Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. — Föstudagur 20. marz 1964. — 68. tbl. r Það byrjaði svipað á Armúla: HÚSGÖGN HREYFÐUST EN HÚSIÐ EKKI Sigurður Hannesson, bóndi á tal við hann í morgun, að heyra Ármúla við ísafjarðardjúp, hafði af fyrirbærunum á Saurum við mestan áhuga á því, er Vísir átti Kálfshamarsvík, sem nú hafa Fyrirbærin að Saurum: RÚMID FÓR AF STAÐ ÍMORGUN Viðtal v/ð Guðmund bónda „Rúmið fór af stað í morgun“, sagði hinn 72 ára gamli bóndi að Saur um við Kálfshamarsvík, Guðmundur Einarsson, í viðtali við Vísi í morg- un, er rætt var um hinar undarlegu hræringar, sem þar hafa verið á húsgögnum undanfarin dægur, án þess húsið virðist hreyfast eða nokkur hræring sé utan- húss þar eða á næstu bæjum. ,,Konan mín, Margrét Bene-<j>. diktsdóttir, var í rúminu kl. 9 í morgun, er það kipptist tii, og dóttir okkar, Sigurborg, 22 ára, var inni í herberginu hjá henni. Ég var úti í fjósi, en son- ur okkar, Benedikt, um þrítugt, var að ganga við fé. Fleira fólk Ljóð Steins Steinars í danskri þýðingu Gyldendals-forlagið í Kaupmanna- höfn tilkynnir, að meðal vorbóka þess, sem koma út í apríl, verði úrval Ijóða Steins Steinars í danskri þýðingu. Nefnist bókin „Rejse ud- en Maal“, bein þýðing á Ferð án fyrirheits. Þýðandi er Poul M. Pedersen, sem er mörgum kunnur hér frá því hann starfaði sem sendikennari við háskólann. Þessi þýdda ljóðabók Steins verð- ur yfir 200 síður og inniheldur all- ýtarlegt úrval úr ljóðum hans. Bfuðið í dag BIs. 3 Myndsjá um ársþing iðnrekenda og grein um íslenzkar smá- flugvélar. Jóhann Hannesson skrifar um sjónvarps áskorunina. Nýr bar og fleiri nýjungar á Hótel Sögu og skákþáttur. 8 Gréin um greind og hæfileika. 9 Föstudagsgreinin — 4 — 7 er ekki hér á bænum," sagði Guðmundur bóndi. Aðfaranótt miðvikudags tóku þeir atburðir að gerast að Saur- um, sem ekki hafa verið skýrðir ennþá með eðlilegum hætti, þótt ekki þurfi þeir þar fyrir að vera yfirnáttúrlegir. En staðreyndirn ar eru þær, þótt ástæðurnar séu ókunnar ennþá, að borð í eld- húsi og stofu hafa kastazt til, án þess nokkur snertj við þeim, svo og stóll sem brotnaði og er ónothæfur. Samtímis því að þessir stóru hlutir hafa farið af stað með skruðningum, hafa aðr ir og smærri hlutir, svo sem dót í hillum, ekki haggazt og þykir það að vonum stórfurðu- legt. Leirtau hefir a. m. k. tví- vegis runnið fram af eldhús- borði og brotnað á gólfinu án þess við því hafi verið snert, og hefir bæði heimafólk og að- komufólk orðið ásjáandi að þessum fádæmum og getur bor- ið vitni um að þau eru ekki af manna völdum. Mikið átak þarf til að hreyfa stofliborðið, sem er þungt, svo og að sjálfsögðu rúmið, sem fór af stað í morgun. Ekki hefir fólk fundið neina hreyfingu á bæjarhúsum, né ut an húss, og engra hræringa orð ið vart á næstu bæjum, aðeins hreyfzt tiltekin húsgögn. Á þessu hefir að vonum engin skýring fengizt ennþá, og kvaðst Guðmundur bóndi ekki bera við að vera með neinar getgátur. Honum væri þetta með öllu óskiljanlegt sem öðr- um. Ekki kvað hann þau vera hrædd við þessi fyrirbæri, en óneitanlega væri þetta hálfóvið- kunnanlegt. dregið athygli fólks frá Ármúla- hræringunum. Og það skauzt upp úr Sigurði í þessu samtali að h-ræringarnar á Ármúla hefðu einmitt byrjað með svipuðum hætti og nú gerist að Saurum. „I einstaka tilfellum var það þannig," sagði Sigurður, ,aðal lega í byrjun þessara hræringa hér, að okkur virtist sem hús- gögnin og ýmislegt lauslegt hreyfðist, en gátum ekki merkt hreyfingu á húsinu sjálfu. Þetta þótti okkur sannast að segja und arlegast af öllu, en þegar fram i sótti fundum við bæði hreyf- ingu á húsinu og húsmunum samtímis.