Vísir - 21.01.1964, Side 9

Vísir - 21.01.1964, Side 9
VlSIR . Þriðjudagur 21. janúar 1964. HlJl Rætt við prófessor Níels Dungal um einkenni krabbameins og skaðsemi tóbaksreykinga. Prófessor Niels Dungal var að sleppa símtólinu eftir samtal við skrif- stofustjóra bandaríska krabbameinsfélagsins þegar fréttamaður Vísis kom til prófessorsins í heimsókn, auðvitað í til- efni af birtingu banda- risku læknaskýrslunnar um samband vindlinga- reykinga og lungna- krabbameins. Prófessor- inn svaraði nokkrum spurningum blaða- mannsins um einkenni lungnakrabbameins og myndun þess. Annars sagði hann um leið og við vorum setztir niður: Skýrslan hefur skapað mikla hreyfingu í Bandaríkjunum, !ö sagði skrifstofustjórinn mér. Niðurstöðurnar eru rejmdar flestar löngu umræddar, en rannsóknirnar, sem skýrslan byggist á, eru hinar fullkomn- ustu og öruggustu sem fram- kvæmdar hafa verið. Banda- ríska krabbameinsfélagið hefur byrjað mikla herferð. Það hef- ur fyrr ekki þorað að leggja út í slíka baráttu, einfaldlega af ótta við skaðabótakröfur frá sígarettuframleiðendum. En nú eru fengnar óyggjandi sannanir fyrir staðhæfingum visinda- manna um allan heim og þær eru að finna í skýrslunni. Hún verður upphafið að mikilli her- ferð. Mótleikur. — En segja ekki v.-þýzkir vísindamenn eitthvað annað en hinir bandarísku? — Sú yfirlýsing, sem eignuð er einhverjum v.-þýzkum vis- indamönnum um óhreinindi í andrúmslofti frá bílum og skorsteinum er vafalaust runn- in undan rifjum tóbaksfram- »9 er leiðenda. Nöfn vísindamann- anna eru ekki birt, heimildir eru mjög slæmar eða engar. Þessari frétt hafa tóbaksfram- leiðendur án efa lætt inn á fréttastofurnar með einhverjum ráðum til að draga úr áhrifum bandarísku skýrslunnar, sem þeir hafa óttazt lengi og búið sig undir að vefengja. Þetta er eflaust einn þáttur í þeirri von- lausu baráttu. Myndun lungna- krabbameins — Það væri fróðlegt ef þér vilduð rifja upp það sem álitið er sannað um krabbameins- myndun í sambandi við vind- lingareykingar? — Það tekur langan tima fyrir slgarettuna að verka. Krabbameinið á sér yfirleitt langa sögu I líkama hins sjúka áður en þess verður vart. Það sem gerist er I rauninni tvi- þætt verkun. Þegar tóbakið brennur I 700 gráðu hita við nægilegt loftaðstreymi, eins og á sér stað um sfgarettureyking- ar, myndast efni, sem nefnist 3.4 benzpyren, sterkur krabba- meinsvaldur, sem sezt f slfm- húðarfrumurnar og virðist geta setið þar lengi áður en ber á krabbameini. örlftið er af þessu efni f reyknum, en auk þess eru f honum fjöldi annarra efna, sem geta valdið ertingu og komið krabbameinsmyndun af stað þar sem krabbameins- valdur eins og 3.4 benzpyren er fyrir. I þessu sambandi vil ég geta þess að sígarettuframleiðendur Lunga sýkt af krabbameini. hafa reynt að framleiða síga- rettur, sem brenna við 500 gráðu hita, og mundu þær þá vera þvf sem næst skaðlausar, en það hefur ekki tekizt. Hnefastórt æxli — Hvað má segja að sé næsta stig í myndun krabba- meinsins? — Eftir að það nær að mynd- ast eru lítil takmörk sett fyrir útbreiðslu þess f líkamanum og stærð æxlanna. Ég krufði nýlega lík sjúklings, sem hafði fyrst fengið krabbamein í lungun en það síðan