður háttað upp frá því. Talað er um að
slík réttindi eigi að vera ævarandi, en heldur er það
ótrúlegt að samstaða náist um slík forréttindi eftir
tvo áratugi.
Myndin er frá skautahöiiinni nýju sem reist hefur verið í Innsbruck fyrir Olympíuieikana.
Gífurlegur kostnaður við
undirbúning vetrarleikanna
I>AÐ sem hér hefir gerzt er það að Bretar hafa enn
á ný sýnt stjómvizku sína í verki, en kjami hennar er
einmitt sá að sætta sig við orðinn hlut og gera það
bezta úr málunum í stað þess að neita að viðurkenna
staðreyndir. Þeim var ljóst að lengur yrði-«kki andæft
gegn 12 mílna lögsögunni — og þá var sjálfsagt að
taka hana sjálfir upp og telja þjóðir eins og Frakka og
V-Þjóðverja á að gera hið sama. Vitanlega stafar þessi
ákvörðun Breta að miklu einnig af því að kröfur
grunnmiðafiskimanna þeirra um landhelgisvernd urðu
æ háværari með hverju árinu sem\ leið.
FISKIMÁLARÁÐSTEFNAN í London hefir því haft
þann heiður að jarðsetja þriggja mílna regluna. Sú at-
höfn kemur okkur íslendingum ekki á óvart. Og það
er ekki of djúpt tekið í árinni þótt sagt sé að aðgerðir
íslands á undanförnum árum hafi átt stærsta þáttinn í
að sálga þeirri úreltu reglu. ísland hefir hér unnið
brautryðjendastarfið. Þeir atburðir sem gerzt hafa nú
í London, staðfesta ýtarlega, hve sigursæl og skynsam-
leg Iandhelgisbarátta íslendinga hefir verið og hve vel
íslenzk stjórnarforusta hefir þar á málum haldið. Lund-
únasamkomulagið hefir engin áhrif á okkar landhelgi.
í marz falla niður allar undanþágur og við sitjum einir
að henni. Þá skapast ný viðhorf og þá vaknar spum-
ingin um það hvernig við getum bezt hagnýtt okkur
landhelgina í þágu íslenzku útgerðarinnar. Það mál
verður rætt hér síðar.
Hvoð gerum viö?
£)ÖNSK og bandarísk yfirvöjd hafa þegar byrjað
herferð gegn tóbaksnotkun í skólum og undirbúa víð-
tækar aðgerðir á öðrum vettvangi. Sú spurning sem
mönnum hér á landi er efst í huga er þessi: Hvað gera
íslenzk heilbrigðis- og fræðsluyfirvöld í þessu mikla
máli?
|
11
II
■
JjANN 29. janúar eiga vetrar- Jj’REMSTUR í flokki hinna vig-
olympíuleikarnir að hefjast í reifu framkvæmdamanna 1
Innsbruck i Austurríki. Streyma Austurríki er sjálfur borgar-
keppendur og gestir þangað. stjórinn í Innsbruck, hinn hvít-
Má meðal annars geta þess, að hærði Alois Lugger. Vígorð
fjölmennasti keþpendahópurinn
kemur frá Bandaríkjunum, 146
manns og næst koma Þjóðverj-
ar og heimaþjóðin Austurríkis-
menn með 140 þátttakendur.
Ibúatala Innsbruck er 100 þús
und, en nú munu 10 þús. manns
gista I sjálfum bænum og 40
þúsund í næsta nágrenni hans.
En búast má við að 100 þúsund
gestir komi I bæinn hvern keppn
isdag eða álíka margir og allir
bæjarbúar.
JjEGAR Olympíunefndin ákvað
að vetrarleikarnir skyldu
fara fram í Innsbruck var það
nokkuð dregið í efa, að bæjar-
yfirvöldin og smáríki eins og
Austurríki hefðu bolmagn til að
búa svo glæsilega að keppend-
um og gestum sem reynslan hef
ur t. d. verið á tveim síðustu
vetrarleikjum í Cortina á Italíu
og Squaw Valley í Bandaríkj-
unum.
En raunin hefur orðið önnur.
