Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 3
f V i s I R . f östudagur 20. marz 19íý ’■'!mtKwmaiK 1 >> Arsþing iðnrekenda Knud Kaaber, Sigurplasti, Sveinn B. Valfells, VÍR, Böðvar Jónsson, Vinnufatagerðinni, og Bjarni Björnsson, Dúk. Ársþing iönrekenda stendur yfir þessa dagana. Hófst þingið s.l. miðvikudag í Sjálfstœðis- húsinu en lýkur á morgun, Iaugardag. Rætt er um öll helztu hagsmunamál iðnaðarins á þinginu. í setningarræðu þeirri er formaður Félags ís- Ienzkra iðnrekenda, Gunnar J. Friðriksson flutti við upphaf þingsýis, kom fram, að iðnað- arframleiðslan jókst um 4—5 prs. s.I. ár til jafnaðar. En sam- dráttur varð í nokkrum iðn- greinum. Iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, flutti ávarp við þing- setninguna. Kvað hann íslenzk- an iðnað hafa náð góðum þroska þrátt fyrir stutta sögu. Ráðherrann sagði, að heima- markaður iðnaðarins væri þröng ur og því væru því mikil tak- mörk sett hversu niikið væri unnt að efla íslenzkan iðnað, ef hann ætti eingöngu að grund vallast á innanlandsmarkaði. Hefði því verið rannsakað hvort ekki væri unnt að koma á fót útflutningsiðnaði, er grundvallazt gæti á orku ís- lenzkra fallvatna. Væri nú unn- ið að athugunum á því hvort kleift yrði að ráðast í slíkan stóriðnað. Myndsjáin er frá upphafi þings iðnrekenda. Á efstu mynd inni sér yfir salinn. Við borðið yzt til vinstri má sjá Þóri Jóns- son, forstjóra Sveins Egilssonar h.f., Guðmund Guðmundsson í Víði og Svein K. Sveinsson í Völundi. & • V'-- -'x.' Þorsteinn Guðbrandsson, Iðunni, Emanuel Morthens, Barðanum, Guðmundur Gíslason, Bifreiðar og landbúnaðarvélar, og Sigurjón Sigurðsson, Álafossi. Fimm smáflugvélar bætast i fíugflotaua nú í vor Það eru ekki aðeins Loftleið- ir, sem von eiga á nýjum flug- vélum í flugflota sinn í vor. Fjórir aðilar aðrir standa í flugvélakaupum um þessar mundir, en þar er um að ræða litlar farþegaflugvélar fyrir 10 manns. Eru flugvélar þessar af Beechcraft C45H-gerð, tveggja hreyfla. Tryggvi Helgason, flugmaður á Akureyri á um þessar mundir 4 flugvélar af þessari gerð og eru allar i Bandaríkjunum. Tryggvi sagði í viðtali í gær, að hann mundi sennilega fara utan I maí n.k. og reyna að selja 2 vélanna í Bandaríkjun- um en kaupa varahlutalager fyrir andvirði þeirra. Tvær flugvélanna mundi hann ferja heim og reka þær frá Akureyri eins og aðrar vélar flugflota síns. Tryggvi á sem stendur 8 vélar, 4 Beechcraft C45H, sem eru í Alabama í Bandaríkjunum og fá þar viðgerð á hreyflum, og eina vél af Piper Colt, Piper Apache Piper Cup og Auster. Sagðist Tryggvi vera þess full- viss að nóg verkefni biðu vél- anna á Akureyri. Flugsýn i Reykjavík á von á flugvél af sömu gerð og Tryggvi fær, þ.e. 10 sæta Beechcraft. Magnús Stefánsson hjá Flugsýn sagði að flugvélin yrði einkum notuð á áætlunarflugleiðina til Norðfjarðar og hefði bæjar- stjórn Norðfjarðar veitt Flug- sýn styrk í þessu sambandi. Flugsýn á fyrir 7 flugvélar, sem eru notaðar í kennslu- og leigu- flug. Á félagið 3 Cessna-140 og eina Cessna-180, 1 Stinson, Piper Colt og Navion. Eyjaflug nefnist nýtt flugfé- lag, sem hyggst bæta flugsam- Þetta er flugvélin, sem verður áberandi í íslenzka flugflot- anum - BEECHCRAFT C45H. göngur við Vestmannaeyjar. Félagið hefur í hyggju að kaupa Beechcraft af sömu gerð og Flugsýn og Tryggvi og mun það mál komið á rekspöl, en einnig hefur verið talað um kaup á stærri flugvél. Guðbjörn Charlesson á ísa- firði mun að öllum líkindum kaupa flugvél, sem bæjarstjórn ' Isafjarðar mun leggja í fé. Verður þetta splúnkuný Piper Apache-flugvél, sém tekur 5 farþega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.