Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 5
VÍ SIR . Föstudagur 20. taatí 196* 5 rð hjó verzluninni vörur seldur með Klapparstíg 44 Hækkun skyldusparnaðar Fundir voru í öllum þingdeild- um f gær. 1 samcinuðu þingi fóru eingöngu fram atkvæðagreiðslur um mál, sem á dagskrá voru í fyrradag. í efri deild voru tvö mál á dagskrá, sem litlar umræð- ur urðu um. Að þeim Ioknum kvaddi deildarforseti þingmenn og árnaði þeim heilla í páskaleyfi. í neðri deild voru 8 mál á dagskrá og voru 6 þeirra tekin fyrir. HÆKKUN SKYLDUSPARNAÐAR Félagsmálaráðherra, Emil Jóns- son, mælti fyrir stjórnarfrv. um 9% hækkun á skyldusparnaði, þ. e. að framveg is skuli hann nema 15% í stað 6% og ná þessi lög yfir alla á aldrínum 16-25 ára. Fé þetta er undan- þegið tekju- skatti og útsvari, það er vísitölu- bundið og ekki framtalsskylt. — Þeir, sem safna fé á þennan hátt, skulu sitja fyrir um lán frá hús- næðismálastjórn, og mega þau lán vera allt að 25% hærri en al- mennt gerist. Þá skulu þeir, sem vilja stofna bú í sveit, njóta hlið- stæðrar fyrirgreiðslu um lán frá Búnaðarbankanum. Þessi forga..^ ; réttur er þj bundinn þvi skilyrði, að sparifjársöfnun einstaklingsins nemi 50 þús. krónum. í greinargerð frv. segir, að á- ætlað sé að hækkunin muni nema að auknu fjármagni, um það bil 30 millj. kr. Þá segir og, að kveðið sé fastar að orði um for- gangsrétt þeirra, sem svona stend ur á um. í niðurlagi greinar- gerðarinnar segir orðrétt: Tekjur fólks á aldrinum 16 — 25 ára hafa aukizt mjög mikið nú hin síðustu árin, svo að fjármagn það, sem þetta fólk hefur undir höndum, er að margra dómi meira en heppilegt er fyrir ungt fólk, sem oft skortir nokkuð á ráðdeild hjá, um m:5ferð sjálfsaflafjár. Frumvarp þetta ætti því að geta stuðlað að farsælli framtíð unga fólksins og nokkurri úrlausn að- kallandi vandamáls, ef að lögum verður. Að lokum sagði félagsmálaráð- herra, að vandi húsnæðismála- stjórnar væri ekki leystur með þessu frv., en þó væri það spor í rétta átt. Eysteinn Jónsson tók næstui til máls og sagði, að Fram- sóknarflokkur- inn hefði á sín- um tíma átt þátt í að koma þess- um iögum á og mundi hann því styðja þetta frv. þótt kannski mætti deila um einstaka liði þess. Lúðvík Jósefsson sagði, að þarna væri stigið rétt spor til fjáröflunar í húsnæðismálakerfið, þegar miðað er við einn lið. — Hann væri með frv., þótt honum hins vegar þætti vafasamt að af- greiða málið með því að taka aðeins fyrir einn þátt þess, það leysti svo sára- Iítinn vanda. Þá hélt hann lang- hund mikinn um húsnæðismál yf- irleitt og kom lítt inn á þetta frv. enda verður ræða hans ekki rak- in nánar hér. Þórarinn Þórarinsson sagði stjórnarandstöðuna vera ábyrg- ari nú en þegar skyldusparnað- inum var komið á upphaflega. Þá hefði Sjálf- stæðisflokkur- inn verið þeim mjög andvfgur, þótt nú væri komið annað hljóð í strokk- ínn. Þá beindi hann þeim spurning- um til félagsmálaráðherra, hvort ríkisstjórnin hefði áætlanir um byggingarsjóð til lánveitinga, hvernig þessum lánveitingum yrði hagað, hvort hún hefði í hyggju að hækka hámark lánanna, og hvort hún mundi gera sérstakar ráðstafanir vegna þeirra, sem eigi á hættu að missa íbúðir sínar vegna lausaskulda. Félagsmálaráðherra, Emil Jóns- son, tók þá til máls og sagði þess- ar umræður hafa meir snúizt um aðra hluti en frv. Lúðvik fylgdi að vfsu frv., en hann vildi láta fleiri hluti koma þar til. En ég sagði, að þetta væri aðeins einn Iiður í fjáröflunarplani húsnæðis- málastjórnarinnar. Og ég get Iýst því yfir, að aðrar fjáröflunarleiðir hafa verið í athugun. Þessar at- huganir eru að vísu ekki komnar nógu langt til að koma með þær hér, en ég vonast til, að hægt sé að koma með þær áður en þingi lýkur. Um spurningar Þórarins sagði ráðherrann, að