Vísir - 02.04.1964, Blaðsíða 2
2
V í S I R . Fimmtudagur 2. apríl 1964.
Þar dönsuðu skíðamenn
eftir „bítilslögum"
ísafjörður, sannkallaður höfuð-
bær Vestfjarðakjálkans, dró að
sér um páskana fjöldann allan
af ferðafólki, sem kom fljúg-
andi með Flugfélagsvélunum,
sem vart höfðu undan og all-
stór hópur unglinga Icom með
Heklu til ísafjarðar. Ástæðan
var e. t. v. fyrst og fremst sú,
að á ísafirði fór fram skíðalands
mót, mót sem alltaf hefur á
sér skemmtilegan blæ.
HAFNARSTRÆTI
Á aðalgötu ísafjarðar mátti
gjarnan sjá skíðaklætt fólk, og
í búðargluggum var víða að sjá
ýmislegt sem að skíðasporti lýt-
ur. Hjá Jónasi Tómassyni bók-
sala mátti fá forláta snjógler-
augu, skíðabindingar, sólolíu og
margt fleira. í fataverzlun
skammt frá mátti fá allan klæðn
að til skíðaiðkana, og svo mætti
áfram telja. í mörgum gluggum
var tilkynnt dagskrá mótsins og
Frá skiðnlands-
enótinu é íscafirði
þá ekki sfzt dansleikir og kvöld-
vökur, sem skíðalandsmóti
fylgja jafnan.
Skíðalandsmót er ekki erfitt
orð í framburði. Það er samt erf
itt í framkvæmd hjá okkur ís-
lendingum, sem sjáum ekki fram
á annað en veturnir okkar verði
brátt alauðir af snjó. Jafnvel
ísafjörður gat ekki boðið upp
á snjó lægra en í 400 metra hæð
yfir sjávarborði hins fallega
Skutulsfjarðar. í Seljalandsdal
fóru fram alpagreinar og göngu
keppnir. Þar hafði harðsnúið lið
isfirzkra forráðamanna skíða-
íþróttarinnar komið upp skíða-
mannvirkjum til keppninnar.
Það verður ekki annað sagt
en mótstjórinn, Einar B. Ingvars
son, hafi unnið þarna gott verk.
Skíðalandsmót krefst óstjórn-
legrar vinnu og sá stutti tfmi,
sem til stefnu var í þessu til-
felli réttlætir þau fáu mistök,
sem hér urðu á.
. Sagt hefur verið frá sigrum
á mótinu. Hér mættust allir
skíðamenn landsins að undan-
skildum beztu mönnum höfuð-
borgarinnar, sem flestir áttu
ekki heimangengt. Hér mættust
margir kappar, sannkallaðir vík
ingar, sem ekki létu sér allt fyr
ir brjósti brenna.
Skíðafólkið, sem sótti þetta
Iandsmót, fékk aðsetursstaði í
bænum. Siglfirðingarnir, drottn
arar skíðaiþróttarinnar um þess
ar mundir, fengu inni í Skáta-
heimilinu, Reykvíkingar á Hjálp
ræðishernum, en allmargir á
einkaheimilum.
Á kvöldin var komið saman
á danslcik eða á kvöldvökum,
sem tvívegis voru haldnar f
skíðaskálanum Skíðheimum fyr
ir ofan ísafjörð. Þar var dans-
inn stiginn af miklum móði og
bítilslögin sungin af innri sann-
færingu og krafti.
Á morgun segjum við nokkuð
frá sigurvegurunum á ísafirði og
ýmsu fleiru sem þar bar við.
Mjög vandað til lands
móts UMFÍað Laugmvetm
12. landsmót Ungmennafélags ís
lands verður haldið dagana 3.-4.
júlí 1965 að Laugarvatni, og er
þegar hafinn umfangsmikill und-
irbúningur undir það. Aðstaða til
að halda slíkt mót er mjög góð að
íslandsméf í
handknattleik
utanhúss
íslandsmeistaramót utanhúss ár-
ið 1964 verðá háð í júlí og ágúst
n. k. Keppt verður í meistaraflokki
karla og meirtara- og II. flokki
kvenna.
Þeir sambandsaðilar (handknatt-
leiksráð og íþróttabandalög), sem
hug hafa á að sjá um framkvæmd
íslandsmótanna, sendi skriflega
beiðni til stjórnar Handknattleiks-
sambandsins fyrir 1. maí n. k.
Laugarvatni. Þar eru stór húsa-
kynni og greiðar samgöngur. Þar
er og staðsettur íþróttakennara-
skóli íslands með tilheyrandi
mannvirkjum og standa vonir til
að ýmis mannvirki, sem nú eru i
byggingu, verði tilbúin, þegar mót
ið hefst.
Keppni í frjálsum íþróttum fer
j fram báða dagana. Verður beitt
forkeppni eða undankeppni og úr-
I slitum, eftir því sem hentar kepp-
i endum og fyrirkomulagi dagskrár.
Þátttökutilkynningar skulu vera
komnar í hendur f-amkvæmda-
nefndar mótsins í síðasta lagi 10
dögum áður en það hefst, Á hvert
héraðssamband að annast tilkynn-
ingarnar, eC stjórnir þeirra félaga,
| sem ekki eru aðilar að héraðssam-
bandi. Hvert héraðssamband má
senda 3 keppendur til þátttöku í
hverri grein, og hefur hver þátt-
takandi rétt til keppni í þremur
greinum og boðhlaupi.
1 sambandi við undirbúning móts
ns, hefur verið ákveðið að efna til
samkeppni um merki fyrir þetta 12.
landsmót, og á það að vera þannig
aðnotamegi það í aðgöngumiðaodd
fána o.fl. 2000 kr. verðlaun verða
j veitt fyrir þá tillögu sem bezt þyk
ir.
Fimm manna landsmótsnefnd hef
ur verið kosin, og skipa hana
. Stefán Jasonarson Vorsabæ form.,
Björn Sigurðsson Othlíð, Hermann
Guðmundsson Blesastöðum, Her
mann Sigurjónss., Raftholti, og frá
U.M.F.l. Ármann Pétursson Rvík.
Þarna var tvistað af hjartans lyst á kvöldvöku skíðamanna í skíöaskál-
anum Skíðheimuni.
EZ&ms
Hleðslu-
6 og 12 volta sem hægt er að hafa í bifreið-
inni. Tekur ekki meira pláss en venjulegt
háspennukefli. Hleður rafgeyminn yfir nótt-
ma.
SMYRILL
Laugavegi 170. Sími 12260.
Lá án meðvitundar
í 18 mán.
Argentínski hnefeileiknrinn ABefandr® Lavorante dé i gær
Argentínski hnefaleikarinn
Alejandro Lavorante lézt í gær-
dag í Mendosa í Brasilíu að
heimili foreldra sinna eftir að
hafa legið í 1*4 ár meðvitund-
arlaus. Það var brasilska frétta-
stofan Saportiti sem flutti frétt
irnar í gærkvöldi.
Það var 21. september 1962,
sem Lavorante var sleginn út
í keppni í San Fransisco gegn
þungavigtarboxaranum Johnny
Riggins. Fór hann þegar á
sjúkrahús, en þar gekkst hann
undir marga heilauppskurði án
árangurs. Sama ár hafði Lavor-
ante fengið tvö rothögg í keppn
um v'ð Cassius Clay og Archie
Móðir Lavorante hjúkrar honum á heimili þeirra í
Mendosa.
mrjK raniBKJ ravor'T.'HJTr.. n»j’ 'IM'I