“ Sigurður kvaðst nú vona að hræringunum þar væri nú að Ijúka eða jafnvel lokið. Síðasti kippurinn kom í fyrrakvöld og var mjög snöggur, eins og högg. Síðan hefur allt verið kyrrt. „Það er engu líkara en sjálfur Miðgarðsormur sé að reka kryppuna upp undir okkur hér og þar á landinu," sagði Sig- urður, og var sýnilega aftur far inn að hugsa til fólksins á Saur um. Guðmundur Einarsson bóndi að Saurum. Togarasölur Sigurður seldi í Bremerhaven í gær árdegis, 234 lestir, fyrir 195.873 mörk eða fyrir 2 millj. 117 þúsund kr. Þetta mun vera ein hæsta sala íslenzks togara á vestur-þýzkum markaði, og má til samanburð- ar geta þess, að 1962 seldi tog- arinn Haukur þar 202 lestir fyr- ir 196.000 mörk, og er það mun betri sala miðað við aflamagn. Fylkir selur í Cuxhaven í dag. RÆTT m FULLA AÐILD ÍSLANDS AD GATT Fundinum í Genf lýkur i dag 1 dag lýkur í Genf fundi Gatt, alþjóðatollamálasamtak- anna, er staðið hefur yfir undan farið. Samþykkt var á fundi þess um að veita Islandi bráðabirgða aðild að stofnuninni. En gert er ráð fyrir, að fram fari á næst- unni umræður um fulla aðild is- lands að GATT Fulltrúar íslands á fundinum voru þeir Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í viðskiptamála ráðuneytinu og Einar Benedikts son deildarstjóri I viðskiptamála ráðuneytinu. Þórhallur Ásgeirs son hélt heimleiðis eftir að um sókn íslands um aðild að GATT hafði verið samþykkt en Einar Benediktsson hefur setið allan fundinn. GATT-fundur sá' er hér um ræðir, var nokkurs konar aðal- fundur, hinn 21. I röðinni. Var á honum rætt um öll helztu má! GATT, þar á meðal um tollavið ræður þær, er kenndar hafa ver ið við Kennedy forseta. Undanfarið hafa átt sér stað miklar viðræður milli fulltrúa Efnahagsbandalags Evrópu og Bandaríkjanna til undirbúnings Kennedy-viðræðunum. Sam- kvæmt lögum þeim, er Kennedy fékk samþykkt á Bandaríkja- þingi, hinum svonefndu Trade Expansion Act, er Bandaríkjun- um heimilt að semja um allt að 50% gagnkvæma tollalækk un á flestum vörutegundum. Fulltrúar EBE hafa í þessu sam bandi bent á, að á mörgum vöru tegundum séu innflutningstoll- ar Bandaríkjanna mjög háir, þannig að eftir muni standa verulegur tollur enda þótt 50% lækkun eigi sér stað, en tollar EBE séu lægri í mörgum tilfell um og því muni 50% lækkun þeirra verða mun tilfinnanlegri fyrir Efnahagsbandalagið. Hefur af þessum sökum verið unnið að því að finna reglur um það í hvaða tilfellum eigi að stefna að 50% tollalækkun og f hvaða tilvikum eigi að víkja frá henni vegna mismunandi hárra toíla. Þá hefur verið mikið rætt um það undanfarið, hvaða vöruteg. eigi að fjalla um í Kennedy- viðræðunum. Bandaríkin leggja mikla áherzlu á, að ekki verði aðeins fjallað um iðnaðarvörur heldur einnig um landbúnaðar- vörur og mun Efnahagsbanda- ls^ið hafa fallizt á það. íslend- ingar munu Ieggja höfuðáherzlu á, að rætt verði sérstaklega um fiskviðskiptin og hafa um það samvinnu við önnur ríki er flytja út fisk og fiskafurðir. Talið er, að Kennedy-umræð- urnar muni taka langan tíma, sennilega ein tvö ár. Má því segja, að öll séu þessi mál á frumstigi ennþá. • • FELL AF SV0L- UM 3. HÆDAR 0G BEIÐ BANA I morgun varð það sviplega slys við hús á Freyjugötu að gömul kona hrgpaði af svölum á þriðju hæð og beið samstundis bana. Kona þessi var komin á áttræð isaldur. Klukkan langt gengin 9 í morgun hafði hún farið út á svalir, sem eru á 3ju hæð húss ins. Bendir allt til þess að hún muni hafa fengið aðsvif þar uppi og fallið framyfir sig út af svölunum. Konan lenti á steinsteyptum palli framan við útidyratröppur niður I kjallarann. Þar lá hún þegar að var komið. Sjúkrabif- reið var kvödd á vettvang og konan flutt í Slysavarðstofuna en er þangað kom var konan látin. Má líklegt telja að hún hafi dáið um leið og hún kom niður. Þar sem nákomnir ættingjar konunnar eru fjarverandi birtir Vísir ekki nafn hennar að svo komu máli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.