Vísir - 28.01.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 28.01.1964, Blaðsíða 2
2 VlSIR . Þriðjudagur 28. janúar 1964. 4** .-i±4 .J4i tr^nou UiRKHHtUHltpÁKU*! JON BIRGIR PETURSSON JAKOB JAKOBSSON FERST í BÍLSLYSI Jakob Jakobsson. Þau hörmulegu tíðindi berast frá Erlangen i Þýzkalandi að Jakob Jakobsson, knattspyrnu- maður frá Akureyri hafi farizt í bilslysi aðfaranótt sl. sunnu- dags. Var Jakob f bifreið með þýzkum hjónum, sem hann bjó hjá og missti ökumaðurinn stjóm á bflnum, er rann á stein vegg með þeim hræðiiegu af- leiðingum sem fyrr er getið. Fréttin um lát Jakobs vakti mikla sorg í röðum iþrótta- manna og raunar mikiu viðar i morgun. Jakob hefur undanfarin ár áunnið sér geysimiklar vin- sældir á knattspymuveilinum, jafnt meðal félaga sinna sem á- horfenda, fyrir háttprúða fram- komu og drengskap í hvívetna. Jakob var i röðum beztu knattspymumanna okkar og hlaut þann helður að leika fyr- ir ísland f landsleikum. Jakob byrjaði ungur að leika með meistaraflokki Akureyringa, og undanfarin sumur hefur hann leikið seinni hluta sumars, þeg- ar hann hefur komið heim frá tannlæknanámi sinu f Þýzka- iandi og hefur hans ætið verið beðið með óþreyju af fé- iögunum. — Jakobs verður minnzt hér á sfðunni einhvern næstu daga. — jbp. Mikið skíðamót / Hlíðarfjalli Ný lyfta tekin í nofkun Geysimikið skfðamót verður haldið f Hliðarfjalli við Akureyri um næstu helgi. Mótsstjórnin býður skiðamönnum sem vilja gista i hinu glæsilega skíðahóteli ó- keypis uppihald, en ferðir verða þeir að greiða sjálfir. Er mótið haldið i tiiefni af hinni nýju skíðalyftu sem tekin verður f notkun um helgina og verður mikil bót fyrir skíðaunnendur. Mikill og góður snjór er nú i Hlið- arfjalli og má búast við skemmti- legu móti. Á iaugardag verður keppt i svigi, en á sunnudag f sveitakeppni og stórsvigi. Keppendur munu sennilega koma frá Reykjavfk, Siglufirði, Ólafsfirði og ísafirði. Heimurinn-England á kvik- mynd í Tjarnarbæ á f immtud. Leikurínn var sem skrautsýning — allt jbað fallega kom fram en Ijótur leikur sást aldrei .... ALFREDO DI STEFANO - einn mesti knattspyrnusnillingur allra tfma. HEIMURINN — ENGLAND - mesta knattspyrnukappleik, sem líkléga hefur verið „settur á svið“ var sjónvarpað á sínum tíma af BBC og nú á fimmtu- daginn munu Reykvíkingar geta séð allan leikinn frá mínútu til mínútu eins og hann gekk fyrir sig. Það er KSÍ, sem hefur keypt myndina hingað og mun sýna hana, fyrst i Reykjavík og sið- ar sennilega úti á landi. Blaðamönnum var gefinn kostur á að sjá myndina á laugardaginn og er ekki hægt að segja annað um myndina og leikinn en að hvort tveggja er al veg frábært. Af knattspyrnumynd að vera er hér um einstæða mynda töku að ræða, svo skýr og björt er myndin. Nú og knattspyrnan, sem þarna er boðið upp á er hrein snilld. Þulurinn í myndinni sagði UWE SEELER - hinn þýzki sem var eitt sinn i heimsókn hér í Reykjavik með þýzka iandsliðinu. eitthvað á þá leið að eiginlega væri hér um leiksýningu að ræða, eða öllu heldur skraut- sýningu, og það er alveg rétt. Hér var greinilegt að allir leik- menn reyndu sem mest að forð- EUSEBIO — snillingurinn úr myrkviðum Afríku, sem Portúgalar uppgötvuðu og hafa samning við, en hann leikur með Benefica. — ast það ljóta en draga það fallega fram. Myndin mun verða sýnd í Tjarnarbæ, en nánar verður sagt frá sýningum þessum í blaðinu á fimmtudag. Skíðamótin veturinn 1964 Laugardagur 8. febrúar: Afmælismót K.R. Sunnudagur 9. febrúar: Stefánsmótið í Skálafelli K.R. sér um mótið Sunnudagur 16. febrúar: Afmælismót Ármanns (stórsvig). Laugardagur 29. febrúar: Reykjavíkurmót Sunnudagur 1. marz: Reykjavíkurmót. Laugardagur 7. marz: Mót í tilefni 25 ára afmælis Skíðaráðs Rvíkur Sunnudagur 8. marz: Úrslit í firmakeppni Skiðaráðs Reykjavíkur. Laugardagur 14. marz: Reykjavíkurmót (framhald). Sunnudagur 15. marz: Reykjavíkurmót (framhald). Laugardagur 21. marz: Minningarmót L. H. Mullers. Skiðafélag Reykjávíkur sér um mótið. Sunnudagur 22. marz: Steinþórsmót. Ekki fastráðið hvar það verður haldið. OL hefst á morgun — „Vorleikar“ í Innsbruck — Tugþrautarkappinn í hlut- verki blaðamanns — Rússar skæðir — Eldurinn kom flugleiðis — OL-eldurinn á sínum stað í Innsbruck. Eldur- inn var tendraður af kvenpresti á Olympshæð og fluttur frá Grikklandi með flugvél frá Aþenu til Vínar, en boðhlauparar fluttu eldinn 16 km. leið að flugvellinum í Aþenu, en eina nótt logaði eldur- inn á flugvellinum í Vín, en var síðan flogið áfram til Innsbruck. Hér er borgarstjóri Innsbruck, Lugg- er og Avery Brundage með eldinn. ic í dag er síðasti dagur æf- inga í Innsbruck, en á morgun hefst alvaran og þá verða leik- arnir settir hátíð’-ega, en OL- eidurinn er kominnn til Inns- bruck og verður tendraður á sinum stað við opnun leikanna. ic Veðrið í Innsbruck er næstum eins og um sumar. Snjórinn, sem keppt er á er aðfluttur að miklu leyti og hefur geysileg vinna verið við flutn- ing hans og eins við að halda brautunum í góðu standi. Ann- ars hafa margir viljað kalla þessa 9. vetrarolympíuleika „vorleikana“ vegna þess hve gott veðrið er, en í Innsbruck hefur ekki snjóað að gagni síð- an um jól. 1 gær skein sólin og vegir voru eins þurrir og um vordag og trén virðast vera farin að frænka. Þess skal að Frá Innshruck lokum getið í þessu sambandi að veðurfræðingar lofa áfram- haldi á þessu veðri. ★ 1 hópi fjölda blaðamanna frá flestum löndum heims var við vinnu i fyrradag frægur Bandaríkjamaður, Bob Rich- ards, stangarstökkvari og OL- meistari. Hann hafði nóg að gera í viðtölum við Rússana, sem eru taldir verða skæðir á þcssuni ieikum, ic Einkum verða Rússar skæðir í stökkkeppninni að því talið er — einkum 70 metra paliinum og er Ivanikov einkum nefndur í því sambandi. Annars má þarna búast við mikilli keppni hans við Bandaríkja- manninn Balfan og Recknagel, þýzka heimsmeistarann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.