Vísir - 28.01.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 28.01.1964, Blaðsíða 4
4 4 V í S IR . Þriðjudagur 28. janúar 1964. Merkilegt framtak H™ enskumælandi heimur hefur átt tvo mestu og frægustu oröabókarhöfunda heims, England Samuel Johnson og Bandarikin Noah Webster. Mðdlvægi verka þeirra veröur semt öfmetið fyrir ensku tung- una, sem nú hefur orðið út- breiddasta alþjóðamálið og er vel til þess fallið fyrir geysi- mikinn orðaforða og túlkunar- hæfni málsins. Á verkum þess- ara gömlu meistara byggja svo síðari tíma orðabækur, svo sem Oxford-orðabækumar, sem til eru næstum í öllum stærðum allt frá margra binda verkum, sem vega nokkrar vættir og nið- ur í hræódýrar og handhægar almenningsorðabækur, eða jafn- vel örlitlar vasabækur. 1 þess- ari miklu orðabókarútgáfu ligg- ur m. a. styrkur hinnar ensku tungu. Smáþjóð norður i Atlantshafi hefur átt menn, sem fómuðu miklum tfma og kröftum f að semja orðabækur og ekki að furða, þvf að engin þjóð er sennilega f hjarta sínu orðafor- vitnari og orðfróðari en íslend- ingar. Fyrir utan ýmsar minni tilraunir voru orðabækur Björns Halldórssonar frá þvf um 1800, Guðbrandar Vigfússonar frá 1874 og fornmálsorðabók Svein- bjarnar Egilssonar álitleg verk. Þó er enginn vafi á þvf, hver geti kallazt Samuel Johnson Is- lands. Það er sjálfur Sigfús Blöndal, en hann verður þó að deila heiðrinum af mestu orða- bók íslenzkunnar með konu sinni Björgu. það var sumardaginn fyrsta 1903, sem þau hjónin settust niður og byrjuðu að vinna við orðabók sína. Þau áætluðu að verkið myndi taka 5 ár og úr því kæmi nothæf almennings- orðabók. En í reyndinni tók verkið 21 ár og hafði þá sprengt af sér öll bönd, árangurinn varð svo meir en þúsund blaðsíðna bók í stærsta broti, hún er á- samt Guðbrandarbiblíu tröllið 1 íslenzkri bókaútgáfu. Og hún verðiír vafalaust um ókomna tfma undirstöðurit íslenzkrar orðfræði, enda þótt orðabókar- nefnd Háskólans sé að vinna verkið upp á nýtt. Blöndals-orðabókin var stfluð upp á dönsku og þannig hefur hún orðið Norðurlandabúum lyk ill að íslenzkunni. En þar á móti kemur sá ókostur, að við eigum eftir sem áður enga full- komna íslenzka orðabók með ís- lenzkum skýringartextum um öll blæbrigði málsins, samheiti eða andheiti. Þá var bók Blön- dals alltof stór til almennrar eða daglegrar notkunar. Okkur hef- ur enn sem fyrr vantað þá með- alstóru orðahandbók, sem Sig- fús hafði stefnt að, eitthvað í Kkingu við Concise-orðabók öxnafurðu. Ennfremur hafa nú liðið 40 ár frá útkomu Blöndals-bókar, ár mikilla framfara og athafna, ár nýrrar tækni og nýrra hug- taka á öllum sviðum. J stuttu máli sagt, ástandið 1 þessum efnum hefur verið fyrir neðan allar hellur, hrein óhæfa hjá heilli þjóð, sem þyk- ist telja sig standa hátt f menn- ingu og orðvísi. Og verst af öllu að þetta skyldi vera trassað á árum, þegar bókaútgáfa hefur verið mest á íslandi og mál- fræðingar á hverju strái eftir þrýst saman og hún gerð mátu- lega handhæg almenningi með þunnum pappfr og örsmáu letri. I heild er hún talin 852 bls. og þó gefur þetta blaðsíðutal enga fullnægjandf hugmynd um það mikla efni sem hún geymir. Tal- in er hún geyma 65 þúsund orð. Árni Böðvarsson með orðabókina fjöldaútungun Norrænu-deildar- innar. Það var loksins árið 1957, sem Menntamálaráð tók ákvörðun um að láta semja og gefa út íslenzka orðabók handa skólum og almenningi, eins og hún er kölluð. Hefur miklu sfðan verið kostað