Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 20.03.1964, Blaðsíða 4
iaee.?gi 4' . ' V í SI R . Föstudagur 20. marz 1964 sextueasti af svari Jjann 16. marz faáðit „V'ísir" áskorun hinna sextíu. og á- lítur að lfiggja þurfi fram sann- anir fyrir skaðsemi sjónvarps- ins, ef einhver er. Ekki er að efa að þeir, sem að áskoruninni standa, geta gert grein bæði fyr- ir hinni beinu og' óbeinu skaö- semi.sjónvarpsins, ef þeir óska. Það er eitt dæmi um menning- arlega fátækt vora að landið á enga sócialvísindastofnun, er unnið getur að tvíhliða eða fjöl- hliða rannsóknum með „control groups“ varðandi áhrif á almenn ing. Menningarleg gagnrýni, sem erlendir stjórnmálamenn vilja ekki án vera, hefir verið illa séð hér á landi. Hvað gagn- rýni snertir á sjónvarpi hér, tel ég að blaðamenn hafi brugðizt skyldu sinni. Jafnvel heilbrigð útvarpsgagnrýni, sem einstaka sinnum rís upp í blöðum, koðnar niður Jafnóðum. Hér er ástæða til að spyrja: Hvað gerir Alþingi með þær sannanir, sem eru fyrir hendi, eins og t. d. í áfengismáium eða umferðarslysamálum? Það væri fróðlegt að heyra. Nýjustu tölur frá Noregi herma að þar í landi séu fimm- tiu þúsund karlar og tuttugu þúsund konur,, sem.eru áfengis- sjúklingár; svö’ sannað séf Áð breyttu breytanda höfum vér hliðstæðar sannanir. Læknar eiga ekki erfitt með að sanna hvort einhver maður er áfengis- sjúklingur eða ekki — eða t. d. deyfilyfjaneytandi. Nóg er af öðrum sönnunum, einnig hjá oss: Brotin heimili,. klesstir bíl- ar, limlestir sjúklingar, afrækt- ar konur og börn, sannanir á vegum, heimilum, sjúkrahúsum — en hvað gera yfirvöldin með allar þessar sannanir? Þau skyldu þó ekki veita það eitur, sem þessum sjúkdómi veldur — já veita það ómælt og án leið- beininga? Hvers vegna vill ekki Alþingi beita sér fyrir því að límdur verði miði með leiðbein- ingum á hverja áfengisflösku, svo menn viti hversu nota skuli innihaldið, hve mikið í einu, hve oft á dag? í sambandi við sjónvarpið hafa fræðimenn mótað hugtakið television narcoman — fjera- synsnarkoman — en narcoman þýðir, deyfilyfjaneytandi. En greining þess sjúkdóms er erf- iðari en greining á alkoholisma. Og sjónvarpsnarkoman mun ekki valda öðrum eins spjöllum og t. d. dypsoman áfengissjúkl- ingur. Hins vegar kemur nokkuð skylt í ljós í menningunni. Hvor ugur hefur áhuga á henni. II. Hin óbeina skaðsemi sjón- varps er að það sogar til sín fé (sjá Vísi og Morgunblaðið) frá góðum framkvæmdum og nauö- synlegum og veldur því að þær dragast úr hófi fram. Hér finna menn þó ekki til þess enn í stóruni stíl, af því að menn hafa ekki talið það fyrir neðan virð- ingu sína að þiggja þá þjón- ustu, sem sjónvarpið býður, án þess að greiða nokkuð fyrir hana. Það er von að útlending- ar spyrji: Skammast íslending- 55 áskorun VÍSIS íí ar sin elfkii'fMrír', rjeitt"? Þessa spurningU,’ héf'‘ é*g Ihéyrt fram.' borna af þrem mehntamönnurh af þrem ólíkum þjóðernum. — Eina greiðslan, sem vér höfum í té látið. er barnalegt skjall á hinu og þessu i sjónvarpinu og þögn um alla þá'ofbeldiskennslu og niðurrif á þeim siðum, sem sumir kenna enn unglingum sín- um. í erlendum blöðum mátti lesa hressilega gagnrýni á frammistöðu sjónvarpsins í sam bandi við morðið á Kennedy Bandaríkjaforsétá .— og má e. t. v. fá meira að heyra. Hér var þessu snúið upp í skjall. Áður en vér förum að hella meira fé í sjónvarpshítina en þegar er búið að gera, ber að ljúka við nokkur góð verk og nytsamleg, sem sum eru búin að bíða allt of lengi — og önnur, sem frændþjóðir vorar hafa fyr- ir löngu unnið. Meðal þess, sem gera ber, er eftirfarandi: 1) Veita úrlausn gamalmenn- um, sem bíða mörg eftir hæfi- legu húsnæði og hjúkrun. 2) Fullgera bráðnauðsynlega skóla, sem enn standa hálfsmið- aðir, en eiga þó að þjóna öllu landinu, svo sem Kennaraskóla íslands, Hjúkrunarskóla íslan^s iOg fleini bjóðiiáuð^yhlega skóla. Méðári *,sroðií§úr' "sfióítur er á hjúkrunarkonum og kennurum — og fyrirsjáanlegt er að hann ágerist á komandi árum, er ekki verjandi að sóa fé f sjónvarp, fremur en í aflátsbréf á dögum Lúthers. 