breiðzt út um allan lfkamann, f hrygg, nýrnahettur, lifur og heila. Það er talið f Bandarfkjunum að fjórða hvert heilaæxli, sem þar finnst, sé útsæði frá lungna- krabbameini'. Æxlið getur orðið talsvert stórt, jafnvel meira en hnefastórt, áður en sjúklingur- inn finnur fyrir þvf. — Hver eru frumeinkenni krabbameins? — Mæði, jafnvel blóð I upp- gangi og verkir fyrir bring- spölum. Hóstinn verður oft meiri og harðari eftir að krabbamein byrjar að myndast. Þetta eru óljós einkenni, sem menn átta sig ekki alltaf á. Það er einnig erfitt að fylgjast með myndun krabbameins í fólki. Jafnvel tvær röntgen- skoðanir á ári geta stundum ekki komið f veg fyrir að krabbamein sé orðið talsvert vaxið í lfkamanum þegar það loksins finnst. Stundum má þó Próf. Níels Dungal. a i^Trrnh 'hprp f\i\ finna það snemma með frumu- rannsóknum á uppgangi. — Hversu auðvelt eða erfitt er að bjarga krabbameinssjúk- lingum frá krabbameinsdauða? — Eftir að lungnakrabbinn uppgötvast eru batahorfur ekki góðar fyrir sjúklinginn. í hæsta lagi er hægt að bjarga 6% af sjúklingunum með skurðaðgerð. Uppskurður er einasta von krabbameinssjúk- linga. Og þótt þessar lækningar hafi tekið miklum framförum eru þær mjög erfiðar og til- tölulega sjaldgæft að þær takist vegna útbreiðslu æxlisins. Krabbameinsalda yfirvofandi? — Er lungnakrabbamein al- gengt á íslandi? — Ég get fullyrt að við höf- um ekki fengið að finna fyrir Iungnakrabbanum f eins ríkum mæli og sfðar verður, a.m.k. með sama áframhaldi f reyk- ingum. Aldan er vafalaust að rfsa. Það er tiltölulega skammt síðan sígarettureykingar hafa orðið almennar á Islandi. Fram að 1950 bar mjög lítið á lungna- krabbameini hér en síðan hefur það farið vaxandi. Við byrjuð- um ekki að reykja sígarettur svo nokkru næmi fyrr en í síðari heimsstyrjöldinni, langt á eftir flestum öðrum og erum að sama skapi á eftir öðrum menningarþjóðum um út- breiðslu lungnakrabbameins, t. d. um 25 árum á eftir Bretum. Þess má geta að við upphaf þessa tfma var hitaveitan ný- komin og kolareykur var að hverfa yfir borginni og er nú minni en yfir nokkurri jafn- stórri borg i N.-Evrópu. Við get- ur þvf ekki rakið okkar lungna- krabbamein til olíu- eða kola- bruna. Aðrar afleiðingar sígarettureykinga. — En sígarettureykingar eru sagðar hafa margvfslegar aðrar afleiðingar en krabbamein. Hverjar eru hinar helztu? — I mörgum tilfellum verða sígarettureykingar til að flýta fyrir eða skapa krans- æðastíflu. Hún gengur nú í öldu yfir landið. Tímabil krans- æðastfflunnar hafa yfirleitt ver- ið undanfari krabbameinsöld- unnar. Þá er lítt kannað hvaða áhrif reykingar hafa á fóstrið. Rannsóknirnar sýna að börn þeirra kvenna sem reykja ekki eða a.m.k. takmarkað, séu þyngri en börn hinna sem leykja mikið. Samt getur verið að þyngdin segi ekki alla sög- una. Verið getur að tóbaks- áhrifanna gæti á gáfnafari barnanna en það mál er enn ó- rannsakað. Þá vita allir um berkjubólgu, bronkitis, Lungna- þemba er algengur fylginautur reykingamannsir.s, stórskaðleg og hættuleg. Og þannig mætti lengi telja. — Það er sagt að konur fái sjaldnar krabbamein en karlar? — 1 flestum löndum eru hlut- Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.