til verksins af almanna- fé, að þvf er sagt er 3y2 milljón króna og margir lagt hönd að ^f þvf sem hér að framan seg- ir má þegar álykta, að út- koma íslenzku orðabókarinnar sé merkisviðburður, beinlfnis fyr ir alla okkar Iitlu þjóð og ber að þakka öllum þeim sem unnið hafa að því, að slyðruorðinu hefur nú verið kastað af ís- lenzkri menningu. Svona verk er ótrúlega þýðingarmikið fyrir viðhald og þróun íslenzkrar Ég vildi aðeins gera nokkra grein fyrir atriðum, sem mér finnast gagnrýnisverð. Byggist það þó fremur á því, sem ég hef rekizt á af hendingu, en að um nokkra samfellda athugun sé að ræða. En það er svo margt sem ég hef rekizt á, að þó ég byrjaði að skoða bókina með sér legum velvilja og þakklæti, þá var svo komið eftir stutta stund, að ég tók að efast um vand- virkni semjendanna. Gloppurnar virtust alltof margar og fljót- fundnar. Aðferðin, sem ég hafði var einfaldlega sú, að þegar nokkr- ir gestir dvöldust heima hjá mér á laugardagskvöldi, tók ég bók- ina upp og stakk upp á því, að við tækjum upp svolítinn sam- kvæmisleik, að „leita lúsa“ f nýju orðabókinni. Og á \l/2 — 2 klst. höfðum við fundið urmul orða úr nútímamáli, sem hverg: var að finna í hinni nýju bók. Það hve þessi orð sem vantaði fundust ört og fyrirhafnarlítið benti til þess að þannig væri hægt að halda lengi áfram. Skal ég nú telja nokkur þessara orða sem vantaði. J^yrst eru orð, sem verða að teljast íslenzk, en voru ekki til í bókinni: Réttskeið, geim- skot, kolbogaljós, lausblaða (t. d. lausblaðabindi), bænasam- koma, dúsa (fitutuska við pönnu kökugerð), fokk, lífslygi, gylli- boð, megináherzla, tekjuafgang- ur, einangrunargler, einangrun- arplast, borðrenningur, órói (sem perpetuum mobile), frosk- kafari, hálsmen, óaðfinnanlegur, teppalagður, baðsalt, öryggisráð stöfun, efnarannsóknastofa (la- boratorium), brjóstahaldari, vöggustofa, hljóðkútur, eggja- kaka (ekki heldur ómeletta, hins vegar er í bókinni eplakaka), hattur (efsti hluti húss, sem þak hvílir á), skorpuiaus (sérstök ost tegund), brauðbakki, skurð bretti, útdrag, hengimappa skjalaskápur, kveikjulok, há spennukefli, lykill (á ritvél) handbensín, trippi (um stelpu) klipping, húshjálp, hvannarötar- brennivín, maltbrauð, maltöl, normalbrauð, augntönn, golu- þytur, pilsaþytur, pilsvargur, krabbi (griptæki á krana, hins vegar er I bókinni yfii þetta orð ið lámur, sem fáir kannast við), músarholu (t d. m.-sjónarmið), fiðurheldur (hins vegar dúnheld- ur), hjólkoppur, símsvari, spóla (tönn), segularmband, nálapúði (hins vegar nálaprilla), poka- tízka, auðhlaupið. Við þennan lista er það að sjálfsögðu að athuga, að þar eru mörg samsett orð og'má auðvit- að segja, að það sé vafamál, hve langt á að gangá 1 slíku. Því hef ég hér aðeins talið sam- setningar, sem eru í eðli sínu stofnorð, tákna ákveðið og sér- stakt hugtak og auk þess þarf ég vart að taka fram, að 1 gegn- um alla orðabókina má finna miklu samsettari og afleiddari orð en þessi sem hér eru greind. Jjá skulum við víkja að er- lendum tökuorðum og er þá fyrst rétt að benda á til saman- burðar fáein orð þeirrar tegund ar, sem tekin hafa verið með í bókina. Þessi orð m. a. eru f bókinni án ?, þ. e. höfundar telja þau nú orðin góða og gilda fs- lenzku: túpera, stensill, villa(Iúx ushús), ball, ballett, fasi (um rafmagn), púls, registur, bar, sfgaretta, splæsa, kóteletta, diktafónn, karamella, móðins, stúdíó. Þessi orð er að finna