hann ætti ekki gott með að svara þeim á þessu stigi málsins. Ekki hefði verið á- kveðið neitt f þessum lánamálum enn. Að lokum sagði ráðherrann, að ókomin væru nokkur frv. í sam- bandi við þetta og í beinu fram- haldi af því. I STUTTU MÁLI f sameinuðu þingi mælti Jón Þorsteinsson fyrir nefndaráliti um úthlutun listamannalauna. Flytur nefndin breytingartill. að ósk menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslasonar um að nefndarmönn- um verði fjölgað úr 5 f 7. Sagt er, að þetta sé gert til að Alþýðubandalagsmenn geti haft hönd f bagga með úthlutun- inni. f neðri deild mælti Birgir Finns son fyrir nefndaráliti um skipu- lagslög. Flytur nefndin nokkrar breytingartillcgur við frv. Einar Olgeirsson sagði, að ekki hefði veitt'af að endurskoða þessi Iög, en samt væru á þessu frv. miklir gallar. Rakti hann þá nokkru áður. Virðist honum sjald an vera nógu mikið skipulagt. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, mælti í neðri deild fyr- ir fr.v. um skemmtanaskatt. Er sú ein breyting á gerð, að nú verð- ur þessi skattur álagður án tíma- takmarks. Davið Ólafsson mælti fyrir nefndaráliti um aukatekjur ríkis- sjóðs og sala hluta úr landi Mið- húsa í Egilstaðahreppi var til 2. umr. hvorttveggja í neðri deild. Að lokum skal þess getið, að í dag verða fundir i sameinuðu þingi og í neðri deild, en síðan fara þingmenn í páskaleyfi. BRIDGESTONE BRIDGESTONE enn í fararbroddi GJÖRBYLTING í HJÓL- BARÐAINNFLUTNINGI Bridgestone vinsælastir Síðan BRIDGESTONE hjólbarð- amir tóku að streyma inn í land ið snemma á árinu 1962, hafa vinsældir þeirra stórum aukizt, og virðast engin takmörk sett. Sumar stærðir seljast upp um leið og þeim er skipað upp úr skipum Eimskip, sem flytja þau siðasta áfangann alla leið frá Japan. BRIDGESTONE hefur skapað þann „standard" á jap- önskum hjólbörðum, að siðast- liðið ár nam innflutningur á þeir.i um helming af öllum hjól- barðainnflutningi landsmanna, eða 385,6 tonnum af 839,4, sem mun vera algjört met. Afgreiðslutíminn. Stærsti þröskuldurinn í vegi þeirra BRIDGESTONE-manna hefur hingað til verið hin langa leið allan veg austan frá Japan, og hefur þetta oft skapað vanda mál f sambandi við einstakar stærðir og gerðir, þótt vel hafi verið vakað yfir þvf, að alltaf væru allar stærðir til f Iandinu. Til þess að bæta þjónustuna við dekkjanotendur, var sett upp birgðastöð f Hamborg, þaðan sem hægt var að afgreiða á tveimur vikum til íslands, og bætti þetta söluskipulagið að mikluri mun. Tollvörugeymslan Alltaf var verið á varðbergi fyr- ir nýjum Ieiðum til þess að bæta þjónustuna við hinn sístækk- andi viðskiptamannahóp BRID- GESTONE. Þegar ákveðið var að reisa Tolivörugeymsluna, var þegar gengið frá leigusamningi á stærra svæði en leigt hefur verið nokkrum öðrum innflytj- anda. Nú skyldi afgreiðslutfm- inn styttur niður f nokkra daga, og þjónustan þannig stórbætt við innflytjendur. Þúsundir dekkja Strax var tekið til við að skipu- leggja hið nýja sölukerfi, og birgðastöðin f Hamborg lögð ryiur. Nú um mánaðamótin eru væntanleg á Tollvörugeymsluna dekk frá BRIDGESTONE f þús- undavfs af öllum stærðum og gerðum, sem hægt verður að afgreiða með nokkurra daga fyr irvara. Allir þeir stóru hjólbarða notendur, sem fengið hafa ó- yggjandi sannanir fyrir ótrúlegri endingu BRIDGESTONE hjól- barðanna, svo sem olíufélögin, kaupfélögin, strætisvagnarnir og margir fleiri, hyggja nú senni lega gott til glóðarinnar, að þurfa nú ekki lengur að liggja með stórar birgðir af hjólbörð- um, en geta fengið afgreiðslu af Tollvörugeymslunni f sömu viku og pöntun er gerð. Allar nánari upplýsingar um verð, stærðir og gerðir, gefa Rolf Johansen & Co. og Gúm- barðinn, Brautarholti 8, Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.