Vísir - 28.01.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 28.01.1964, Blaðsíða 7
V í SIR . Þriðjudagur 28. janúar 1964. 7 * Þegar þetta er skrifað, er 9 umferðum lokið á hinu alþjóð- lega Reykjavíkurskákmóti. Af blaða- og útvarpsviðtölum við keppendur mótsins er það ljóst, að þeir telja framkvæmd og skipulag þessa móts með mikl- um ágætum. Þá hafa þeir og rómað mjög aðseturstað sinn. Hótel Sögu, og taflstað, Lídó, enda að vonum. Veður því nú að álíta, að við séum komnir á heimsmælikvarða í að halda skákmót, og er það vel. Þeim skákunnendum, sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki átt þess kost að horfa á mótið, skal bent á það, að í upphafi þess var gefinn út greinagóður bæklingur, saminn af Guðmundi Arnlaugssyni, sem inniheldur all ar helztu upplýsingar varðandi mótið, feril keppenda, sögu al- þjóðlegra skákmóta á íslandi og fleira. Það eru alltaf margir áhorfendur á Reykjavíkurskákmótinu í Lido. Mynd þessi var tekin á mótinu eitt kvöldið, \ Og hér kemur ein skemmtileg Tal-skák. Hvítt: Trausti Björnsson. Svart: M. Tal. Kóngsindversk vörn. bjó svartur í 6. leik. Hér er venja að hróka langt, en hvítur telur það nú ekki árennilegt. 9. Hdl, Bd7 10. b3, - Vafa- samt er að svo hægfara leikur fái staðizt í þessari stöðu. Betra virðist 10. d5 og siðan Rcl eða Rg3 ásamt Be2 og stuttri hrók- 1. d4, Rf6 2. c4, g6 3. Rc3, un. Bg7 4. e4, 0-0 5. Be3, d6 6. f3, p^A % -'Té5! ll. dxc5, dxc5 12. SKÁKÞÁTTUR Ingvar Ásmundsson — Þórir Ólafsson Þá má geta þess einstæða framtaks ritstjóra „SKÁKAR", Jóhanns Þóris Jónssonar, að gefa út skákir hverrar umferðar fjölritaðar. Fást hefti þessi allt- af á skákstað, Lídó, og eins í flestum bókabúðum. FÁ ALLIR ERLENDU SKÁKMENNIRNIR VERÐLAUN? Eins og kunnugt er, taka 14 þátt í Reykjavíkurmótinu. Af þeim fá sjö keppenda verðlaun og mörg ekki svo smá, þar eð alls eru þau 1200 dollarar að upphæð. En eins og útlitið er nú, bendir allt til, að allir hinna erlendu gesta ætli að taka sinn skerf heim með sér. Þeir Islenzku teflendanna, sem verð- laun geta hlotið, eru Friðrik Ól- afsson, sem er öruggur með ein af þremur efstu, en hinir virð- ast aðeins vera Ingi R. og Guð- mundur Pálmason, sem hreppt gætu 5.—7. Þó er ekki rétt að útiloka þá Ingvar Ásmundsson og Arinbjöm Guðmundsson með öllu og mundi snarpur enda- sprettur lyfta þeim töluvert. Hið svo kallaða Sámisch-af- brigði, sem er hægfara en traust. Tal bregður nú af alfara leið og heppnast furðufljótt að koma hinum unga andstæðingi sfnum út í ógöngur. 6. -, b6 7. Dd2, c5 8. Re2, Rc6 Þennan hvassa leik undir- Bg5, Rd4 13. Rd5?, - Hér virð- ist hvftur hafa átt upplagt tæki- færi til að einfalda stöðuna og jafna taflið: 13. Rxd4, exd4 14. Rd5. 13. —, Re6! Býður upp á mannsfórn, sem hvítur vogar sér þó ekki að þiggja, enda ekki von, þar sem hann fær tapað tafl eftir: 14. Rxf6f, Bxf6 15. Bh6, — Taki hvítur manninn, koma eft- irfarandi leiðir til greina: 15. Bxf6, Dxf6 16. Dxd7, Had8 17. Dc6, Hxdlt 18. Kxdl, Dg5 Og við 19. Kel kæmi 19. —, De3 ... eða 19. Kc2, Hd8 og hvítur er varnarlaus. 15. -, Éh4f 16. Rg3?, - Hér var 16. g3 sjálfsagt. 16. —, Bc6! Svartur fórnar nú skiptamun, þar eð hann álítur valdaðan riddara á d4 vega á móti liðsmuninum. . ■ ■i ‘ ,.a P3 fel# ti m mtm 17. Bxf8, Dxf8 18. Bd3, Bg5 19. Df2, Dh6! Kemur f veg fyrir hrókun. 20. Rfl, Hd8 21. g3, Rd4 22. h4, f5! Hvítur er sem í skrúf- stykki og nú hefur Tal loka- sóknina. 