Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 15
VÍSIR . Föstudagur 20. marz 1964 75 — Man þá alla, það voru nokkr- ir hermenn og svo þrír eða fjórir aðrir. Einn var bráðskemmti- legur, alltaf að gera að gamni sínu. Hann sagði að hann væri kallður Rigolo hér í Prís. — Hann mun hafa skipt um vagn á leiðinni? — Nei, við vorum saman alla nóttina — í sama vagiii, nema við fórum og fengum okkur glas — en skildum ekki. Hann var með stærð ar pylsu og gaf mér vænan bita. — Þá hefir hann notað hníf? — Víst gerði hann það — forláta hníf af Korsíkugerð. De Gevrey tók upp hníf og sýndi honum. . — Já, það var svona hnífur, þetta gæti verið hans hnífur. Nú var komið inn með Óskar. — Sæll, gamli vinur, — hvað er þetta, spurði Michaud, hvað hef- ir þann gert? , — Ekkert, vinur minn, en þeir saka mig um að hafa myrt mann I hraðlest nr. 13, er við vorum ferða félagar. — Þessi maður er eins saklaus og ég, sagði Michaud, — við skild um ekki alla leiðina. — Trúið þér mér nú, herra dóm ri? sagði Óskar — Ef til vill, en ég verð að yfir- heyra vitni frá Marseille. Og svo var farið með Óskar aft- ur í fangelsið. 26. Lugi var enn á verði og sá Cas- eneuve koma úr dómhöllinni með Emmu Rósu og sá þau aka af stað, og heyrði hann skipa ökumannin- um að aka í Batignolles-hverfið. Ályktaðj Luigi af því, að fara ætti heim með stúlkuna, og gæti hann nú flutt um kvöldið í hús lækninga stofnunarinnar eins og Paroli hafði stungið upp á, og þyrfti hann því ekki að vera á verði í hverfinu leng ur. Þegar Cocile kom var Paroli ekki enn kominn heim. Lokaði hún sig inni í íbúð sinni, en bað áður þjóninn að gera sér aðvart er Iækn irinn kæmi, en hann hafði farið í skiptaréttinn, því að ákvarða skyldi skipan „fjölskylduráðsins“, en þar sem Ceciie átti engin skyldmenni var það erfiðleikum bundið, en vin ir voru engir nema Lerpyer, sem átti heima í Dijon. Paroli stakk upp á de Geyrey, sem féllst á að sitja í því, en aðrir skyldu vera gjaldkeri stofnunar Paroli og vara læknir og ákvað Paroli að hreyfa því við vin sinn Hannibal Gerva- soni, sem var orðinn aðstoðarmað ur hans. Varð Paroli nú að segja honum frá áformunum varðandi giftinguna. Hannibal átti þó ekki að taka við starfinu fyrr en eftir 3-4 daga, þar sem hann var ekki laus fyrr. Hann varð undrandi yfir áformi Paróli, en óskaði honum innilega til hamingju. Fjölskylduráðið svonefnda átti að koma saman til fundar daginn eftir. Paroli fór þar næst í íbúð sína í.Courcellesgötu, þar sem umsjón- arkonan sagðist vera boðberi gleði- Iegra tíðinda, — sem sé þeirra, að dóttir hennar væri komin, og ósk- aði Paroli henni til hamingju. I Minnti konan hann á loforðið að greiða fyrir henni. — Verðið þér hér í nótt? spurði hún. — Nej. — Ég skil ekki í yður að vera aS halda þessarj dýru íbúð. — Ég er svo önnum kafinn — Og verðið að skapa gott for- dæmi í stofnuninni! — Það gæti komið sér vel, að koma hingað til að slappa af. — Ha, ha, kannski með skemmti legri, fallegri stúlku, þér eruð lík- Iega léttlyndur undir niðri, hem-a Iæknir. Og konan hló dátt. Paroli lét þetta gott heita og var þarna ekki lengur en til þess að sannfæra sig um, að öllu væri vel i við haldið í íbúðinni. En raunar hafði hann aðallega komið til þess | að grennslast eftir hvort dóttirin ■ væri komin. Hann ætlaði henni ; visst hlutverk, mikilvægt hlutverk. Cecile kom með úfbreiddan faðm inn, er Paroli kom upp í íbúð henn ar, og var svo miður sln, að Par- oli varð hræddur. — Hvað er að? — Vinur minn — þetta er hræði legt. Hvenær verður öllum þessum yfirheyrslum hætt? — Hvað gerðist? — Ég þurfti að mæta — í viður vist Angelu Bernier — En það var ekki annað en búast mátti við. — En ég gat ekki búizt við, að hún myndi reyna að velta allri sök af sér og koma henni á mig. Hún beinlínis ásakaði mig um að vera meðsek um morðið á föður sínum. — Hvílik fjarstæða, sagði Paroli Það hefur de Gevrey líka vafalaust séð. — Já, en ef nú einhver smágrun ur kviknaði í brjósti hans. — Smágrunur, kemur ekki til mála, svo framarlega sem þér haf- ið ekki leynt mig neinu. Cecile varð eldrauð £ framan. — Það er eitt, sem ég hef leynt yður. — Hvað er það? Pér verðið að láta yður skiljast, að ég verð að vita allt, eigi ég að geta varið yður Hvaða Ieyndarmál er það, sem þessi kona hyggst nota gegn yður? — Ég þori ekki að segja það — Þér verðið að gera það, sagði Paroli. Sá dagur er nærri, er