3) Stækka Háskólann, svo að hann geti tekið við sívaxandi fjölda stúdenta, sem von er á næstu árin. Byggja tímabært kennsluhúsnæði handa lækna- deild, stofna deild í sócíalvís- hefir Jáejílqt^iá'^íáiarí á‘ru'm,‘,s(jk-. um t^bkpilpgra'pifibóta) og.gerá Ríkisútvárpið að meiri menning arstofnun en það er nú. Allar þessar stofnanir skipta meira máli en sjónvarp, þegar Próf. Jóhann Hannesson. n<!.t. -rv «« I• 1 iqnBi unöri um heili þjóðfélagsins er að ræða, og mætti fleira telja. III. Um beina skaðsemi sjónvarps almennt nægir að visa til mik- illar rannsóknarskýrslu, sem Bretaþing hefir nýlega Iátið gera, Undir forsæti Pilkingtons lávarðar. En þar er einnig fjall- að um tillögur um skynsamleg- an rekstur sjónvarps og kosti þess. Það er misskilningur að eftir Jóhann Hannes- son prófessor indum og rannsóknarstofnun í íslenzkum fræðum. 4) Gera ráðstafanir til að draga úr óeðlilega miklum barna dauða af völdum umferðarslysa hér í borg. Fækka pollum og moldarflögum, sem ýmsir ungir Reykvíkingar alast nú upp við ár eftir ár. 5) Byggja dvalar- og hress- ingarheimili fyrir aldraða bænd- ur í sveitum. 6) Koma á fót nauðsynleguni stofnunum fyrir afvegaleidda unglinga, einkum stúlkur, enda hefir lengi verið skortur á slikri stofnun. 7) Stol'na sócíalfræðilegan skóla, bæði vísindalegan og hag- nýtan, til þess að miðla þekk- ingu uppalendum, stjórnmála- mönnum, kirkjulegum og öðr- um félagslegum starfsmönnum. 8) Bæta aðstöðu til lækninga og hjúkrunar fvrir taugaveiklað fólk, fullorðið og börn. 9) Segja mönnum sannleikann um hinn ægilega rekstrarkostn- að sjónvarpsins (stofnkostnaður sjónvarp geti komið í kennara stað. Sumir góðir kennarar hafa afþakkað skólasjónvarp og end- ursent það sökum lélegs árang- urs. Hin eðlilega leið hefði ver- ið að Alþingi hefði, áður en sjónvarpinu var sleppt yfir þjóð ina, látið færa sönnur á að sjónvarp fyrir erlenda hermenn væri ósaknæmt fyrir islenzk börn og íslenzka menningu. Menningarleg skaðsemi sjón- varpsins hér er m.a. fólgin i þvl að það er sá þáttur menn- ingar I voru eigin landi, sem íslenzkir menn hafa engin um- ráð yfir, heldur er að öllu Ieyti stjórnað af erlendum mönnum. Kvikmyndir eru ekki sambæri- legar. fsienzkir menn velja þær og flokka eftir aldri barna, lög- reglustjóri getur stöðvað kvik- mynd hér í borg, ef brýna nauðsyn ber til að landslögum, þótt almenn kvikmyndalög skorti. Sá einhliða áróður, sem hér hefir rekinn verið gegnum blöð og útvarp, sýnir hversu Iangt er komið „peaceful pene- traíion of the native iriind“ hgr á íslanjdi. Ekki er víst að þetta verði ameriskum vinurri vorum til neinnar sæmdar eða ánægju þegar fram í sækir, enda vafasamt að þeir hafi ætl- azt til þess, sem orðið er. „The narcotizing dysfunction“, sem almenningur áttar sig ekki á, en socíalvísindin þekkja, virðist vera langt komin, af því sem ráða má af skrifum blaðanna þessa daga. Hugsanleg var önnum leið en sú, sem farin var:' Aðr ameríska sjónvarpið hér hefði verið „civilian“ stofn- un, en ekki „military" og Tiefði þá verið hægt að hafa sam- vinnu við það, læra af því og mennta íslenzka menn til að starfrækja islenzkt sjónvarp — og koma öllum hérlendum sjón- varpsrekstri I hendur hérlendra manna. IV. Innlend sóciologisk stofnun með „control groups“, gæti, ef til væri, rannsakað vísindalega einstaka þætti þjóðlifsins og sýnt hvaða áhrif sjónvarpið hefði á þá. Veljum sem dæmi fyrirbærið fjársvik og svindl. Það er ekki fyrirfram auðið að staðhæfa að sjónvarpið valdi þár nókkru. En gera má sáman- burð á svæðum, síðustu sex mánuði, t.d. á Keflavík, sem er á sjónvarpssvæðinu og Akur- eyri, sem er utan þess. Annan samanburð yrði að gera yfir jafn langan tíma á sömu svæð- um áður en sjónvarpinu var sleppt lausu. Óviðkomandi liði þarf að útiloka samkvæmt reglum. Rannsóknin yrði flókin og dýr. Árangurinn yrði