Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 2
' I 2 V í S I R . Föstudagur 20. marz 1964 i i Keppt í knattspyrnu innanhúss á morgun Guðmundur og Davíð orðnir í 100 metra skriðsundinu, þar sem hún barðist einungis við klukkuna en ekki hinar smávöxnu stöllur sínar. Hrafnhildur náði ágætum tíma, 1.06.2, en met Ágústu Þor- steinsdóttur frá 1961 stendur enn og virðist ætla að verða erfiður þröskuldur að yfirstíga, Keppendur Selfyssinga vöktu mikla athygli fyrir ágætis afrek og mjög lofandi, og er ekk; að efa að veldi Selfoss 1 þessari íþrótta- grein verður mikið innan fárra ára, ef svo heldur áfram, sem á horfir. VALBJÖRN vann allar greinar. harðir keppinautar Guðmundur Gíslason sá í gærkvöldi um að ÆGIS- mótinu lauk ekki án ís- lenzks mets. Guðmundur bætti met sitt í 100 metra flugsundi um nær sekúndu synti á 1.03.8, en Davíð Valgarðsson, sem er þegar orðinn harðsnúinn keppi- nautur Guðmundar, og vann hann í einni grein kvöldsins, var einnig á ágætum tíma í flugsundinu og fékk 1.05.1. Gamla ís- landsmetið var 1.04.7. Ægismótið var annars heldur snautt af afrekum og sundin flest f flokkum unglinga, sem margir hverjir hafa ekki hlotið þá tilsögn, sem verður að skoðast sem lág- mark, áður en lagt er Ut í keppni. Unga fólkið efnilegt, en breiddin i sundiþróttinni er sorglega litil Margt er þó af góðum efnum innan um og vonandi tekst sundforyst- unni að skapa svolitla breidd í þessa íþrótt, sem getur orðið skemmtileg, því aðeins að kepp- endur séu margir og jafnir. Guðmundur Gíslason og Hrafn- hildur Guðmundsdóttir báru ekki jafn mikið hita og þunga dagsins nU sem oftast áður. Þannig fékk Guðmundur aðeins ein gullverð- laun og er áreiðanlega langt síðan hann hefur haldið svo „léttur" heim á leið. Silfur hlaut hann að vísu fyrir 200 metra skriðsund karla, en þar vann Davíð Valgarðs- son, hinn efnilegi Keflvíkingur, á 2.09.2, en Guðmundur fékk 2.12.6. Er greinilegt að Davíð á eftir að taka þetta met af Guðmundi Gísla syni, en hér vantaði aðeins 7 brot Ur sekUndu til að svo yrði. Hrafnhildi fengu áhorfendur að sjá einu sinni þetta kvöld. Það var Valbjörn vann allar greinar Valbjörn Þorláksson vann ágæt afrek á innanhússmóti, sem frjáls- íþróttadeild KR hélt í fyrrakvöld í tilefni af 65 ára afmæli félagsins. Valbjörn stökk 4.30 í stangarstökki og 1.80 í hástökki, en Valbjörn vann allar karlagreinar mótsins. Valbjörn vann einnig þrístökk án atrennu og stökk 9.23 metra, en annar varð Úlfar Teitsson með 9,12 metra. í stangarstökkinu varð Páll Eiríksson annar með 3.95 metra, sem er mjög gott hjá Páli og ættu 4 metrarnir að koma strax í sumar hjá honum. Valbjörn vann langstökk án atrennu með 3.03, en Þorvaldur Benediktsson stökk 3.01. í kvennagreinum vann GuðrUn Svavarsdóttir langstökk án atrennu með 2.32 og Helga Höskuldsdóttir hástökk með 1.25. efni 65 ára afmælis félagsins. Þátt- takendur eru 8 lið, 6 lið frá Reykja vík, eitt lið frá hverju félagi nema KR, sem sendir tvö Iið, Haukar í Hafnarfirði og ÍBK. Keppni hefst kl. 8.15. Liðunum verður skipt í 2 riðla, 4 lið í hvorum riðli, og innan hvors leika liðin stigakeppni. Að henni lokinni leika saman þau lið, sem verða nr. 1 í hvorum riðli, nr. 2 f hvorum riðli og 3. og 4. liðin leika einnig saman. Með þessu verða liðin jafnari, og meiri fjöl- breytni verður í keppninni og hvert lið fær 4 leiki. Leikirnir á laugardagskvöld verða: A-rlðiIl: KRa —Valur Fram —Haukar. B-riðiII: KRb —Þróttur Víkingur — ÍBK. A-riðiII: KRa —Fram Valur —Haukar B-riðill: KRb-ÍBK Þróttur—Víkingur. Síðarj hluti mótsins fer fram að Hálogalandi á mánudagskvöld, 23. marz, kl. 8,15. í dag kl. 5.30 eftir ísl, tíma hefst körfuknattleiksmótið í Helsingfors, POLAR CUP-keppnin svonefnda, en það mót er í rauninni meistara- keppní Norðurlanda í körfuknatt- Ieik. Þátttökuliðin eru Svíþjóð, Dan- mörk, ísland og núverandi meist- arar, Finnar. íslenzka liðið fór utan fyrir nokkrum dögum til keppn- innar og keppir í dag við Svía, á morgun við Dani og á sunnudag við Finna. Norðmenn taka ekki þátt í keppninni. Ekki er búizt við miklum sigrum íslands í þessum viðureignum. Síð- ast vann íslenzka liðið einn leik, það var gegn Dönum, en nú má búast við að Danirnir njóti stærð- armunar og vinni Ieik sinn. Hæsti leikmaður íslands og jafnframt einn sá bezti, Guðmundur Þor- steinsson, forfallaðist á síðustu stundu og leikur ekki með liðinu. Er það að vonum mikill skaði fyrir liðið. Systkinin Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Ólafur Guðmundsson Ur ÍR tóku bæði þátt í ÆGIS-mótinu. Ólafur á 20 ára sundafmæli um þessar mundir. Annað kvöld, laugardaginn 21. marz, hefst að Hálogalandi innan- hússmót KR í knattspyrnu í til- «— Verðlaunaafhending fyrir 100 metra baksund telpna. Ásta ÁgUstsdóttir frá Hafnarfirði á sigurþrepinu, Auður Guðjónsdóttir, Keflavík, og Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Ármanni. Bwnunmtipi11 it mffm—r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.