m. a. í bókinni með ? fyrir framan, þ e. vafasöm orð: skvfsa, skvera gæi, sjoppa, troll, servantur servíetta, klósett, spássera, pró gramm, sviss (í bíl), viskustykki húdd, stæll, bómull, skræla (kartöflur). Jgr rétt að hafa þessi dæmi úr bókinni til samanburðar við þau orð úr daglegu máli, sem við fundum hvergi, — vant ar algerlega í orðabókina, en hér skulu nokkur þeirra talin: Sjokk, altan, stillaðs, spindill, spindil- bolti, fittingur, kalkúlator, nipp- ill, nippilhné, spægipylsa, skinka, malakoff, dempari, lemp ari, löber, teip, töfflur, mokkasí ur, kaskó (trygging), sikkring (vartappi), javi eða javaléreft, áróru eða áróragarn (hins vegar perlugarn og angóraull), pressa (buxur eða föt), permanent, pergament-pappír, sellofan, galvaniseraður, damask (sængur íslenzk orðabók verki, en þessa verður helzt að telja: Ritstjórann, Árna Böð- varsson, og meðhjálpara hans, Bjarna Benediktsson frá Hof- teigi, Helga Guðmundsson, Bald ur Jónsson, Guðrúnu Magnús- dóttur og Svavar Sigmundsson. Er talið að verkið hafi tekið 5 ár, en misjafnlega lengi hafa þessi unnið við það. Þýðingat- mesta undirstaða orðabókarinn- ar var þó að verkið var unnið í húsakynnum og yið alla hina miklu heimildauppsprettu orða- bókar háskólans, sem jöfrar málfræðinnar hafa verið að safna saman hátt á annan ára- tug. Svo kom Orðabók menningar- sjóðs út f haust. Hún er f sjálfu sér mikið rit, þó stærðinni sé tungu og ég get varla ímyndað mér annað en að orðabókin verði bráðlega til, ekki aðeins í hverjum skóla, við hvert dag- blað og tímarit, hjá hverjum þeim, sem vill kunna að beita orðsins brandi, heldur á hverju heimili. Ég held, að það sé ekki of mikil auglýsing, þó ég segi, að varla er hægt að hugsa sér skemmtilegri fermingargjöf en þessa bók. Tjað er erfitt að skrifa ritdóm um orðabók. Hana er vart hægt að lesa eins og skáldsögu og gagnrýni hlýtur fremur að beinast að því, sem vantar í hana, en þvf sem í henni er. Til að gera ýtarlegan samanburð á orðavali þyrfti langa athugun. stelputrippi, síldarleit, sildarleit- arskip, sfldarleitarflugvél, ís- brún, ískönnun, fokdreifar, fléttubrauð, birkibrauð, form- brauð, frönsk vaffla, birkikorn, skrautsykur, buff (sælgæti), ís- pinni, ískex, spældur, brældur (bæði um hugarástand), teygju- buxur (hins vegar sokkabuxur), handþurrka, hárþurrka, herra- klipping, kartöflumjöl, kókos- mjöl, bolla (vantar sem vin- blanda og sem kjötbolla eða fiskibolla, hins vegar nefnt sem brauðsnúður og fitukeppur) möndlukvörn, rjómabland rjómarönd (og einnig vantar rönd f öðrum samsetningum) kjarnahús (í epli), útstilling (t d. gluggaútstilling), heittelskað ur, óspart, búðarráp, óskalisti fyrirliggjandi, búsáhald, bursta vera-damask), pakkning, kera- mikk, popp-korn, poppa, strets (sokkar), vodka (hins vegar viskf), púrtvín, portvfn (hins veg ar portari), kornfleiks (ekki held ur maísflögur), kardemomma, púlver, natron (ekki skýrt sem bökunarduft), marengs, makka- rónu-kaka (hins vegar er makka- rónf gefið vítlaust heiti sem makkaróna), rúlluterta (ekki heldur slöngukaka, hins vegar rúllugardfna), núggi eða núgga (ekk! heldur möndlusykur), pfska tvantar í merkingunni að þeyta, hins vegar að vatn spýt- ist inn um glugga og að píska hest áfram), karrí, slank, slank- belti, karbúrator, majones (ekki heldur olíusósa). triffli, bacon eða béikon, grilla (ekki heldur Framh. á bls 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.