Vísir - 02.04.1964, Blaðsíða 16
\
VÍSIR
Fimmtudagur 2. apríl 1964.
Ólafur Túbals
listmúlari, lútinn
Ólafur Túbals Hstmálari í Múla-
koti í Fljótshlíð Iézt á föstudaginn
langa, en hann hann var kominn
talsvert á sjötugsaldur.
Ólafur fæddist árið 1897 að Múla
koti, sonur hjónanna Túbals Karls
Magnússonar og Guðbjargar Þor-
leifsdóttur, sem segja má að gert
hafi „garðinn frægan" í orðsins
fyllstu merkingu. Hennar verk er
hinn víðkunni og fagri skrúðgarður
í Múlakoti.
Ólafur hneigðist ungur að list-
um, og þá einkum dráttlist og
málaralist. Helgaði hann líf sitt
þeirri list, jafnframt því sem hann
stundaði búskap á ættleifð sinni
að foreldrum sínum látnum. Mynd-
ir Ólafs eru einkum úr heimabyggð
hans, Fljótshlíðinni, svo og frá
Þórsmörk og víðar að.
Ólafur Túbals var kvæntur Láru
Eyjólfsdóttur úr Reykjavík.
' ■
Fargjaldasamkomulagið staðfest:
LOFTLEIDIR verða 15-18
lægri en SA 5 á Skandina víu
Fargjaldasamkomulag flugmála-
stjóma fslands og SAS-landanna
(Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar)
mun nú verða staðfest af ríkis-
stjórnum viðkomandi landa. Hin
upphaflega fargjaldalækkun Loft-
leiða átti að fara 18-21% niður
fyrir fargjaldalækkun IATA félag-
anna, SAS þar með talið, en með
samkomulaginu minnkar munur-
inn um 3% og verður 15 — 18% á
Skandinavíu.
Lengi vel ætluðu skandinavisku
löndin þó að halda fast við það að
fargjöld Loftleiða yrðu ekki nema
10% lægri en SAS og hinna IATA-
félaganna, en það féllust íslending
ar alls ekki á. Þetta samkomulag
tekur aðeins til hinna svonefndu
vetrarfargjalda, gem gilda fram í
maf, og síðan aftur frá ágústmán-
uði. Sérstök sumarfargjöld gilda 10
og hálfa viku yfir hásumarið og
höfðu Loftleiðir aldrei ætlað að
Iækka þau.
1. aprílganga
Mennta-
skólanema
Menntaskólanemendur efndu í
gærdag til allsérstæðrar 1. april
kröfugöngu í góða veðrinu. Þeir
„marsjéruðu“ frá skólanum upp
, Hverfisgötu og loks að Stjóm
I arráðinu með „kröfuspjöld", sem i
hljóðuðu á „meiri frf“, „hærri
einkunnir“, „kennarar gangist
undir gáfnapróf (hvað vita kenn
arar?)“ o.s.frv.
Það voru 4. bekkingar Mennta
skólans sem efndu til göngunn-
ar, sem vakti kátínu hins mikla
mannfjölda sem var í Miðbæn-
um í gærdag í blíðskaparveðri.
Myndina tók ljósmyndari Vísis
IM af göngunni, þegar hún gekk
gegnum Stjómarráðsgarðinn. —
Það er greinilega létt yfir mann
skapnum og skólasöngvarnir
sungnir fullum hálsi, sitt Iagið
á hvorum enda!
Þessar upplýsingar hefir Visir
eftir Martin Petersen, fargjalda-
fulltrúa Loftleiða. Um mismuninn
á fargjöldum Loftleiða sem nú
taka gildi, og fargjöldum IATA-
félaganna, á öðrum flugleiðum,
sagði hann ennfremur að fargjöld
Loftleiða á leiðinni milli New York
annars vegar og Glasgow, London
og Amsterdam hins vegar, yrðu nú
um 15% lægri en IATA-félaganna,
og um 30% lægri á Ieiðinni New
Y ork — Luxemborg.
IATA-félögin lækkuðu sumarfar-
gjöld sín lítilsháttar, en Loftleiðir
ekkert, sem fyrr greinir. Sumarfar
gjöld Loftleiða verða nú 13 — 15%
lægri á Skandinavíu, um 11%
lægri á London Glasgow, Amster-
dam og 28% lægri á Luxemborg
en IATA-félaganna.
Or hádegisverðj Varðbergs í gær með Smith flota foringja. Talið frá vinstri: Smith flotaforingi, Pét-
ur Bcncdiktsson, bankastjóri, Penficld, sendiherra og Buie yflrmaður vamarliðsins í Keflavík.
Engir kafbátar í Hvalfírði
i
Yfirmaður flota Norður-At-
lantshafsbandalagsins, H. P.
Smith flotaforingi, sem fyrir
skemmstu kom í heimsókn hing
að til lands, ræddi við frétta-
menn i gær. Fór viðtal þetta
fram að loknum hádegisverðar-
fundi félagsins Varðbergs, þar
sem flotaforinginn flutti erindi
um sjóvarnir Atlantshafsbanda-
lagsins.
Flotaforinginn flutti fyrst
nokkur ávarpsorð, gerði grein
fyrir heimsókn sinni, kvaðst
hafa komið nokkrum sinnum áð-
ur, en ávallt verið á! hraðri ferð
en nú hafi hann haft betri tíma
og gefi. tækifæri til viðræðna
við íslenzka leiðtoga, bandaríska
sendiherrann og yfirmann varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Kvaðst hann hafa komið hingað
tíðum í misjöfnum veðrum, en
nú hefði hann komiö úr svalviðri
í Norfolk í Virginiu i sumar-
veður hér norður á fslandi.
MIKILVÆG
BIRGÐASTÖÐ
Flotaforinginn svaraði þar
næst fyrirspurnum fréttamanna.
I svörum hans kom það m. a.
skýrt og greinilega fram, að
Hvalfjörður er Norður-Atlants-
hafsbandalaginu mikilvæg vara-
birgðastöð fyrir svartolíu, en
þar væru geymdir af henni 50.-
Framh. ú bls, l,
VR RÆÐIR AFGREIDSLU-
TÍMA VERZLANA ÍRVK
Eins og áður hefur kornið
fram í Vísi hafa undanfarið
staðið yfir viðræður milli Kaup
mannasamtakanna og Verzlunar
mannafélags Reykjavíkur um
hinn nýja afgreiðslutíma verzl-
ana í Reykjavík. Fékk Vísjr
þær upplýsingar hjá formanni
VR i morgun, að málið yrði lagt
fyrir stjórn VR í dag og ekki
afgreitt endanlega fyrr en það
hefði verið lagt fyrir félagsfund
Guðmundur H. Garðarsson
formaður VR sagði, að VR
hefði fullan vilja á því að leysa
þjónustuþörf borgarbúa á sem
hagkvæmastan hátt. En ekki
yrði unnt að láta hinn nýja af-
greiðslutíma verzlana koma til
framkvæmda nema samið yrði
Framh. á bls. 6