þér ðerið mitt nafn. Ég hef tekið yður að mér, án tillits til fortíðarinnar. Þér megið ekki leyna mig neinu. — Ég skal þá segja það. ef þér lofið að fyrirgefa mér — og lofið einnig að fyrirlíta mig ekki. — Ég hefj þegar fyrirgefið yður og þar sem ég elska yður virði ég yður. Talið, ég er bezti, eini vinur yðar. — Þegar ég vissi um heimkomu föður míns óttaðist ég reiði hans, er hann uppgötvaði að ég hafði hrasað. Ég hugleiddi hvernig ég gæti leynt því. Ég var að brjálast af örvæntingu og þá tók ég ákvörð ,un sem ég ÚTjTfyrirverð mig nú fyr- ir . . . . Það var eins og hún gæti ekki haldið áfram. — Og þér fóruð til frú Angelu og báðuð hana hjálpar? — Já, sagði Cecile veiklega — Og féllst hún á það? — Hún lét svo að minnsta kosti en krafðist nafns míns og heimil- isfangs. Þannig fékk hún að vita, að ég er systir hennar. En þá hafði hún í hótunum við mig og rak mig burt- Og nú notaði hún sér þetta. Ógætileg játning mín við hana er grundvöllurinn undir ásökun henn ar, að það sé ég, sem hafi látið myrða föður minn, til þess að hann fengi ekki vitneskju um smán mína — Talaði hún við rannsóknar- dómarann um hrösun yðar og að þér hefðuð snúið yður til hennar, spurði Paroli og hnyklaði brúnir. — Já, og meira til, hún gaf í skyn að elskhugi minn værj leikari — Nefndi hún hann? - Nei en rannsóknardómarinn mundi geta komizt að því, ef hann léti rannsaka fortíð mína. — Þér neituðuð vitanlega? — Alveg ákveðið — Og herra de Gevrey — hver voru viðbrögð hans? Hann var mér jafn vinsamlegur Hann leit á þetta sem níð af hálfu Angelu Bernier til þess að koma sökinni á mig. En hvaða trygging er í, að hann breyti ekki afstöðu sinni, og fari að hugsa um þetta allt saman. Paroli gekk um gólf fram og aft- ur, stanzaði við og við, og hélt svo áfram að stika fram og aftur. Það duldist ekki, að hann var í miklum vanda. — Ég er svo vansæl kveinaði Cec ile verð ég að gjalda þess allt mitt líf, að mér varð þetta á? Ég hata þetta barn. sem ég ber undir brjósti, ó, ég vildi geta hindrað að það fæddist... ítalinn nam staðar og greip hönd hennar, — Hatið þér þetta barn? — Já, af allr; sál minni. — EÍskið þér mig? — Já, eins heitt og hægt er að elska, og það er líka þess vegna sem ég hata þetta barn. Ég geri mér ljóst, að sá dagur- kann að koma, að það mun vekja haturs- hugsanir og beiskju hjá yður, hversu heitt sem þér elskið mig. — Elskið þér mig nógu heitt til þess að gera hvað sem er, sem ég fyrirskipa yður? — Já, hvað sem þér skipuðuð mér, þótt það væri að fremja glæp - Ég hata líka þetta barn af sömu ástæðu og þér. Það mun á- valt minna mig á, að þér hvílduð í annars örmum. - Já, já, skipið fyrir, ég mun hlýða, sagði Cecile áköf. — Haldið kyrru fyrir í íbúð yðar fyrst í stað - við tölum nánara um þetta. — Gerðist annars ekkert sérstakt hjá dómaranum? — Jú, mér gleymdist að skýra frá því að ég var svo áhyggjufull of ringluð. Dómarinn lét lesa upp erfðaskrá föður míns - í viðurvist Angelu og dóttur hennar. Vitan- lega fær hvorug neitt ef sekt móð- urinnar sannast, — Það er skakkt ályktað. Sekt hennar hindrar ekki að dóttir henn ar erfi. t — Á þá þessi lausaleiksstelpa að fá það, sem mér ber með réttu? — Já, nema — — Nema hvað? — Nema hún deyi — Hún Ieit út eins og hún gæti sálast á hvaða augnabliki sem væri Henni var ekið aftur í Batignolles- hverfi. — Gerðist ekkert frekar? — Nei. — Það er gott. Alið nú ekki á- hyggjur, kæra Cecile, verið rólegar og haldið kyrru fyrir. Svo kyssti hann hana á ennið og fór. m R Z A N Ó, Tarzan, kveinar Naomi, ég get ekki drukkið þennan óþverra. Þetta er á bragðið eins og fljót- GK/kfUATE NURSE MAOAM CAWE T0 AFRICA FOR A7VENTURE, 6UT NEVER PREAfAEV FATE W0UL7 MAK.E HER A FATIENT... OF PRl/AEVAL ÍAE7ICINE MEN. 0HJARZAN.TH1SSTUFF MO/ASAI WANTSMETO 7RINK.TASTES LIK.E UQWMETALUt MAKES AAY TEETH 1 SHIVER,,, TA .SCARE70F !T! andi málmur. Þú verður að drekka það, svarar Tarzan, þú mátt ekki hætta núna. Segðu henni að vera ekki hrædd við að drekka það. Þetta er unnið úr kröftugum stein um ,og það mun hjálpa mikið til að gera hana heilbrigða aftur, seg ir Mombai, v/Miklatirg Sími 2 3136 16 xnm filmuleiga Kvikmvndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 ÞVOTTAHÚS Vesturbæjar Ægisgötu 10 • Sími 15122 Fsmný Benonýs sími 16738 Eldhuskollcir kr. 150.00 Miklatorgi iV A. 'ó * • . - i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.