23. Hh2, Bcl 24. Rd2, Bxd2t 25. Hxd2, fxe4 26. Bxe4, Bxe4 27. fxe4, Hf8 28. Dg2, - Úr þessu skiptir engu máli hverju leikið er, staðan er töpuð. 28. -, De3t 29. Kdl, Dc3 30. Hxd4. exd4 31. Dh3, Dalt 32. Kd2, Dxa2t 33. Kcl, Hflt! Vinn ur drottninguna, 34. Dxfl, Dalt og hvftur gafst upp. Þ. Ó. * HeiUarvelta Búnaðarbaak- ans jókst um mer 13% Á fundi bankaráðs Búnaðarbanka islands s.l. fimmtudag, lagði banka- stjómin fram reikninga bankans fyrir árið 1963. Starfsemi allra deilda bankans hefir enn vaxið mjög á þessu ári. Heildarvelta bankans varð 23.9 milljarðar og jókst um 12.8%. Aukning sparifjár varð mjög mikil fyrstu mánuði ársins, en stöðv aðist að mestu síðustu mánuðina, og var það í samræmi við heildar- þróun í peningamálum í landinu. Heildaraukning sparifjár varð á ár inu 94.6 millj. kr. eða 19.5%, en veltuinnlegg minnkuðu um 5.9 millj. kr. og varð því heildarinn- stæðuaukning 88,7 millj. kr. Rekstrarhagnaður sparisjóðsdeildar bankans var 1,2 millj. kr. og er það mun minna en árið áður. Stafar það fyrst og fremst af launahækk- unum og lækkun Seðlabankans á vöxtum af bundnu fé. Eignaaukning bankans varð á árinu 10 millj. kr., og eru 9 millj. af þeirri fjárhæð eignaauki Stofnlánadeildar landbún aðarins. Skuldl. eign bankans nem ur nú 70 millj. kr. Útibú bankans á Blönduósi tók til starfa í byrjun ársins, og á næst unni mun bankinn opna útibú á Hellu á Rangárvöllum og í Bænda- höllinni í Reykjavík. Þá er og áform að að opna útibú frá bankanum á Vesturlandi á þessu ári. Utan Reykjavíkur starfrækir bankinn nú útibú á Akureyri og Egilsstöðum, auk útibúsins á Blönduósi. Hefir orðið mjög hagstæð þróun hjá öll- um útibúum á árinu. Veðdeild bankans lánaði á árinu rúmar 6 millj. kr. Vorif öll þau lán veitt til jarðakaupa. Stofnlánadeild landbúnaðarins lánaði á árinu 1.510 lán, samtals 102.9 millj. kr. Er það miklu hærri fjárhæð og fleiri lán en nokkru sinni áður. Hæst var áður lánað 70 millj. kr. árið 1962 og tala lána þá 873. Að auki gaf Stofnlánadeildin út sérstakt skuldabréfalán á árinu 48 millj. kr., sem endurlánað var Búnaðarfélagi íslands og Stéttar- sambandi bænda vegna byggingar Bændahallarinnar. Aðstaða bankans gagnvart Seðla- bankanum hefir enn batnað veru- lega á árinu 1963. Innistæða í bundnum reikningi var f árslok 97.1 millj. kr. og hafði aukizt um 25.7 millj. á árinu. Innistæða á viðskipta reikningi var í árslok 53.1 millj. kr. og hafði hækkað um 15.3 millj. kr. Yfirdráttarskuld varð aldrei við Seðlabankann á árinu. Endurseldir afurðavfxlar námu í árslok 55.9 millj. kr. og höfðu hækkað á ár- inu um 17.4 millj. kr. Bankinn hefir ekki enn fengið réttindi til þess að verzla með er- lendan gjaldeyri, þrátt fyrir ftrekað ar óskir bankastjórnar og banka- ráðs. Myndi það tvímælalaust styrkja enn meir viðskiptaaðstöðu bankans. ítrekaði bankaráðið á fundi sínum, að bankinn fengi sem fyrst þessi réttindi. Fundinn drottning- nrmnður Dunu Sænska blaðið Expressen birti í gær ljósmynd af Margréti ríkis- erfingja Dana með ungum manni, sem blaðið segir að sé væntan- legur eiginmaður prinsessunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem hin unga stúlka er á opinberum vett- vangi kennd við karlmann. Blaðið segir að hinn væntan- legi eigirimaður sé danskur bar- ón að nafni Ulrik Haxthausen, er starfað hefur sem ritari í danska utanríkisráðuneytinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.