Austurríkismenn hafa einsett
sér að yfirstíga jafnvel stór-
þjóðirnar í höfðinglegum og
glæsilegum móttökum. Þeir hafa
undanfarin tvö ár unnið að
stórkostlegum framkvæmdum i
Innsbruck, bæði við það að lag-
færa keppnissvæði, skíðabrekk-
ur, stökkpalla, skautahallir og
rennur fyrir bob-sleða. Þeir hafa
reist stórglæsilegt nýtízku olym
píu-þorp, með tólf hæða fbúða-
blokkum, reist urmul af nýjum
gistihúsum, lagt vegi, brýr og
flugvelli. Má m. a. geta þess að
í sambandi við þetta luku þeir
nýlega við að smíða stálboga-
brú, sem hefur lengra haf, en
nokkur önnur brú sinnar tegund
ar 1 Evrópu.
* hans þar sem hann hefur barizt
• fyrir framkvæmdum og fjárfram
lögum hefur verið „Við skulum
slá Cortina og Squaw Valley al-
gerlega út“.
Fyrst þegar austurríska stjórn
in ákvað að styðja að því að
vetrarleikarnir yrðu haldnir í
Innsbruck var gert ráð fyrir að
fjárframlag ríkisins yrði aðeins
um 100 milljón krónur. En í með
ferð málsins hefur þetta breytzt
svo, að lagt hefur verið út í æ
stærri og kostnaðarmeiri fram-
kvæmdir. Er nú svo komið að
talið er að austurrískir skatt-
greiðendur verði að leggja um
milljarð austurrískra schillinga
eða um 1,5 milljarð króna fram
Lil að standa straum af kostnað
inum, eða fimmtán sinnum
hærri upphæð en áætlað var í
upphafi. Er nú svo komið, að
sumir eru farnir að líta á þetta
sem meiriháttar fjármála-
hneyksli.
J hvað hafa þessir fjármunir
farið? Hér skal nefna nokk
ur atriði:
Nýr stökkpallur og áhorfenda
pallar með fram honum sem
taka 60 þús. manns i sæti. En
áður hefur það. aldrei komið
fyrir að áhorfendafjöldi við
stökkpall í Innsbruck færi yfir
20 þúsund.
Skautahöll fyrir 11 þúsund á-
horfendur hefur kostað 130
milljón krónur og 1500 metra
bob-sleðabraut hefur kostað á-
líka.
Þá kemur olympiuþorpið, sem
á að geta tekið á móti 5500 gest
um en vafasamt er að tala kepp
enda og aðstoðarmanna á sjálf-
um Olympfuleikunum verði svo
há.
jyjESTRI gagnrýni hefur lagn-
ings nýs flugvallar sætt.
Áður var lftill flugvöllur við
Innsbruck, aðeins ein flugbraut
og var bannað að lenda á hon-
um nema við sjónflugsskilyrði.
Umferð um hann var sáralítil
eða að meðaltali aðeins ein lend
ing og flugtak á dag.
En nú hefur nýr flugvöllur
verið lagður þarna. Hann verður
aðeins notaður í innanlands-
flugi. Og verið er að reisa
glæsilega flugstöðvarbyggingu,
sem mun kosta um 140 millj.
krónur. Það er nú ljóst, að ekki
tekst að Ijúka byggingu þessari
áður en leikarnir hefjast.
JJG hvað búast menn svo við
að hafa upp í allan þennan
gífurlega kostnað eða 1,5 millj-
arða króna. Því er fljótsvarað,
tekjur af miðasölu og sjónvarps
réttindum munu ekki fara fram
úr 70 milljón krónum.
Þrátt fyrir það eru margir
sem telja Lugger þorgarmeist-
ara sigurvegara f málinu. Á það
má benda að tekjurnar af ferða
fólkinu verða miklar og annað
þýðingarmeira, að með þessum
framkvæmdum öllum er verið
að leggja grundvöllinn að þvf,
að Innsbruck verði ein frægasta
og fullkomnasta ferðamannamið
stöð í ölpunum. Lugger borgar
stjóri er f engum vafa um það,
að þessi fjárfesting muni borga
sig með tímanum. Svo hefur orð
ið með framkvæmdir f Cortina
á Italíu. Sfðan olympíuleikar
voru haldnir þar hefur árleg að
sókn þangað haldið áfram að
aukast. Nú hefur Innsbruck
möguleika til að keppa við sviss
neskar og suður þýzka borgir
um hylli ferðafólks jafnt að
vetri og sumri.