heldur ekki eins ótvíræður og þær sannanir, sem við blasa á af- leiðingum ölvunar við akstur, sem leitt hefir til slysa eða árekstra. Greindir blaðamenn geta gert annað sér til skemmtunar: Mælt I centimetrum og metrum svindl fréttir I sínum eigin blöðum, skrifað tölur og reiknað út fjár- svikavísitölu á hinuni ýmsu svæðum á tilteknum tímum, segjum s.l. sex mánuði. Vera má að þeir finni ekki neitt — en vera má að sjónvarpið eða út- varpið fari að tala, eins og andi í gegnum miðil. Það verð- ur að vera oss ljóst, einnig við rannsóknarstörf, að vér íslend- ingar höfum nokkrar gáfur um- fram aðra menn. Sjónvarpsnar- komanar eru hins vegar lítt viðmælanlegir — og „rökheld- ir“, eins og segir á pcychia- trisku máli. Hinir sextíu hafa engan æs- ingafund haldið með sér, ekki einu sinni umræðufund, og margir látið sömu skoðanir í ljós áður. Hvers vegna kemur þá þessi áskorun fram nú? Úti f hinum stóra heimi hefir það meðal annars gerzt að menntamenn, beinir og óbeinir kennarar þjóðanna, hafa gert ‘ sér þá staðreynd ljósa, að þjóð- félagið rífur niður að kveldi það verk, sem kennarar þess hafa unnið frá morgni. Það er einkum með fjölmiðlunartækj- unum, sem þetta verk er unnið. Hér um nokkur orð síðar, í öðru sambandi. Hið nýja er ekki það að þessi niðurrif eru fram- kvæmd, heldur hitt, að mennta- menn eru farnir að hugleiða þessi fyrirbæri af meiri áhuga en áður, láta sér ekki lengur á sama standa, heldur láta frá sér heyra, stundum þúsundum sam- an. Fjölmiðlunartækin hafa sog- að að sér fjármagn þjóðanna — og við hinn fornfræga Vínar- háskóla hefir það ekki átt sér stað öldum saman að kennarar hans, doktorar og prófessorar, gerðu verkfall, fyrr en á vorum dögum. Hér hefir slíkt ekki gerzt, en annað gerðist, sem sýnir hvernig þjóð vor hefir metið menntamenn á siðari ár- um. Unglingur, seytján ára, var yfirheyrður í sambandi við slark, sem hann hafði lent í. Þá kom í ljós að mánaðarkaup hans var á þeim tíma jafn_ mikið og tveggja* 1 menntaskóla- kennara. Stjórnmálamenn vorir- hafa .. staðið sig vel í landhelgismál- inu, og skulu þeim fær$ar þakk ir, öllum sem vel hafa unnið að þessu máli, þjóð sinni og kom- andi kynslóðum til gagns og sæmdar. Það er oss nauðsynlégt að afkvæmi þorsks og ýsu fái að taka út nokkurn þroska. Til er önnur landhelgi, ef svo mætti að orði kveða, landhelgi heimilanna. Daglega er í henni togað, í nálega hverjum matar- tíma, með auglýsingum útvarps- ins. Svo lágt hafa frændur vorir í Noregi ekki viljað leggjast, en hjá oss er ekkert lát á þessum togveiðum. Enn kröftugra veiði- tæki er sjónvarpið, þegar því er beitt til að veiða sálir. — Af íslenzkum blöðum fæ ég ekki annað séð en að menn fagni þyí að láta veiða börn sín — og verða sjálfir veiddir í vörpu, sem erfitt er að losna úr þegar möskvarnir herðast að og upp er dregið. Jóhann Hannesson. Skyldusparnaður Lagt var fram á Alþingi í fyrrad. frumvarp rikisstjórnarinnar um að hækka skyldusparnað um 9%, þann ig, að fólki á aldrinum 16 — 25 ára sé skylt að Ieggja 15% af launum sínum til hliðar. Þetta fé skal vera undanþegið tekjuskatti og útsvari. Þegar sá, er sparað hefur, nær 26 ára aldri eða stofnar heimili fær hann þetta borgað ásamt vöxtum ög vísitöluuppbót. Ennfremur er gert ráð fyrir að þeir sitji fyrir um lán frá húsnæðismálastjórn, svo og megi þau vera 25% hærri en almennt gerist. Og þeir, sem vilja stofna bú í sveit skulu njóta sams konar fyrir greiðslu um lán til bústofnunar hjá Búnaðarbankanum. Heimilt er Bún aðarbankanum og húsnæðismála- stjórn að semja um, að réttindi þessi verði gagnkvæm. Þetta er þó bundið því skilyrði, að sparifjársöfnunin nemi 50000 krónum. Fé þetta og vextir af því skal vera, eins og áður segir, skatt- og útsvarsfrjálst og ekki framtals- skylt. 1 greinargerð frumvarpsins segir, að þetta frumvarp sé fram komið vegna sívaxandi þarfa á fjármagni til íbúðabygginga. Gert er ráð fyrir, Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.